Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 13 DV Fréttir Hugmynd fulltrúa Sjálfstæðisflokks í leikskólaráði: Borgin hætti leikskólarekstri - kostnaður við yfirstjórn 204 milljónir í fyrra „Það sem vekur athygli er að þessi ákvörðun um að segja upp dvalarsamningum er ekki lögð fyr- ir leikskólaráð. Þetta eru óskiljan- leg vinnubrögð en því miður ekki einsdæmi," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sæti á í Leikskóla- ráði Reykjavíkur. Guðlaugur segir forystumenn R- listans hafa gert lítið úr vandræðaástandi hjá leik- skólum borgarinnar og hafi engar tillögur til úrbóta. „Þvert á móti felldi R-list- inn tillögu okkar sjálfstæð- ismanna tun að aukafjár- veitingar sem veittar eru til leikskólanna á þessu ári og því næsta, samtals 130 milljónir króna, yrðu greiddar út til þess starfs- fólks sem vinnur að stað- aldri á skólunum. Ef fjármunum hefði verið deilt niður á þá starfs- menn leikskólans sem hafa unnið í tólf mánuði og lengur hefði upp- hæðin verið um 150 þúsund krón- ur á hvem einstakling fyrir þetta tímabil. Rök borgarstjóra fyrir því að fella þessa tillögu vom þau að starfsmennirnir þyrftu að vinna fyrir þessum peningum en gætu ekki fengið þá fyrir að gera ekki neitt,“ segir Guðlaugur. Fleiri börn á hvern starfs- mann Guðlaugur telur stefiiu R-listans í leikskólamálum komna í þrot. „R-listinn lofaði fyrir kosningarn- ar 1994 að útvega öllum börnum, eins árs og eldri, vistun fyrir lok þess kjörtímabils. Nú á seinna kjörtímabili listans halda biðlistar áfram að lengjast og sifellt er erfið- £u:a að fá og halda í starfsfólk. Ef leikskólamir væru fullmannaðir væri hægf að koma fyrir um 230 bömum þar í viðbót. í þeim áæti- unum sem að fyrir liggja er ekki gert ráð fyrir að leik- skólarnir útvegi pláss fyrir meira en um 70% af börn- um á aldrinum eins til fimm ára,“ segir hann. Að sögn Guðlaugs er ýmislegt til ráða. Eitt sé að láta alla þá fjármuni sem aukalega er varið í þennan málaflokk renna til starfs- fólks leikskólanna. „Það væri bæði hvetjandi fyrir starfsfólkið og þá sem hefðu áhuga á því að koma til starfa. Þá má skoða þá hugmynd að starfsfólkið fái ffía vistun fyrir sín böm. Það yrði örugglega ódýrasta kjarabótin sem borgin gæti útvegað starfs- fólkinu þó að gallinn við hug- myndina sé sá að hún felur í sér mismunun milli starfsmanna. í þriðja lagi má skoða viðmið hvað varðar fjölda barna á hvern starfs- mann. Samkvæmt reglugerðum mega fimm ára börn ekki vera fleiri en átta á hvern starfsmann en þegar þau em einu ári eldri þá mega þau vera 20 eða 25 á hvern kennara í grunnskólum. Það má örugglega skoða hvort þróunin geti ekki verið jafnari. í fjórða lagi Guðlaugur Þór Þórðarson. Leikskólabörn í Reykjavík búa við mikla óvissu og sitt sýnist hverjum um það hvernig taka skuli á vandanum. má skoða staðlana fyrir leikskól- ana. Nú eru leikskólar sem upp- fylla ekki staðla hvað varðar stærð útileiksvæðis og fleira. Það bendir hins vegar ekkert til þess að börn- unum þar líði eitthvað annað en vel. Það er erfltt að finna leikskól- um stað í grónum hverfum og kannski eru áherslurnar hjá okk- ur ekki á réttum stöðum.“ Einkaaðilar fái rekstrarstyrki „En til lengri tíma litið er þó mikilvægast að gjörbreyta áhersl- um borgarinnar," segir Guðlaug- ur. „í stað þess að leggja ofur- áherslu á að borgin eigi og reki leikskólana er mtm eðlilegra og hagkvæmara að styðja til þess einkaaðila. Markmiðið er að sem allra mest framboð sé af góðum leikskólaplássum. Það er eðlilegt að hafa stofnun eins og Leikskóla Reykjavíkur sem eftirlitsaðila og greiða síðan út styrki með hverju barni. Það er ekki hagkvæmt að borgin standi að þessum rekstri, enda hefur kostnaður við yfir- stjórn aukist úr 80 miUjónum króna árið 1991 í 204 milljónir árið 1998. Sömuleiðis hefur kostnaður borgarinnar á hverja dvalarstund sinna leikskóla hækkað um 10 þús- und krónur á síðustu þremur árum, úr 52 þúsundum í 62 þús- undir,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson. -GAR Aöalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ: Oöryggið fælir fólk frá fiskvinnslu DV, Akureyri: „Á þessum fundi kom greinilega fram í máli allra þeirra sem tjáðu sig, að helsta ástæða þess að fólk fæst ekki til fískvinnslustarfa, er fyrst og fremst það lélega starfs- öryggi sem fólkið í greininni býr við. Hin meginástæðan er svo launamálin," segir Aðalsteinn Bald- ursson, formaður fiskvinnsludeild- ar Verkamannasambands íslands, en þessi mál voru mjög í brennid- epli á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var nýlega. „Það sóttu þennan fúnd um 90 manns og ég vek athygli á að fund- armenn á þessum fundi koma úr röðum fólksins á gólfinu, sem svo er kallað, og þetta brennur á því fólki. Vinnuveitendur geta sent fólk heim Aðalsteinn Baldursson: „Óöryggið ástæðan fyrir því að fólk fæst ekki til fiskvinnslu". að eigin geðþótta og það er áberandi ólga meðal fólks með þetta ástand," segir Aðalsteinn. Hann segir aö fyrstu fjóra mánuði ráðningarsamn- ings viðkomandi starfsmanns í fisk- vinnslu sé hægt að senda hann heim og launþeginn verði þá að skrá sig atvinnulausan. Eftir fjög- urra mánaða starfstíma sé hægt að senda starfsmenn heim, þeir haldi þá reyndar sínum grunnlaunum, en verði af bónusum og öllum öðrum aukagreiðslum. Fyrirtækin geri síð- an endurkröfurétt á ríkið vegna þessara launagreiðsla. „Ég er ekki að halda því fram að þetta sé misnotað af vinnuveitend- um, en það er þó vitað um dæmi þess, t.d. að fyrirtæki hafi látið skip sigla og selja afla erlendis en fisk- vinnslufólk fyrirtækisins hafi á Stalínismi á Bylgjunni - segir Bubbi á 20 ára tónlistarafmæli sínu „Þetta er ekkert annað en stalín- ismi á Bylgjunni. Ég hef ekki kynnst þessu frá því á árdögum þegar við Megas vorum settir í bann,“ segir Bubbi Mortens, sem heldur upp á 20 ára tónlistaraf- mæli sitt þessa dagana með útgáfu á diski með nýjum og gömlum lög- um. „Þeir á Bylgjunni hafa neitað að spila lagið mitt, Það þarf að mynda hana, af því að þeim finnst það of rokkað - gítararnir of agressivir. Á tímum Stalíns voru ákveðnar bækur ekki gefnar út og núna, árið 1999, er mönnum í ís- lensku útvarpi fengið það vald aö ákveða hvaða tónlist er leikin í út- varpi og hver ekki,“ segir Bubbi, sem reyndar þarf ekki á þessari útvarpsspilun að halda að eigin Bubbi Mortens. Jósef Stalín. sögn, slík sé staða hans á mark- aðnum: „Ég er ekki að hugsa um sjálfan mig, heldur hina ungu strákana sem eru að ströggla. Ef þeir fá ekki inni í útvarpinu komast þeir aldrei áfram. Þetta eru hættuleg vinnu- brögð," segir Bubbi. ívar Guðmundsson, tónlistar- stjóri Bylgjunnar, segir að tónlist Bubba sé mikið leikin á Bylgjunni. Þar séu 30 lög með honum nú á lista. Bubbi sé einn helsti tónlistar- maður þjóðarinn- ar - og Bylgjunn- ívar Guð- 3X1 mundsson. -Bubbi er bara að gráta utan í okkur vegna þess að við tókum okk- ur þrjá daga til að athuga hvort þetta tiltekna lag hans hentaði tón- listarstefnu okkar. Sannleikurinn er sá að lagið er alveg á mörkum þess sem við teljum boðlegt hlust- endum okkar. En Bubbi er bara svona,“ sagði ívar Guðmundsson hjá Bylgjunni. -EIR sama tíma verið sent heim vegna hráefnisskorts. Þetta er hreint brot. Það sést líka að fyrirtækin gera mikið af því að senda fólkið heim og sú upphæð sem ríkið greiddi fyrir- tækjum í fiskvinnslu vegna þessara mála á siðasta ári nam heildarlaun- um 200 starfsmanna í fiskvinnslu," segir Aðalsteinn. Hvort þetta atriði verði sett á odd- inn í komandi kjarasamningum vildi Aðalsteinn ekki tjá sig um, en sagði að á næstunni væri stefnt að því að ganga á fund félagsmálaráð- herra og vekja athygli hans á þessu ástandi sem fældi fólk frá fisk- vinnslu á sama tima og fluttir eru til landsins útlendingar í hundraða- tali til að vinna í fiskvinnslu. -gk Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dalshraunl 6, Hafnarfiröl, síml 555 0397, fax 565 1740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.