Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 14
1
■f
Það þarf vart að kynna Siguijón
Sighvatsson fyrir íslendingum. Hann er
óskabarnið okkar. Fór 25 ára tii Banda-
ríkjanna og er stærsta meikið okkar í
heimi kvikmynda. Fókus hafði samband
við strákinn og spjallaði við hann í GSM
á meðan hann gekk úr sér daginn.
Islendingar h
verið að tala u
fá mig heim í
„Tökum líkur 5. nóvember," út-
skýrir Sigurjón Sighvatsson að-
spurður um stöðuna á The Weight
of Water sem hann framleiðir en
Catheline Bikalow leikstýrir og
Liz Hurley og Sean Penn leika í.
„Myndin fjallar um norska innflytj-
endur í Kanada og er gerð eftir
samnefndri skáldsögu," heldur Sig-
uijón áfram og bætir því við að það
sé íslendingur, Karl Júlíusson,
sem sjái um leikmynd og því sé
þetta nokkuð skandinavísk
Hollywood-mynd.
„Ég hef alltaf haft áhuga á að
gera svona mynd sem tengist
Skandinavíu og þess vegna er þetta
mjög spennandi mynd fyrir mig og
ég væri til í að gera fleiri svona í
framtíðinni.“
En svona svo viö setjum þetta allt
í samhengi þá ertu hœttur hjá
Lakeshore og búinn aö kaupa nýtt
fyrirtœki?
„Já. Ég var hjá Lakeshore í fjög-
ur ár en keypti Panomar í maí og
er nú að byggja það fyrirtæki upp.
Þetta er alhliða framleiðslufyrir-
tæki. Ekki jafnsérhæft í kvikmynd-
um og Lakeshore heldur framleiðir
það mikið af auglýsingum, músík-
myndum og heimildarmyndum."
Væntanlegt frá Sigurjóni
„Ég var að gera fimm kvikmynd-
ir á ári hjá Lakeshore en nú
minnka ég það og get því einbeitt
mér að því að gera þær myndir
sem mig langar til að gera. En ég
var einmitt að missa tökin á því
sem ég vildi gera hjá Lakeshore.
Runaway Bride er til dæmis ekki
mynd sem ég var mjög heitur fyrir.
En samt kom ég að henni hjá
Lakeshore. Hjá Panomar get ég aft-
ur á móti stjómað þessu betur og
einbeitt mér að því að gera myndir
sem mér þykir vænt um,“ segir Sig-
urjón og ítrekar að hann vilji hafa
fullt vald yfir þeim myndum sem
hann gerir og þar gerir Panomar
gæfumuninn því það fyrirtæki á
hann en hjá Lakeshore var hann
starfsmaður.
Þaö síöasta sem viö sáum í þinni
framleiöslu var Arlington Road.
Hverju eigum viö von á?
„Það á eftir að frumsýna Passion
of Mind með Demi Moore en það
var síðasta myndin sem ég gerði
hjá Paramount. En annars er það
þessi mynd sem við erum að klára
núna, The Weight of Water og svo
eru um tíu myndir í þróun hjá okk-
ur. Þá erum við ýmist að vinna í
fjármagni eða leita að leikurum
eða leikstjórum. Svo erum við að
gera heimildarmynd um munka-
klaustur sem var breytt í alnæmis-
sjúkrahús, aðra um Frank Zappa,
Steely Dawn og eina mjög athygls-
verða um samkynhneigðar fjöl-
skyldur. Þá homma og lesbíur sem
eiga böm.“
En hvað kvikmyndimar varðar
þá er Panomar að vinna með Jodi
Ferill Sigurjóns sem framleiðanda:
Þ6 er ekkl hægt ab blrta allt sem SlgurJÓn hefur snert sem framlelbandl,
sérstaklega hvab sjönvarpsefnl, múslkmyndbönd og auglýslngar varbar.
Sjónvarp
1993 Tales of the City - 6 þættir
1992 Memphis - sjónvarpsmynd
1991 Heat Wave - sjónvarpsmynd
1991 Beverly Hills 90210 - 13
þættir
1991 Twin Peaks - þáttaseríur
Bíó
2000 The Welght of Water
2000 Passion of Mind
1999 200 Cigarettes
1998 Arlington Road
1998 Phoenix
1998 The Polish Wedding
1998 Homegrown
1998 The Real Blonde
1997 Going all the Way
1997 A Thousand Acres
1997 Box of Moonlight
1997 ‘Till There Was You
1996 Basquait
1996 Kids in the Hall: Brain Candy
1996 A Pig’s Tale
1998 Canadian Bacon
1998 Lord of lllusions
1998 Candyman: Farewell to the
Flesh
1996 S.F.W.
1994 Dream Lover
1994 Red Rock West
1994 Dead Connection
1993 Kalifornia
1992 Candyman
1992 A Stranger Among Us
1992 Ruby
1991A Climate for Killing
1991 The Long Day Closes
1990 Wild at Heart
1990 Daddy's Dyin': Who’s Got the
Wlll
1989 Fear Anxiety and Depression
1989 Kill Me again
1988 The Blue iguana
1988 Aria
1987 Private Investigations
1986 Rib
1986 Hard Rock Zomies
1986 American Drive in
Sigurjón Sighvatsson: „Þab er hálfgert gullgrafaraástand á íslandi núna. Það hefur alltaf verið ofsalegan auð að finna á
íslandi en hingað til hefur hann verið í höndum allof fárra.
Foster að endurgerð á japanskri
mynd og annarri filmu sem Sean
Penn á að leikstýra. Sú mynd heit-
ir Knockout Artist og fjallar um
undirmálsfólk í Suðurríkjum
Bandaríkjanna.
Jón Ólafsson
íslendingar erlendis eru auðvit-
að sér þjóðflokkur og Sigurjón til-
heyrir þeim þjóðflokki. Hann býr í
útlöndum og fær send blöðin. Kíkir
aðeins á Netið og tekur púlsinn á
því sem er í gangi á klakanum.
Auk þess er hann héma að jafnaði
tvo mánuði á ári og fylgist því
nokkuð vel með því sem er að ger-
ast og einn af viðkiptafélögum
hans, Jón Ólafsson, hefur verið
mikið í fjölmiðlunum undanfama
mánuði vegna kaupa á FBA.
„Það era bara margir sem vilja
hafa hlutina á núilpunkti og þegar
það koma nýir aðilar inn á markað-
inn og raska jafnvæginu þá berjast
þeir á móti þvi,“ segir Sigurjón um
þá umræðu og bætir því við að
menn verði alltaf að hafa einhverja
óvini og að margir finni sinn sam-
eiginlega óvin í Jóni ólafssyni.
„Þetta er líklega vegna þess að fólk
vill ekki hafa nein grá svæði. Hlut-
irnir verða að vera svartir eða
hvítir og viss öfl í þjóðfélaginu
heima vilja ýta Jóni yfír á svarta
svæðið.“
En nú hafið þið Jón átt sam-
leið í viðskiptum?
„Já. Við Jón eigum kannski
margt sameiginlegt. Við erum báð-
ir fæddir í sjávarplássi, aldir upp af
einstæðum foreldrum og erum
sjálfsskapaðir menn. Við höfum
orðið að vinna hörðum höndum
fyrir öllu því sem við eigum í dag.“
Hvaö meö fyrirgreiöslupólitik,
stundaröu slíkt?
„Ég fór það snemma til Ameríku
að ég hefði ekki tíma til þess að
Bíómyndir eru
eitthvað sem ég hef
alltaf viljað gera og
hef verið að því í
tíu, fimmtán ár og
þó þær séu ekki
allar góðar eru þær
allar góðar tilraunir.
byggja upp pólitísk tengsl heima.
Enda finnst mér slíkt brambolt og
pólitískar vangaveltur taka of mikinn
tíma. Ég nenni ekki að standa í fyrir-
greiðslupólitík og þó slíkt geti átt rétt
á sér í einstaka tilvikum þá reyni ég
að lifa eftir málshættinum: Gerðu það
sem þú tekur þér fyrir hendur vel og
af heilindum og þá munu góðir hlutir
fylgja í kjölfarið," segir Sigurjón og
útskýrir að til dæmis þegar hann hafi
komið inn í Stöð 2 á sínum tíma hafi
það hvorki verið vegna hugsjóna eða
stjómmála. „Þetta var fyrst og fremst
vegna þess að þama var álitleg fjár-
festing."
Skjár 1
„Ég er mjög mikill áhugamaður
um innlenda dagskrárgerð. Amer-
ískt afþreyingarefni á ekkert endi-
lega að virka heldur innlendir
þættir. Og þó ég sjái ekki mikinn
fjárhagsgrundvöll fyrir Skjá 1 þá
finnst mér samt gaman að sjá alla
þessa nýju þætti spretta upp.“
Þú heldur þá aö þetta muni ekki
standa undir sér?
„Á Norðurlöndum stórtapa
svona frjálsar sjónvarpsstöðvar að
minnsta kosti fyrstu fimm árin svo
ég held að það sé mjög erfitt að láta
þetta Skjá 1 dæmi ganga upp. Sem
kvikmyndagerðarmaður vona ég
að þetta gangi en sem bissnessmað-
ur væri líklega best fyrir mig að
þetta færi á hausinn á morgun. Og
sem kvikmyndagerðarmaður fagna
ég tækifærunum sem ungt fólk fær
þama á Skjá 1 því það verður að
viðurkennast að við á Stöð 2 og
Ríkisútvarpinu höfum ekki verið
að veita ungu fólki nógu mörg
tækifæri."
En hvernig koma allar breyting-
arnar á íslandi þér fyrir sjónir?
„Það er hálfgert gullgrafaraá-
stand á íslandi núna. ísland hefur
alltaf átt yfir miklum auð að búa en
hingað til hefur hann verið í hönd-
um allt of fárra. En nú eru athafna-
menn undir þritugu að taka
ákvarðanir sem eiga eftir að bylta
þjóðfélaginu. Þeir sem hafa völdin í
dag koma til með að missa stóran
hluta af þeim á næstu árum,“ segir
Sigurjón og bætir því við að gull-
grafaramir séu þessir ungu menn,
I
f Ó k U S 5. nóvember 1999
I I