Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 Sviðsljós Hopkins ösku- reiður við Jodie Breski stórleikarinn Anthony Hopkins ku vera öskuillur út í bandarísku prímadonnuna Jodie Foster fyrir aö hafna endanlega góöu boði um að leika í fram- haldsmynd um mannætuna Hannibal Lecter. Framleiðandi myndarinnar mun einnig vera æfur, að sögn breska blaðsins Daily Express. Það sem þeim fé- lögum gramdist mest er að síð- ustu breytingamar sem gerðar voru á handritinu voru einmitt til að koma til móts við kröfur Jodie. Hún mun hafa sett sig upp á móti því að Hannibal æti sig. Spáð í Gillian í stað Jodie Foster Vangaveltur eru uppi um að sjónvarpsleikkonan vinsæla og kynþokkafulla, Gillian Anderson, betur þekkt sem Dana Scully í Ráðgátum, muni taka við hlut- verkinu sem Jodie Foster hafnaði í framhaldsmyndinni um Hanni- bal Lecter. Gillian virðist í það minnsta vera hæf til starfans. í Ráðgátum leikur hún FBI konu og þar hefur hún komist í kynni við raðmorðingja, svipaðan Hannibal Lecter, og myndað við hann tilfinningatengsl. Hvort hún vill er hins vegar annað mál. Drottning aðlar Sean Connery Skoski þjóðemissinninn og Hollywoodsjarmörinn Sean Conn- ery hlaut loks náö fyrir augum al- mættisins i Bretlandi um áramót- in þegar Elísabet drottning aðlaði hann á gamlársdag. Connery, eða Sir Sean eins og hann verður framvegis kallaður, missti af öðl- un fyrir tveimur árum vegna þjóðemissinnaðra skoðana sinna. Leikkonumar Elizabeth Taylor og Julie Andrews voru einnig að- laðar við sama tækifæri, ásamt mörgum fleirum, til dæmis söng- konunni Shirley Bassey. Vilhjálmur prins: Með timburmenn eftir nýársfagnað Vilhjálmur prins viðurkenndi fyrir flugfreyju, sem spjallaöi við hann á leið til Wales um helgina að hann hefði verið með timburmenn eftir gamlárskvöld. Vilhjálmur hélt til Wales ásamt Karli föður sínum og Harry til að taka þátt í hátíðar- höldum þar. Á gamlárskvöld vom prinsamir í húsi móðursystur sinnar, Jane, og eiginmanns hennar. Þar var einnig frænka prinsanna og dóttir Jane, Laura, sem er 19 ára, auk um 20 annarra ungmenna. Haft er eftir einum veislugestanna að dansað hafi verið fram eftir nóttu. Flestir hafi skálað í kampavini en Vil- hjálmur, sem er 17 ára, og Harry, 13 ára, hafi látið nokkra bjóra nægja. Að sögn veislugestsins gætti Vil- hjálmur Harrys vel. Skömmu eftir miðnætti hringdi Vilhjálmur og Harry. Viihjálmur í föður sinn, sem dvaldi á sveitasetri sínu í Gloucestershire ásamt Camillu Parker Bowles, og óskaði honum gleðilegs árs. Eitt af því fyrsta sem Karl gerði þegar nýja árið var gengið í garð var að hringja í ömmu sína. Bresk slúðurblöð höfðu greint frá því í desember að Karl væri með sam- viskubit yfir því að fagna ekki nýju ári meö ömmu sinni. Drottningar- móðirin vildi vera í Sandringham- höll á gamlárskvöld og hvergi ann- ars staðar. Hún var heldur ekki til- búin að vera með Camillu á þessum tímamótum. I staðinn skálaði drott- ingarmóðirin við Margréti prinsessu. Elísabet drottning og Fil- ippus maður hennar voru í Árþúsundahöllinni í London á gamlárskvöld en héldu til Sandringham á nýársnótt. Krúttleikkonan Cameron Diaz varö fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um daginn aö ráövilltur aödáandi hennar stal af henni buddunni og vegabréfinu. Sjö þúsund dollarar, eöa um hálf milljón króna, voru í buddunni. Sökudólgurinn starfaði vlö öryggisgæslu á flugvellinum í Los Angeles. Maöurinn var handtekinn fijótlega og líklega rekinn. Mel G fleygði Jimmy út Kryddpían Mel G ætlar að skilja við eiginmann sinn, Jimmy Gulsar, ef marka má frásögn breska blaðs- ins Daily Mail. Hjónakomunum tókst ekki að lappa upp á hjóna- bcmdið, sem verið hefur í molum, um jólin. Að sögn Daily Mail voru Mel G og Jimmy Gulzar saman um jólin ásamt syninum unga sem er orðinn 10 mánaða. Reyna átti að bjarga hjónabandinu. En jólahátiðin varð ekki ánægju- leg á heimili Kryddpiunnar og á gamlárskvöld sauð alveg upp úr. Þá lauk harkalegu rifrildi Mel G og Jimmys með því að hún fleygði hon- um út úr glæsivillu þeirra í Little Marlow fyrir vestan London. Nú hefur tengdamóðir Mel G, Mary Dixon, staðfest í viðtali við Daily Mail að hjónabandi sonar Mel G tókst ekki aö bjarga hjóna- bandinu. Símamynd Reuter hennar og Kryddpíunnar sé endan- lega lokið. „Öllum hefur verið kunnugt um að samskiptin hafa ekki verið góð og að þau hafi rifist stöðugt. En það er synd og skömm að þau skuli ætla að skilja og ég vorkenni henni,“ er haft eftir tengdamömmu Kryddpí- unnar. Kryddpíumar urðu rétt fyrir jól- in enn einu sinni að kveða niður orðróm um að leiðir þeirra skildu brátt. Fyrir jólin voru sögur á kreiki um aö Kryddpíumar hefðu nú loks ákveðið að leysa upp grúppuna. Ein- ungis þyrfti að taka ákvörðun um hvenær tilkynna ætti aðdáendum ákvörðunina. Kryddpíurnar hafa hins vegar lofað aðdáendum bæði tónleikum og nýrri plötu á þessu ári. DV Lopez talar ekki við kærastann Jennifer Lopez, kynþokka- fyllsta kona í heimi hér, að sögn erlendra blaða, er svo reið út i kærastann, rapparann Pufiy, að hún talar ekki lengur viö hann. Ástæðan er skothríð í diskóteki í New York fyrir áramót og afskipti lögreglunnar þar af. Áreiðanlegar heimildir herma að ástarsamband Jennifer og Puffys muni syngja sitt síðasta innan skamms vegna alls þessa. Eins og menn muna var Jennifer í löngum yfirheyrsl- um hjá löggunni eftir skotárásina og sjálfur hefur Puffy verið ákærður fyrir ólöglegan vopna- burö. Jennifer fékk bara nóg. Nafn elskhugáns flúrað á bakið Norsk-bandaríska leikkonan Renee Zellweger veit sem er að i Hollywood er ekkert jafnhverfult og ástin. Hún hafði því vaðið fyr- ir neðan sig þegar hún lét flúra nafn elskhugans, gúmmíkarlsins Jims Carreys, á bakið á sér neð- anvert. Flúrið er þeirrar náttúru að það máist af eftir nokkrar vik- ur. Ef þau verða ekki hætt saman getur hún bara látið skrá nafnið á sama stað á nýjan leik. Annars segja vinir skötuhjúanna að þau séu alveg vitlaus hvort í annað. Við sjáum hvað setur. Stjömur flytja í nýjar glæsihallir Drew Barrymore er ekki há í loftinu, að minnsta kosti ekki ýkja gömul. Samt er hún búin að kaupa sér draumahús í drauma- hverfmu Hollywood Hills þar sem búa stórmenni á borð við Leon- ardo DiCaprio. Þá hafa leikara- hjónin Antonio Banderas og Mel- anie Grifflth fest kaup á risahöll í Miðjarðarhafsstíl í fínu hverfi í Los Angeles, með níu svefnher- bergjum og tilheyrandi. Gamla húsið þeirra keypti svo leikarinn Dylan McDermott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.