Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 12
Búddalíkneski í Hagkaupi og take-away kaffi fyrir fjölskyldur á hlaupum. Pólskar stórfjölskyldur fylla frystihús landsins og ungir íslendingar geta ekki beð- ið eftir næstu flugvél út í heim. Sumum finnst allt gerast of hratt og aðrir hafa enga eirð í sér. Sýslumenn hafa ekki við að afgreiða skilnaði meðan skemmtistaðirnir tútna út af angistargleði. Spákonur græða á tá og fingri og fólk tekur himinháan yfirdrátt til að komast í aðrar víddir. Meðferðarstofnanir landsins eru troðfullar. Milljónir eru settar í fíkniefnaforvarnir og full þörf á þeim. Tíðarandinn ólgar. Aldarlokin bulla og Öskrin í miðbænum fjara út á sama tíma og Ríkisútvarpið býður landsmönnum góðan dag- inn. Gamla fólkið drekk- ur þimnt elliheimiliskaSi og hlustar undrandi á frétt- ir um fikniefnamál, tölvur, sjoppuinnbrot og fræga ís- lendinga. Það er erfitt að samræma tímana tvenna. En aldamótin bíða handan við hornið svo þetta er kannski skiljanlegt. Unga fólkið tilheyrir annarri öld. Kreppukyn- slóðin sýpur áfram á kaffinu sínu og prísar sig sæla að vera orðin gömul. Hún er guðslifandi fegin að vera ekki ung á þessum upp- lausnartímum. Tuttugasta öldin var nóg. Hún einkenndist af óró- leika og það er ennþá titringur í loftinu. Kannski er titringurinn óvenjumikill. Kannski er hann eðlilegur í hraðkeyrandi þjóðfé- lagi. Er upplausn í aldarlok eða siglum við sléttan sjó á nútíma- visu? Nú er ekkert Sumir álíta upplausn fylgikvilla nútímans frekar en aldarlokanna. Megas er einn þeirra og honum dauðleiðist nútíminn. „Það ríkir andleysi, lognmolla og dauði í ald- arlok. Tíðarandi er tilgangslaust orð því það er enginn andi. Aldamót hafa alltaf verið krassandi en nú er ekkert og ég verð guðslifandi feginn að komast út úr tuttugustu öldinni," fullyrðir Me- gas og bætir við: „Öldin s y n g u r Garúnar- sönginn, hún höktir á sama hringnum, Garún, Garún. Til að hafa virðingu og andlit þegar við göngum út úr öldinni þá getum við hampað því að hafa verið uppi á öld fjöldamorðingjanna. Á þess- ari öld hófust automat-morðin. Raðmorðinginn fæddist á þessari öld.“ / Fólk sparar fyrir ellinni í menntaskóla Til eru menn sem kalla ekki allt ömmu sína og hvað þá smáupp- lausn í aldarlok. Egill Helgason er slíkur maður. Egill kemur úr aldurshópi sem er kenndur við svo mikla upplausn að félagsvís- indin nefna hana „upplausnina miklu“. Hann tilheyrir nefnilega upplausninni sem hóf frægðarferil- inn um 1960. „Upplausninni miklu“ fylgdi mikil lausung: ónýtt fjölskyldulíf, glæpir, lauslæti, fíkni efnaneysla og al- . , , , mennt hömlu- og aðeins fynr Er ástin liöin tíð ,... w . leysi. Þessi upp- eldri borgara? lausn var að sumu Listin víkur fyrir markaðssetningu. Skáldinu IVlegasi dauðleiðist nútím- leyti frelsun því hún feykti burt svo mörgu sem var úrelt og leiðinlegt," segir Eg- ill. Aldar- lokin státa einnig af hjásofelsi, dópi, drykk- felldum fjöl- skyldum og glæponum. En við hlið- ina á „upp- lausninni m i k 1 u “ hljómar það fremur fátæk- lega. „Ég fæ ekki séð að það riki neitt sér- stakt upplausnarástand nú í aldar- lokin og er ekki mjög uppnæmur fyrir fin-de-siécle-fræðum. Mér finnst það ekki bera vott um upp- lausnarástand þegar fólk er farið að spara fyrir ellinni í mennta- skóla." Agli þykir fólk mjög þægt og prútt og kannski svolítið skoð- analaust. „Hver fæst sæll við sitt og eng- inn möglar við yfirvöldin. Svona útbreytt menningar- og skoðana- leysi getur orðið okkur til tjóns,“ segir Egill og gefur lítið fyrir upp- lausnir á eftir „upplausninni miklu“. Þjóðin er á uppleið Það eru ekki allir jafnandsnún- ir nútímanum og Megas. Það er til fólk sem er bjartsýnt og telur ekk- ert athugavert við tíðarand- ann. Andrea Gylfadóttir greinir hvorki upplausn í andrúmsloft- inu né and- leysi. „Tíðar- andinn rólar í eðlilegum far- vegi. Þjóðin er á uppleið enda er hún full af ungum snill- ingum að gera góða hluti,“ segir hún já- Andrea Gylfadóttir söngkona sér ekk- ert athugavert viö tíðarandann. kvæð. Guðni Elís- son sér heldur ekki upplausn í tíðarandanum. Hann segir að fólk bíði hreinlega eftir henni í aldarlokin. „Ég er ekkert svo viss um að það sé beinlínis upplausn sem liggi í loftinu. Miklu frekar eftir- vænting og spenna. Enda miðum við hugmyndir okkar við aldamót. Við tölum mn átjándu aldar hugmyndir og tuttugustu aldar hugmyndir. Það er talað um Ialdamótakyn- slóð núna, eins og alltaf, en þetta er bara ný kyn- slóð. Hver kynslóð er sér- stök, svo varpa næstu kynslóðir ljósi á þá sérstöðu. Líklega verð- ur varpað ljósi á þennan tíð- aranda árið verða ■ aldar- lokin smáklausa í sögubókum árið 2030. Kannski fylgir smáóróleiki hverri nýrri kynslóð og óþarfi að krýna sérstaka aldamótakynslóð. Samt áleit meirihluti viðmælenda Fókusar að upplausn lægi í loft- inu. Þeir sem tilheyrðu meirihlut- anum skilgreindu þá upplausn eft- ir bestu getu. Náttúruhamfarastemn- ing „Ég held að það sé nátt- ú r u h a m - farastemning. Það er svo mikil tog- streita í fólki, öll lífsgildi eru orðin svo öfga- kennd,“ seg- ir Magga Stína og eygir upp- lausnina í gildismat- inu. „Hlut- ir eins og ást, fegurð og huggu- legheit verða að víkja fyrir ver- aldlegu kappi. Þrár fólks eiga svo illa við gildin sem eru upp á dekk núna. Bestu manneskjur lúta því sem blífur. Fólki er kennt að ver- aldleg gildi séu það sem koma skal. Þessi tog- streita veldur upplausn og sprengingu. Hún gæti þess vegna sprungið árið 2000. Það Charles Manson: „Raðmorðinginn fæddist á þessari öld.“ Fikniefnamál deiglunni. þarf sterk bein til að fúnkera sem manneskja í tíðcir- andanum." Snæbjörn Arn- grímsson bókaútgefandi talar hins vegar um upplausn í bókmenntum. Stundum er sagt að bókmenntir endurspegli tíðarandann hverju sinni. Því er for- vitnilegt að vita hvernig bókmennta- upplausn lýs- ir sér. „Upp- lausnin felst kannski í hraðanum. Ég held að rithöfundar séu á smá villigötum á þ e s s u m timamót- um. Mér þykja þeir kasta til höndunum því tíðarandinn kallar á hraða. Maður er alltaf að bíða eftir stóra hugsuðinum. Það grill- ir ekki í skáldajöfur en hann hef- ur ár til stefnu. Þessi hraði á kannski ekki vel við bókmennt- irnar. Ég vildi óska að tíminn breyttist í aldarlok og klukku- stundin yrði 75 mínútur á næstu öld. Þannig fengi fólk ráðrúm til að hægja á hlutunum, hugsa þá og vinna betur. Það sem truflar mig mest í aldarlok er þessi hraði." Hraðinn háir bókmenntunum og beinir þeim í farveg fjöldafram- leiðslunnar. Listin víkur fyrir markaðssetningunni. Hugsuðir láta ekki sjá sig. Lífsgildin víkja fyrir peningakappinu og þrár fólks eiga ekki upp á dekk. Þýðir þetta að upplausn sé neikvæð í alla staði? Landamæraröskun Úlfhildur Dagsdóttir er ekki sammála því og bendir á jákvæða upplausn. Að hennar mati felst upplausnin í vaxandi grósku. „Það er upplausn í menningu, list- um og fræðum," segir Úlfhildur og bendir á aukna umræðu um stöðu kynjanna sem dæmi. „Það er ekki eins gefið að kynin séu bara tvö. Umræðan snýst meira um fjölkyn: samkynhneigða, gagnkynhneigða, tvíkynhneigða og kynskiptinga. Akveðin andspyrna er gegn því að skilgreina kynin út frá líffræðileg- um forsendum og segja þau tvö. Það er landamæraröskun í ald- arlokin." Hún tekur fleiri dæmi og segir landamæri og skil- greiningar vera mun óljósari en áður. „Tökum til dæmis listgreinarnar, myndlist og myndasögur renna saman í eitt, mörkin eru sí- fellt óljósari. Hugvisindi og félags- vísindi vinna mun meira saman. Kynjafræðin spannar allt frá lög- fræði til heimspeki. Það er miklu erfiðara að setja hluti á einn bás en áður, það er miklu erfiðara að skilgreina." Búdda geispar Úlfhildur er á þeirri skoðun að lífsgildi hafi ekki brenglast þótt hugmyndagróskan þlómstri. Hún segir að hvers kyns upplausn skerpi sterku gildin. „Fólk er þó afslappaðra í samskiptum þótt borgaralegu gildin séu mjög skýr. Rétt eins og í pólitíkinni, það er heilmikil upplausn á vinstri kant- inum um leið og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur aldrei verið skýrari. Fólk er að uppgötva nýjar hug- myndir á einlægan hátt. Þessi upplausn finn- ur farveg eftir a 1 d a m ó t. Hættan er bara sú að íhaldssemin beini grósk- unni í sinn farveg og kæfi hana. Það vill verða um aldamót." S u m i r sigla kyrr- an sjó og finna ekki fyrir öld- um. Aðrir upp- lifa tíðarandann sem ólgusjó. Upp- lausnin virðiðst vera til en fólk verður mismunandi vart við hana á mismunandi hátt. Kynin springa út í óteljandi anga. Snill- ingar hafa ekki við að sigra heim- inn. Sálfræðingar drukkna i tímapöntunum. Eftirvænting og spenna skekja loftið. Rithöfundar nenna ekki lengur að skrifa. Bestu manneskjur gera það sem blífur. Öldin syngur Garún Garún og kannski verður þetta ómerkileg klausa í sögubók árið 2030. Á með- an geispar Búdda í Hagkaupi og kærir sig kollóttan um enn ein aldamótin. -AJ 12 f Ó k U S 5. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.