Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Ömar Ragnarsson
Fram eftir tuttugustu öldinni skilgreindu tunga og
saga okkur sem þjóð og voru homsteinn tilveru okkar.
Þetta var okkur innprentað í kennslubókum, einkum ís-
landssögu Jónasar frá Hriflu, eindregið stutt af flestum,
sem telja mátti til menningarvita og athafnamanna.
Þegar leið á öldina, fóru þessi tengsl að dofna, meðal
annars vegna framfara og auðsældar í landinu. íslend-
ingar fóru að trúa á mátt sinn og megin og töldu sig
margir hverjir ekki þurfa hækjur úr fortíðinni. Þjóðem-
islegt rótleysi var fylgifiskur breytinganna.
Nú við aldarlok hefur snögglega aftur komizt á eins
konar ómeðvitað samkomulag menningarvita og at-
hafnamanna um, að þjóðin hafi homstein. Þennan hom-
stein finna þeir í ósnertri náttúm hálendisins, sem tekið
hefur á sig dulúðugan helgiljóma landvættanna.
Ein birtingarmynd þessa samkomulags er fyrirhafhar-
mikill gerningur listamanna, sem settu niður texta fyrsta
erindis þjóðsöngsins, greyptan í steina, á fyrirhuguðu
stíflusvæði Eyjabakkalóns. Á táknrænan og myndrænan
hátt voru Eyjabakkar teknir í fóstur þjóðarinnar.
Vel stæðir athafiiamenn standa nú fyrir söfhun tug-
þúsunda undirskrifta, studdir þekktustu nöfnum þjóðar-
innar. Nánast allir vilja skrifa undir, nema þá bagi aust-
firzkur uppruni eða flokkspólitískur tilvistarvandi. Þjóð-
in hefur sameinazt í stuðningi við óséð landsvæði.
Ferðahópar hálendisins styðja hin ósnortnu víðemi,
hvort sem þeir fara þangað í flugvélum eða jeppum,
vélsleðum eða hestum eða bara á eigin fótum. Þessir af-
ar ólíku ferðahópar eiga fátt annað sameiginlegt en til-
finninguna fyrir dularmagni íslenzkra óbyggða.
Einn maður stendur öðrum fremur að baki þessara
nýju viðhorfa. Það er Ómar Ragnarsson fréttamaður,
sem hefur í heilan áratug verið að sýna okkur hálendið
og lýsa því fyrir okkur á tungumáli, sem flestir skilja,
hvar í framangreindum hópum sem þeir standa.
Sífelldar ferðasögur Ómars hafa síazt inn í þjóðarvit-
undina. Hann hefur ekki verið að prédika neitt, bara ver-
ið að rabba við fólk á máli, sem það skilur. Frásögn hans
hefur í vaxandi mæli einkennzt af djúpri virðingu fyrir
óbeizluðum krafti og fagurri birtu íslenzkra öræfa.
Nýútkomin bók Ómars, Ljósið yfir landinu, gefur okk-
ur samþjappaða innsýn í áhrifamátt frásagna hans, allt
frá tæknilegum smáatriðum ferðamennskunnar yfir í
lýsingar hans á fegurð og ógn hinnar ósnortnu víðáttu.
Fomir landvættir eru þar hvarvetna á stjái.
Ómar hefur ekki einti og óstuddur breytt grundvallar-
sjónarmiðum íslendinga og fært okkur nýjan hornstein,
nýja viðmiðun. Margir hafa átt hlut að máli. En þáttur
Ómars er langsamlega stærstur. Hann er aldamótamað-
ur nútímans og eins konar spámaður nýrrar aldar.
Seint og um síðir hafa gæzlumenn úreltra hagsmuna í
ríkissjónvarpi Sjálfstæðisflokksins áttað sig á, hversu
hættulegur er spámaðurinn. Vinsæl sjónvarpsþáttaröð
Ómars um þjóðgarða og víðerni í Bandaríkjunum og á ís-
landi hefúr því verið fiyst í miðjum klíðum.
Vegna fréttaþátta Ómars erum við farin að átta okkur
á, að við eigum ekki Eyjabakka og getum ekki veitt Al-
þingi umboð til að fara með slíkt eignarhald. Eyjabakk-
ar eru eign ófæddra afkomenda okkar. Hlutverk okkar er
það eitt að skila þeim ósnortnum til framtíðarinnar.
Eftir tímabil rótleysis getum við aftur skilgreint okk-
ur. Nú eru það landvættir, er hafa tekið við hlutverki,
sem hafði reynzt vera tungu og sögu um megn
Jónas Kristjánsson
„Margoft er búið að benda stjórnvöldum á að stefna þeirra í skatta- og launamálum er feigðarflan en hingað til
hafa þau ekki viljað hlusta," segir Sigurður m.a. í grein sinni. - Verkalýðsforingjar afhenda Alþingi mótmæli
vegna nýrra fyrirhugaöra laga um verkalýðsmál.
Alfar út úr hól
Þingmenn stjómar-
flokkanna virðast sumir
hverjir koma af fjöllum
þegar þeim er sagt að
launamunur sé sífellt að
aukast í landinu og virð-
ast enga grein gera sér
fyrir því að ákvarðanir
þeirra á Aiþingi hafi
rýrt ráðstöfunartekjur
láglaunafólks á sama
tima og sköttum er létt
af þeim tekjuhæstu. Þeir
verða eins og áifar út úr
hól þegar þeim er bent á
að snúa verði dæminu
við og hækka þurfl
lægstu launin sérstak-
lega og færa skattbyrð-
ina af lágu laununum
yfir á þingmannalaun og
tekjur þaðan af hærri.
Verk stjórnvalda
í nýlegri samantekt
Þjóðhagsstofnunar kem-
ur fram að á síðustu
tveimur árum hafa ráð-
stöfunartekjur launa-
hæstu hjóna landsins
hækkað um 130 þúsund
krónur á mánuði en það
lætur nærri að vera tvö-
fóld mánaðarlaun verka-
manns á almennum
launataxta. Á sama tíma hækkuðu
ráðstöfunartekjur hjóna sem vinna
samkvæmt almennum launatöxt-
um um kr. 6.400.
Hér er um mikla misskiptingu
að ræða sem fýrst og fremst má
rekja til breytinga Alþingis á
skattalögum en einnig tfl verulegra
launahækkana sem hátekjumenn
hafa fengið á silfurfati umfram þær
kauphækkanir sem allur almenn-
ingur fær. Það er á ábyrgö stjór-
valda og þeirra þingmanna sem því
slekti tilheyra að svona er komið.
Skattar hafa vísvitandi verið lækk-
aðir á hátekjuaðlinum og færðir á
lægstu launin. Síðan þegar þing-
menn eru spurðir um þessa
Kjallarinn
Sigurður T.
Sigurðsson
formaöur Verkalýðs-
félagsins Hlífar
ósvinnu þykjast
þeir ekkert vita eða
reyna jafnvel að
kenna öðrum um.
Veruleikafirrtir
þingmenn
Gunnar Birgisson,
þingmaður sjálf-
stæðismanna í
Reykjaneskjör-
dæmi, lét hafa eftir
sér þegar hann var
spurður álits á sam-
antektinni að hann
hefði því miður
ekki lesið hana en
telur svona fljótt á
litið að það þurfi að
laga þetta enda hafi
menn ekki áttað sig
á því að ástandið sé
eins og þar kemur fram. Hvar hef-
ur þessi þingmaður verið og hefur
hann enga hugmynd um hvað hann
hefur verið að samþykkja á Al-
þingi?
Hvað eru þingmenn núverandi
stjómarflokka að hugsa og aðhaf-
ast ef þeir átta sig ekki á ríkjandi
ástandi í þjóðfélaginu? Eru þeir svo
veruleikaflrrtir að vita ekki að hér
ríkir fátækt hjá stómm hópi lág-
launafólks, að ekki sé minnst á þá
svívirðu sem stjómvöld bjóða ör-
yrkjum upp á? Svo þykjast þeir
hvergi nálægt koma ?
Þykjast ekkert vita
Það virðist vera sama hvaða
rangsleitni gagnvart láglaunafólki
er lögð fyrir Alþingi, allt er blind-
andi samþykkt sem flokksaðallinn
kemur með? Undanfarin misseri
hafa ábyrgir aðilar, t.d. innan
verkalýðshreyflngarinnar, bent al-
þingismönnum á að launamunur
fari vaxandi í þjóðfélaginu og þeir
tekjulægstu séu látnir taka á sig
þyngri byrðar en þeir ráði við.
Um þetta allt veit aliur almenn-
ingur, konan í frystihúsinu, verka-
maðurinn á eyrinni, afgreiðslu-
stúlkan í kjörbúðinni og bílstjórinn
á flutningahílnum. En stjórnarþing-
menn sem era ábyrgir fyrir þessu
ástandi þykjast ekkert vita og þurfa
jafnvel að lesa sér til um það sem
þeir sjáifir hafa samþykkt. Það er
von að Pétur Blöndal alþingismað-
ur vilji stórhækka kaupið hjá sjálf-
um sér og þessum þokkalegu félög-
-l um sínum!
„Hvað eru þingmenn núverandi
stjórnarflokka að hugsa og að-
hafast efþeir átta sig ekki á ríkj-
andi ástandi í þjóðfélaginu? Eru
þeir svo veruleikafirrtir að vita
ekki að hér ríkir fátækt hjá stór-
um hópi iágiaunafóiks...?u
Hugsandi menn
Nýlega lýsti Davíð Oddsson
forsætisráðherra því yfir að
hann bæri enga ábyrgð á
launastefhu ríkisins. Nú kem-
ur einn úr hans hópi og segir
að aukin skattbyrði og launa-
misrétti sé öndvert við það sem
hugsandi menn hafi stefnt að,
það eigi að lækka skattbyrðina
hjá láglaunafólki en ekki auka
hana. Hvemig væri að stjórnar-
þingmenn skipuðu sér i flokk með
hugsandi mönnum og hjálpuðu til
við að lagfæra ófremdarástandið í
stað þess að vaða áfram hugsunar-
laust? Eða eru þeir viljandi að
hlunnfara tekjulægsta fólkið?
Margoft er búið að benda stjóm-
völdum á að stefha þeirra í skatta-
og launamálum er feigðarflan en
hingað til hafa þau ekki viljað
hlusta. Krafa verkafólks er að laun
þess hækki verulega og skattaá-
nauð stjómvalda á lágar tekjur
verði aflétt svo að alþýðuheimilin
safiii ekki skuldum meira en orðið
er.
Sigurður T. Sigurðsson
Skoðanir annarra
Langtímahagsmunir í öndvegi
„Stundum er reynt að ala á ótta um að þjóðin
kunni að einangrast, þar sem ísland hefur ekki sótt
um aðild að Evrópusambandinu. í rauninni er þessi
kenning löngu úrelt. Hitt er rétt að aldrei er hægt að
útiloka Evrópusambandsaðild um ókomna tíð. Því
er jákvætt að umræða um þessi mál heldur áfram,
jafnframt því sem Evrópusambandið sjálft þróast og
breytist...Við höfum í þessu máli sem öðrum aðeins
eina skyldu. Hún er sú að setja langtímahagsmuni
íslensku þjóðarinnar í öndvegi og annað ekki. Þegar
þeir hagsmunir eru vegnir og metnir nú, kemur á
daginn að hverfandi kostnaður er við að standa utan
við Evrópusambandið, en á hinn bóginn blasir við,
að aðild yrði dýru verði keypt.“
Davíð Oddsson í Mbl. 31. des.
Metnaðarfyllsta byggðaaðgerðin
„Enginn vafi er á því í mínum huga að sú tilraun
sem nú er gerð til að nýta orkulindimar á heimaslóð
með rekstri stóriðju í dreifbýli, er ein metnaðarfyllsta
byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í. Nái vilji ríkis-
stjómarinnar i því máli fram að ganga mun sú aðgerð
hafa gríðarleg áhrif á byggðaþróunina.Jsland er,
hvað veðurfar og loftslag snertir, með kaldari byggð-
um bólum og möguleikar landsmanna til velsældar og
viðurværis heldir fáir.*—..Við þurfum að slíðra sverð-
in og sameinast um skynsamlega nýtingu auðlind-
anna, hvort sem þær eru efnislegar eða huglægar. Að-
eins þannig tekst okkur aðtryggja áframhaldandi
framfarir íslenskrar þjóðar á nýrri öld.“
Halldór Ásgrimsson í Mbl. 31.des.
Ofurbjartsýni á hlutabréfamarkaði
„Að mínu mati er skýringin á hækkandi hluta-
bréfaverði einfaldlega mjög bjartsýnislegar vænting-
ar um meiri hagvöxt og betri rekstrarafkomu þrátt
fyrir opinberar spár og ýmsar válegar vísbendingar
um stöðu efnahagslífsins. Spumingin er sú hvort
fjárfestar hafi gert eðlilega ávöxtunarkröfu til fiár-
festinga sinna eða byggi um of á góðri ávöxtun
hlutabréfa í fortíð. Ég tel að áhætta til skemmri tíma
hafi vaxiö verulega á hlutabréfamarkaði vegna mik-
illar pressu á arðsemi á sama tíma og óvissa er um
framvindu efnahagslífsins."
Tómas Ottó Hansson í síðasta tbl. Viðskiptablaðsins.