Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 10
10
íennmg
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Heimspeki á tímamótum
Nú, þegar loksins er komiö út á íslensku
vandað yfirlitsrit um heimspeki, Heimspeki-
saga í þýöingu Stefáns Hjörleifssonar, þykir
manni eins og heimspeki hafi hingað til verið
á hrakhólum hér á landi. Það er engu líkara
en þessa fræðigrein hafi skort kjölfestu þar
sem yfirlitsritið vantaði. Og nú er það loksins
komið og þá eru tímamót í fræðunum, á svip-
aðan hátt og í sálfræði þegar Sálfræðibókin
kom út fyrir nokkrum árum. Heimspekin er
hér með orðin stofnun á íslandi.
Leiðin sem var valin var ekki að gefa út
safnrit með greinum helstu íslensku heim-
spekinga samtímans. Þess í stað var þýdd vin-
sæl erlend bók, Filosofihistorie eftir þá
Skirbekk og Gilje. Fyrir vikið er þessi fyrsta
yfirlitsbók um heimspeki heilsteypt rit sem
mun gagnast mörgum, ekki síst heim-
spekinemum við Háskóla íslands og öðrum
áhugamönnum um heimspeki. Og raunar enn
fleirum.
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
Áherslan er á hið sögulega yfirlit og heim-
speki er skilgreind á víðan hátt. Ekki er að-
eins fjallað um heimspekinga á borð við
Platón, Aristóteles, Vilhjálm frá Ockham,
Descartes og Kant heldur einnig Ágústínus
kirkjufóður, Newton, Keynes, Marx, Freud,
Max Weber, Darwin og Rósu Luxemburg.
Þannig er heimspekin ekki aðeins frumspeki
eða verufræði eða þekkingar-
fræði heldur er hún skil-
greind sem móðir annarra
vísinda, bókmenntafræði,
eðlisfræði, hagfræði og sál-
fræði. Ekkert mannlegt er
heimspekinni óviðkom-
andi. Þetta rit hefur því
býsna víða skírskotun
sem er heillandi á sér-
hæfingaröld.
Umfjöllunin er sögu-
leg, mikið ber á alls
kyns fróðleik um
kenningasmiði og
samfélög þeirra en
síðan eru sögð skil á
mikilvægustu kenn-
ingum hvers heim-
spekings. Þá eru
birtar glefsur úr
ritum nokkurra
heimspekinga og er vel
til fundið að kynna þá ekki aðeins'
með orðum annarra heldur einnig þeirra eig-
in.
Vitaskuld getur ekki verið um djúpa úttekt
á hverri einustu kenningu að ræða í svo víð-
feðmu riti. Umfjöllunin er ekki tæmandi fyrir
sérfræðinga en hún er oft býsna greinargóð
og þar að auki er hún skýr sem er ekki minna
um vert. Ritið er góður staður að byrja á og
líklegt að góður lesandi verði þegar ýmsu
nær. Síðan er af nógu að taka í framhaldinu
þar sem mikið þrekvirki hefur verið unnið í
þýðingu heimspekirita hin síðari ár, ekki síst
á vegum Hins íslenska bókmenntafé-
^ lags.
V { riti sem þessu er tæpt á
■ æði mörgu og kann sumt að
V orka tvímælis. Ekki rakst ég
■ á margar villur en
■ færa hefði mátt upp-
m lýsingar til samtím-
ans á stöku staö.
Þannig er ekki getið
m um dánarár heimspek-
V inganna Gadamers og
V Poppers sem voru að
W mér virðist á lífi þegar
■ verkið hófst. Málfar bók-
V arinnar einkennist af einfaldleika
■ að hætti kennslubóka og er það vel.
W Það er mikill fengur að þessu riti.
■ Útgáfan er myndarleg og metnaðar-
I full og hönnun kápu er enn eitt afrek
f Öldu Lóu Leifsdóttur. Háskólaútgáfan
hefur fáa starfsmenn en hefur undan-
farið unnið sér verðskuldaðan orðstír
fyrir metnað og vandvirkni. Heimspekisaga
Skirbekk og Gilje festir það orðspor í sessi.
Gunnar Skirbekk og Nils Gilje:
Heimspekisaga
Stefán Hjörieifsson þýddi
Háskólaútgáfan 1999
Rjúpnaveiðibók handa huglausum
Það er ekki oft sem fmnskar bækur rekur á
fjörur manns. Nýlega gaf Mál og menning þó
út eina sem kom út í Finnlandi fyrir 25 árum.
Ár hérans segir frá Kaarlo Vatanen. —
Finna á fertugsaldri sem hef-
ur fengið nóg af ástlausu
hjónabandi og vélrænni
vinnu sinni. í byrjun bók-
ar stendur hann einn úti í
skógi með fótbrotinn héra í
fanginu. Þá er eins og því
ljósti niður í höfuð hans að
hann hefur lifað lífinu eins
og huglaus héri. Hann kveður
sitt gamla lif og flakkar fót-
gangandi um óbyggðir Finn-
lands. En í ljós kemur að mað-
ur getur ekki bara stungið af
sisvona. Eiginkonan reynir að
ná honum aftur til sín og lögregl-
an vill hafa hendur í hári hans en
Vatanen berst til hinsta blóðdropa
fyrir frelsi sínu - og hérans. 1
í sögunni ríkir gamansamur 1
tónn, blandaður ádeilu á stofnanir '
samfélagsins, lögregluríki og
skrifræði. Stíllinn er áreynslulaus og
þægilegur, í takt við ofurmannlegan innri frið
sem Vatanen virðist öðlast í nýfengnu frelsi
sínu. Einvera, einfaldur matur og líkamleg
þreyta veita honum lífsfyllingu.
Hvorki ævintýralegar svaöilfar-
ir né stórfurðulegar persónur
sem á vegi hans verða raska
ró hans. Ætlar hann ef til vill
að sigla í gegnum nýja lífið
eins dofinn og hann var i því
gamla? Varla, því þessu lífi
fylgir gleði og nægjusemi. í
seinni hluta bókarinnar
verða ævintýri Vatanens
býsna yfirgengileg og sag-
an leysist upp, líkt og
Vatanen sjálfur þegar
hann hverfur með dular-
fullum hætti í sögulok.
Fyrir nokkru kom út
hjá Bjarti bókin Náin
kynni eftir ensk-
pakistanska rithöf-
undinn Hanif Kureis-
hi. Bókin vakti mik-
inn úlfaþyt í Bretlandi fyrir
snarpa ádeilu á hjónabandið og innihalds-
laust líf nútímamanna. Söguhetjan þar er líka
karlmaður á besta aldri sem stekkur burt frá
Gömlu brýnin gefast best
Litríkar auglýsingamar sem geislaplötuút-
gefendur birta í fagblöðum í hvert sinn sem
þeir senda frá sér nýjar plötur með helstu
stjörnum í bransanum segja næsta lítið um
afkomu þessara stjarna eða fjárhagslega þýð-
ingu þeirra fyrir útgáfufyrirtækin. I mörgum
tilfellum er um að ræða hreint áhættukapítal;
útgefendur veðja á tónlistarmann í kjölfar vel
heppnaðra tónleika og góðrar gagnrýni, og þá
sakar ekki ef viðkomandi hefur útlitið með
sér.
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
Gullegg geislaplötuútgefenda eru ekki nýst-
imin heldur gömlu brýnin og upptökurnar
með þeim sem þeir hafa sankað að sér í tím-
ans rás. Þessar upptökur er endalaust verið
að gefa út af minnsta tilefni og í margs konar
samhengi, eða selja til annarra útgáfufyrir-
tækja fyrir stórfé. Fyrirtækin gera út á „heild-
arútgáfur" eða „afmælisútgáfur", og nú eru
þau auðvitað á fullu við að markaðssetja út-
gáfur á borð við „hljómsveitarstjórar aldar-
innar“, „helstu píanóleikarar aldarinnar" og
svo framvegis. Hér skiptir umgjörðin heil-
miklu máli: fallega útlítandi bæklingur með
ljósmyndum, öllum helstu
upplýsingum um listamenn-
ina, helst viðtölum viö þá og
ýmsu öðru sem eykur við
þekkingu okkar á tónsmíð-
um þeirra eða tónlistarflutn-
ingi. Sjálfum hefur mér þótt
afar vel staðið að safnplöt-
unum sem Sony hefur verið
að gefa út undir heitinu
Classical Masterworks
Heritage og Legends-safn-
plötunum frá Decca, að
minnsta kosti hvað útlit og
upplýsingar varðar.
Tónlistarmenn aldarinnar?
RCA-útgáfan hefur verið að gefa út „Tón-
listarmenn aldarinnar" sem er að mörgu leyti
aðlaðandi kostur, ef menn eru á annað borð
að bæta gömlum upptökum við geislaplötu-
safn sitt. Hér er um að ræða tvöfaldar plötur
á „meðalverði“, þar sem nokkrar sjaldgæfar
upptökur fylgja með þekktari upptökum tón-
listarmannanna. Á safnplötu með Jussa Björl-
ing er til dæmis að finna upptökur á ljóða-
söng hans, sem allt of fáir þekkja. Og á plötu
með Montserrat CabaUé eru upptökur sem
ekki hafa fyrr verið gefnar úr á geisla. Ekki
þekki ég heldur betri safnplötu með söng
m MOMTStMAt r
CABALLÉ
THEUITWATECOUICnOS
Carusos heldur en þá sem
RCA gefur út í þessum
flokki.
Það sem aðallega má út
á þessar safnplötur RCA
setja er umgjörðin;
með hverri plötu fylgir
sérstaklega tlkarlega
útlítandi bæklingur
með upplýsingum sem
ekki bæta neinu við
það sem flestir sæmi-
lega upplýstir tónlist-
arunnendur vita.
Og svo má auðvitað setja spurningar-
merki við nokkra þá listamenn sem RCA kall-
ar „Tónlistarmenn aldarinnar". Á Mario
Lanza heima í þeim hópi? Eða blokk-
flautuleikarinn Michala Petri, komung
manneskjan? En upptökumar standa auðvit-
að fyrir sínu.
Caruso, The Greatest Tenor in the World
RCA
Montserrat Caballé, The Ultimate Collection
RCA
Jussi Björling, The Ultimate Collection RCA
Mario Lanza, The Ultimate Collection RCA
Leontyne Price, The Ultimate Collection RCA
Michala Petri, The Ultimate Recorder Collect-
ion RCA
Umboð á Islandi: JAPIS
Þýðinganámskeið
eiginkonu og samfélagsskyldum í leit að betra
lífi. Ár hérans er yfirlætislaus bók um karl-
mann í kreppu en Náin kynni er ágeng og
óþægileg. Þessar ólíku bækur sem fjalla um
sama efni vöktu mig til umhugsunar um
stöðu karlmannsins í aldarlok. Hvar er þeirra
starf í sex hundruð sumur? Hafa þeir glatað
Bókmenntir
Steinunn Inga Úttarsdóttir
stöðu sinni í lífmu, orðið mjúkir tO þess eins
að missa tökin? Era konur alveg að drepa þá
með hreiðuráráttu sinni, fjölskyldugildum og
öryggisfíkn? Það er ekki gott að segja en þeir
era ólíkt skemmtUegri karlamir sem taka af
skarið en héramir huglausu. Karlmenn ís-
lands: Ár hérans er kjörin bók tU að stinga í
bakpokann áður en haldið er á rjúpnaveiöar -
einkum ef menn ætla ekki að snúa aftur.
Arto Paasilinna:
Ár hérans
Guðrún Sigurðardóttir þýddi.
Mál og menning 1999
Ef þið hafið áhuga á að stunda þýðing-
ar í framtíðinni er vert að veita athygli
námskeiði sem Félag háskólakvenna býð-
ur upp á og hefst á morgun. í fyrri hluta
þess verða kynnt hugtök og kenningar í
þýöingafræðum en seinni hluti nám-
skeiðsins verður eftir áramót og hefst á
málstofu með starfandi þýðendum. Stjórn-
andi námskeiðsins er HaUdóra Jónsdóttir
cand.phU. en nánari upplýsingar gefur
Geirlaug Þorvaldsdóttir í síma 899 3746.
List á Akranesi
Á mánudaginn var opn-
uð sýning á verkum Þóra
Einarsdóttur í Listahorn-
inu, Kirkjubraut 3, Akra-
nesi. Hún sýnir þar ný mál-
verk unnin á silki. Sýning-
in stendur til 22. nóv. og er
opin aUa virka daga kl.
11-12.30 og 13-17.
Dagbók Önnu Frank
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út nýja
útgáfu af Dagbók Anne Frank og er þetta
i fyrsta skipti sem bókin kemur út óstytt
hér á landi. AUir kaflamir sem Otto
Frank feUdi úr af ýmsum ástæðum þegar
hann gaf dagbók dóttur sinnar út era hér
með. Þessi útgáfa Mirjam Pressler geymir
um það bU 30% meira efni en eldri útgáf-
an.
í óstyttri útgáfu kemur betur fram
þroskasaga ungrar stúlku viö hinar erfið-
ustu aðstæður, en Anne
var hoUenskur gyðingur og
fjölskylda hennar lifði í fel-
um fyrir nasistum mánuð-
um saman. Meöal annars
má lesa frekari lýsingar á
vaxandi áhuga Anne á
hinu kyninu og erfiðleik-
um í samskiptum við for-
eldra.
Dagbók Anne Frank hefur heiUað kyn-
slóðimar alveg síðan fyrsta útgáfa hennar
kom út og aftan á kápu nýju útgáfunnar
er fullyrt að engin bók, að biblíunni und-
anskUinni, hafi selst í fleiri eintökum.
Ekki er að efa að hún megnar enn i dag að
heiUa nýja kynslóð, stúlkan sem lifði svo
ríkulegu innra lífi þótt hún þyrfti að
kúldrast í þröngu fylgsni með ljölda
manns.
Ólafur Rafii Jónsson þýddi bókina.
Illur fengur
Leikfélag Selfoss framsýnir á fimmtu-
dagskvöldið kl. 20.30 hina kolsvörtu
kómedíu Illan feng eftir Joe Orton. Leik-
stjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson.
í IUum feng segir frá manni sem hefur
misst konu sína, hjúkrunarkonunni sem
annaðist konu hans í veikindunum, syni
hans sem hefur ýmislegt annað fyrir
stafni en að syrgja móður sina og starfs-
manni útfararstofu sem einnig er vinur
sonarins. Inn í söguna fléttast bankarán
sem vinimir standa fyrir. Höfundinum er
fátt heilagt, gerir ískalt grín að hefðum og
viðteknum venjum og eru dásamlegir
orðaleikir aðall hans ásamt skemmtUeg-
um fléttum og kvikindislegum skotum á
mannlegt eðli.
Sýningar á IUum feng verða í litla leik-
húsinu við Sigtún á Selfossi og verður
önnur sýning á sunnudagskvöldið á sama
tíma.
Orðabusl
Myndabókin Orðabusl eftir Margréti E.
Laxness er fyrsta orðabók litla bamsins.
Þar eru líflegar og litríkar heU-
síðumyndir af kunnuglegum
senum í daglegu lífi okkar - til
dæmis fjöruferð, sólardegi úti í
garði og uppi í sveit, verslunar-
ferð, sundlaugarferð, afmælis-
veislu, degi í leikskólanum, leik
í snjó og loks jólunum sjálfum.
Inni á myndunum eru letrað
orð sem bömin geta skoðað og
lært hvað þau þýða og æft sig að segja.
Bókinni er ætlað að skerpa athyglisgáfu
bama og auka orðaforða þeirra. Nokkrar
þýddar bækur hafa veriö gefnar út hér
undanfarin ár í þessu skyni og er gaman
að fá alíslenska bók af þessu tagi. Mál og
menning gefur bókina út
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir