Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Side 22
46 2000 MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR ^Fréttir i>v Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Fjarkennsla á háskóla- stigi í þessari grein mun ég að mestu fjalla um stöðu og framtíð fjar- kennslu við Háskólann á Akureyri en hafa jafnframt til hliðsjónar þá þróun sem er að gerast í öðrum há- skólum bæði hér á landi og erlend- is. og framtíðaráform Staöa Hér á landi eru einkum tvö form fjarkennslu sem stuðst er við, ann- ars vegar fjarkennsla með tölvu- samskiptum og hins vegar fjar- kennsla með fjarfundabúnaði. Fjar- kennsla með tölvusamskiptum er enn sem komið er nokkurs konar tölvuvæddur bréfaskóli, þ.e. styðst fyrst og fremst við flutning á prent- uðu máli. Fjarkennsla með ijar- fundabúnaði nýtir sér tölvusam- skipti en flytur auk þess mynd og hljóð í rauntíma með gagnvirkum hætti, þannig að t.d. kennari á Ak- ureyri er samtímis í gagnvirku sam- bandi við nemendur á ísafirði og Egilsstöðum. Fjarkennsla með tölvusamskiptum er einkum notuð af Kennaraháskóla Islands og Sam- vinnuháskólanum Bifröst en fjar- kennsla með fjarfundabúnaði er notuð af Háskólanum á Akureyri og Háskóla íslands og e.t.v. fleiri há- skólum. Ekki verður hér tekin af- staða til gæða þessara aðferða en líklega munu þær renna saman í nánustu framtíð þegar fjárhagslegar og tæknilegar hindranir í gagna- flutningi á Netinu hér á landi hafa verið yfirstignar. Fjarfundabúnað- urinn sem fjarkennslan nýtir bygg- ir á tækni stafræna símakerfisins, svonefndu samneti Landssímans eða ISDN-símakerfi. í gegnum byggðabrú Byggðastofnunar er síð- an hægt að dreifa hreyfimynd og hljóði til allmargra notenda samtím- is með þessari tækni. í framtíðinni mun fjarfundabúnaðurinn einnig nýta svonefnda ATM-tækni sem hef- ur mun meiri flutningsgetu en ISDN-kerfið. Einnig má benda á að * þróun í þráðlausu sambandi er mjög ör og mikilvægt að fylgjast grannt með þeirri þróun sem á sér stað á því sviði. Háskólinn á Akureyri og Háskóli íslands nýta fjarfundbúnaðinn og byggðabrúna á margvislegan hátt, með kennslu á heilum námsbraut- um, einstökum námskeiðum í reglu- legu háskólanámi, endurmenntun og símenntun og fyrir margs konar funda- og ráðstefnuhald. Auk þess eru nokkur námskeið samkennd á milli skólanna með búnaðinum. Háskólinn á Akureyri býður fram fjarkennslu í heilbrigðisdeild, rekstrardeild og kennaradeild með aðstoð gagnvirks fjarfundabúnaðar. Nánar tiltekið er hér um að ræða fjarkennslu til BS-prófs í hjúkrunar- fræði til nemenda á ísafirði og á Eg- ilsstöðum og fjarkennslu í rekstrar- fræði til Austurlands. í Skagafirði er um að ræða fjarkennslu í leik- skólakennaranámi til B.Ed.-prófs frá Háskólanum á Akureyri fyrir ófaglært starfsfólk á leikskólum. Haustið 2000 mun verða boðið upp á fjarkennslu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri til Suður- nesja og fleiri staða. Jafnframt verð- ur boðið upp á leikskólakennara- nám til nokkurra þéttbýlisstaða. ** Vakin er athygli á því að Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn hér á landi sem nýtir möguleika fjar- kennslu með gagnvirkum fjarfunda- búnaði til að bjóða fram fullt há- skólanám til lokaprófs. Auk þess er fjarfundabúnaðurinn nýttur til kennslu í einstökum námskeiðum »t.d. til fjarkennslu f ferðamálafræð- Porsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir eflingu fjarkennslu afar mikilvæga fyrir byggðaþróun í landinu. DV-mynd GK um, kennslufræði til kennslurétt- inda og fjamáms í tölvu- og upplýs- ingatækni. Þess ber að geta að gagn- virkni fjarfundabúnaðarins er að fullu nýtt, þannig að kennarar t.d. á ísafirði kenna nemendum við Há- skólann á Akureyri. Hindranir Eins og með allar nýjungar eru ýmsar hindranir sem mæta fmm- kvöðlum á þessu sviði, s.s. fjár- mögnun, flutningsgeta, skipulag og þjálfun kennara. Fjárveitingar til fjarkennslu hafa fram á síðustu ár verið óvissar og ónógar. Fjárlaganefnd Alþingis gerði þó mikilsvert átak í þessum efnum við gerð fjárlaga 1999 og 2000 og vonandi verður framhald þar á. Með uppsetningu byggðabrúarinnar hefur Byggðastofnun veitt umtals- verðan stuðning. Byggðastofnun, Happdrætti Háskóla íslands og Landssíminn hafa veitt Háskólan- um á Akureyri afar mikilvægan og rausnarlegan fjárstuðning til kaupa á fjarfundabúnaði. Verðlagning og skipulag gagna- flutnings stendur langt að baki þeirri þjónustu sem menntastofnan- ir búa við í nágrannalöndunum. Fjarkennsla er fyrst og siðast bor- in uppi af metnaðarfullum og fram- sýnum kennurum. Þá vantar að- gang að kennslufræðilegri og tækni- legri ráðgjöf og þjálfun. Fjarkennsla á háskólastigi er í mjög örri þróun og íslenskir háskól- ar mega hafa sig allan við til að dragast ekki aftur úr í þeirri sam- keppni. Fyrir íslenskt samfélag er mjög mikilvægt að íslenskir háskól- ar geti boðið fjarkennslu á alþjóð- legum vettvangi. Framtíð Fjarkennsla er eins og aðrir sprotar af meiði upplýsingatækni nútímans þeim undrum gædd að fjarlægðir í tíma og rúmi verða af- stæðar og ekki sú hindrun sem áður var. Efling fjarkennslu er afar mik- ilvæg fyrir byggðaþróun í landinu. Sú takmarkaða reynsla sem Háskól- inn á Akureyri hefur haft af fjar- kennslu styður þessa fullyrðingu. Ef Háskólinn á Akureyri hefði ekki boðið fram fiamám i hjúkrunar- fræði á ísafirði haustið 1998 hefðu væntanlega 10 nemendur flutt það- an til að leggja stund á háskólanám annars staðar. Þessir nemendur eiga sínar fiölskyldur sem hefðu flutt með þeim þannig að hér hefði getað orðið um að ræða brottflutn- ing samtals 30-40 íbúa frá ísafirði. Af þessu eina dæmi sést að hér eru mikilvægir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina. Háskólinn á Akureyri stefnir að því að koma á fót landsháskólaneti í samvinnu við gagnaflutningsfyrir- tæki, fræðslumiðstöðvar og fram- haldsskóla á landsbyggðinni. Nú þegar eru tölvukerfi Háskólans á Akureyri og tölvukerfi Verk- menntaskólans á Akureyri, sem er í fararbroddi í fiarkennslu á fram- haldsskólastigi, samkeyrð. Við það samstarf hefur fengist mikilsverð reynsla sem mikilvægt er að skóla- kerfið i heild njóti góðs af. Áætlun verður gerð um að koma öllu námsefni við Háskólann á Ak- ureyri i fiarkennsluform og það kennt með aðstoð gagnvirks búnað- ar til sem flestra landshluta utan Akureyrar. Vel kæmi til greina að nýta útsendingarmöguleika sjón- varpsstöðva við þetta verkefni. Ver- ið er að setja upp kennsluefni sem nýtir það nýjasta í veftækni og margmiðlun og gerir nemendum kleift að taka þátt í kennslunni án þess að vera bundnir staðsetningu og fastri stundatöflu. Nemendur nálgast allt efni námskeiðsins í gegnum tölvur og taka þátt í annarri vinnu námskeiðsins með milligöngu Netsins. Nemendur jafn- vel í fiarlægum löndum geta þannig unnið saman allt að þvi eins og þeir væru i sömu kennslustofunni. Eins og sést á þessu skiptir ekki máli hvar nemendur eru staðsettir og það sama gildir að sjálfsögðu um kennarana. Samhliða þessu vinnur Háskól- inn á Akureyri í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar að því að koma á fót alþjóðlegu há- skólaneti í samvinnu við erlenda norðlæga háskóla þar sem m.a. verði skipst á námskeiðum í gegn- um fiarfundabúnað og tölvusam- skipti. Gert er ráð fyrir að þetta al- þjóðlega háskólanet nái yfir öll tímabelti jarðarinnar til háskóla f átta aðildaríkjum Norðurskauts- ráðsins, þ.e. Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna og Grænlands auk íslands. -Þorsteinn Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.