Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Fréttir 11 Skógarverkefni við HafnarQall byrjað að skila árangri: Rokrassgatið kannski úr sögunni - eftir örfá ár Friðrik Aspelund frá Landgræðslu og Skógrækt ríkisins útskýrir Hafnarskógarverkefnið. DV, Vesturlandi: Hafin er vinna við landbætur á svæðinu umhverfis Hafnar- fjall. Markaðsráð Borgarfjarðar átti frumkvæðið að undirbún- ingi verkefnisins í samvinnu við heimamenn, Búnaðarsam- tök Vesturlands, Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. í júní 1999 ákvað Umhverfissjóð- ur verslunarinnar að styrkja verkefnið myndarlega. Þar með var landeigendum og Land- græöslu gert kleift að heíja framkvæmdir. Markmið verk- efnisins er þríþætt: Að vernda og stækka Hafnarskóg, að breyta eyddu landi í nytjaland og skýla umferð fyrir vindum og skafrenningi. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni taki um 15 ár og heild- arkostnaður verði um 115 milljónir króna. Nú þegar er farið að sjást það sem var gert í sumar. Þar sem áður var ógróið land er þegar farið að grænka og Vegagerðinni líst það vel á þetta verkefni að hún ætlar að styrkja það myndarlega enda hafa margir bílar farið út af við frægt „rokrass- gat“ við Hafnarfjall en það kann að heyra sögunni til í framtíðinni. Landið við Hafnarfjall var fyrrum vel gróið og þakið vöxtulegum birki- skógi. í aldanna rás hnignaði skóg- inum og eyðingaröflin náðu smám saman yfirhöndinni. Þegar skógar- ins naut ekki lengur við hvarf skjólið sem hann veitti viðkvæmum jarðvegi. Mjög vindasamt er á þess- um slóðum, einkum þegar blæs af fjallinu. En eins og vegfarendur kannast við geta komið þarna ofsa- veður þótt allt í kring séu veður skaplegri. Sunnan Hafnarfjalls ein- kenna sléttir melflákar landið með ivafi af mólendi, kjarri og kyrkings- legum leifum hinnar fornu grósku. Víða er enn virkt rof í börðunum. Þama bíða mikil verkefni við að stöðva eyðinguna og endurheimta fyrri grósku. Uppgræðsla auðna og skjólbeltis eru fyrstu skrefin á þeirri löngu leið. Ákveðið var að leggja meginá- herslu á landbætur á svæðinu frá Leirá í suðri að Grjóteyri í norðri. Á þessu svæði eru mel- ar og skóg- og jarðvegseyðing mest. Og svo er það nátt- úruperlan Hafnarskógur. Hluti skógarins hefur verið friðaður í 10 ár. Þar er hann í mikilli framför en betur má ef duga skal og er full ástæða til að hafa áhyggjur af bágbornu ástandi landsins beggja vegna skógarins. Stefnt er að því eftir fóngum að aðstoða einnig eig- endur nálægra svæða við land- bætur. Skjól fyrir þjóðveg Á fyrstu árum verkefnisins verður lögð megináhersla á að girða af það land sem ástæða þykir til að friða fyrir beit, einnig verður reynt að ljúka uppgræðslu ógróins lands sem fyrst. Samhliða þessu verður hafist handa við að skýla þjóð- veginum og síðar öllum gróðri með skjólbeltum og skógi. Það getur tekið langan tíma. Því markmiði verkefnisins að breyta eyddu landi í nytjaland verður náð með sáningu lúpínu eða grasfræs. Utan þess svæðis sem ætlað er Hafnarskógi verður markmiðum um skjól að mestu náð með skjólbeltarækt. í Hafnarskógi og nágrenni verður mest treyst á sjálfgræðslu birkis. Auk þess að vemda jarðveg mun skóg- og skjólbeltarækt á þessu svæði draga úr vindstrengjum og vindsveipum sem iðulega valda hættu á einum fjölfamasta þjóðvegi landsins. -DVÓ Það virðist enn vera meistarabragur á vesturbæingum eftir að íslandsmeistaratitiilinn kom loksins í vesturbæinn nú í haust. Eigendur Drangeyjarinnar hafa í það minnsta teklð upp þá nýbreytni að flagga KR-merkinu í stafni bátsins eins og myndin ber með sér. DV-mynd S $ SUZUKI Suzuki Baleno GLX 4x4, skr. 6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Sidekick sport, skr. 8/97, ek. 36 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.680 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d. Verð 980 þús. Suzuki Baieno GL, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, þsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Suzuki Sidekick JX '93, ek. 98 þús. km, ssk., 5 d. Verð 790 þús. Suzuki Vrtara 2,0 dísil, skr. 06/97, ek. 56 þús. km, 5 d. Verð 1.790 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk. 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, sk. 22 þús. km, bsk., 5 d. Verð 870 þús. Suzuki Baleno Wagon, skr. 1/97, ek. 47 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.080 þús. Suzuki Swift GX, skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 650 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 10/92, ek. 53 þús. km, ssk., 5 d. Verð 970 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek. 17 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. SUZUKIBÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Skagafjörður: Næg atvinna en fólki fækkar DV, Akureyri: Brottfluttir umfram að- flutta í Skagaflrði fyrstu 9 mánuði ársins era um 50 talsins samkvæmt upplýs- ingiun Hagstofunnar. Þótt þetta sé allnokkuð í ekki stærra sveitarfélagi er þetta hlutfallslega lægri tala en víða annars staðar á landsbyggðinni. Snorri Bjöm Sigurðs- son, sveitarstjóri í Skaga- firði, segir aö fækkunin sé fyrst og fremst í sveitun- Snorri Björn Sig- urðsson: „Mikil eft- irspurn eftir hús- næði“. um en ekki á Sauðárkróki; þéttbýlið hafi þannig hald- ið sínu. Hann segir at- vinnuástandið í sveitarfé- laginu þokkalegt, fólk vanti til ýmissa starfa, bæði í sérhæfð störf og störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar. „Sveitarfélagið þarf t.d. að fara að hyggja að því að auglýsa laus störf og ástæðuna fyrir því að fólk flytur úr Skagafirði er ekki hægt að rekja til at- vinnuástandsins," segir Snorri Bjöm. -gk (oníinenial Vetrardekk fyrir vandláta SOIN/NG Smiðjuvegi 32-34 • Kópavogi • Sími: 544 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.