Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Qupperneq 2
24 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 Sport i>v Hvað finnst þér? Hvaöa íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á í sjónvarpi? Pétur Torfi Guðmundsson: Mér finnst langskemmtilegast að horfa á körfubolta. Hann er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Birgir Guðbjartsson: Á handboltann er gaman að horfa, hann er hraður, skemmtilegur og mikið að ger- ast í honum. Bradley G. Guðmundsson: Fótboltinn er þrælskemmtilegur og ég horfl alltaf á hann þegar Manchester United er að spila. Magnús Finnur Hauksson: Ég horfi á allar boltaíþróttir í sjónvarpi. Ætli mér fmnist ekki fótboltinn skemmtilegastur. Erling Proppé Sturluson: Ég horfi eiginlega á allar íþróttir. Ef ég ætti að nefna eitthvað finnst mér fótbolti og körfubolti besta efnið. Rivaldo bestur á árinu Knattspyrnutímaritið World Soccer Magazine kunngerði um helgina niðurstöðuna í kjöri á knattspymumanni ársins sem lesendur blaðsins tóku þátt í. Hinn brasilíski Rivaldo hjá spænska liðinu Barcelona fékk glæsilega kosningu eða alls 42,27 prósent atkvæða. Annar í kjörinu varð David Beckham hjá Manchester United með 26,55% atkvæða og í þriðja sæti kom Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko sem leikur með ítalska liðinu AC Milan með 9,02% atkvæða. Rivaldo er talinn líklegur til að verða kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu en niðurstaða í því kjöri verður kunngjörð nú í vikunni. Þrír efstu í kjörinu í fyrra, Zinedi- ne Zidane, Michael Owen og Ronaldo, komust ekki inn á lista tíu efstu manna. Manchester United er lið ársins og ætti sú niðurstaða ekki að koma neinum á óvart. -JKS Jesus vildi endur- greiða miðana Eins og áhugamenn um knattspymu vita hefur hvorki gengið né rek- ið hjá spænska liðinu Real Madrid það sem af er leiktíðinni þar í landi. Mikil óánægja hefur verið með gengi liðsins og stuðningsmennirnir æfir. Sl. mánudag gerði Jesus Gil, forseti félagsins, þeim tilboð. Þeir sem áttu ársmiða á leiki Real Madrid gátu fengið andvirði þeirra endurgreitt ef þeir gerðu vart við sig fyrir fóstudag. Aðeins 43 af um 25.000 stuðnings- mönnum félagsins sóttu aurana sína. Helga Torfadóttir, markvörður Víkings og landsliðsins: Framar vonum Kvennalið Víkings í handbolta hefur verið að leika sérlega vel til þessa i vetur og trónir í efsta sætinu í deildinni. Víkingur er eina tap- lausa liðið í deildinni sem hefur raunar sjaldan verið jafnari en einmitt nú. 5-6 lið em í einum hnapp og ljóst að skemmtileg og spenandi keppni er fram undan hjá stelpunum í vetur. Vikingsliðið er sterk liðsheild og það kannski öðm fremur er ástæða fyrir því að liðið situr á toppnum. Variö markiö af stakri prýöi til þessa ívetur Á engan er þó hallað að segja að Helga Torfadóttir eigi stóran þátt í gengi liðsins en hún hefur varið markið af stakri prýði og ósjaldan verið að veija í kringum 20-25 skot í leik. Það munar um minna að hafa slíkan markvörð á bak við vömina. Helga Torfadóttir er 22 ára gömul og stundar nám í sjúkraþjálfun í Há- skóla íslands og er þar á fyrsta ári. Hún hefur átt sæti í íslenska lands- liðinu undanfarin flmm ár. Helga er borin og barnfæddur Víkingur ef hægt er að segja svo en handbolta byrjaöi hún að æfa þegar hún var 12 ára gömul. - Hefur gengi liðsins i vetur ver- ið betra en þið sjálfar áttuð von á í upphafi? „Það hefur gengið ótrúlega vel og að vera í fyrsta sætinu og hafa ekki tapað leik er framar vonum. Miðað við það hvernig okkur gekk á Reykjavíkurmótinu í haust er gam- an að sjá hvemig liðinu hefur vaxið ásmegin. Ég þakka þetta samheldn- um hóp, við erum samstíga og stað- ráðnar í að standa okkur. Þetta held ég að hafl gert gæfumuninn og ég hef fulla trú á því að við höldum áfram á sömu braut eftir áramótin." - Hvernig finnst þér annars handboltinn báinn að vera i vetur? „Það er rosalega gaman að sjá hvað deildin er jöfn en það hefur hún ekki verið í langan tíma. Þetta gerir handboltann mun skemmti- legri en ella. Liðin eru flest frekar ung en það hafa verið að koma fram ungar stelpur sem setja vissulega svip sinn á mótið. Ég held að deildin verði þetta jöfn allt fram til loka og fyrir vikið verður hvert stig dýrmæt- ara.“ Lék í tvö tímabil í Noregi og Svíþjóö Helga lék í tvö ár erlendis. í Sví- þjóð með Eslöv og í Noregi með Bryne, og eftir veruna þar kom hún sterkari markvörður til baka. - Nú hefur þá reynslu af þvi að leika erlendis. i hverju liggur munurinn samanborið við ísland? „Bestu liðin í Svíþjóð er sterkari en liðin hér heima. í Noregi lék ég í B-deild en handboltinn þar er yfir höfuð töluvert sterkari en hér. Til að nálgast bestu þjóðimar í Evrópu þurfum við einfaldlega að æfa betur. í bestu deildunum erlendis gera stelpumar ekkert annað en að æfa og keppa en hér emm við í námi eða fullri vinnu með. Uppbyggingin og framtíðarsýnin þarf að vera með markvissari hætti en hún er í dag.“ - Ná vilja margir meina að framfarir hafi verið þónokkrar á siðustu árum. Ertu ekki sammála því? „Jú, ég merkti þær alveg sérstak- lega eftir að ég kom erlendis frá. Lið- in era jafnari en áður en ekki held ég að þau séu að æfa meira en áður var.“ - Hvað með framtíðaráform. Ef þér byðist að fara aftur át myndir þá slá til? Já, ég myndi fara strax. Mig lang- ar að leika i A-deildinni í Noregi. Ég fékk að vísu tilboð þaðan frá tveim- ur félögum fyrir tímabilið en var þá búin að skrifa undir hjá Víkingi og ákveðin að fara í Háskólann. Það er vonandi að mér bjóðist aftur slíkt tækifæri þegar betur stendur á. - Hvað með einkalífið hjá þér? - Ég er kona einsömul og sé ekki fram á breytingu í þeim efhmn á næstunni. Námið og handboltinn hefur forgang nú um stundir," sagði Helga Torfadóttir. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.