Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
13
Viðskipti
Viðskipti með
hlutabréf námu
40 miiyörðum
Samanburður á veltu í viðskiptakerfi VÞÍ
á árunum 1999 og 1998 (í milljónum króna):
Tegund 1999 1998 Breyting
Hlutabréf 40.079 12.717 215%
Spariskírteini 16.168 50.273 -68%
Húsbréf 75.183 72.519 4%
Húsnæðisbréf 13.897 11.341 23%
Ríkisbréf 9.055 10.801 -16%
Önnur langtímaskuldabréf 10.440 11.788 -11%
Ríkisvíxlar 22.790 63.320 -64%
Bankavíxlar 21.021 68.362 -69%
Alls 208.634 301.120 -31%
Viðskipti ársins 1999 í viðskipfa-
kerfi Verðbréfaþings íslands ein-
kenndust af tvennu: Gríðarlegri
aukningu hlutabréfaviðskipta og
miklum samdrætti í viðskiptum
með spariskírteini og víxla.
Hlutabréfaviðskipti fóru yfir 40
milljarða króna á árinu og jukust
Útlit
fýrir
hagnað
- hlutur Pharmaco 20%
Pharmaco hf. á um 20%
eignarhlut í búlgarska lyfja-
fyrirtækinu Balkanpharma í
gegnum eignaraðild í íkon-
sjóðnum. Pharmaco mun í
uppgjörum sínum beita hlut-
deildaraðferð á eignarhlut-
ann sem þýðir að Pharmaco
mun bóka hlutdeild sína í af-
komu Balkanpharma. Horfur
eru á að hlutdeild Pharmaco i
hagnaði Balkanpharma verði
um 14 milljónir króna fyrir
árið 1999 og í ár gæti hlut-
deildin orðið 140 milljónir ef
áætlanir ganga eftir.
Á kynningarfundi sem
Pharmaco hélt á dögunum
fyrir þingaðila um Balkan-
pharma kom m.a. fram að
samstæðuuppgjör verður gert
fyrir Balkanþharma fyrir
seinni hluta 1999 og er útlit
fyrir að velta verði um 45
milljónir bandaríkjadala og
hagnaður um 1 milljón dala.
Þá kom fram að áætlun fyrir
árið 2000 gerir ráð fyrir 114,5
milljón dollara veltu og um 10
milljóna dollara hagnaði eftir
skatt.
Eins og áður sagði er eign-
arhlutur Pharmaco i Balkan-
pharma i gegnum eignaraðild
að íkonsjóðnum um 20% og
mun hlutdeildaraðferð verða
beitt við uppgjör. Samkvæmt
þvi getur Pharmaco bókað
um 0,2 milljónir dollara eða
um 14 milljónir króna sem
hlutdeild í hagnaði ársins
1999 og um 140 milljónir
króna sem híutdeild í hagn-
aði í ár ef áætlanir ganga eft-
ir.
um 215% milli ára. Viðskipti með
skuldabréf og víxla minnkuðu
hins vegar um 42%. Markaðsaðil-
ar telja samdráttinn einkum stafa
af breyttum lausafjárreglum Seðla-
bankans.
Heildarviðskipti ársins 1999 í
viðskiptakerfi Verðbréfaþings Is-
Sú breyting verður gerð á gjald-
skrá Verðbréfaþings íslands hf. um
áramótin að frá 1. janúar 2000
lækka gjöld fyrir rauntímaupplýs-
ingar úr viðskiptakerfi þingsins um
68-92% eftir því hvort um einstak-
linga eða fagfjárfesta er að ræða.
í frétt frá Verðbréfaþingi um
verðlækkunina segir:
„Með rauntímaupplýsingum er
átt við upplýsingar um tilboð og
viðskipti sem berast viðtakanda
tafarlaust með rafrænum hætti,
einkum á Internetinu. Til þessa
hefur áskriftargjald hvers notanda
verið 45.000 kr. á ári, en verður frá
áramótum 3.600 kr. á ári (300 kr. á
mánuði) fyrir einstaklinga en
14.400 kr. á ári (1.200 kr. á mánuði)
fyrir fagfiárfesta. Upplýsingaveit-
ur annast dreifingu til notenda og
leggja eftir atvikum sjálfar á þjón-
ustugjald til viðbótar.
Aðeins einn af hverjum tíu starfs-
mönnum fyrirtækja innan Samtaka
iðnaðarins hafa lokið háskóla-
menntun, samkvæmt könnun sem
SI gerði um þörf fyrir tæknimennt-
un nú og í nánustu framtíð.
Spumingar voru sendar 123 fyrir-
tækjum í byrjun október og var tek-
ið á móti svörum þar til í byrjun
nóvember. Svarendum gafst kostur
á að svara með þrennum hætti: með
faxi, tölvupósti eða á þar til gerðu
„eyðublaði" á upplýsingasíðu SI á
Netinu.
Stjómendur 34 fyrirtækja svör-
uðu könnuninni en það svarar til
um 28% aðspurðra. Samtök iðnaðar-
ins telja það vera vel viðunandi og
gefa marktækar niðurstöður. Fyrir-
tækin sem svöruðu eru af öllum
stærðum og gerðum en öll eiga þau
það þó sameiginlegt að reiða sig á
tækniþekkingu starfsmanna sinna.
Fjölmennasta fyrirtækið er með 530
lands hf. námu rúmum 208 millj-
örðum króna og drógust saman
um 31% milli ára. Þegar tekið er
tillit til viðskipta með skráð bréf
sem þingaðilar (bankar og spari-
sjóðir) áttu utan við viðskiptakerfi
þingsins, reyndust heildarvið-
skiptin á eftirmarkaði þó meiri en
nokkru sinni fyrr. Samkvæmt
bráðabirgðatölum urðu þau rúmir
480 milljarðar króna, 3% meiri en
árið áður. Heildartölur um utan-
þingsviðskipti liggja ekki fyrir
fyrr en eftir fyrsta viðskiptadag
næsta árs, þ.e. þriðjudaginn 4. jan-
úar nk.
Úrvalsvísitalan hækkaöi
um 47,5%
Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði
um 47, 5% á árinu, heildarvísitala
Aðallista hækkaði um 44,5% en
heildarvísitala Vaxtarlista hækk-
aði um 14,6%. Mest hækkun varð á
bréfum upplýsingatæknifyrirtækja
(74%) og fiármála- og tryggingafyr-
irtækja (71%) en minnst hækkun á
verði fyrirtækja i verslun og þjón-
ustu (10%) og í sjávarútvegi (12%).
Skráðum hlutafélögum fiölgaði á
Einnig hafa upplýsingaveiturn-
ar heimild til að dreifa 15 mínútna
gömlum upplýsingum um við-
skipti og tilboð til notenda án þess
að þeir greiði áskriftargjald til
þingsins.
I viðskiptakerfinu eru einnig
birtar fiölmargar fréttir og til-
kynningar frá útgefendum skráðra
verðbréfa og fleiri aðilum. Upplýs-
ingaveitum er heimilt að dreifa
þeim tafarlaust (í rauntíma) til
notenda án þess að þeir greiði
áskriftargjald til þingsins.
Á vefsíöu Verðbréfaþings -
www.vi.is - er undir yfirskriftinni
„Verð og tilboð" birtur listi yfir ís-
lenskar upplýsingaveitur sem hafa
gert samning við þingið um dreif-
ingu upplýsinga.
Verðbréfaþing væntir þess að
fiölgun notenda bæti upp tekju-
skerðinguna sem verður vegna
starfsmenn en það fámennasta með
þrjá. Fyrirtækin sem svöruðu starfa
við ýmiss konar iðnað.
Athygli vekur, þegar tafian er
skoðuð, hve lágt hlutfall háskóla-
menntaðra tæknimanna er (324) en
eins og áður sagði eru það aðeins
um 10% starfsmanna. Hlutfall ófag-
lærðra er hins vegar ansi hátt
(1510), eða um 50%.
árinu og voru 75 í lok þess en fyr-
irséð er að þeim fækkar um tvö á
næstu vikum vegna samruna fé-
laga í sjávarútvegi í desembermán-
uði. Þingaðilum fiölgaöi um 6 á ár-
inu og eru nú 26 talsins. Þrjú ný fé-
lög voru skráð á Aðallista VÞÍ á ár-
inu. Baugur kom inn á Aðallista i
lok apríl. Viðskiptablaðið sagði
engan skyndigróða í spilunum og
það kom á daginn en félagið hefur
frá upphafi átt undir högg að
sækja á markaðnum enda þótt nú
sé útlit fyrir að tekið sé að rofa til.
Delta var skráð á Aðallista í
maí, að undangengnu hlutafiárút-
boði þar sem bréf i félaginu voru
boðin á fostu gengi 12. Félaginu
var vel tekið og hækkaði gengi
bréfanna um 25% í kjölfar skrán-
ingarinnar.
Össur hf. var skráð á Aðallista í
byrjun október. Umframeftirspurn
lækkun gjaldskrár. Sífellt fiölgar
fiárfestum sem eru virkir í við-
skiptum á verðbréfamarkaði og
þurfa því að hafa sem greiðastan
aðgang að nýjum upplýsingum um
viðskipti og verðbreytingar.
Lækkun gjaldskrárinnar á
þessu sviði er einnig í samræmi
við þróun hjá kauphöUum erlend-
is. Áður var rauntímaupplýsing-
um dreift til hlutfallslega fárra að-
ila, einkum fagfiárfesta, gegn háu
gjaldi. Með tilkomu Internetsins
hefur tækni við upplýsingadreif-
ingu breyst verulega og nú er að-
gengi almennings miklu auðveld-
ara og ódýrara en áður var. Því
hafa kauphallir víða um heim
ákveðið að lækka gjaldskrána til
muna og leitast við að gefa sem
flestum fiárfestum færi á að fylgj-
ast með hreyfingum á verðbréfa-
markaði án tafar.“
Samkvæmt upplýsingum frá SI
höfðu flestir þeirra háskólamennt-
uðu sem svöruðu könnuninni
numið verkfræði, eða 118. Tækni-
fræðingar voru 81 talsins en aðrir
voru töluvert færri. Þörf fyrir
tækni- og verkfræðinga vex hins
vegar hratt og er viðbótarþörf fyrir
verkfræðinga nú 32% og fyrir
tæknifræðinga 30%.
varð talsverð í útboði félagsins og
hefur gengi félagsins hækkað um
67% frá skráningu og er það meðal
þeirra sem skilað hafa bestri
ávöxtun á VÞÍ þrátt fyrir aðeins
þriggja mánaða sögu.
Fjögur félög voru skráð á Vaxt-
arlista á árinu. Fiskmarkaöur
Breiðflarðar, Loðnuvinnslan og
Vaki-DNG hafa öll nokkuð átt und-
ir högg að sækja frá skráningu.
Gengi íslenska hugbúnaðarsjóðs-
ins, sem skráður var í september,
hefur hins vegar hækkað um u.þ.b.
80% miðað við almennt sölugengi í
útboði sjóðsins.
Að jafnaði 68% hækkun
á fyrsta degi
Að jafnaði hækkaði gengi
hlutabréfa í Bandaríkjunum um
68,3% fyrsta daginn sem fyrir-
tæki var skráð á hlutabréfamark-
að á nýliðnu ári. Árið 1999 sker
sig úr þar sem aldrei fyrr hafa
bréf nýrra fyrirtækja á markaði
hækkað jafnmikið á einum degi.
Þá hafa aldrei jafnmörg hluta-
fiárútboð, sem undanfari skrán-
ingar, farið fram í Bandaríkjun-
um á einu ári eins og á nýliðnu
ári. Alls var selt hlutafé fyrir 74
milljarða dollara (5.200 milljarð-
ar isl.kr.) í 511 hlutafiárútboðum
í fyrra.
Equant í sögulegu
hámarki
Gengi hlutabréfa alþjóðlega
fiarskiptafyrirtækisins Equant
nálgaðist sögulegt hámark á
gamlársdag er það fór í 112.
Gengið hefur hækkað jafnt og
þétt frá því um miöjan desember
eða um 19% samtals.
Bæði Flugleiðir og Atlanta
eiga hlutabréf i Equant. Þann 21.
desember tilkynnti Flugleiðir að
fyrirtækiö hefði selt 34% af hlut
sínum í Equant og innleyst 430
milljóna króna söluhagnað en
fyrir áttu Flugleiðir liðlega 200
þúsund hluti sem jafngildir um
0,1% eignarhlut.
Sama dag var lokagengi bréfa
Equant 100,6 og sagði í tilkynn-
ingu frá Flugleiðum að eignar-
hlutur félagsins væri að mark-
aðsvirði um 920 milljónir ís-
lenskra króna. Síðan þá jafngild-
ir hækkun á verði hlutabréfa
Equant því að eftirstandandi
eignarhlutur Flugleiða hefur
aukist að markaðsverðmæti um
liðlega 100 milljónir króna.
Lítils háttar vandræði
næstu vikurnar
Bill Gates, forsfióri Microsoft,
spáir þvi að litils háttar 2000-
vandræði muni
halda áfram að
skjóta upp koll-
imnn næstu vik-
urnar.
Gates spáði
þessu í viðtali
hjá Larry King á Bill Gates.
CNN á laugar-
dag. Hann segir þó ljóst að meiri
háttar áföll muni vart eiga sér
stað. „Það eru smá vandræði hér
og þar sem þarf að lagfæra,"
sagði Gates.
Vérðbréfaþingi lækkar
Lágt hlutfall háskólamenntaöra tæknimanna fyrirtækja SI:
Aðeins 10% háskólamenntaðir
Helstu niðurstöðurnar urðu þessar:
Háskólamenntaðir 324
þar af tæknimenntaðir 239
Fjöldi faglærðra (ekki háskm.) 1046
þar af tæknimenntaðir 289
Fjöldi ófaglærðra 1510
þar af við tæknistörf 439