Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Side 34
58
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
Afmæli
Sveinn Torfi Sveinsson
Sveinn Sveinsson verkfræðingur,
Hraungörðum, Garðabæ, varð sjö-
tíu og fimm ára í gær.
Starfsferill
Sveinn fæddist á Hvítárbakka í
Andakílshreppi í Borgarfirði en ólst
upp í Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1944, fyrri hluta-
verkfræðiprófi frá HÍ og seinni
hluta-verkfræðiprófl frá Danmarks
Tekniske Hojskole 1949.
Sveinn var verkfræðingur við
Hitaveitu Reykjavíkur 1949, deildar-
verkfræðingur þar 1950-61 en hefur
starfrækt eigin verkfræðistofu frá
1961.
Sveinn sat í ritnefnd Ökuþórs,
tímarits FÍB 1950-52, var formaður
FÍB 1952-56, í þyggingarnefnd
Garðabæjar og formaður hennar i
nokkur ár, í almannavarnanefnd
Hafnarfjarðarumdæmis 1971-94 og
formaður þar frá 1986, í stjórn Hag-
tryggingar hf. frá 1965-86, og í lands-
þjónustunefnd AA-samtakanna frá
1994. Hann hefur starfaði í
Rotaryklúbbnum í Garðabæ frá
stofnun 1965, sat í stjórn klúbbsins
og var forseti hans i eitt ár.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 4.7.
1953 Elísabetu Hinriks-
dóttur, f. 8.4. 1925, hús-
móður. Hún er dóttir
Henriks Schumanns
Wagles, vélgæslumanns
af norskum ættum er
varð íslenskur ríkisborg-
ari, og Önnu Ámadóttur
húsmóður.
Dætur Sveins og Elísa-
betar eru Vilborg Elín
Torfadóttir, f. 23.10. 1954,
húsmóðir í Garðabæ, var
gift Einari J. Benediktssyni vél-
gæslumanni en sambýlismaður
hennar er Stefán Sigurðsson verk-
taki; Ingibjörg Ásdís Torfadóttir, f.
22.5. 1959, húsmóðir í Hafnarflrði,
gift Jóni I. Ragnarssyni húsgagna-
smið.
Dóttir Sveins og Þórunnar Árna-
dóttur ljósmóður er Ingibjörg Erna
Sveinsdóttir, f. 16.7.1962, húsmóðir,
gift Helga Ó. Ólafssyni líffræðingi.
Systir Sveins er Sigrún Ásdís
Sveinsson, f. 15.1. 1935, búsett í Bali
i Indónesínu, var gift Vinko Mir,
hagfræðingi í Ljubljara i Slóveníu
og síðar bankastjóra, en
þau skildu og er sonur
þeirra Jón Alexander
Mir, f. 16.9. 1962, raf-
magnsverkfræðingur,
kvæntur Önnu Nusa Mir.
Foreldrar Sveins voru
Gústaf Adolf Sveinsson, f.
7.1.1898, d. 5.1.1971, hrl. í
Reykjavík, og k.h., Olga
Dagmar Sveinsson, f.
Jónsdóttir, f. 15.8. 1898, d.
27.8. 1981, húsmóðir.
Ætt
Gústaf Adolf var bróðir dr. Ein-
ars Ólafs Sveinssonar, fóður Sveins,
leikskálds og leikstjóra. Gústaf Ad-
olf var sonur Sveins, b. í Suður-
Hvammi í Mýrdal, bróður Guðrún-
ar, móður Orms, rafveitustjóra í
Borgarnesi og Ólafs, foður Orms,
formanns Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar, föður Ólafs rithöfundar.
Guðrún var einnig móðir Eiríks og
Jóns er stofnuðu fyrirtækið Bræð-
umir Ormsson en Jón var faðir
Jóns Aðalsteins, fyrrv. forstöðu-
manns Orðabókar HÍ, föður Jóns
Viðars leiklistargagnrýnanda.
Sveinn var sonur Ólafs, b. í Eystri-
Lyngum, Sveinssonar, bróður Ingi-
mundar, afa Jóhannesar Kjarvals.
Móðir Sveins var Guðrún Bjarna-
dóttir, b. í Efri-Ey, Runólfssonar og
Ingibjargar Nikulásdóttur.
Móðir Gústafs Adolfs var Vilborg
Einarsdóttir, oddvita í Efri-Ey, Ein-
arssonar og Rannveigar Magnús-
dóttur.
Olga var dóttir Jóns, sölustjóra í
Efnagerð Reykjavíkur, Gíslasonar,
b. á Lambanes-Reykjum í Fljótum,
Árnasonar, b. á Brekku í Vall-
hólma, Gíslasonar. Móðir Gísla var
Guðbjörg, systir Margrétar, ömmu
Einars, alþm. á Hraunum í Fljótum,
fóður Páls borgarstjóra, fóður verk-
fræðinganna Einars borgarverk-
fræðings og Ólafs, föður Unnar veð-
urfræðings. Guðbjörg var dóttir
Gísla, prests í Stærra-Árskógi, Jóns-
sonar biskups Teitssonar.
Móðir Olgu var Ásdís Jónsdóttir,
sjómanns frá Miðdalshúsum, Hall-
dórssonar og Guðrúnar Nikulásdótt-
ur, b. i Hraunkoti í Grímsnesi,
Þórðarsonar. Móðir Guðrúnar var
Ingunn Erlendsdóttir.
Sveinn Torfi
Sveinsson.
UWtFeBÐ^B
báð___
Góður hjálmur uppfyllir þessar kröfur:
Hann skal vera prófaður af viðurkenndri stofnun og merktur með
(g-merki. Hann verndar enni, hnakka, gagnaugu og koll, passarvel,
situr þétt á höfðinu, rennur ekki aftur á hnakka.hindrar hvorki sjón
né dregur úr heyrn, er mjúkur næst höfðinu, er léttur og með
loftopum, er með stillanlegt hökuband og spennu sem auðvelt
er að opna og loka. Spennan á að vera til hliðar en ekki
undir hökunni. Er auðveldur í notki
Hiátroof yeogur nýjan!
Fleygið honum 09
Samkvæmt umferðarlögum má barn yngra en 7 ára ekki hjóla á akbraut
nema undir eftirliti fullorðinna. Höfum þó í huga að börn hafa almennt ekki
öðlast þá færni sem hjólreiðar í umferð krefjast fyrr en við 10-12 ára aldur.
Allir hjólreiðamenn undir 15 ára aldri eiga að nota hlífðarhjálm.
Til hamingju með afmælið 3. janúar
90 ára
Kristján Ágúst Lárusson, Jökulgrunni 4, Reykjavík.
85 ára
Kristín Jónsdóttir, Draflastöðum, Eyjafjarðarsv.
80 ára
Guðmundur Axelsson, Valdarási syðri, V. Hún. Sigurður Sigurðsson, Aðalstræti 97, Patreksfirði.
75 ára
Róbert Róbertsson, Brún, Árnessýslu.
70 ára
Árni Baldvin Hermannsson, Hátúni 26, Keflavík. Elín Grímsdóttir, Húnabraut 9, Blönduósi.
60 ára
Anna María Jóhannsdóttir, Sunnuhlíð 21e, Akureyri. Guðbjörg Svavarsdóttir, Réttarholti 5, Borgarnesi. Hugrún Selma Hermannsdóttir, Vogsholti 5, Raufarhöfn. Jón Ragnar Björnsson, Laugavegi 83, Reykjavík. Ólafur Larsen, Kotárgerði 1, Akureyri.
50 ára
Álfheiður E Sigurðardóttir, Laugarásvegi 32, Reykjavík. Árni Ingimundarson, Hlíðarhjalla 72, Kópavogi. Áslaug Jóhannesdóttir, Hlíðarbraut 2, Hafnarfírði. Bergþóra Annasdóttir, Melgerði 26, Kópavogi. Gunnlaugur Garðarsson, Steinahlíð 8a, Akureyri. Halldór B Kristjánsson, Breiðuvík 1, Reykjavík. Jarin Tanja Chimjaroen, Laugarnesvegi 110, Reykjavík. Kolbriin Stefánsdóttir, Jöklafold 43, Reykjavík. Magnús Þorsteinsson, Tunguheiði 12, Kópavogi. Margrét Á Bj amhéðinsdóttir, Hilmisgötu 5, Vestmannaeyjum. Sigrún B Friðfinnsdóttir, Lækjargötu 30, Hafnarfirði.
40 ára
Alda Sigurðardóttir, Ártúni 3, Selfossi. Daniela Ilea Gunnarsson, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti, Árnessýslu. Elín Jóhanna Másdóttir, Langholtsvegi 176, Reykjavík. Guðni Birgir Svavarsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir, Melgerði 11, Kópavogi. Hörður Ingi Sigurgeirsson, Lyngheiði 13, Selfossi. Kári Amgrímsson, Óttuhæð 8, Garðabæ. Konný Guðmundsdóttir, Hæðagarði 1, Höfn. Rudy Cornelis van Doom, Hringbraut 98, Keflavík.