Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Viðskipti
i>v
Þetta helst: Lítil viðskipti á VÞÍ, aðeins 361 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 174 m.kr. ... Þar af íslandsbanki 81 m.kr. en
óbreyttgengi ... Samvinnusjóðurinn hækkaði um 9,2% í 15 m.kr. viðskiptum ... Baugur hækkað um 2,9%. ... íslenska
járnblendifélagið lækkaði um 3,4% í 16 m.kr. viðskiptum ... Úrvalsvísitalan lítt breytt, er nú 1.395,6 stig ...
Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar:
73% stjórnenda ánægð
í könnun sem Gallup hefur gert
meðal stjómenda fyrirtækja fyrir
Viðskiptablaðið kemur fram að 14%
stjómenda eru mjög sátt við efna-
hagsstefnu rikisstjórnarinnar og
59% frekar sátt. Þetta kom fram í
Viðskiptablaðinu í morgun. Samtals
eru 73% stjómenda sátt við stefn-
una. Þessi könnun hefur verið gerð
tvisvar á ári fyrir Viðskiptablaðið
og var síðast gerð stuttu fyrir kosn-
ingar í apríl sl. Það vekur mikla at-
hygli að stuðningur hefur minnkað
verulega síðan þá. í apríl var heild-
arstuðningur við efnahagsstefnuna
83% og hefur því minnkað verulega.
Könnunin er gerð meðal stjóm-
enda 600 fyrirtækja af ýmsum
stærðum og gerðum um allt land og
- stuðningur minnkar frá fyrri könnun
enda eftir
stærð, stað-
setningu eða
veltu fyrir-
tækja. Þó
þarf fyrir-
tæki að upp-
fylla ákveðna
lágmarks-
stærð.
Versnandi
efnahags-
Svo viröist sem stuöningur viö efnahagsstefnu ríkisstjórnar- horfur
innar fari minnkandi, sennilega vegna versnandi efnahags-
horfa. Það er greini'
legtafþessari
var nettósvörun 82,7%. Ekki mælist könnun að stuðningur hefur minnk-
marktækur munur á svörum stjóm- að og mun fleiri eru ósáttir við
stefnu stjórnarinnar. Frá apríl hef-
ur staða efnahagsmála versnað
nokkuð því verðbólga hefur aukist
verulega og vextir hækkað. Líklegt
verður að teljast að það sé ástæða
fyrir minnkandi stuðningi. Þrátt
fyrir þessa minnkun er ljóst að
stjórnin nýtur yfirgnæfandi stuðn-
ings meðal þeirra sem stjóma fyrir-
tækjum um þessar mundir.
Október Apríl Breyting
Mjög sáttur 14% 31% -17%
Frekar sáttur 59% 52% 7%
Hvorki/né 15% 13% 2%
Frekar ósáttur 10% 3% 7%
Mjög ósáttur 2% 1% 1%
Íslandssími og Landssíminn
semja um samtengingar
Frá undirritun samnings Íslandssíma og Landssímans.
Háskóii íslands.
Hlutafélag um
rekstur tækni-
háskóla
Samtök iönaðarins hafa undan-
famar vikur átt í viðræðum við
nokkra aðila um stofnun félags um
rekstur nýs tækniháskóla á grund-
velli hugmynda Samtaka iðnaðar-
ins. Þetta kemur fram á vef samtak-
anna.
Háskóli íslands og Háskólinn á
Akureyri hafa lýst áhuga á að vera
með í slíku félagi en á þessu stigi er
beðið viðbragða frá Alþýðusam-
bandi tslands og rannsóknarstofn-
unum atvinnulífsins.
Greint var frá því í síðasta tölu-
blaði íslensks iðnaðar að Samtök
iðnaðarins hafa sent menntamála-
ráðherra tillögur um stofnun tækni-
háskóla. Ráðherra svaraði erindinu
í siðasta mánuði og gaf SI umboð til
þess að kanna undirtektir ýmissa
stofnana við tillögunum. Jafnframt
bauð ráðherra til viðræðna um að
SI og samstarfsaðilar taki við
rekstri Tækniskóla íslands.
Stjórn SI samþykkti 21. október
sl. að standa að stofnun félags, helst
hlutafélags, í samvinnu við ofan-
greinda aðila. Félaginu er ætlað að
leita samninga við menntamála-
ráðuneytið um stofnun tæknihá-
skóla á grunni Tí. Stefnt er að því
aö ganga frá stofnun félagsins innan
skamms.
Fulltrúar Íslandssíma og Lands-
símans skrifuðu í gær undir samn-
ing sem kveður á um samtengingar
á milli grunnkerfa fyrirtækjanna.
Með samningnum er viðskiptavin-
um Íslandssíma og Landssímans
tryggður gagnkvæmur aðgangur að
grunnkerfum beggja fyrirtækja.
Fram kemur í frétt frá Landssíman-
um að samningurinn taki einnig til
kostnaðar sem hvor aðilinn um sig
ber vegna
hringinga á milli kerfa og sam-
ræmingar kerfanna. í því felst
ákveðið verðöryggi símnotendum
til handa.
Skrifað er undir samninginn nú
þótt nokkur atriði séu ófrágengin,
m.a. hvað varðar tengingu nets ís-
landssíma við farsímanet Landssím-
ans. Aðilar vinna nú að lausn
þeirra mála í samvinnu við Póst- og
fjarskiptastofnun. Þetta er fyrsti
samtengisamningurinn sem Lands-
sími íslands gerir um fastlínukerfi
sitt. Samningurinn er grundvallað-
ur á löggjöf Evrópusambandsins og
er í meginatriðum í takt við sam-
bærilega samninga miUi símafyrir-
tækja erlendis.
Samningurinn er afar hagstæður
neytendum en samkvæmt honum
Hluthafafundur hefur verið boð-
aður hjá Vaka fiskeldiskerfum hf.
10. nóvember nk. og verður þar lögð
fram tillaga stjórnar félagsins um
sameiningu Vaka fiskeldiskerfa hf.
og DNG sjóvéla hf.
Samkvæmt tillögu stjómar Vaka
fiskeldiskerfa hf. verða félögin sam-
einuð í eitt félag undir nafninu
Vaki-DNG hf. og gilda samþykktir
eru samtengigjöld milli fyrirtækj-
anna með því lægsta sem gerist í
Evrópu. Fyrirtækin eru staðráðin í
að tryggja að íslenskir neytendur
njóti áfram einhvers lægsta verðs á
fjarskiptaþjónustu sem um getur á
Vesturlöndum og telja að því mark-
miði verði best náð með heilbrigðri
samkeppni. Bæði fyrirtækin eru
Vaka fiskeldiskerfa hf. um hið sam-
einaða félag. Sameiningin miðast
við 1. júli 1999 og tekur hið samein-
aða félag við öllum réttindum og
skyldum hinna sameinuðu félaga
frá þeim tíma.
Við sameininguna fá hluthafar í
DNG sjóvélum hf. hlutabréf í Vaka
fiskeldiskerfum hf. að fjárhæð
19.500.000 kr. sem gagngjald fyrir öll
byrjuð að starfa á grundvelli samn-
ingsins. Það er samdóma álit for-
ráðamanna beggja fyrirtækja að
ánægjulegt sé hversu viðræður
gengu vel. Telja þeir það til marks
um breytta tíma í fjarskiptum þar
sem horft er til heilbrigðrar sam-
keppni og nýrra viðskiptahátta.
hlutabréf sín í DNG sjóvélum hf.
Hlutafé í Vaka fiskeldiskerfum hf.
verður aukiö um 19.500.000 kr. og
skal það afhent í skiptum fyrir öll
hlutabréf í DNG sjóvélum hf. Eftir
sameininguna verður hlutafé í
Vaka fiskeldiskerfum hf. 64.500.000
kr. að nafnverði.
DNG sjóvélar hf. sameinast
Vaka fiskeldiskerfum hf.
Básafell stokkað upp
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf„ Bása-
fell hf„ Þormóður rammi-Sæberg hf.
og fleiri hafa stofnað félag sem kaupir
rækjuverksmiðju og frystigeymslu
Básafells á Isafirði. Þá hefur orðið að
samkomulagi að Hraðfrystihúsið-
Gunnvör kaupi varanlegar aflaheim-
ildir af Básafelli fyrir allt að 600 millj-
ónir króna.
Fram kemur í frétt frá félögunum í
dag að hlutafé nýja félagsins er 60
milljónir króna. Stefnt er að því að
hið nýja félag hefji starfsemi strax.
Eins og fram kom í fréttum fyrir helgi
er staða Básafells erfið og nemur tap
á síðasta rekstrarári um 850 milljón-
um króna. I Viðskiptablaðinu var frá
því sagt í september að líkur væru á
því að látið yrði reyna á upplausnar-
virði fyrirtækisins. Hugsanlegt er að
þessi leikur sé skref í átt að upplausn
fyrirtækisins en sem betur fer fyrir
Vestfirðinga verða aflaheimildir Bása-
fells enn í byggðarlaginu.
Hagtölur vekja
verðbólguótta
Framleiðslukostnaður á evru-
svæðinu hækkaði nokkuð í október
og olli hækkunin nokkrum verð-
bólguáhyggjum. Vísitala sem mælir
kostnaðinn er nú 57,1 en var í sept-
ember 54,7 og nemur hækkunin 5%.
Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð
sem vísitalan hækkar. Visitala
neysluverðs á evru-svæðinu hækk-
aði líka verulega og nú telja sér-
fræðingar afar líklegt að Seðla-
banki Evrópu muni hækka vexti á
fimmtudaginn. Financial Times
greindi frá.
Hækkandi húsnæðisverö
Húsnæðisverð i Bretlandi hækk-
aði um 2,8% í október frá mánuðin-
um á undan og hefur ekki hækkað
svo mikið milli mánaða í 10 ár. Frá
því í september í fyrra hefur hús-
næðisverð hækkað um 10,8%. Fast-
eigngsérfræðingar í Bretlandi telja
að vaxtahækkun sé það sem til
þurfi til að slá á eftirspurn og þar
með verðhækkanir á húsnæði.
Vaxtahækkun í Ástralíu
Seðlabanki Ástralíu mun að öll-
um likindum tilkynna vaxtahækk-
un síðar í dag. Talið er að hækkun
verði 25 punktar í 5%. Ef af verður
þá er þetta fyrsta vaxtahækkun í
fimm ár. Ástæðan fyrir yfirvofandi
hækkun er hin sama víðast hvar i
heiminum um þessar mundir, vax-
andi verðbólguótti.
Væntingar um vaxtahækk-
anir styrkja evruna
Evran
styrktist í
gær á móti
dollara og
jeni. Evr-
ópski seðla-
bankinn,
ECB, heldur
vaxtaákvörðunarfund nk. fimmtu-
dag og markaðurinn býst við að
ECB hækki stýrivexti sína um
0,50% eins og fram kemur hér að
ofan. Morgunkorn FBA greindi frá
þessu. Markaðsaðilar hafa í tals-
verðan tíma búist við vaxtahækk-
unum og kom það mörgum á óvart
þegar ECB hélt stýrivöxtum
óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi
sinum í byrjun október.
Ósammála um
vaxtahækkun
I Morgunkomi FBA segir enn
fremur að þrátt fyrir almennar
væntingar um vaxtahækkanir þá
eru farnar að heyrast raddir um að
ekki sé þörf á þeim nú. í leiðara
The Economist þessa vikuna kem-
ur þessi skoðun fram. Sjónarmið
þeirra er að vaxtahækkanir muni
hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í Evr-
ópu að óþörfu vegna þess að verð-
bólga sé fyrir neðan þau 2% við-
miðunarmörk sem oft er horft á.
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, hefur hins vegar ekki áhyggj-
ur af neikvæðum áhrifum vaxta-
hækkana á hagvöxt, hann sagði í
gær að hagvöxtur i Þýskalandi gæti
orðið 3% á næsta ári.
Sala á PlayStation yfir
1 milljarð dollara
Sony Computer Entertainment
America, sem er Bandaríkjaarmur
japönsku Sony-samsteypunnar, tel-
ur að sala á PlayStation leikjatölv-
um og tengdum afurðum muni
verða yfir 1 milljarð dollara á kom-
andi jólavertið. Frá því verð á
leikjatölvunni var lækkað í ágúst
sl. hefur fyrirtækið selt um 1 millj-
ón leikjatölva og er heildarsalan í
Bandarikjunum frá upphafi þá
komin í um 21 milljón leiktölva.