Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 28
36
ÞRIÐJUDAGUR. 4 JANÚAR 2000 T>V
ionn
Ummæli
Framsóknar-
bankastjórinn
„Farsinn í kringum ráöningu
, Finns er misbeiting á
, pólitisku valdi og er
vitaskuld lítilsvirð-1
ing við aðra um-
, sækjendur. Sjálf-
: sagt segja þeir
hæfu einstaklingar
innan bankans „
ekki mikið sem
sóttu um og verða nú undirmenn
Finns framsóknarbankastjóra."
Ágúst Einarsson prófessor,
ÍDV.
Yfirburðamaður
„Það er fagnaðarefni að nú
skuli hafa verið ráðinn yflrburða-
maður á sviði viðskipta og hag-
fræði í stöðu seðlabankastjóra.
Sem kunnugt er hafði þessi staða
verið laus lengi enda fannst eng-
inn afburðamaður í starfið. Uns
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra hjó á hnútinn og gaf kost á
sér.“_
Ármann Jakobsson íslenskufræð-
ingur, í DV.
Hrossalækning
„Síendurteknar vaxtahækkan-
ir og þar með óeðlilega
hátt gengi íslensku
krónunnar til þess að
halda niðri verðbólg-
unni er sannkölluð
hrossalækning fyrir
iðnaðinn í landinu." §
Haraldur Sumarliða-
son, formaður Samtaka
iðnaðarins, í DV.
Hlaðborðin
„Eins og jólahlaðborðin skilja
eftir innvortis óróa, ógleði og.l
jafnvel eftirsjá eftir að hafa ekki
smakkað á öllum réttunum skilja
bókahlaðborðin eftir andlega upp-
þembu sem vekur lestrarleiða
sem hjá mörgum endist allt aö
næsta hlaðborðstíma."
Árni Björnsson læknir, í DV.
Ráðuneytismenn
fara á taugum
„Ráðuneytismenn eru að fara á
taugum vegna þess
að við höfum ekki
veitt nema um 80
þúsund tonn af
loðnu á vertíðinni
og rjúka upp til
handa og fóta.“
Sverrir Leósson út-
gerðarmaður, i DV.
Föst á rauðu ljósi
„Samfylkingin er ekki enn
búin að semja stefnuskrá og væri j
henni sæmst að fylgja áðumefnd-
um krataflokkum ef hún ætlar
ekki að eftirláta Sjálfstæðis- I
flokknum alla miðjuna í íslensk-
um stjómmálum og sitja sjálf eft-
ir fóst „á rauðu ljósi“.“
Jónas Bjarnason efnafræðingur, í
DV.
Gunnar Sigurðsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi:
Áhugamálið að fegra ásýnd Akraneskaupstaðar
DV, Akranesi:
„Það er lítið um nýja starfið að segja
á þessu stigi, framtíðin verður að leiða
það í ljós. Ég kvíði ekki að takast á við
þetta verkefni ef það verður með þeim
hætti sem lagt var upp með,“ segir
Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi, umdæmisstjóri
Olís á Vesturlandi og nýkjörinn for-
maður Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi. Gunnar var kjörinn til setu í
bæjarstjórn Akraness árið 1995 en hef-
ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann er meðal annars fyrrverandi for-
seti bæjarstjórnar Akraness og for-
maður bæjarráðs. Hann hefur m.a.
setið í stjóm Knattspyrnusambands
íslands og var formaður Knatt-
spyrnufélags ÍA til margra ára. Þeir
sem gleggst þekkja til Gunnars segja
að það sé honum að þakka að Akranes
er það stórveldi í knattspymunni sem
raun ber vitni. Þeir hinir sömu
segja að ekki hafi verið hægt að fá
betri mann sem formann SSV.
Verkefni sem Gunnar taki að sér
leggi hann sig allan í og leysi á góð-
an máta.
Ástæðan fyrir því að Gunnar tók
að sér formennskuna segir Gunnar
vera að hann hafl m.a. fengið áskor-
un frá félögum sínum í stjóm SSV auk
annarra. „Á meðal stjórnarmanna SSV
er sveitarstjórinn í Búðardal. Hann
lagði að mér áð taka starfið að mér
þrátt fyrir að eðlilegt hefði verið talið
að formennskan færðist tfl Búðardals
að þessu sinni.“
Nú hefur bæjarstiórnar-
meirihlutinn á Ákra-
nesi gagnrýnt
formanns-
kjörið.
Hvað viltu segja um það?
„Á bæjarstjómarfundi á Akranesi
þann 21. desember sl. kom skýrt fram
Maður dagsins
að meirihlutinn taldi að úrsögn
Akraness úr samstarfinu hefði ekk-
ert með
mína
persónu að gera. Formaður hæjar-
ráðs Akraness sagði m.a. að hann
hefði kosið mig til helstu trúnaðar-
starfa á Akranesi og treysti mér full-
komlega. Ég tel úrsögnina hálfhjákát-
lega þar sem hún snýst fyrst og
fremst um að ég fékk fjögur atkvæði
til formanns en Sigríður Gróa Krist-
insdóttir aðeins þrjú. Það að Sjálf-
stæðisflokkurinn skuli vera stærsta
stjórnmálaaflið á Vesturlandi fer í
taugarnar á meirihlutanum á Akra-
nesi. Annars segir þessi úrsögn allt
sem segja þarf um þann hug sem
meirihlutinn á Akranesi ber til
jg. samstarfs við önnur sveitarfélög
á Vesturlandi. Menn verða að
gera sér grein fyrir því að
það verður ekki bæði sleppt
og haldið i þessum efhum
frekar en öðrum."
Áhugamál Gunnars eru
knattspyrna, laxveiði og
stjómmál og svo er það sér-
stakt áhugamál hans að
fegra ásýnd Akraneskaup-
staðar, m.a. með því að
leggja meira fé í götur og
•j& r gangstéttir. Annars lætur
Í hann flest mannlegt koma
sér við og gildir einu á hvaða
sviði það er.“
Gunnar er í sambúð með Sigrlði
Guðmundsdóttur, innkaupastjóra
Sjúkrahúss Akraness. Hann á tvö
böm, þau Örn lögfræðing og Ellu
Maríu, viðskiptafræðinema og
starfsmann Kaup-
þings. -DVÓ
Breakbeat.is:
D J Kontrol
á tuttugu
og tveimur
Annað kvöld kl. 21 verð-
ur vefsíðan Breakbeat.is
opnuð formlega, en vefsíða
þessi er helguð drum &
-5 bass, jungle og annarri
breakbeat tón-
list og þeirri
menningu sem
snýst í kringum
breakbeat tónlistarformið
út um aflan heim.
Samhliða opnun síðunn-
ar verður annað kvöld hald-
ið sérstakt opnunarkvóiu
breakbeat.is á efri lueö
Veitingahússins 22. Þar
mun breski drum & bass
tónlistarmaðurinn og plötu-
snúðurinn DJ Kontrol
koma fram og spila sem
plötusnúður. Kontrol er vel
þekkt nafn í
drum & bass
heiminum og
er talinn til-
heyra nýrri og upprennandi
kynslóð í þeim bransa.
Kontrol hefur spilað á
helstu drum & bass klúbb-
'm Bretlandseyja og gefur
önlist sina út hjá þekktum
útgáfufyrirtækjum.
Skemmtanir
Myndgátan
Klauflás
Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingarorði.
Jóhann
Sigurö-
arson
leikur
blaða-
mann-
inn.
Abel Snorko
býr einn
Nú eru aðeins örfáar sýningar
eftir á hinu vinsæla leikriti Abel
Snorko býr einn, sem hefur verið
sýnt á annað ár á Litla sviði Þjóð-
leikhússins fyrir fullu húsi.
Næsta sýning er í kvöld kl. 20 á
Litla sviðinu, Lindargötu 20. Leik-
ritið verður að víkja þrátt fyrir
góða aðsókn vegna næstu frum-
sýningar Þjóðleikhússins, sem er
leikritið Hægan, Elektra eftir
Hrafnhildi Hagalín Guðmunds-
dóttur.
Leikhús
Leikritið Abel Snorko býr einn
er eftir eitt vinsælasta leikskáld
Frakka, Eric-Emmanuel Schmitt
og fjallar um Abel Snorko, nóbels-
verðlaunahafa í bókmenntum sem
ákveður að veita blaðamanni við-
tal á eyjunni þar sem hann býr
einn, fjarri heimsins glaumi.
Fundur þessara bláókunnugu
manna verður upphafið að
óvæntu og mögnuðu uppgjöri.
Arnar Jónsson og Jóhann Sig-
urðarson fara með hlutverkin tvö
í leikritinu og hefur leikur þeirra
verið rómaður. Kristján Þórður
Hrafnsson þýddi verkið. Leik-
stjóri er Melkorka Tekla Ólafs-
dóttir.
Bridge
Stærsta sveifluspilið á Norður-
landamóti yngri spilara var þetta
sem kom fyrir í 7. umferð. ísland á
slæmar minningar frá þessu spili í
báðum flokkum, tapaði 17 impum í
leik yngra liðsins gegn Dönum og 18
impum í leik eldra liðsins, sömu-
leiðis gegn Dönum. Sagnir gengu
nánast á sama hátt á öllum borðum,
en sömu spil voru spiluð á öllum
borðum í báðum aldursflokkum.
Austur gjafari og a-v á hættu:
4 ÁDG10753
•r -
•f 63
* 10873
Austur Suðm- Vestur Norður
3 4 pass 6 pass
pass p/dobl
Allir austurspilaramir opnuðu á
spaðahindrun í upphafi og vestur,
sem átti 11,5 slaga hendi, lét vaða í
hjartaslemmu. Þrír sagnhafar fengu
að spila þá slemmu ódoblaða, en 5
spflarar í suður dobluðu til að fá
spaðaútspil í upphafi (Lightner-
dobl). Norður sá í
hendi sér að
spaðaútspil
myndi tæpast
duga suðri eftir
hindrun austurs,
þar sem líklegt
var að vestur ætti
einnig eyðu i litn-
um. Sumir spil-
uðu því tígulkóngnum út, en nokkr-
ir hlýddu dobli félaga og spiluðu út
spaða. Hins vegar gátu fjórir spilar-
ar í norður ekki stillt sig um að
spila út einspili sínu í laufi. Sex
hjörtu stóðu á fjórum borðum (af 8)
eftir laufútspil, en voru dobluð í
tveimur af þeim tilfellum. Laufút-
spilið er ekki gott, því varla getur
verið skynsamlegt að reyna að
sækja sér stungu í þeim lit. Ef suð-
ur á laufásinn má líklegt telja að tíg-
ulkóngur nægi einnig til að hnekkja
slemmunni. ísak öm Sigurðsson
4 K9864
4» 105
4 KD10:
* 9
4 -
932
♦ G984I
* D654Í