Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Fréttir
Hestaskólinn á Ingólfshvoli, dýrasti skóli landsins, i uppnámi:
Skólastjórann burt
- úr kennslu, var krafan. Flestir erlendu nemendanna ætluöu heim
Dýrasti skóli landsins, Hestaskól-
inn á Ingólfshvoli, hefur verið
óstarfhæfur það sem af er vikunni.
Stafar það af óánægju þorra nem-
enda með kennsluaðferðir skóla-
stjórans, Hafliða Halldórssonar.
Einnig telja nemendur ekki hafa
verið staðið við allt það sem þeim
hafði verið heitið. Eftir mikil funda-
höld forráðamanna skólans með
nemendum í gær náðist samkomu-
lag þess efnis að þeir þurfa ekki að
sækja tíma hjá Hafliða nema þeir
óski þess sérstaklega. Freyja Hilm-
arsdóttir og Olil Amble munu taka
að sér kennsluna í skólanum ef um
semst.
Fimmtán nemendur hófu nám á
því námskeiði sem nú stendur yflr,
þar af ellefu útlendingar. Fyrir 10
vikna námskeið greiða þeir á milli 4
og 500 þúsund krónur. Fljótlega fór
að bera á óánægju meðal nemend-
anna sem hefur stigmagnast. í
fyrradag funduðu nemendur vegna
málsins. Gærdagurinn fór allur í
fundahöld. Krafan var m.a. að skóla-
stjórinn hætti kennslu.
Einn erlendu nemendanna sagði
við DV að þeir væru ósáttir við
ýmislegt varðandi kennslu í skól-
anum. Þeim hefði verið lofað ýmsu
sem ekki hefði verið staðið við.
Þeim hefði t.d. verið lofað að þeir
fengju keppnishesta. Við það hefði
ekki verið staðið í öllum tilvikum.
Þá væri óánægja með kennsluna,
ekki einungis meðal erlendu nem-
endanna, heldur einnig einhverra
hinna íslensku. Þeir væru ósáttir
við kennsluaðferðir Hafliða Hall-
dórssonar skólastjóra sem hefur
verið aðalkennari skólans. Sjö af
erlendu nemendunum ætluðu að
hætta í skólanum ef hlutirnir
gengju ekki upp og fara heim,
þrátt fyrir að aðeins fjórar vikur
af tíu vikna námskeiði væru liðn-
ar. Námsgjaldið fengist endur-
greitt.
Örn Karlsson, stjórnarmaður
hestaskólans, staðfesti við DV að
skipt hefði verið um kennara við
skólann, vandinn hefði verið leyst-
ur og sátt ríkti í skólanum.
-JSS
íslensk, 15 ára ljósmyndafyrirsæta vekur athygli erlendis:
Tók Ítalíu með trompi
- tvisvar á forsíðu ítalska tískutímaritsins Grazia
„Ferðalögin heilla mig, til dæmis
ferðir til Indlands og annarra fram-
andi landa. Ég á örugglega eftir að
búa einhvem tíma erlendis," segir
Edda Björk Pétursdóttir, 15 ára fyrir-
sæta, sem hefur hreinlega slegið í
gegn á Ítalíu. í tveimur nýjum tölu-
blöðum hins virta ítalska tískutíma-
Sýnishorn af myndum sem birtust
af Eddu Björk í Grazia, mörg andlit -
flott fyrirsæta.
rits Grazia, sem gefið er út i Mílanó,
hefur hún verið forsíðufyrirsæta.
Upphafið að þessu ítalska ævintýri
hófst í sumar. Edda Björk dvaldi þá í
heUan mánuð í New York ásamt
mömmu sinni, Guðrúnu Örnu Guð-
jónsdóttur. Þar var hún á vegum fyr-
irsætuskrifstofunnar Metropolitan,
Vísir.is:
Yfir 1000
skráningar
„Viðtökumar hafa farið fram úr
björtustu vonum,“ sygir Þorvaldur
Jacobsen, framkvæmdastjóri Vís-
is.is, en Vísir.is hóf í gær að bjóða
gestum sinum upp á ókeypis tölvu-
póst þar sem hver fær sitt eigið
netfang á Vísi.is. „Á þessum fyrsta
degi í gær fengum við yfir 1000
skráningar." „Þjónustan er öU á is-
lensku þannig að þetta auðveldar
mjög aðgang fyrir íslendinga og er
mun þægilegra en sambærUeg er-
lend þjónusta. Fólk getur nálgast
tölvupóstinn hvaðan sem er i ver-
öldinni", segir Þorvaldur. -hdm
Edda Björk Pétursdóttir, aðeins 15 ára, hefur verið tvisvar á forsíðu ítalska tískutímaritsins Grazia. Auk jjess hafa
verið myndasyrpur af henni inni í blöðunum. DV-myndir Teitur
sem er í samstarfi við Eskimo Models.
Ljósmyndari frá Grazia hafði uppi á
Eddu Björk fyrir miUigöngu
Metropolitan. Hann tók af henni
myndasyrpu á Long Island. Hann
spurði síðan hvort möguleiki væri á
að hún kæmist í myndatökur í
London. Hún fór í viku og afrakstur-
inn er glæsUegur, eins og áður sagði,
forsíðumyndir af henni á september-
og nóvemberhefti Grazia, auk margra
mynda inni í blöðunum.
Edda Björk er í 10. bekk í Garða-
skóla. Hún fer líklega aftur tU New
York næsta sumar þegar hún er
búin í skólanum. Mamma hennar
fer þá með henni. Svo býst hún við
að leiðin liggi fljótlega í mennta-
skóla.
„Fyrirsætustarfið getur stundum
verið erfitt, mikið álag. Maður þarf
að vera þolinmóður," segir hún. „Ég
get hugsað mér að starfa við það til
tvítugs, en ekki lengur. í framtíð-
inni langar mig í ljósmyndun, helst
í tískubransanum. Mig langar að
gera þetta eitthvað öðruvísi, á list-
rænan hátt,“
Aðspurð hvort hún verði ekki
moldrík á fyrirsætustörfum fyrir
frægt blað eins og Grazia, segir
Edda Björk að blöðin borgi ekki svo
ýkja mikið. Sjónvarpsauglýsingar
gefi t.d. meira. „En það er auðvitað
mikiU peningur í þessum bransa ef
manni gengur vel,“ segir hún. -JSS
Bæjarstjórinn á nektarbúllu
- fyrir 34 árum og mislíkaði
„Við sendum
Úrskurðarnefnd
áfengismála svör
okkar varðandi
nektardansinn í
Casínó í dag og í
kjölfarið ætti úr-
skurður hennar
að liggja fyrir,“
sagði EUert Ei-
ríksson, bæjar-
stjóri í Reykja-
nesbæ, rnn defluna sem staðið hef-
ur í bæjarstjórn um hvort leyfa
eigi veitingamanninum í Casínó
við smábátahöfnina að reka nekt-
ardansstað.
„Maðurinn hefur leyfi frá okkur
til að selja áfengi og hafa opið frá
klukkan 9 á morgnana og fram til 1
á nætumar aUa daga vikunnar svo
ég veit ekki hvað hann er að
kvarta. Sjálfur fór ég á nektarbúUu
í St. Paul í Minnesota 1965 og þótti
lítið til koma. Reyndar fannst mér
sýningin sú vera öllum þeim sem
að henni stóðu tU vansa,“ sagði EU-
ert bæjarstjóri.
Eiginkona bæjarstjórans, Guð-
björg Ágústa Sigurðardóttir, hefur
verið fremst í flokki þeirra
kvenna sem mótmælt hafa fyrir-
huguðum nektardanstað við
smátabátahöfnina í Reykjanesbæ
og hefur afhent eiginmanni sínum
og bæjarstjóra mótmælalista
vegna þessa.
„Konan mín missti ekki sjálf-
stæðan rétt tU að hafa skoðanir
þegar hún giftist mér og því má
hún mótmæla því sem hún viU.
-EIR
Ellert Eiríksson.
Stuttar fréttir r>v
Selt inn á Þingvelli
Opinber nefnd kannar leiðir til
að innheimta
aðgangseyri að
friðlýstum
svæðum. Gert
er ráð fyrir því
í frumvarpi til
fjárlaga fyrir
árið 2000 að slík
innheimta skUi
15 mUljónum króna 1 tekjur. For-
maður nefndarinnar, Magnús
Oddsson ferðamálastjóri, hefur
efasemdir. Dagur sagði frá.
Undrandi frumkvöðull
Pétur Þorsteinsson, fyrrver-
andi skólastjóri Grunnskólans á
Kópaskeri og frumkvöðull að ís-
lenska menntanetinu, segist undr-
ast mjög það metnaðarleysi hjá
ríkinu að áforma að selja mennta-
netið einkaaðUum. Hann telur að
áformuð einkavæðing mennta-
netsins sé endahnúturinn á
margra ára niðurlægingu þess hjá
ríkinu. Dagur sagði frá.
SAS skellir í lás
Söluskrifstofa SAS-flugfélags-
ins á íslandi, sem starfrækt hefur
verið í Reykjavík í þrjátíu ár,
verður lögð niður frá og með
næstu áramótum og munu Flug-
leiðir taka við hlutverki hennar
fyrir SAS.
15 til Nígeríu
Á miðvikudag hefst íslensk
kaupstefna i borginni Aba í Ní-
geríu. Það er Fiskmiðlun Norður-
lands á Dalvík í samvinnu við ut-
anrikisráðuneytið sem stendur
fyrir kaupstefnunni en þátt í
henni taka af íslands hálfu ýmis
íslensk fyrirtæki á sviöi sjávarút-
vegs og flutningaþjónustu, auk
fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu.
Alls fer 15 manna hópur frá ís-
landi í Nígeríuferðina. Dagur
sagði frá.
Stripp í sérflokki
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra telur
að áhrifarikasta
leiðin til að
koma böndum á
rekstur nektar-
dansstaða sé
endurskoðun á
flokkun og skil-
greiningu veit-
ingahúsa. Hann telur rétt aö sér-
stakt tillit verði tekið til kráa,
kaffihúsa og næturklúbba, Eró-
tískir dansstaöir yrðu þá flokkað-
ir með næturklúbbum og gefa
þyrfti út sérstök starfsleyfi þeim
til handa. Vísir. is sagði frá.
Síðasta jólaútkall í skip
Síðasti frestur til að senda jóla-
pakka í sjópósti til landa utan Evr-
ópu og Bandaríkjanna rann út sl.
fóstudag. Þeir sem ætla að senda
jólapakka sjóleiðis til Bandaríkj-
anna eru einnig að verða of seinir
því til að þeir komist örugglega til
skila þurftu þeir aö fara af stað sl.
mánudag. Mbl. sagði frá.
ítarleg jól á Akureyri
Akureyri verður áfram jólabær
og Miðbæjarsamtök Akureyrar
hafa ráðið starfsmann til að halda
utan um jólabæinn. Miðbæjar-
samtökin og fleiri vinna að hug-
myndum um upplyftingu miðbæj-
arins síðustu vikurnar fyrir jól.
Þó eru menn sammála um að ekki
muni verða annað Norðurpólsæv-
intýri og kostnaöur minni nú en í
fyrra. Dagur sagði frá.
Óbreytt verft á áburði
Haraldur Haraldsson, stjómar-
formaður
Áburðarverk-
smiðjunnar,
segir að þrátt
fyrir mikinn
hallarekstur
þegar verk-
smiðjan hafi
verið keypt hafi
nýjum eigendum tekist að taka
svo mikið tfl í rekstrinum að
komið hafi verið í veg fyrir ann-
ars verulega hækkun á áburðar-
verði. -GAR