Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 11
plötudómur Óli POPP, Lýður Árna og Jón Rósmann - Karlrembuplatan ★ ' Tónleikar Rage Against The Machine í Kaplakrika eru mörgum enn í fersku minni. Þar fengu íslendingar forsmekkinn að því sem síðar átti eftir að vera staðall í rokk- inu. Bönd eins og Korn og Limp Bizkit með sitt fönkaða þungarokk eru óumdeilan- lega í beinum karllegg af sveitinni og með nýju plötunni eiga RATM líklega eftir að endurheimta forystu Nýja platan, sem eftir miklar vangaveltur fékk titilinn „The Battle of Los Angeles" átti að koma út í vor en dróst þangað til núna í vikunni. Þó bandið hafi starfað í sjö ár er þetta aðeins þriðja platan. Gítarleik- arinn Tom Morello úskýrir hæga- ganginn svona: „Auðvitað vildum við gera plötur oftar en kostir þess að taka nægan tíma í plötugerðina eru þeir að við fáum rými til að fylla tankinn og getum gert eins vel og við viljum og getum í hvert skipti. Það er ekki nóg fyrir okkur að endurtaka það sem við gerðum síðast. Við þurf- um alltaf að fara örlítið lengra með hverri plötu og það tekur tíma að ná þvi takmarki." Harðsoðnir Rage spratt upp úr rústum nokk- urra bílskúrssveita í Los Angeles 1991. Söngvarinn Zack de la Rocha (sonur pólitíska listamannsins Beto) hafði verið í Headstance, Farside og Inside Out, Tom Morello (frændi Jomo Kenyatta, fyrsta forseta Kenya) var i Lock Up og trommarinn Brad Wilk hafði djammað með Eddie Vedder áður en Eddie gekk í Pearl Jam. Æskuvinur Zacks, Tim Bob (alias Timmy C, TOM.COM og Y.tim.K), fyllti svo út í lausa stöðu bassaleikara. Strákarnir spiluðu á heimaslóðum og tóku upp 12-laga spólu sem þeir seldu á tónleikum og í gegnum aðdá- endaklúbbinn. Þarna var m.a. lagið „Bullet in the Head“ sem átti eftir að verða vinsælt þegar það kom út á fyrstu plötu sveitarinnar. Það var Epic (hliðarmerki Sony auð- valdsveldisins) sem gerði samning við sveitina og þar sem meðlimir Rage voru frá upphafi harðsoðnir vinstri-menn og mótmæltu harðlega ýmsu í amerísku þjóðfélagi og órétt- læti í heiminum þótti ýmsum harð- línumönnum þessi samningur stríða gegn samvisku bandsins. „Við vinn- um á kerfinu innan frá,“ var auðvit- að afsökun bandsins og þeir hafa alla tíð haldið fast í baráttumálin sem þeir telja mikilvægari en músíkina. Tryggir aðdáendur Fyrsta platan vakti óskipta athygli og risasmellurinn „Killing in the Name“ fór eins og eldur í sinu, ekki síst hér á landi, og tengja örugglega margir Rage ennþá helst við þetta stuðlag. Bandið spilaði sem vitskert um allan heim í kjölfar plötunnar, m.a. á Lollapalooza-ferðafestivalinu sem fór um Bandaríkin, og vakti at- hygli á ýmsum málum og baráttu- hópum eins og FAIR (Faimess and Accuracy in Reporting), Rock for Choice og Refuse & Resist. Stærstur hluti af ágóða bandsins hefur i gegn- um tíðina farið til ýmissa hópa og á nýju plötunni bendir sveitin á þrett- án góðgerðarstofnanir og baráttu- hópa hlustendum sinum til glöggvun- ar. Næsta plata kom ekki út fyrr en 1996, hét „Evil Empire“ og fór beint í númer eitt i Ameríku, enda hafði út- hald Rage skilað sér í mjög tryggum aðdáendum. Aðdáendahópur Rage er mikill enn í dag, eins og sjá má á heimasíðufjölda bandsins á Netinu, og fastlega má búast við hraðferð nýju plötunnar upp lista, enda hafa dómar verið mjög jákvæðir, alla vega á tónlistina sjálfa, en sumum finnst einstrengingsleg pólitíkin í textunum barnalega einfóld. Aftöku frestað Og hvað eru Rage að æsa sig yfir/vekja athygli á á nýju plötunni? Jú, ástandinu í þriðja heiminum, fólksfjölguninni og svo einangraði málum eins og barnaþrælkuninni á vegum gallabuxnaframleiðandans Guess? Þá eru meðlimir bandsins duglegir talsmenn Mumia Abu- Jamal sem setið hefur í fangelsi síð- an 1981og beðið eftir að dauðadómi væri fullnægt. Mumia er gefið að sök að hafa banað löggu. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og stuðningsmenn hans segja morðinu klínt upp á hann því hann var mjög virkur á vegum Black Panther sam- takanna. Rage hafa stutt Mumia í verki, m.a. haldið góðgerðartónleika og vakið athygli á málstað hans og varð barátta þeirra til þess að aftöku Mumia, sem átti að fara fram i des- ember sL, var frestað um óákveðinn tíma. Þó deila megi eflaust um boðskap Rage er alveg klárt mál að aðdáend- ur bandsins eru að fá feitt i skóinn rokklega séð með nýju plötunni. Að lokum er rétt að gefa Zack orðið með eldheitar barátlukveðjur: „Við verðum að endurheimta visku, við verðum að endur- heimta skilning á því hver við erum. Við erum ekki bara maurar í kerfl, heldur einstaklingar með 0 kraft til að gagnrýna, til að ráðast að óréttlæti og reyna að uppræta það þegar það birtist fyrir augrnn okkar. Við höfum verið svæfð. Við höfum verið svæfð af kerfinu. Kerfi sem heldur áfram að hampa fáfræði hugans og andans. Kerfi sem vill hindra aðgerðir og vill halda okkur niðri. Kerfi sem vill að við séum á bar að drekkja andanum með bjór eða dópi frekar en að við berjust á móti heimsveldislygum og öðru hel- vitis 500 ára gömlu kjaftæði. Svo þú hefur um tvennt að velja. Þú getur skálað i botn eða vaknað. Þú getur verið hluti af lausninni eða hluti af helvítis vandamálinu. Hættið að sofa og vaknið. Vaknið!" Gott stuö a góð- gerðartónleiKum I lok október fóru fram hinir ár- legu góðgerðartónleikar Neil Young til styrktar Bridgeskólan- um. Skólann stofnuðu Neil og kon- an hans Pegi fyrir fjölfötluð börn. Þetta er þrettánda árið sem tón- leikar þessir eru haldnir og eins og venjulega fóru þeir fram rétt utan við San Francisco, tvö kvöld og nærri níu tímar í hvert skipti, takk fyrir. Gott stuð var á tónleikunum og dró til tíðinda. Pearl Jam spilaði tvö ný lög sem verða á næstu plötu, en hún er væntanleg í byrj- un næsta árs. Smashing Pumpkins spilaði líka nýtt efni og tvö kóverlög sem komu á óvart: „Ol’ 55“ eftir Tom Waits og U2-lagið „Stay“. Tom Waits sjálfur var á svæðinu og flutti efni af Mule Variations og The Who - sem stefna á kombakk- plötu á næsta ári - mættu frískir eftir tónleikasyrpu í Las Vegas og spiluðu gamla slagara. Neil Young sjálfur spilaði svo nokkur lög, m.a. gömul Beach Boys-lög með Brian Wilson sem kom óvænt fram. Crosby, Stills, Nash & Young eru nýbúnir að gefa út nýja plötu - „Looking Forward" - og áttu að spila á tónleikunum. Úr því varð ekkert þvi Graham Nash fótbraut sig á báðum nýverið. Fresta varð tónleikaröð CSN&Y af þessum sökum, en hún fer af stað í janúar. Þá er talið að Nash hafl náð sér og verður bara að vonda að hinir elli- belgirnir hangi hraustir þangað til. Kynnir: Jón Rotni Netútvarpið eyada.com hefur ráðið gamla kynlífshólkinn John Lydon alias Johnny Rotten til að sjá um þátt fyrir sig. Heitir þátturinn Rotten Radio og fer í loftið á morgun kl. 16 að stað- artíma (á miðnætti hér). Sent verður út frá heimili Johns í LA. „Netið er fullkom- inn miðill fyrir John,“ segir eigandi eyada.com. „Ekki nóg með að hann nái til aðdáenda sinna út um allan heim heldur get- ur hann verið eins hneykslanleg- ur og hann kærir sig um. Hann getur sagt og gert það sem hann vill og það er einmitt það sem netútvarpið gengur út á; engar hömlur.“ Ekki fylgdi fréttinni hvort John væri að að koma með einhverja nýja tónlist, en siðast var hann á ferðinni 1996 með end- urvöktum Sex Pistols í tónleika- ferð sem fékk vægast sagt mis- jafna dóma. í umslaginu má sjá þrjá karla sem líta út eins og sænskir tal- meinafræðingar staddir hérlendis á norrænni ráðstefnu og hafa tveir þeirra náð sér í sitt hvorn barna- vagninn (flippað). Þessir stórsnill- ingar munu vera skipper Óli POPP, héraðslæknirinn Lýður Ámason og Jón Rósmann Mýrdal málarameistari. Þessir gaurar eru þjóðþekktir af síðum DV fyrir meintar poppmessur á Flateyri, drag-uppákomur og fleira skemmti- legt. Þetta eru svokallaðir gárvmgcu: eða jafnvel kynlegir kvistir, og í þokkabót spólgraðir á þessari karlrembuplötu sinni. Kerlingarn- ar hafa með semingi gefið þeim leyfi til að vera frameftir að djamma í skúmum og þar hafa þeir bruggað kvenþjóðinni laun- ráð, kannski með ólgandi brund- fyllisgremju og slompaðir af heimabruggi. Upp úr þessum harðfiskþefjandi jarðvegi sprettur þessi plata og textalegt ixmihald er auðvitað: „Sama er mér þó sólin skín, bara ég fái píkur og vín“, eins og þeir syngja í lokalagi meistaraverksins. Hér er helling- ur af öðrum karlrembulegum vangaveltum, öllum samt í léttum leik og þó þeir leggi stelpu í mrnrn „Mér finnst æðislegt að vera lam- inn í klessu", meina þeir örugg- lega ekkert með þessu enda senni- lega meðlimir í hollvinasamtök- um Kvennaathvarfsins. Stundum er þetta þokkalega sniðugt hjá körlimum og það er ekki skilyrði að maður eigi fleiri en 2000 klám- myndir á spólrnn til að finnast það, þó það hjálpi vissulega. Tónlistin er oft svipuð og PS og Co var að gera fyrir tuttugu árrnn síðan, ófrumlegt karlarokk og ljóst að Stóns og Black Sabbath eru í uppáhaldi. Oft er lúnkin laglína með í spilinu, eins og í hinu bítla- lega „Enska lagi“ og þeim skáta- lega slagara „í tjaldi með kjúkling". Stundum hljómar þetta þó því miður eins og tónlist í léleg- um farsa, eða ættum við að segja músik í áramótaskaupinu eða Stuðmenn í sinni ömurlegustu mynd, og þá er voðinn vís nema maður sé, ja, aðdáandi þess of- antalda. Karlrembuplötuna ættu alvöru- karlmenn með fleiri en tvö bílhræ á lóðinni að taka fagnandi og aðrir Karlrembuplötuna ættu al- vörukarlmenn með fleiri en tvö bílhræ á lóðinni að taka fagnandi miðaldra karlar, sem geta hlustað á þetta í heddfóni glottandi í laz-e bojnum á meðan kerlingin rífst og skammast. Stelpugreyin í Bríeti ættu að fá sér eintak líka til að hafa til að æsa sig yflr á næsta sellufundi. Já, POPP og Lýður ættu bara að senda þeim eintak því þá myndi byrja ritdeila í Mogganum sem væri góð kynning fyrir plöt- una og ekki þykir mér veita af. Dr. Gunni Flqin argasti sveitalubbi Flea, bassaleikarinn smáfríði úr Red Hot Chili Peppers, fer með sitt fyrsta aðalhlutverk í mynd- inni „Liar’s Poker", sem nýlega var tekin til sýninga í amerískum bióhúsum. Þetta er fyrsta mynd Jeff Santo, sem gagnrýnendur ytra telja til merkilegustu nýgræð- inga ársins. Flóin leikur a r g a s t a sveitalubba en myndin er flókin morð- ráðgáta um fjóra menn sem fara í veiðiferð sem aðeins einn þeirra snýr lifandi úr. Það er ekkert nýtt að Flea sjáist bregða fyrir í bíómynd- um, þó þetta sé hans stærsta hlut- verk til þessa. Hann lék t.d. þýsk- an mannræningja í „Big Le- bowski" og kom við sögu í „My Own Private Idaho“. 5. nóvember 1999 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.