Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Spurningin Lesendur Hvað er rómantík? Magnús Björn Magnússon flug- virki: Það er að fara á gott veitinga- hús og eiga notalega stund saman. Stefán Sveinsson sjómaður: Eru það ekki kerti, ostar og rauðvín. Eygló Erlingsdóttir nemi: Stjömu- bjartur himinn. Andrea Jónsdóttir nemi: Rólegt og rómantískt á FM-95,7, kertaljós og fleira. Hilmar Ragnarsson málarameist- ari: Það er ákveðin tegund af vellíð- an. Agaleysi einkenn- ir þjóðina alla - en ekki skólana sérstaklega Allar nágrannaþjóðir okkar hafa herskyldu og þar sem ekkl er bein her- skylda er þegnskylduvinna f einhverju formi, segir m.a. f bréfinu. Svissneski herinn á leið til æfingabúða. Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: Núna, á síðasta ári aldarinnar, telja einhverjir landsmenn að agi í þjóðfélaginu sé það litill að okkur stafi hætta af. Ég segi „einhverjir" því ekki dettur mér í hug að þorri þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að agaleysi skaði þjóðfélagið. En betra seint en aldrei. í skyldufagi í kenn- aranámi er rætt um að leggja meiri áherslu á kennslu í aga - og bekkj- arstjórnun og verði þetta reyndar gert að skyldunámi. Við íslendingar höfum tekið frels- ið margumtalaða svo heiftarlega í kollinn að við kunnum okkur ekk- ert hóf lengur. Menn ganga að því sem gefnu að enginn segi neitt hvernig sem fólk kemur fram. Pústrar og jafnvel limlestingar eru algengar á mannamótum, ónot og skætingur er tíðum hafður uppi í orðræðum, jafnt úti i frá sem inni á heimilum. Skólarnir fara heldur ekki varhluta af þessu og eiga kenn- arar margir hverjir ekki sjö dagana sæla vegna óþverraorðbragðs nem- enda. Það er góð spuming hver eigi nú að kenna kennurunum aga og al- menna siðbót í framkomu og stjóm- un. Er það á færi 68-kynslóðarinnar, sem lét hvað dólgslegast á sínu ung- dóms- og þroskaskeiði, að söðla nú um og taka í hnakkadrambið á sjálfri sér? Ég tel svo ekki vera. Aðr- ar þjóöir í nágrannalöndum okkar hafa allar herskyldu, þ. á m. frænd- þjóðir okkar. Og þar sem ekki er bein herskylda er þegnskylduvinna í einhverju formi ævilangt. Sam- bland af hvom tveggja er t.d. í Sviss og þar er enginn undanþeginn. Mér dettur ekki í hug að nefna orðið „herskyldu" á nafn hér á landi, enda er þjóðin ekki tilbúin að axla neina skyldu í þá vem. En þegnskylda er réttlætanleg hér á landi. Og af nógu er að taka. Fyrr en slíkri skyldu er komið á hér á landi er tómt mál að ræða aga sem skyldufag kennaranema. Það er ekki bara í skólunum sem agaleysið er áberandi, það er um allt þjóðfé- lagið. Skórnir gegn einelti - svar frá Steinari Waage, Skóverslun Snorri Waage skrifar: í lesendadálki DV 28. okt. sl. birt- ist bréf frá Báru Vilbergsdóttur, þar sem hún setur út á verslun okkar fyrir að ýta undir einelti með birt- ingu auglýsingar, þar sem textinn er: „Barninu þínu verður ekki strítt í leikskólanum í þessum skóm.“ - Ég verð nú að segja það, að sem þriggja bama faðir þá tek ég heils- hugar undir þessi orð Bám. Það em hins vegar atriði sem vert er að skoða þegar maður les svona skammir um fyrirtæki. Ég tel að sá aðili sem vill skammast út í fyrirtæki ætti að sýna þá kurteisi og virðingu að hafa fyrst samband við viðkomandi fyrirtæki, og óska eftir svari við sinni spumingu, því oftast er einhver skýring á málinu, og sé fólk ekki ánægt með það svar, getur það haft sambandi við fjöl- miðla um málið. í þessu tilviki er Skóverslun Steinars Waage ekki að auglýsa þessa vöm, og hafði ekkert með birtinguna að gera. Það komu aðilar frá blaðinu Fókus, útgefnu af DV og óskuðu eftir að taka mynd af einum bamaskóm, og var það leyft. Vitum við svo ekkert meira um málið fyrr en þessi mynd ásamt texta birtist í blaðinu (blaðið var gefið út þegar Kringlan stækkaði). Mín persónulega skoðun er að fjölmiðlar sem birta svona ákúrar um fyrirtæki ættu að leyfa fyrir- tækjum að birta svarbréf við svona skrifum á sama tíma, þannig að les- endur fái allan sannleika beint í æð, en ekki nokkrum dögum seinna þegar flestir em búnir að gleyma um hvað mádið snerist. - I von um að fjölmiölar temji sér reglur um að leyfa fyrirtækjum að svara fyrir sig á jafnréttisgrandvelli áður en ímynd þeira er svert með óþarfa og röngum ákúmm. Framsóknarflokkur og R-listi „Samstarfið við R-iistann er að draga okkur fram- sóknarmenn niður hægt og örugglega. Það er sama- sem merki á mllli R-listans og Samfylkingarinnar og hver sem dansar við tapliðið hlýtur að tapa líka.“ - Nokkrir R-lista menn á málsskrafi. Magnús Guðmundsson skrifar: Menn hafa verið að reyna að skýra slaka útkomu Framsóknar- flokksins í skoðanakönnunum und- anfarið. Alls konar skýringar hafa verið tíndar til, eins og Eyjabakka- málið, samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn, forstjóramál Flugstöðvar- innar og ýmislegt annað. Við skulum athuga það að helm- ingurinn af úrtakinu eru Reykvík- ingar og hvemig líta mál okkar framsóknarmanna út hér í borg- inni? - Við hjónin fluttum til Reykjavíkur fyrir nokkrum ámm. Viö bjuggum áður úti á landi og voram nokkuð virk í starfi Fram- sóknarflokksins þar. Þar var virki- lega gaman að vera framsóknar- maður, góður andi, kraftmikið starf og við uppskárum traust kjósenda í kosningum. Við getum ekki séð það sama hér í borginni. Samstarfið við R-listann er að draga okkur framsóknarmenn nið- ur hægt og öragglega. Það er sama- semmerki á milli R-listans og Sam- fylkingarinnar og hver sem dansar viö tapliöið hlýtur aö tapa líka. Vin- sældir rikisstjómarinnar era mikl- ar og fólk almennt ánægt með okk- ar störf þar. Þannig að það væri barnaskapur að skýra dvínandi fylgi okkar með þátttöku í ríkis- stjóm. Það verður aldrei neitt starf og hópefli innan okkar raða í Reykjavík á meðan við dinglum með R-listanum, enda minnir mig að Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, hafi sagt að þetta væri síðasta kjörtimabil okkar með honum. Það er bara spurning hversu mikið tjón- ið verður þegar yfír lýkur. Það er líka spm'ning hvort borgarfulltrúar okkar ættu ekki að hleypa að yngra fólki sem höfðar æ meira til kjósenda. Hlökkum við til þess að geta sleg- ist í hóp með ungu og fersku fólki hér í borginni sem allra fyrst, með hugsjónir framsóknarmanna að leiðarljósi. DV Leikskóla- kreppa í borginni Karitas skrifar: Ég er alveg undrandi á því hve Reykjavíkurborg getur sýnt okk- ur foreldrum leikskólabama mik- inn dónaskap. Bréf á að senda heim til okkar foreldra og til- kynna okkur', rétt si svona, að við verðum að sætta okkur við orð- inn hlut á leikskólunum, sækja bömin, eða jafnvel taka þau af skólunum, þegar svo ber undir vegna mannfæðar. Er ekki ráð að bíða til áramóta, þar sem samið hefur verið við starfsfólk að nýju, og bjóða leikskólakennurum bráðabirgðalausn með launa- hækkun þangað til? Annað eins er nú gert, m.a. við kennara og fleiri. Þessi aðferð sem nú er beitt er óviðunandi og verður ekkert liðin til lengdar. Snjallt útspil VMSÍ um virkjanir Hö'gni hringdi: Það er ekki oft að verkalýðsfé- lögin era á undan með útspfl þeg- ar á þarf að halda. Núna hefur mér fundist Verkamannasam- band íslands hafa sýnt fádæma kænsku með því í fyrsta lagi að styöja virkjanir á Austurlandi og ekki síður að fresta svo þingi sambandsins allt þar til næsta vor. Á þessum tíma verður hins vegar ekki búið að gera neina kjarasamninga við hin almennu launþegafélög, að mínu mati, og það er því full ástæða aö bíða og sjá hvað aðrar stéttir ætla sér. Verði það ekki raunin, á VMSÍ hiklaust að bíða með gerð sinna samninga og semja eftir að aðrir hafa samið. Það verður ekki geng- ið á okkur verkamönnum frekar en orðið er. Nektareftir- spurn á Akureyri Þórólfur hringdi. Ég heyrði bæjarstjórann á Ak- ureyri taka þannig til orða í við- tali nýlega að hann sæi ekki ann- aö en eftirspum eftir nektarbúll- um á Akureyri væri staðreynd og því væri ekki vænlegt að leggja til atlögu við staðina með lokun eða beinu banni á starfsemi staðanna. Og þaö er áreiðanlega mikil eftir- spum í bænum úr því svona er tekið á málunum. En mér er spum: Er ekki líka mikil eftir- spum eftir dópi og samt er ekki leyft að selja dóp á almannafæri eða í sérstökum dópsjoppum? Bæjarstjómin á Akureyri hefur það einfaldlega í hendi sér hvort hún vill hafa nektarstaði eöa ekki. Hún vill það greinilega úr því hún beitir silkihönskunum svona faglega í málinu. Vínauglýsingar - úti eða inni? Víninnflytjandi skrifar: Nú er komið að vissum tíma- mótum í áfengismálum hér á landi. Ég sé ekki betur en auglýs- ingar um vín séu fljótandi á báð- um sjónvarpsstöðvunum. Og þáttastjórnandi Ríkissjónvarpsins skenkir vín á báða bóga og segir okkur hvað er í flöskunni og hvaðeina. Er þetta nokkuð annað en áfengisauglýsingar? Auðvitað ekki. Nú er komið að stjómvöld- um eða Alþingi að láta til skarar skríða. Eiga vínauglýsingar að vera úti eða inni á sjónvarps- stöðvunum? Eiga landsmenn að fá aðgang að vínauglýsingum í sínum fjölmiðlum eða einungis útlendingar með auglýsingum í erlendum tímaritmn. Það er ekki stætt á öðru en að loka fyrir tví- skinnunginn með nýjum reglum um áö hér megi auglýsa vín líkt og aðrar vörategundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.