Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 15 Báknið Landspítalinn Umræðan um kostn- að heilbrigðiskerfisins hefur verið þung við af- greiðslu fjárlaga. Þar vega sjúkrahúsin þyngst og Landspítal- inn er stærsta sjúkra- hús íslendinga. Margir virðast telja að Land- spítalinn sé ófreskja sem étur alla peninga íslendinga. Því er öðru nær. Landspítalinn er stofnun sem þjóðin get- ur ekki verið án, stofn- un sem gegnir hlut- verki sem enginn annar á landinu getur sinnt og gerir það með þeim hætti að gæði þjónust- unnar eru með því hæsta sem þekkist meðal vest- rænna þjóða og kostnaður er ekki meiri en Eumarra hátæknisjúkra- húsa í löndunum í kringum okkur þó almennt sé fullyrt að ekki sé unnt að reka hátæknisjúkrahús á hagkvæman hátt nema með miUj- ón íbúa bakland. Samanburður viö hvað? Heildarbyggingar Landspítalans á Landspítalalóð eru um 55.000 m2 að stærð. „Vá, maður,“ er sagt, „funm og hálfur hektari af bygg- ingum, svakabákn." - í Smáralind er verið að fara af stað með nýja verslunarmiðstöð sem áætlað er að verði nær 60.000 m2 að stærð, sex hektarar, reist í viðbót við Kringluna, Holtagarða og allar hinar verslunarmiðstöðvamar. Allar byggingar Landspítalans, stærsta sjúkrahúss landsins, há- skólasjúkrahússins á íslandi, eru samanlagt minni en nýja verslun- armiðstöðin. Ég giska á að þessi nýja verslunarmiðstöð muni kosta um 10 milljarða með öllu. Þetta er hreint skot. En brunabótamat allra bygginga Ríkisspítalanna, ekki bara á Landspítalalóð, heldur einnig í Kópavogi, Gunnarsholti, Kleppi, Vífilsstöðum og Dalbraut, er um 12 milljarðar. Brunabóta- mat á að endurspegla endurbygg- ingarkostnað. Ekki má skilja orð mín sem gagnrýni á hina nýju verslun- armiðstöð, síður en svo, en ég er aðeins að benda á saman- burð. Barnaspítalinn Senn mun rísa nýr bamaspítali. Hann verður mn 6600 m2 og kostar líklega rúmlega milljarð. Svakalegur kostn- aður segja menn. Spítalabáknið þenst út. Nýlega var Kringlan stækkuð öllum okkur til ánægju. Ég giska á að stækkunin kosti með öllu rnn 2,5 milljarða. Þeir sem að stækkun- inni stóðu blésu ekki úr nös. Keyptu ekki einhveijir þeirra Ker- Stækkun Kringlunnar var reist á mettíma en menn eru að dreifa byggingu bamaspítalans á mörg ár vegna kostnaðar. Ég kom í stækkun Kringlunnar og dáðist að, fékk mér hamborgara og franskar þarna. En á hinn bóginn erum við að reisa eina bamaspít- alann á íslandi, spítala til að takast á við sjúkdóma bamanna okkar og menn tala um bákn. - Líklega vantar að setja hlutrna í rétt samhengi. Einn af okkar mikil- vægustu skólum Sennilega gera menn sér ekki almennt grein fyrir að Landspítal- inn er einn af mik- ilvægustu skólum landsins. Þar fer fram menntun heil- brigðisstétta í mjög ríkum mæli. Á Landspítalalóð eru um 500 nemendur við nám. Þama er um að ræða stærð á við meðalfram- haldsskóla en miklu dýrara nám. Almennt er talið að háskólahlutverkið, kennslu- og rannsóknarhlutverkið auki rekstrarkostnað sjúkrahúss um 15-20 %. Guðmundur G. Þórarinsson ið í leiðinni? „Á Landspítalalóö eru um 500 nemendur viö nám. Þarna er um aö ræöa stærö á viö meðalframhaldsskóla en miklu dýrara nám.“ Kjallarínn Guðmundur G. Pórarinsson verkfræöingur „Landspítalinn er stofnun sem þjóöin getur ekki veriö án, stofn- un sem gegnir hlutverki sem eng■ inn annar á landinu getur sinnt og gerir þaö meö þeim hætti aö gæöi þjónustunnar eru meö því hæsta sem þekkist meöal vestrænna þjóöa.u Gleðilega rest sífellt vera að ota að manni. Eða eins og einn af ástsælustu dægurlagasöngvurum þjóðarinnar lætur hafa eftir sér í hús- gangi sem gjaman er kyijaður á ljósvaka- miðlum í desember: „Gleymum ekki guði ..." Öþolandi að vera minntur á þetta svona mitt í öllu jólastress- inu. En að lokum tókst mér að koma öllu því í hús sem ég taldi nauðsynlegt til að jólin gætu form- lega haldið innreið sína. Kjallarínn Böövar Bjarki Þorsteinsson kennari Úffl Þá er sá hluti jólanna sem einhverju máli skiptir um garð genginn; aðeins eftir grámóskuleg rest og tímabært að snúa sér að næsta fjöri: nefnilega áramótun- um og jafnvel aldamótum í leið- inni. ÁUa vega verður miklu skemmtilegra um þessi áramót en önnur sem ég hef upplifað vegna þess að nú kemur árið 2000. Kunni að telja Ég skrifaði kjallaragrein í DV þann 16. desember sl. þar sem ég lýsti eftir einhveijum málsmet- andi aðila sem gæti fært mér heim sanninn um tímasetningu alda- móta. Og viti menn! Ekki stóð á svari, þótt ég viti ekki hvort endi- lega væri verið aö svara mér. Að- ilinn gaf sig fram í mynd manns að nafni Ölafur Jónsson sem kvaddi sér hljóðs og kvað upp úr um það á reffilegan máta hvenær aldamótin ættu að vera. Skoðun sina byggði hann á þeirri stað- reynd að hann kynni að telja. Kann ég honum miklar þakkir fyr- ir skjót viðbrögð því nú get ég loks rólegur fagnað aldamótum um þessi áramót eða að ári, rétt eins og margir aðrir, fullur vissu um að allir og enginn hafl rétt fyrir sér. „Gleymum ekki guði“ Annars var aðdragandi jólanna í klassískri mynd. Kaupmanna- stéttin, í gegnum fjölmiðlana, svo og fjölmiðlarnir sjálfir, létu okk- ur vita hvenær við áttum að setja okkur í réttu stellingarn- ar. Og eins og góðum þegnum sæmir ruku flestir til og fóru eftir boðunum. Nema náttúrlega einstaka sem aldrei geta farið eftir ritúalinu og geyma allt til síðustu stundar, þar á meðal und- irritaður. Þegar ég lét loks til skar- ar skríða hef ég sjálfsagt verið eins og hinn almenni neytandi á jólaföstunni - eins og hrafn í mannaskít. Og að sjálfsögðu reyndi ég að hugsa sem minnst um boðskap jólahátíðarinnar sem sumir vilja Enginn arineldur Annars var ég að velta því fyrir mér hvort jólin hjá mér hefðu ekki verið hálfmisheppnuð. Ég fékk mér ekki smóking til að vera í á aðfangadagskvöld, ekki ný gólf- efni á stofu og gang og gömlu gluggatjöldin héngu fyrir glugga- borunum sem aldrei fyrr. Þar að auki var hátíðarmaturinn mat- reiddur i eldhúsi sem ekki var ný- málað. Og þegar hin helga stund rann upp grétu engin grýlukerti gleði- tárum, engin snjókorn féllu, engar klingjandi bjöllur á hreindýra- sleða fyrir utan gluggann og ekki kom jólasveinninn niður um strompinn. Það hefði hann samt að skaðlausu mátt gera því enginn var arininn og þar af leiðandi enginn log- andi arineldur i stof- unni. Og ekki fór kóla- lestin um hlaðið hjá mér undir hinum ljúfa ómi svohljóð- andi: „holidays are coming ...,“ nokkuð sem örugglega hefði bjargað öllu saman. Síðast en ekki síst mátti ég svo lifa við það, allan aðdrag- anda jóla, að is- lensku jólasveinam- ir, karlfauskamir þeir, eru enn þá með íslenskar gæmr framan í sér í stað almennilegs silkis. Önnur jól í október En þetta stendur allt til bóta sem betur fer. Nú bý ég mig undir að fagna áramótum og kannski alda- mótum („ef ég nenni“) með pompi og prakt. Og þó að margt geti farið úrskeiðis, eins og með jólin, þá verður það örugglega ekki óvissan um tímasetningu aldamóta sem slær mig út af laginu. Og hvað jól- unum viðvíkur má alltaf reyna að gera betur næst. Það koma nefni- lega önnur jól í október næstkom- andi. Gleðilega rest. Böðvar Bjarki Þorsteinsson „Og þó aö margt geti fariö úr- skeiöis, eins og meö jólin, þá veröur þaö örugglega ekki óviss- an um tímasetningu aldamóta sem slær mig út af laginu. Og hvaö jólunum viövíkur má alltaf reyna aö gera betur næst. Þaö koma nefnilega önnur jól í októ- ber næstkomandi.u Með og á móti Flugeldaskot einstaklinga Nýtt met var sett hérlendis i flugeldaskot- um slðasta gamlárskvöld. Erlendis tiökast óvlöa aö einstaklingar megi skjóta upp flugeldum eins og hér er heldur er slíkt I höndum opinberra aöila. Kunnum með þetta að fara „Það verður að segjast eins og er að miðað við það magn sem sent er á loft um áramót þá eru þetta tiltölu- lega fá slys. Mín skoðun er sú að ís- land sé dálítið sérstakt með það hversu mikið er keypt af skoteld- um og skotið á loft. Ég myndi mjög gjarnan vilja sjá að við gætum haldið því áfram og sýnt öðrum lönd- um það aö þó við Herdís Storgaard. séum ákaílega skotglöð kunnum við með það að fara. Þess vegna höfum við hjá Ár- vekni verið með þennan áróður, að benda fólki á að fara eftir settum reglum og leiðbeiningum sem fylgja þessum skoteldum þannig að það sé hægt að gera þetta án þess að ein- hver lendi í stórslysi. Hitt er svo annað mál að ég vildi sjá reglugerðina, sem er til umsagnar núna, herta að mörgu að leyti, fa til dæmis mun nánari vöruflokkun og spyr sjálfa mig að þvi hvort leyfa eigi að selja sumar af stærstu skottertun- um sem hafa verið seldar. Einnig vildi ég sjá aldurinn hækkaðan þannig að böm undir átján ára fengju ekki að kaupa. Það er ekki þar með sagt að þeim yrði ekki leyft að handfjatla skotelda heldur verði ábyrgðin alfarið sett yfir á foreldr- ana. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að fylgjast með fyrir níu árum að það verður ekkert alvarlegt slys á ungum krökkum milli jóla og nýárs og ég er mjög ánægð með það.“ Hámark neyslu- fyllirísins „Fari sem horflr þá endar þetta með því að friðsamt fólk verður að flýja höfuðborgarsvæðið á gamlárs- kvöld vegna stríðsástandsins sem þar skapast. Púðurmagnið sem sprengt er jafnast á við meðal evrópska styrjöld, enda er sprengifnykur- inn í loftinu eftir því. Og hverju skil- ar þetta hámark neyslufyllirísins? Ekki nokkrum Magnús Skarphéö- sköpuðum hlut insson- nema smástund- argamni þess sem kaupir og kveikir. Enda er farið að hafa beinar sjón- varpsútsendingar á nýársnótt héðan til milljarða manna úti í heimi til að lofa siðmenntuðu fólki að sjá hvernig nýrikir eyjarskeggjar detta almenni- lega í það og sprengja hálfan milljarð upp i loftið í lítilli borg á rúmlega klukkustund. Miklu nær væri, ef á annað borð á að sprengja púður í til- efni áramóta, að borgin eða aðrir op- inberir aðilar stæðu fyrir fallegri flugeldasýningu á tveimur til þremur stöðum í borginni á miðnætti á gamlárskvöld. Tvennt ynnist á því. í fyrsta lagi yrðu ekki þessi endalausu slys í meðferð flugelda og sprengiefn- is. Og í annan stað yrði flugeldasýn- ingin miklu tilkomumeiri og hátíð- legri. Ég minni bara á ógnarfallega flugeldasýningu á 200 ára afmæli borgarinnar sem kostaði ekki nema um 10 milljónir. Það er svo aftur ann- að mál að það er móðgun við allt vel- sæmi að kasta meira en hálfum millj- arði í púður á gamlárskvöld, á sama tíma og hundruð mannúðlegra og framfarasinnaðra verkefna bíða sem ekki hafa hlotið náð hjá fjöldanum ennþá. Og man nokkur eftir þvi leng- ur til hvers þessum rakettum er skot- ið upp um áramót? Ég hefl engan hitt sem veit það.“ -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.