Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Útlönd Skaut sjö vinnufélaga sína til bana á Hawaii: Gafst upp eftir langt umsátur Portillo aftur í íhaldsframboð Michael Portillo, fyrrum land- vamaráöherra Bretlands, var í gær útnefndur frambjóðandi íhaldsflokksins í aukakosningum í ömggu íhaldshverfi í London síðar í mánuðinum. Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra gerðu hróp að Portillo í gær og kölluðu hann hræsnara, áður en lögreglan fjar- lægði þá. Portillo viðurkenndi áö- ur en hann hellti sér út í fram- boðsslaginn að hann heföi átt ást- arævintýri með öðrum körlum á námsámm sínum. Heimildarmenn innan íhalds- flokksins sögðu í gær að William Hague flokksleiðtogi myndi íhuga að veita Portillo fljótlega mikil- vægt starf í skuggaráðuneyti flokksins. Ýmsir fréttaskýrendur líta á Portillo sem ógn við forystu Hagues. Portillo hefur lengi verið uppáhald hægriafla flokksins. Erfiðar viðræður eru fram undan ísraelar og Palestínumenn eiga margra mánaða erfiðar samn- ingaviðræður í vændum eftir til- finningaþrunginn leiðtogafund sem lauk í Ósló í gær. Bill Clint- on Bandaríkjaforseta tókst að blása nýju lífi í samningaferlið. Clinton, Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, og Yasser Ara- fat, forseti Palestínumanna, hétu því í gær að halda áfram verkinu sem Yitzhak Rabin, fyrram for- sætisráðherra ísraels, hóf og ljúka endanlegum friðarsamningi í september á næsta ári. Leiðtoga- fundurinn í gær var haldinn til aö minnast þess að fjögur ár era nú liðin frá því Rabin var myrtur. „Við voram aö ljúka mjög góð- um fundi. Ég hef á tilfinningunni að við höfúm blásið nýju lífi í friðarferliö," sagði Clinton við fréttamenn í fundarlok. Merki numin frá flugritum þotu Skip bandarísku strandgæsl- unnar hafa numið merkjasend- ingar frá flugritmn egypsku far- þegaþotunnar sem fórst undan austurströnd Bandarikjanna á sunnudag með rúmlega tvö hundrað manns. Flugritarnir gætu geymt upplýsingar um hvað fór úrskeiöis á sunnudag og olli því að þotan fór í hafið. Veður hamlaði leit á slysstaðn- um 1 gær og þurftu leitarskipin að sigla til lands. Rannsóknarmenn kanna nú hvort afturþrýstingsbúnaður í öðrum hreyflinum, sem ekki var virkur á sunnudag, hefði átt ein- hvem þátt í slysinu. Búnaður þessi, sem notaður er til að hægja á ferð þotna eftir lendingu, fór í gang í þotu Lauda Air sem fórsf í Taílandi 1991. Bush langt á undan Al Gore George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, nýtur langtum meira fylg- is en A1 Gore varaforseti fyrir for- setakosningamar í Bandaríkjun- um að ári. Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar fengi Bush 55 prósent at- kvæða væri gengið til kosninga nú en Gore aðeins 39 prósent. Fertugur tæknimaður hjá Xerox fyrirtækinu, sem skaut sjö sam- starfsmenn sína til bana í Honolulu á Hawaii í gær, gafst upp fyrir lög- reglu eftir fimm klukkustunda um- sátur. Þar með var bundinn endi á blóðugustu skotárás í sögu eyjanna. Ódæðismaðurinn, sem yfirvöld segja að heiti Byron Uyesugi, réðst inn í vörahús Xerox-fyrirtækisins og hóf skothríð á þá sem þar voru fyrir með 9 millímetra skamm- byssu. Þeir sem létust voru allir karlmenn á aldrinum 33 til 58 ára. Til mun hafa staðið að segja Uyesugi upp starfinu sem hann hafði gegnt í fimmtán ár. Eftir morðin lagði Uyesugi á flótta í sendibíl frá fyrirtækinu en lögreglunni tókst að króa hann af á vinsælum útivistarstað skólabarna nærri vörahúsinu. Tilræðismaðurinn situr í sendibíln- um, umkringdur af lögreglu. Þungvopnaðir laganna verðir um- kringdu þegar sendibílinn en það var ekki fyrr en eftir fimm klukku- stunda þóf að samningamönnum lögreglunnar og bróður skotmanns- ins tókst að telja hann á að koma út úr bílnum með uppréttar hendur og leggjast á hnén. Ríkisstjórinn á Hawaii sagði að ættingjar og samstarfsmenn fómar- lambanna fengju alla þá áfallahjálp og aðra aðstoð sem hægt væri að veita. Vernon Wong, sem hefur þekkt skotmanninn i þrjú ár vegna sam- eiginlegs áhuga á gullfiskum, var mjög bragðið þegar hann heyrði tíð- indin. „Þetta er indæll rólyndismaður, dálítill einfari en það er ekki slæmt. Honum lá lágt rómur og hann var kurteis," sagði Vemon Wong. Börn á Austur-Tímor leika sér að gömlum hjólbörðum á öskuhaugunum við höfuðborgina Dili. Krakkarnir eru að bíða eftir öskubílnum, í þeirri von að innan um allt sorpið leynist eitthvað ætilegt. íbúar Austur-Tímor verða að hafa allar klær úti til að útvega sér mat í svanginn, þar á meðal að leita á haugunum. Landamæraverðir heimta greiðslu af flóttafólki Óbreyttir borgarar, sem tekist hefur að flýja frá Tsjetsjeníu, greina frá því að landamæraverðir og aðrir rússneskir embættismenn krefjist peninga af þeim sem vOja komast yfir landamærin til Ingúsjetíu. Þeir fátækustu komast því hvergi. Mörg þúsund flóttamanna bíða við landamærin án matar og lyfja. Rússneski herinn lokaði landamær- unum fyrir 12 dögum. Það var ekki fyrr en síðastliðinn mánudag sem nokkrir fengu að yfirgefa Tsjetsjen- íu. Forseti Ingúsjetíu greindi frá því í viðtali við Interfaxfréttastofuna í gær að fjórir hefðu látist aðfaranótt þriðjudags á meðan þeir biðu eftir að komast yfir landamærin. Samkvæmt Sameinuðu þjóðun- um og rússneskum heimildum hafa um 200 þúsund Tsjetsjenar flúið til Fátækustu flóttamennirnir komast ekki frá Tsjetsjeníu. Símamynd Reuter Ingúsjetíu. Flóttamennimir eru yf- irleitt krafðir um 5 þúsund ís- lenskra króna. Það er há upphæð á þessum slóðum, sérstaklega þar sem greiða þarf þessa upphæð fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Þar að auki þurfa flóttamennirnir að greiða lögreglunni í Ingúsjetíu fyrir dvalarleyfi. Rússnesk yfirvöld visa því á bug að stríðsrekstur þeirra í Tsjetsjeníu hafi kostað óbreytta borgara lífið. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ítrekaði í samtali við Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, í gær að Rússar bæru enga ábyrgð á þjáningum tsjetsjensku þjóðarinnar. I viðtali við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær sóttist Pútín eftir stuðningi Vesturlanda við baráttuna gegn hryðjuverkamönnum í Tsjetsjeníu. Stuttar fréttir dv Laumufarþegar deyja Að minnsta kosti 10 laumufar- þegar létu lífið er eldur kom upp í griskri ferju í gær sem var á leið til Ítalíu. Framsal ólíklegt Argentínskir embættismenn sögðu í gær að fyrrverandi leiðtog- ar herforingja- stjórnarinnar nytu lagavemdar og því væri ólíklegt að þeir yrðu fram- seldir. Spænski dómarinn Baltasar Garzon hefur gefið út handtökuskip- un á hendur 12 leiðtogum og 80 liðsforingjum herforingjastjórnar- innar í Argentínu sem var við völd 1976 til 1983. Mannskæð flóð 16 manns hafa látiö lífið í flóð- um í Víetnam. Hundrað þúsunda heimila hafa eyðilagst í flóðun- um. 4 ára með byssu Fjögurra ára dreng hefur verið vikið í eitt ár úr leikskóla í Okla- homaborg í Bandaríkjunum eftir að hafa komið með hlaðna byssu foreldra sinna í skólann. Flýja Moskvu Flestir starfsmenn bandaríska sendiráðsins ætla að flýja Moskvu fyrir árþúsundamótin af ótta við vandræði. Mörg erlend fyrh-tæki hvetja starfsmenn sina, sem verða að vera um kyrrt, til að hamstra mat. Hlé á viðræðum George Mitchell, sáttasemjari Bandaríkjanna, gerði í gær hlé á viðræðum kaþólikka og mótmæl- enda á írlandi. Ætlar Mitchell að gera Blair, forsætisráðherra Bret- lands, Clinton Bandaríkjaforseta grein fyrir stöðu mála. Myndum af Karli stolið Tösku með einkamyndum af Karli Bretaprinsi og sonum hans, Vilhjálmi og Harry, var stolið úr bil barnfóstra prinsanna, Tiggy Legge-Bo- urke, að því er breska blaðið Sun greinir frá. Breska lögreglan hefur staðfest þjófnaðinn en vill hvorki greina frá hvað var í töskunni né hver eigi hana. Samkvæmt Sun vora einnig leynUegar upplýsingar í töskunni, eins og tU dæmis síma- númer meðlima konungsfjöl- skyldunnar. í fangelsi vegna stíls 13 ára dreng í Texas var sleppt í gær eftir að hafa setiö nær viku í fangelsi vegna skólaritgerðar sem hann fékk A fyrir. í ritgerð- inni er því lýst hvemig bekkjarfé- lagar pUtsins eru skotnir tU baná. Skólayfirvöld litu á ritgerðina sem hótun og kærðu drenginn. Reyklaust hjá Mikka Nú eiga Mikki mús og félagar hans að sleppa við að fá sígarett- ureyk i augun. Frá og með janúar má bara reykja á sérstökum svæðum í skemmtigörðum Disn- ey í Bandaríkjunum. Vilja Slobo til Haag Um 2 þúsund serbneskir náms- menn efndu í gær til mótmæla í Belgrad. Kröfð- ust þeir rétt- látra kosninga sem yrði flýtt. Er námsmenn- irnir gengu fram hjá aöal- stöðvum Sósíal- istaflokks Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta hrópuðu þeir: „Slobodan á að fara tU Haag.“ StriðsglæpadómstóU Sameinuðu þjóðanna i Haag hefúr ákært Milosevic vegna meints þjóðarmorðs í Kosovo. í I l-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.