Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 20
i í l V \ í t i i i | i t kvikmyndin í janúar á næsta ári hefjast tökur í Berlín á Enemy at the Gates sem sögð er dýrasta kvikmyndin jF sem gerð hefur verið í Evrópu. Franski m leikstjórinn Jean- Jacques Annaud (Quest for Fire, Name of the Rose, The Lover) leik- stýrir þessu stór- virki sem fjallar um umsátur Þjóðverja um Stalíngrad í síðari heimsstyrj- öldinni. í því umsátri týndu 250.000 þýskir hermenn lifi og 112 þúsund voru hnepptir i varðhald. Áætlaður kosnaður við myndina er 85 milljón doll- arar. í aðalhlutverkum eru Ed Harris, Joseph Fiennes, Jude Law og Rachel Weisz. Annaud sagði í blaðaviðtali að hann ætlaði að gera myndin svo raunverulega að áhorfandinn héldi að hann væri á staðnum. Mikið að gera hjá Arquette Patricia Arquette hefur verið dugleg að leika í kvikmyndum á síðustu misserum og áður en árið er liðið hafa þrjár kvik- myndir með henni verið frum- sýndar. Fyrst var það frekar slök mynd, Goodbye Lover, þá kom vinsæl hryllings- mynd, Stig- mata, og nýlega var frumsýnd við góðar und- irtektir Bring- ing out the Dead. Frú Nicholas Cage ætlar ekki að slaka á því hún hefur samið um að leika í þremur myndum. Fyrst er það Little Nicky, þar sem mótleikarar hennar eru Adam Sandler og Harvey Keitel, þá mun hún leika í lítilli óháðri mynd, Human Nature, og þriðja myndin er Boom, Boom Room sem byggð verður á leikriti eftir David Rabe. Loks komin dag- setning á The Beach The Beach er ein þeirra kvikmynda sem ólukkan leggur í einelti. Þessi nýjasta kvik- mynd Leonardos DiCaprios er komin langt fram úr áætluð- um kostnaði. Upprunalega átti að frum- sýna myndina um þessi jól en nú hefur verið ákveðið að frumsýningardaguir verði 1. febrúar. Leikstjóri myndarinn- ar er Danny Boyle (Trainspott- ing) og var hún að mestu tekin á Tahiti þar sem þegar er búið að hefja málsókn á hendur framleiðendum þar sem segir að skilið hafl verið við strönd- ina þar sem tökur fóru fram eins og um náttúruhamfarir haft verið að ræða. Brad Pitt leikur Tyler Durden, leiótogann í Slagsmálaklúbbnum. Fight Club, sem frumsýnd verð- ur í dag í Regnboganum, Sam-bíó- um og Laugarásbíói, er byggð á fyrstu skáldsögu Chuck Pala- hniuks, sem var bifvélavirki áður en hann hóf skriftir, og segir frá einrænum imgum manni (Edward Norton) sem er með dauðann á heilanum. Eina dægradvöl hans er að fara á fund með aðstandendum krabbameinssjúkra. Hið tilgangs- lausa lif hans breytist heldur betur þegar hann hittir Tyler Durden (Brad Pitt), sjálfskipaðan gúrú í undirheknum, sem kynnir hann fyrir leynilegum félagsskap sem kallast Slagsmálaklúbburinn. Þar fá imgir menn, sem vinna venju- lega vinnu, útrás fyrir adrenalínið með þvi að berja hver á öðrum. Þeim verður vel til vina í fyrstu og ungi maðurinn, sem hafði litið á líf sitt sem sóun, fær aukinn kraft. En þegar þeir fá báðir áhuga á dópist- anum Marla Singer (Helen Bon- ham Carter) er stutt í átökin þeirra á milli. í Fight Club leika tveir af athyglis- Fight Club, sem frumsýnd er í dag, er sú kvikmynd sem beðið hefur verið með hvað \ mestri eftirvænt- ingu að undan- förnu en mikið hef- ur verið skrifað og rætt um myhdina sem þykir ofbeldis- full. \| verðustu ungu leikurum samtímans, Brat Pitt og Edward Norton. Brad Pitt, sem fékk íljúgandi start í Thelma and Louise og fylgdi því eftir í A River Runs Through It og Intervi- ew with the Vampire, hefur kannski ekki alveg staðið undir væntingum. Hann hefur þó leikið í úrvalsmynd- um á borð við Twelve Monkeys en miðlungsmyndirnar hafa verið fleiri. Hann lagði mikið á sig við gerð The Fight Club og fór meðal annars til tannlæknis til að láta taka úr sér tönn fyrir eitt atriðið. Edward Norton á stuttan en afar glæsilegan feril að baki í kvikmynd- um. Fimm myndir á þremur árum og tvær óskarsverðlaunatilnefning- ar bera vott um einhverja mestu leikhæfileika hans kynslóðar. Hann var óþekktur leikari sem aldrei hafði leikið í kvikmynd áður þegar hann skaust fram á sjónarsviðið árið 1996 í kjölfar magnaðr- ar frammistöðu í Primal Fear, svo magnaðrar að hann var kominn með hlutverk í kvik- myndum hjá Milos Forman og Woody Allen áður en Primal Fear var komin í kvik- myndahús og var strax farinn að þurfa að hafna hlutverkum. Skyndi- leg ffægð hans virðist ekki hafa stig- ið honum til höfuðs og hann hefur orð á sér fyrir að vera kurteis, við- kunncuilegur og einlægur. Leikstjórinn David Fincher á að baki þrjár kvikmyndir. Eftir að hafa verið um árabil einn helsti leikstjóri tónlistarmyndbanda fékk hann að leikstýra Alien 3. Þrátt fyr- ir ágæta spretti stóð þessi þriðja mynd seríunnar nokkuð að baki fyrri tveimur myndunum sem Ridley Scott og James Cameron höfðu leikstýrt. Hann sannaði ágæti sitt með Seven, einhverri áhrifaríkustu sakamála- mynd áratugarins. Þriðja mynd hans, The Game, fékk ekki eins góðar viðtökur en miðað við umtal og væntingar þá ætti Fight Club að koma honum aftur í fremstu röð. -HK r- ) ' ' J #» \ r* \ *>-i *■> \ p \ r—j .—-j j r—J Reese Witherspoon er örugglega meðal athyglisverðustu ungu leikkvenna í Hollywood, hefur hún unnið hvern leiksigurinn á fætur öðrum, nú síðast í Election og Best Laid Plans, sem frumsýnd var í sið- asta mánuði i Bandaríkjunum. Whitherspoon er metnaðargjörn, sjálfsörugg ung stúlka sem veit hvað hún vill. Nýlega varð hún móðir, átti bam á þeim sérstaka degi 9.9. 1999. Whiterspoon hefur ekki látið blekkjast af gulli og grænum skógum í Hollywood og farið eigin leiðir og segist ekki hafa neina löngum til að leika í kvik- mynd sem fyrirfram er búist við að muni skOa miklu í kassann. 1 « Whiterspoon, sem fæddist 22. mars 1976, hefur verið að leika frá því hún var sjö ára gömul en hef- ur ekki leikið í mörgum kvik- myndum, þar sem hún hefur stundað háskólanám með leiklist- inni. Witherspoon tekur svo djúpt í árinni að segja að hún þakki guði fyrir það að engin þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í hafl verið metaðsóknarmynd. Það hefði aðeins taflð hana frá námi og gert lífið erfíðara. Meðfram bamaskóla og grunn- skóla lék Reese Witherspoon aðal- lega í auglýsingum og sjónvarpi. Strax í fyrstu kvikmynd sinni, The Man in the Moon, árið 1991 vakti hún athygli fyrir þroskaðan leik. Þegar Wither- spoon hafði 1 o k i ð m e n n t a - Reese Witherspoon leikur skólanámi, aðallega með hjálp faxtækja og tölva, settist hún á há- skólabekk í Stanford-háskólanum þar sem hún nam enskar bók- menntir og lék í fáeinum sjón- varpsmyndum með skólanum. í þrjú ár lék hún ekki í kvikmynd en kom síðan sem fullsköpuð leikkona á móti Mark Wahlberg í sakamála- myndinni Fear. Hér á eftir fer listi ytir þær kvikmyndir sem Reese Whiterspoon hefur leikið í: K SS hlna ofvlrku Tracy Fllck í Electlon. The Man in the Moon, 1991 A Far off Place, 1993 S.F.W, 1994 Fear, 1996 Overnight Delivery, 1996 Pleasantville, 1998 Twilight, 1998 Cruel Intentions, 1999 Election, 1999 Best Laid Plans, 1999 HK — bíódómur Háskólabíó — Election ★★★'á Þær era búnar að koma margar, amerísku framhaldsskólagelgju- myndimar, allt of margar. Maður stendur sjálfan sig allt of oft að því að sitja undir einhverjum klapp- stýram og þaðan af verra, ræðandi það hver sé sætastur og önnur minni háttar drama. Einstaka sinii- um koma þó góðar svona myndir og er Election án efa með þeim bestu. Myndin gerir stólpagrín að víðómatýpum skólanna og gerir það vel. Hana mætti kalla ádeilu á framhaldsskólalíf þeirra vestan- hafsmanna. í byrjun kynnumst við Jim McAllister (Broderick), kenn- ara við Carver High skólann. Hann unir sér mjög vel í starfi sínu og hefur gert það lengi. í skólanum er tíð kosninga að renna upp. Sú eina sem ætlar að bjóða sig fram til for- manns er einn af nemendum McAllisters, Tracy Flick (Wither- spoon). Tracy Flick er einmitt sá nemandi sem Jim þolir minnst af öllum. Hún er ótrúlega metnaðar- gjörn, ofvirk í félagslífinu, rekur hendina alltaf upp þegar spurt er og stefnir hátt í líflnu. En hún er líka valdurinn að því að besti vin- ur Jims, sem var meðkennari hans, var rekinn frá skólanum eftir ást- arsamband þeirra. Jim þolir ekki að Tracy sé á hraðri leið upp með- orðastigann þannig að hann grípur til þess ráðs að fá vinsælasta íþróttamann skólans, Paul Metzler, sem lenti nýlega í skíðaslysi, til að bjóða sig fram á móti henni. Úr verður frábær barátta þar sem eng- um er hlíft og við söguna bætast margar undirfléttur. Það sem þó helst stendur upp úr er frábær leik- ur Witherspoon i hlutverki Tracy Flick. Hún var sprenghlægileg og ég þarf rétt svo að rifja upp nafnið tU að fara að hlæja. Broderick var líka fmn og það er gott að sjá hann í einhverju öðra en lélegum mega- myndum. Þá hefur leikstjórinn Al- exander Payne greinilega nóg að segja og hér tókst honum stórvel UP£e ikstjóri : Alexander Payne. Handrit: Tom Perotta, Alexander Payne, Jim Taylor. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Reese Witherspoon. Halldór V. Sveinsson 20 f ÓktlS 5. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.