Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
Ótrúleg hætta leynist í verslunarmiðstöö í Grafarvogi:
Lífshættulegar tröppur
fyrir unga sem aldna
„Þetta eru stórhættulegar tröppur.
Ég hélt mér í handriðið en samt fóru
fæturnir undan mér og ég rann öfug-
ur niður þrepin og endaði á jafn-
sléttu fyrir neðan,“ sagði Runólfur
Sæmundsson, 75 ára íbúi í Vik í Mýr-
dal, sem er einn af fjölmörgum sem
segja farir sínar ekki sléttar eftir að
hafa gengið um tröppurnar á milli
húsa í nýju verslunarmiðstöðinni í
Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi.
Sigrún Unnsteinsdóttir verslunar-
eigandi segist ekki geta horft lengur
upp á slys á staðnum - nánast á
hverjum degi - svo marga hafi hún
horft upp á meiða sig - ekki síst börn
sem eru mjög mörg í þessu „unga
hverfi".
„Ég var með bamabarni mínu þeg-
ar ég datt í morgun. Þegar ég lá flat-
ur og blóðugur fyrir neðan kallaði
bamið: „Afi, ég þori ekki lengra nið-
ur,“ sagöi Runólfur.
Þegar DV var að taka viðtal við
Runólf í gær kom ung kona, Katrín
María Guðbjartsdóttir og kvaðst hafa
heyrt umræðuefnið - hinar hættu-
legu tröppur. Hún upplýsti strax að
fyrir nokkrum dögum hefði hún líka
runnið á klakanum efst í tröppunum
og niður alian efri stigann.
„Ef maðurinn minn hefði ekki
haldið í hönd mina og tekið versta
fallið af mér veit ég ekki hvernig
hefði fafið,“ sagði Katrín María.
Tröppurnar em tvískiptar með
palli á milli. Þrátt fyrir tommuþykk-
an klaka á flestum tröppunum em
þær undir glerþaki. Ekki þarf sér-
fræðing til að sjá að hér er lífshættu-
legt að ganga um - a.m.k. fyrir eldra
fólk.
„Þetta er skelfilegt ástand hérna,"
sagði Sigrún verslunareigandi. „Hér
fyrir ofan er upphituð stétt. Vatnið af
henni rennur niður tröppumar og
þannig myndast klakinn. En ástand-
ið hér er ekki bara slæmt á vetuma,
því ég veit að aldrað fólk veigrar sér
við að fara hér um á sumrin, því
tröppumar em í senn brattar, gmnn-
ar og óþægilega breiðar. Ég horfði til
dæmis á lítinn dreng fara hér niður á
reiðhjóli i haust. Hann endaði með
því að skelia með höfuðið á pallinum
og var fluttur á brott í sjúkrabíl."
Sigrún kveðst hafa rætt oft við yf-
irvöld i borginni. Þar vísi hver á ann-
an. Vinnueftirlit komi ekki á staðinn
nema vinnuslys verði, borgaryfirvöld
vísi til að mynda á arkitekt. Hún seg-
ir úttektarmenn hjá byggingafuiltrúa
m.a. segja sér að ekki sé búið að taka
tröppurnar út - lokaúttekt hafi ekki
verið gerð, enda sé slíkt ekki gert
fyrr en byggingameistari biðji um
það. Ekki náðist í Magnús Sædal
Svavarsson, byggingafulltrúa hjá
Reykjavíkurborg, í gær. -ótt
Viðbrögð vegna skoðanakönnunar DV:
Vinstri-grænir á fleygiferð
„Þetta er góð byrjun á árinu. Það
gamla kvaddi vel og mér sýnist þessi
könnun staðfesta þá tilhneigingu sem
verið hefur okkur í hag. Þessi niður-
staða hvetur okk-
ur enn frekar til
dáða,“ segir Stein-
grímur J. Sigfús-
son, formaður
Vinstri hreyfmg-
arinnar-græns
framboðs, um nið-
urstöðu skoðana-
könnunar DV sem
sýnir að flokkur hans er nú næst-
stærstur og hefur aukið fylgi sitt um
2,3 prósent frá könnun DV í október.
Mætti vera betra
„Þessi niðurstaða er ekki ný fyrir
okkur og er á sama róli og kannanir
fyrir kosnihgar.
Við höfúm að vísu
dalað í skoðana-
könnunum ef mið-
að er við kosning-
ar og ljóst er að
þetta mætti vera
betra," segir
Sverrir Her-
mannsson, for-
maður Frjálslynda flokksins.
Ekki nógu gott
„Þetta er ekki nógu gott fyrir sam-
fylkinguna og ekki í samræmi við það
sem við viljum sjá. Það er ljóst að við
verðum að bregð-
ast við,“ segir Sig-
hvatur Björgvins-
son, alþingismað-
ur Samfylkingar,
um þá niðurstöðu
skoðanakönnunar
DV að Samfylking
_ tapar rúmum 2%.
Á réttri leið
„Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn
er ég ánægður með útkomuna. Hún er
hvatning fyrir
okkur sjálfstæðis-
menn og bendir til
þess að við séum á
réttri leið með það
sem við erum að
gera,“ sagði Sturla
Böðvarsson sam-
gönguráðherra."
Þá vekur athygli
hve Samfylkingin er lág. Það hlýtur
að vera þeim mikið umhugsunarefni
á sama hátt og það vekur athygli
hvemig vinstri-grænir styrkja stöðu
sína.“
Umhugsunarefni
„Við erum á þessu róli núna, það
hafa aðrar kannanir einnig sýnt.
Það er alltaf umhugsunarefni hvers
vegna,“ sagði
Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðar-
ráðherra. „Ég tel
hins vegar að nú
liggi allar leiðir
upp á við og finn
það í flokknum
að það er mikill
kraftur og menn
ætla að vera samstiga í að láta ekki
hér við sitja. Við erum tiltölulega
bjartsýn í upphafi árs. Auðvitað er
verra að öðrum stjómarflokkanna
skuli fyrst og fremst þakkaður sá
árangur sem er alltaf að nást í þess-
ari ríkisstjórn.“ -JSS/-rt
Torfi Hjaltalín hættir
Séra Torfl Stefánsson Hjaltalín,
sóknarprestur á Möðruvöllum í
Hörgárdal, hefur ákveðið að hætta
prestskap á staðnum og segja sig
frá brauði og sókn. Stormasamt
hefur verið um séra Torfa á
Möðruvöllum og er litið á brott-
hvarf hans af staðnum sem afleið-
ingu þeirra deilna sem þar hafa
verið.
„Ég er hættur og á forum,“ sagði
séra Torfi sem staddur var í
Reykjavík um áramótin en ráð-
gerði að fljúga norður í dag til að
ganga endanlega frá stnum mál-
um. -EIR
Þessi tvö, Katrín Guðbjartsdóttir, íbúi í Grafarvogi, og Runólfur Sæmunds-
son, 75 ára bílstjóri frá Vík í Mýrdal, þekkjast ekki neitt. Vegir þeirra lágu þó
saman þegar DV fór að skoöa lífshættulegar tröppur sem þau eru í á milli
húsa í verslunarmiðstöðinni í Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi. Runólfur var
heppinn að stórslasa sig ekki í gær á tommuþykkum klakanum - Katrín
nokkrum dögum áður. Fjöldi annarra hefur meitt sig á þessum stórhættu-
lega staö. Þarna fer mikill fjöldi barna um á hverjum degi. DV-mynd GVA
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-igM
Islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6,9 og 12 mm prentborðar
Prentar (tvær linur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443