Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 26
34 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Afmæli Þorgeir Gestsson Þorgeir Gestsson læknir, Norður- brún 12, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Þorgeir fæddist að Hæli í Hrepp- um og ólst þar upp við almenn sveitastörf. Hann lauk gagnfræða- prófi frá MA, stúdentsprófi frá MR 1938, embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1945 og stundaði framhalds- nám í Danmörku 1950-51. Þorgeir var héraðslæknir í Ár- neshéraði 1945-46, í Neshéraði 1947-50, Húsavíkurhéraði 1950-58 og Hvolshéraði 1958-65 og heimilis- læknir í Reykjavík 1965-90. Þorgeir sat í stjóm Læknafélags Reykjavíkur 1966-72 og í heilbrigð- isráði íslands frá 1977. Hann söng fyrsta tenór í MA-kvartettinum meðan hann starfaði, 1932-42. Fjölskylda Þorgeir Kvæntist 23.6. 1945 Ásu Guðmundsdóttur, f. 25.6. 1918, hús- mæðrakennara. Hún er dóttir Guð- mundar Stefánssonar, b. á Harðbak á Melrakkasléttu, og k.h., Margrétar Siggeirsdóttur húsfreyju. Synir Þorgeirs og Ásu eru Guðmundur, f. 14.3. 1946, sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Reykjavík og prófessor við HÍ, kvæntur Bryndísi Sigurjónsdóttur kennara og eiga þau fimm böm; Gestur, f. 15.7. 1948, sér- fræðingur í hjartasjúk- dómum í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Jóns- dóttur sálfræðingi og eiga þau íjögur börn; Eiríkur Ingvar, f. 20.3. 1953, augnlæknir í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi og á hann sex böm. Systkini Þorgeirs: Gísli, f. 6.5. 1907, d. 4.10.1984, safnvörður á Þjóð- minjasafninu; Einar, f. 15.10.1908, d. 14.10.1984, bóndi á Hæli; Steinþór, f. 31.5. 1913, fyrrv. bóndi og alþm. á Hæli; Hjalti, f. 10.6.1916, fyrrv. ráðu- nautur á Selfossi; Ragnheiður, f. 7.2. 1918, d. 26.6.1997, húsfreyja á Ásólfs- stöðum í Gnúpverjahreppi. Foreldrar Þorgeirs voru Gestur Einarssonar, f. 2.6. 1880, d. 23.11. 1918, bóndi á Hæli, og k.h., Margrét Gísladóttir, f. 30.9. 1885, d. 7.6. 1969, húsfreyja. Ætt Bróðir Gests var Eiríkur alþm. Systir Gests var Ingveldur, móðir Einars Ingimundarsonar, fyrrv. alþm. Önnur systir Gests var Ragnhildur, amma Páls Lýðssonar hjá SS. Þriðja systir Gests var Sigríður, móðir Einars Sturlusonar óperusöngv- ara. Gestur var sonur Einars, b. á Hæli, Gests- sonar, b. á Hæli, Gísla- sonar, b. á Hæli, Gamalíelssonar, bróður Jóns, afa Haralds Matthías- sonar menntaskólakennara, föður Ólafs alþm. Móðir Einars Gestsson- ar var Ingveldur Einarsdóttir, ætt- föður Laxárdalsættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Gests Einarssonar var Steinunn, systir Guðrúnar, móður Guðnýjar, móður Brynjólfs Bjama- sonar, heimspekings og ráðherra, en systir Guðnýjar var Torfhildur, langamma Davíðs Oddssonar. Stein- unn var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Borðeyri, Thorarensens og Ragnheiðar Melsted. Margrét var dóttir Gísla, b. á Ás- um í Eystrihreppi, Einarssonar, b. á Urriðafossi Einarssonar, ættfóður Urriðafossættar Magnússonar. Móð- ir Gísla var Guðrún, systir Ófeigs á Fjalli, langafa Ernu, ömmu Ólafs Árna Bjarnasonar tenórsöngvara. Guðrún var dóttir Ófeigs, rika á Fjalli, bróður Solveigar, móður Guðrúnar á Skarði, langömmu Guð- laugs Tryggva Karlssonar, söng- manns og hestamanns, og langa- langömmu Signýjar Sæmundsdótt- ur óperusöngkonu. Ófeigur var son- ur Vigfúsar, ættfóður Fjallsættar- innar Ófeigssonar og Ingunnar, móður Katrínar, langömmu Sigurð- ar Ágústssonar, tónskálds og kór- stjóra frá Birtingaholti. Bróðir Ing- unnar var Eiríkur, langafi Ingu, móður Þorgerðar og Rutar Ingólfs- dætra. Ingunn var dóttir Eiríks, ætt- foður Reykjaættarinnar Vigfússon- ar. Móðir Margrétar var Margrét ljósmóðir, dóttir Guðmundar, b. á Ásum Þormóðssonar, og Margrétar Jónsdóttur, pr. á Klausturhólum, Jónssonar, pr. í Hruna, bróður Hannesar biskups, ættföður Fin- senættarinnar. Jón var sonur Finns biskups Jónssonar. Þorgeir og Ása eru að heiman. Þorgeir Gestsson. Aðalbjörg Aðalbjörg Jónsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, Bylgjubyggð 16, Ólafsfirði, er sextug í dag. Starfsferill Aðalbjörg fæddist á Mýri í Bárð- ardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1961. Auk húsmóðurstarfa stundaði hún kennslu og hafði umsjón með fullorðinsfræðslu í Ólafsfirði 1973-83 en hefur stundað verslunar- störf frá 1983. Aðalbjörg átti heima í Fremsta- felli til 1962, á Húsabakka í Svarfað- ardal 1962-66 en hefur verið búsett í Ólafsfirði frá 1966. Fjölskylda Aðalbjörg giftist 25.9. 1961 Jóni Þóri Jónssyni, f. 25.9. 1938, kennara við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði. Hann er sonur Jóns Jónssonar og Rannveigar Önnu Sigurðardóttur, bænda á Jarðbrú í Svarfaðardal. Böm Aðalbjargar eru Anna Guð- mundsdóttir, f. 27.1. 1961, mat- reiðslumaður í Reykjavík, en maður hennar er Eggert Skúlason, frétta- stjóri á Stöð 2, og eiga þau eitt barn; Rannveig Þórisdóttir, f. 18.4. 1962, skrifstofumaður á Akranesi, en maður hennar er Óskar Amórsson vélfræðingur og eiga þau fjögur böm; Jón Þórisson, f. 6.4. 1963, við- skiptafræðingur í Grindavík, en kona hans er Svava Agnarsdóttir húsmóðir og eiga þau þrjú böm; Trausti Þórisson, f. 27.7. 1965, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, en kona hans er Ásdis Gísladóttir bóndi og eiga þau eitt bam; Auður Þórisdótt- Jónsdóttir ir, f. 12.2. 1976, líffræðing- ur í Reykjavík, en maður hennar er Hávard Jakob- sen líffræðingur. Systkini Aðalbjargar eru Ásdís Jónsdóttir, f. 22.10. 1936, sjúkraliði, bú- sett í Reykjavík; Rósa Jónsdóttir, f. 12.7. 1943, starfsmaður við leikskóla, búsett í Reykjavík; Rami- veig Jónsdóttir, f. 20.6. 1949, starfsmaður leik- skóla, búsett á Akureyri; Þorgeir Jónsson, f. 26.7. 1955, bóndi á Fremstafelli í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar Aðalbjargar: Jón Jóns- son, f. 5.4. 1908, og k.h., Friðrika Kristjánsdóttir, f. 18.7.1916, bændur á Fremstafelli frá 1940-94, síðan bú- sett í Miðhvammi á Húsavík. Ætt Tvíburabróðir Jóns var Páll H. Jónsson, kennari og rithöfundur, sem kenndur var við Laugar i Reykjadal, S-Þing. Annar bróðir Jóns er Áskell, söngstjóri, organisti og kennari, faðir Harðar, kantors við Hallgrims- kirkju í Reykjavík. Bróðir Friðriku, móður Aðalbjargar, er Jónas, fyrrverandi forstöðumaður Árna- stofnunar. Föðurbróðir Friðriku var Jónas Jónsson frá Hriflu. Aöalbjörg Jónsdóttir. Einar Pétursson Einar Pétursson húsa- smíðameistari, Hófgerði 16, Kópavogi, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi 1966, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsgagna- smíði 1970, lauk sveins- prófi í húsasmíði 1972 og Einar Pétursson. lauk prófi frá Meistara- skóla Iðnskólans 1978. Einar hefur starfað sjálf- stætt sem húsasmíða- meistari frá 1978. Einar hefur setið í stjóm Breiðabliks, í stjórn körfuboltadeildar Breiöa- bliks frá 1990 og í stjórn Átthagafélags Rangæinga frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Einars er Ingi- björg Guðrún Magnúsdóttir, f. 10.6. 1953, skrifstofumaður. Hún er dóttir Magnúsar Jónssonar og Ágústu Ei- ríksdóttur í Reykjavík. Böm Einars og Ingibjargar Guð- rúnar eru Ágústa Einarsdóttir, f. 31.3. 1972, búsett í Reykjavík, en bam hennar er Stefán Andri Ingv- arsson, f. 19.3. 1993; Pétur Óli Ein- arsson, f. 18.5.1977, nemi; Helgi Páll Einarsson, f. 29.7. 1983, nemi. Systkini Einars: Oddur Vilberg Pétursson, f. 4.5. 1944, d. 15.3. 1995, löggiltur endurskoðandi í Reykja- vík; Ingunn Pétursdóttir Sim, f. 16.6. 1947, bankastarfsmaður í Bandaríkj- unum; Loftur Þór Pétursson, f. 15.7. 1956, húsgagnabólstrari í Kópavogi; Linda Björk Pétursdóttir, f. 30.7. 1961, kennari, búsett i Garðabæ. Foreldrar Einars: Pétur Einars- son, f. 11.10.1910, d. 12.1.1985, verka- maður í Reykjavík, og Guðbjörg Oddsdóttir, f. 23.12. 1921, húsmóðir. Einar heldur upp á afmælið í samkomusal Breiðabliks í Smáran- um í Kópavogi laugardaginn 6.11. frá kl. 20.00. Tilkynningar Félag eldri borgara í Reykjavík Ásgarður Glæsibæ: Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Söngfélag FEB. Kóræfing i dag, mið- vikudag, kl. 17. Danskennslan fellur niður næstu vikur og hefst aftur mánudaginn 6. desember. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins í sima 588 2111 milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Peperoni skór Verslunin Blanco y Negro er komin með skó frá Peperoni til sölu. Skórnir eru framleiddir í Portúgal og á Ítalíu. Þetta eru gæðaskór fyrir börn og unglinga. Jafn- framt heldur verslunin áfram að selja eig- in framleiðslu á flísfatnaði fyrir böm og unglinga. Fundarlaun Þetta hjól hvarf frá Grundartanga í Mos- fellsbæ um næstsiðustu helgi. Hjólið er blátt að lit og ef einhverjir hafa orðið var- ir við það eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband i síma 864 0511 og tala við Sverri. Fundarlaun. Til hamingju með afmælið 3. nóvember 95 ára Aðalheiður Eggertsdóttir, Ránargötu 26, Akureyri. 85 ára Ásta Lára Jóhannsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. Halldóra Ingimundardóttir, Hombrekku, Ólafsfirði. Ingvar Loftsson, Birkigrund 33, Kópavogi. Svava Bemharðsdóttir, Hrauntungu 50, Kópavogi. Þórunn Kristjánsdóttir, Hverahlíð 20, Hveragerði. 80 ára Guðrún Sveinsdóttir, Skipholti 21, Reykjavik. Þormóður Sigurgeirsson, Holtabraut 4, Blönduósi. 75 ára Ásta S. Magnúsdóttir, Hrauntungu 16, Hafnarfirði. Gunnar Knútur Valdimarsson, Dalbraut 42, Bildudal. Kristjana Hólmgeirsdóttir, Tjamarlundi 12F, Akureyri. 70 ára Erla Vigdis Karlsdóttir, Álfheimum 38, Reykjavík. 60 ára Halldór Bárðarson, VaUarbraut 6, Njai-ðvík. Lúðvík Vignir Ingvarsson, Fitjabraut 6A, Njarðvík. 50 ára Baldur Dagbjartsson, Hvassaleiti 72, Reykjavík. Björk Rögnvaldsdóttir, Mýrargötu 31, Neskaupstað. Björn Vagnsson, FeUsmúla 14, Reykjavík. Ema Áraadóttir, Miðgarði 8, KeUavík. Ema Reynisdóttir, Reyðarkvísl 16, Reykjavík. Guðmunda Jónasdóttir, Höfðaholti 3, Borgarnesi. Sigurjón Guðmundsson, Skriðustekk 23, Reykjavik. Sturla Jóhannsson, Litlubæjarvör 11, Bessastaðahreppi. Þorbjörg Sigurðardóttir, Selvogsgötu 24, Hafnarfirði. 40 ára Anna María Jónsdóttir, Smárarima 2, Reykjavík. Bjarni Þór Bjömsson, Sporðagrunni 16, Reykjavík. Brynjar Hildibrandsson, Bjamarhöfn 2, Snæf. Eiríkur Þórðarson, Hrannargötu 9A, ísafirði. Elsa Dóra Grétarsdóttir, Fremristekk 3, Reykjavík. Ema Jónsdóttir, Skólagerði 1, Kópavogi. Guðrún Eggertsdóttir, Dvergholti 14, MosfeUsbæ. Hjálmar Ingvason, Bleiksárhlíð 45, Eskifirði. Ríkharður Jón Stefánsson, Höfðavegi 44, Vestmannaeyjum. Svanur Guðmundsson, Reyrengi 21, Reykjavík. Unnur Pétursdóttir, Múla 1, S Þing. XJrval - hefur þú lesið það nýlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.