Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Side 25
MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000
49
Fréttir
Skaftfellingar gera átak 1 ferðamálum:
Gönguleiðir merktar
Gerður hefur verið samstarfs-
samningur milli sveitarfélagsins
Hornafjarðar og stjórnar átaks í
merkingu gönguleiða í Austur-
Skaftafellssýslu. Stjórn átaksins
skipa flmm fulltrúar. Sveitarfélagið
mun sjá um verkstjóm unglinga-
vinnuflokka sem vinna við merk-
ingu gönguleiða og fleiri verkefni í
þágu átaksins. Einnig fær stjórn
átaksins afnot af kortagrunni sem
unninn hefur verið af sveitarfélag-
inu vegna gerðar aðalskipulags
ásamt ömefnakortum. Ekki er gert
ráð fyrir beinum fjárframlögum úr
bæjarsjóði vegna verkefnisins.
Stjórn átaksins ábyrgist að á
hverjum tíma sé til nægilegt fé til að
greiða kostnað við verkefnið. Tvö ár
eru síðan farið var að huga að gerð
gönguleiða í sýslunni og eru víða
orðnar merktar leiðir.
Verið er að gera kort og leiðarlýs-
ingu af þessum ieiðum og hugmynd-
ir eru um að merkja sögustaði og ör-
nefni. Margir hafa lagt þessu göngu-
leiðaverkefni lið, bæði með vinnu
og fjárframlögum, og t.d. hefur um-
hverfissjóður verslunarinnar tví-
vegis lagt 500 þúsund krónur til
verksins'.
-JI
Garðar Jónsson bæjarstjóri og Sigurlaug Gissurardóttir skrifa undir sam-
starfssamninginn. DV-mynd Júlía
Búðardalur:
Tíu milljónir til safhahúss
DV, Vesturlandi:
Ákveðið hefur verið að veita tíu
milljónir króna til uppbyggingar
safnahúss 1 Búðardal, sem færist á
Eiríksstaðanefnd á fjárlögum, en
samkvæmt upphaflegu fjárlaga-
frumvarpi, eins og það var lagt fram
í haust, komu 20 milljónir króna í
hlut Eiríksstaðanefndar. Þessi við-
bótartillaga sem nú héfur verið
samþykkt er til að standa straum af
kostnaði við uppbyggingu sýninga
en tillögur eru um sérstakar sýning-
ar og móttöku ferðamanna i gamla
kaupfélagshúsinu. -DVÓ
Ragnar Örn Pétursson, formaður Heilbrigðisnefnar Suðurnesja, og Ólafur Pór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafull-
trúi í Sandgerði, skrifa undir samninginn milli nefndarinnar og SamSuö. Lengst til hægri er Berglind Bjarnadóttir,
forstööumaöur félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ. DV-mynd Arnheiður
Kanna sölu tóbaks
til ungmenna
- Heilbrigðisnefnd Suðurnesja tekur við eftirliti með tóbakssölu
DV, Suðurnesjum:
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja og
SamSuð, Samtök félagsmiðstöðva á
Suðurnesjum, hafa gert með sér
samstarfssamning um kannanir á
sölu tóbaks til barna og ungmenna á
svæðinu.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
SamSuð geri a.m.k. þrjár reglu-
bundnar kannanir á tóbakssölu
ungmenna undir 18 ára aldri á
samningstímanum og skulu þær
fara fram á útsölustöðum tóbaks á
Suðumesjum og gerðar í samráði
við Heilbrigðiseftirlitið.
Samningstíminn er til að byrja
með eitt ár, frá 1. janúar til loka árs-
ins 2000. Þá stendur SamSuð fyrir
samkeppni um slagorð gegn sölu á
tóbaki til ungmenna og lætur útbúa
veggspjöld með upplýsingum um
skaðsemi reykinga og reglur um
sölu tóbaks.
Samkvæmt lögfræðiáliti, sem Tó-
baksvarnanefnd óskaði eftir nú í
haust um það hver ætti að hafa eft-
irlit með því að börnum sé hvorki
selt né afhent tóbak, kemur fram að
heilbrigðisnefndir skuli hafa eftir-
litið.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja er
fyrsta nefndin á landinu sem fer af
stað með sérstakt átak sem felur í
sér eftirlit með útsölustöðum tó-
baks. -AG
V'
108 Reykjavík
Faxafeni 8 sími: 533 1555
Öskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs
með þökk fyrir viðskiptin og viðtökur á nýliðnu ári
603 Akureyri
Sunnuhlíð sími:462 4111
Útsalan hefst
5. janúar í Reykjavík
6. janúar á Akureyri