Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 4
Snorri Asmundsson myndlistarmabur sýnir tannhiröumyndir á Mokka. Hér er Snorri ásamt Helenu dóttur sinni sem hann hjálpar oft aö bursta tenn- urnar. Lífsnauð- synleg myndlist „Myndlist hefur miklu meiri áhrif en fólk gerir sér grein fyrir. Myndlistarmaðurinn er ekki til- gangslaus baggi á þjóðfélaginu. Ég líki myndlistinni gjaman við let- ingja. Þeir finna alltaf auðveld- ustu leiðina til framkvæmda. Hvar værum við án letingja?" spyr Snorri Ásmundsson sjálfan sig og aðra. Næsta mánuðinn sýn- ir hann ljósmyndir á Mokka. Myndimar era af myndlistamönn- um að bursta tennumar og minna gesti staðarins á tannhirðu og hlutverk myndlistarinnar. Meðal þeirra sem bursta tennumar á Mokka eru Gabríella, Kristján Guðmunds og Hulda Hákonar. Pínulítil áminning „Myndlist hefur ýmislegt þarft að segja og bendir fólki á praktíska hluti eins og að bursta í sér tennumar. Sýningin er á kaffi- húsi þar sem fólk fer illa með tennumar, þambar kaffi og reykir sígarettur," segir Snorri sem er ekki ýkja duglegur sjálfur við að burta tennurnar. ^t/g afat,tner n °n0a/ _ Isarmn Bantner og Quarashimeðlim- urinn Sölvi Blöndal vinna um þesssr mundir að sjö mínútna langn danssýningu. Sölvi semur tónlistina og Chad dans inn. í samein- ingu sníða þeir tónlistina og dansinn hvort að öðru. ís lenski dans flokkurinn -~st.endur að verkeffíinu til að opna augu menn ingarblindra ungmenna. aldrei á Debussy‘ í VAKt.M’ „íslendingmn fmnst allt „ógeðs- lega flott," segir Chad Bantner. „Þessi lýsing er algjörlega ofnotuð hérlendis, það er bara allt „ógeðs- lega flott“. Allir era ógeðslega flott- ir á flottum bílum, í flottum fótum og fallegir. Það virðist mjög mikil- vægur þáttur í þjóðfélaginu að vera „ógeðslega flottur". Eins og þessir stóru jeppar sem keyra niður Laugaveginn og svo era allir með farsíma, tólf ára krakkar hlaupa um með síma. Þetta er ótrúlegt. Kannski er þetta eins á öðrum stöð- um í heiminum en íslenska þjóðfé- lagið er svo smátt, að lífsstíllinn verður mjög sýnilegur. Ég er enginn dómari á þennan lífsstíl og veit ekki hvort hann sé góður eða slæmur, þetta er bara svona.“ Chad Bantner og Sölvi Blöndal ætla að hrista upp í nýríkum íslend- ingum og gefa þeim kraftmikla kúlt- úrsprengju. Þeir ætla að túra fram- haldsskólana með danssýningu og áhorfendur verða veskú að slökkva á farsímunum. „Við Sölvi vinnum að lítilli sýn- ingu sem er hönnuð til sýninga í þröngu rými á skömmum tíma. Hún er stíluð á ákveðinn aldurshóp. Þetta er sýning fyrir ungt fólk og við viljum sýna því að leikhúsið er enn til staðar. Það hefur fallið í skuggann á bíómyndum, MTV, tölvuleikjum og öllu því sem er í boði. En bíómyndimar og MTV eiga rætur sínar að rekja í leikhúsið. Söngur, dans og leikur, þetta fyrir- finnst allt í leikhúsinu," segir Chad. Ég kynntist balletinum „Ég dansaði mikið í klúbbum þegar ég var unglingur. Mér fannst að þama ætti ég virkilega heima.. Við dönsuðum og dönsuðum og fíl- uðum danstónlistina í klúbbunum. Við hlustuðum aldrei á Debussy, Stravinsky eða Ravel. Svo fór ég í skóla og kynntist hinni hliðinni á dansinum. Ég kynntist balletinum, nútímadansinum og þessum klass- ísku höfundum," segir Chad bros- andi og leggur áherslu á orðin með handahreyfingum. Hvernig fannst þér aö kynnast klassísku hliöinni? „Klassísk tónlist er oft falleg og frábær og stórkostleg en hún er líka persónuleg. Mér fmnst gott að vinna með tónlist sem höföar til fólks og allir skilja. Þess vegna vel ég tónlist sem höfðar til flestra, ekki bara mín. Það er orðið algengt í dansheiminum að fólk noti allar tegundir tónlistar," svarar Chad og slær ímyndaðan takt. Hann bætir við að það sé ekki mikið mál að nota hipp hopp eða drum’n bass tónlist við dansinn, það eigi ekki að sjokkera neinn. Hvaö meö íslendinga, er þetta nýlundafyrir þá? „Það hefur ýmislegt verið prófað hjá íslenska dansflokkinum. Katrín Hafl hefur tfl dæmis gert margt sniðugt undanfarin 3-4 ár,“ svar- ar Chad. Krakkarnir hætta að borða en horfa Katrín Hall er danshöfundur og listrænn stjórnandi íslenska dans- flokksins. Hún hefur leitt inn nýja stefnu í verkefnavali undanfarin ár og fyrir vikið ráða nútímaverk ferðinni. Svanavatnið og Hnetu- brjóturinn fá hins vegar að bíða betri tíma. Katrín er höfundur verksins NPK sem er á fjölunum en Skárren ekkert sá um tónlistina með Sölva í fararbroddi. „Það er kraftur í tónlistinni hans Sölva,“ fullyrðir Chad. Tón- listin er í svipuðum dúr og lög Qu- arashis og að Chads mati hjálpar það tfl. „Hann er vinsæll hérlendis hjá aldurshópnum sem við beinum verkinu að. Tónlistin er hröð, kraftmikil og með sterkum ryþma. Þegar hópur af sextán ára krökk- um situr i matarhlénu og borðar nestið sitt þá dynur tónlistin og dansinn hefst. Líklega stoppar allt eins og það séu slagsmál á gólfinu. Krakkarnir hætta að borða en horfa.“ Er tilganginum þá náö? „Tilgangurinn er að fólk horfi og hugsi: „Vá! Ég vil sjá hvað íslenski dansflokkurinn er að gera,“ segir Chad að lokum og bjartsýni gætir í röddinni. -AJ Þetta er ekki list Snorra finnin fyrir þröngsýnum hópi fólks sem skorðar myndlist- ina við málverkið. Fyrir vikið horfi það framhjá spennandi hlut- um sem gerast innan myndlistar- innar. Slíkt fólk stimpli jafnvel Nýlistasafnið sem helbert rugl. „Oft heyrir maður fólk segja: „Þetta er ekki list, þetta geta allir gert.“ Fólkið áttar sig ekki á upp- átækinu né hugmyndinni sem spannast í kringum það. Hópurinn viðurkennir aðeins málarann sem listamann og lítil sæt málverk sem listaverk," segir myndlistar- maðurinn. Það efast enginn um gagnsemi tannburstans enda er sýningin styrkt af Tannlæknafélagi íslands. Þannig undirstrikar Snorri lífs- nauðsyn myndlistarinnar í dag- lega lífinu svo enginn efist um gildi hennar. -AJ EN HVAÐ SEGIROU UM BÍO... I KVÖl-D ? ERTU KANNSKI Á VAKT 'l KVÖUD ? VllTU KANNSK^ KÍ f Ó k U S 5. nóvember 1999 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.