Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 20
24
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
Wrma^mmmmm m m%
k orn n n
A morgun rennur
bóndadagur upp og þar
með hefst þorrinn. Vafa-
laust eru margir farnir
að hlakka til að gæða sér
á þorramat sem erfyrir
löngu orðinn drjúgur
þáttur í matarmenningu
íslendinga nútímans.
Tilveran tókforskot á
sæluna og kynnti sér
upphaf þorrablóta eins
og við þekkjum þau hér
á landi.
Þorrinn og gömlu
mánaðaheitin
Nokkuð hefur aukist hin síðari
ár að halda þorrablót á hveijum
vetri. Hafa slíkar samkomur þótt
ómissandi og sums staðar þunga-
miðja í skemmtanalifi sveita og
minni byggðarlaga. Á sumum stöð-
um hafa líka tiðkast góublót og
hafa kynin þá gjarnan skipst á
hlutverkum, konur haldið þorra-
blót og karlar góublót.
Þorri er gamalt mánaðarheiti.
Hann hefst með bóndadegi á fyrsta
fóstudegi í 13. viku vetrar, venju-
lega 19.-25. janúar. Þá er talað um
að miður vetur sé. Að þessu sinni
ber bóndadag upp á 21. janúar.
Þorra lýkur með þorraþræl sem nú
ber upp á laugardaginn 19. febrúar.
Góa hefst um leið og þorra lýk-
ur. Góa byrjar á konudegi sem er
fyrsti sunnudagur í 18. viku vetrar,
venjulega 18.-24. febrúar. Að þessu
sinni er konudagur sunnudaginn
20. febrúar en góu lýkur með góu-
þræl á vorjafhdægri sem í ár er
mánudagurinn 20. mars.
Aðrir mánuðir ársins
Enmánuður hefst fyrsta þríðjudag i 22. viku vetr-
ar, 20.-26. mars, nú 21. mars.
Haipa hefst 19.-25. apríl en ber nú upp á 20. apr-
íl en þá vill svn skemmtilega til að sumardaginn
fyrsta og skírdag ber einnig upp á þenna sama
dag.
Skerpla hefst venjulega 19.-25. maí en ber nú
upp á laugardaginn 20. maí.
Sólmánuður tekur við af skerplu 18.-24. júní. Nú
hefst sálmánuður mánudaginn 19. júni sem á síð-
ustu árum hefur gjarnan verið helgaður kvenrétt-
indabaráttu.
Heyannir eiu á miðsumii, venjulega 23.-27. júlí.
Nú hefst heyannarmánuður sunnudaginn 23. júlí á
degi Skálholtshátíðar.
Tvímánuður hefst á tímabilinu 22.-28. ágúst Nú
þríðjudaginn 22. ágúst
Haustmánuður hefst 21.-27. september en ber nú
upp á fimmtudaginn 21. september. Þad er daginn
fyrir haustjafndægur sem em á 266. degi ársins.
Gormánudur byijar á laugardegi í 1. viku vetrar á
tímabilinu 21.-27. október. Nú befst gormánuður
þann 21. oktáber sem jafnframt er fyrsti vetrar-
dagur.
Ýlir hefst á mánudegi í 5. viku vetrar, 20.-26.
návember. Nú ber byijun ýlis upp á 20. návember.
Morsugur byrjar á miðvikudegi í 9. viku vetrar eða
20.-26. desember. Að þessu sinni hefst mörsugur
á 355. degi ársins eða þann 20. desember og dag-
inn fyrir vetrarsúlstödur.
gengur senn ígarð
• • • • •
Sr. Haildór Gröndal, fyrrum framkvæmdastjóri Naustsins, átti hugmyndina aö því að bjóöa upp á þorramat á veit-
ingahúsum 1958. Hér heldur hann á hefðbundnum þorrabakka ásamt Herði Sigurjónssyni, núverandi veitingastjóra
Naustsins. DV-mynd E.ÓI.
Þorrablótshald að hætti Halldórs Gröndals í Naustinu:
Uppátæki sem hitti í mark
- tilraun sem margir töldu hina mestu vitleysu en malar gull í dag
Hörður Sigurjónsson, veit-
ingastjóri Naustsins í
Reykjavík, segir þá hefð sem
forverar hans fundu upp á 1958 - að
bjóða upp á sérstakan þorramat,
enn í fullu gildi á veitingastaðnum.
Ár hvert býður Naustið upp á
þorramat úr trogum, en einnig eru
sérstök þorrahlaðborð fyrir stærri
hópa.
„Þetta er alltaf að aukast en upp-
hafsmaðurinn að þessu 1958 var sr.
Halldór Gröndal. Þá var í fyrsta
skiptið farið að bjóða upp á slíkt á
almennum veitingastað. Eitthvað
var þá um þetta til sveita á þorra-
blótum. Þessum sið hefur verið
haldið í Naustinu öll ár síðan, en
byrjað er á bóndadag og endað á
konudag. Það er mikið sama fólkið
sem kemur ár eftir ár og nýir bæt-
ast svo við.“
Ungir athafnamenn
Halldór Gröndal var 27 ára þegar
hann stofnaði Naustið 1954 ásamt 6
skólabræðrum sínum, hann var
framkvæmdastjórinn, en gerðist
síðan prestur og hefur nú látið af
störfum fyrir aldurs sakir, Félagar
Halldórs voru þeir Hafsteinn Bald-
vinsson, síðar hæstaréttarlögmað-
ur, Eyjólfur Konráð Jónsson alþing-
ismaður, Geir Zoéga, þá kallaður
junior, Sigurður Kristinsson, Ás-
mundur Einarsson í Sindra og
Ágúst Hafberg sem síðar var með
Landleiðir. Ásmundur og Geir voru
aðeins 23 ára gamlir þegar þetta
var. Halldór lærði viðskiptafræði og
rekstur veitingahúsa í Bandaríkjun-
um og hafði þaðan góðan bakgrunn
þegar Naustið var sett á laggirnar.
Þá var Hótel Borg nánast eini veit-
ingastaðurinn í Reykjavík auk Odd-
fellowhússins. í kjölfar Naustsins
komu síðan Þjóðleikhúskjallarinn,
Röðull og fleiri staðir.
Það var alltaf svo dauft
hjá mér eftir jólin
„Þetta með þorramatinn kom
þannig til að það var alltaf svo dauft
hjá mér eftir jólin. Þegar ég var að
lesa þjóðhætti Jónasar Jónassonar
frá Hrafnagili rakst ég á lýsingu á
íslenskum mat og fékk þá þessa
hugmynd. Þá fór ég til Kristjáns
Eldjáms, sem starfaði í Þjóðminja-
safninu, og sagði honum frá þessu.
Hann var voða hrifinn og sagði:
„Blessaður, gerðu þetta, ég skal
sýna þér trog sem ég á.“ Hann lán-
aði mér síðan tvö geimegld trog. Ég
lét smiða svona trog alveg í hvelli.
Síðan fór ég til Þorbjöms í Borg
á Laugavegi og hann hjálpaði
mér fyrsta árið með
súrmat. Eftir það
framleiddum við
þetta sjálfir.
Á r i ð
áður, eða
1 9 5 7,
hafði ég
reyndar
boðið upp
á hákarls-
kvöld fyrir
Vestfirðinga,
en hákarlinn '
fékk ég frá Bol-
ungarvík. Þá
buðum við upp
hákarl og gamalt
brennivín. Næst var það svo full-
kominn þorri sem sló svona rosa-
lega í gegn.“
- Var ekkert erfitt að nálgast hrá-
efnið í upphafi?
„Jú, það var stundum svolítið
strembið. Eftir að þetta fór í gang
fóru menn hins vegar að verka há-
karl út um allt. Á Selströnd, þar
sem einhverjir kunnu þá enn að
verka selshreifa, drifu menn sig upp
og fóru að verka. Ég fékk selshreifa
hjá þeim, en þeir urðu samt aldrei
vinsælir, þeir voru svo líkir manns-
höndinni. Hákarlinn kom mest að
vestan, en síðan skaffaði vitavörð-
urinn á Siglunesi mér lengi hákarl.
Líka einn maður á Vopnafirði og
annar á Seltjamarnesi. Svo var það
auðvitað harðfiskurinn."
Töldu þetta hina mestu
vitleysu
Halldór segir að margir
hafi talið
\ þetta • .
Þorri og bóndadagur:
Buxnalausir
á harða-
hlaupum
- aflagður siður að reka
bónda í morgunskokk á
brókinni einni fata
Mánuðurinn þorri hefst á
föstudegi í 13. viku vetrar, 19. til
25. janúar. Mánaðarnafnið er
kunnugt frá 12. öld en uppruni
þess er óviss. Upphaflega virðist
húsfreyja hafa boðið þorra vel-
kominn enda er ljóst að fyrsti
dagur þorra hefur verið tileinkað-
ur húsbóndanum.
Bóndadagsheiti er þó ekki
kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns
Árnasonar frá miðbiki 19. aldar.
Þá gera konur eitthvað fyrir
menn sína, hafa t.d. góðan mat og
færa þeim kaffi í rúmið. Telja
reyndar sumir karlrembingar nú
til dags að fjölga ætti bóndadög-
um til mikilla muna og festa í lög.
Á bóndadegi þótti líka
skemmtilegt að baka sérstakar
smákökur sem bóndakökiu- heita.
Þá er líka komin hefð fyrir þvi á
siðustu árum að konur gefi
mönnum sínum blóm á þessum
degi.
Það yrði sjón að sjá
Minnst er í heimildum á hlaup
bónda í kringum bæ sinn á þess-
um degi en óljóst er hversu al-
mennur sá siður hefur verið og
hver er uppruni hans. Var hefð
fyrir því að bóndi hoppaði í
kringum bæinn á nærbuxunum
einum fata, sumir segja i annarri
skálminni. Öruggt má telja að ís-
lenskir karlmenn hafi ekki haldiö
þessum sið sérstaklega á lofti og
nú tekist að þegja hann að mestu
í hel, kannski sem betur fer, en
lesendur geta rétt ímyndað sér
herlegheitin ef siðurinn yrði tek-
inn upp að nýju og sjón að sjá
buxnalausan karlaskarann á
harðahlaupum í kringum stóru
blokkirnar í Breiðholtinu.
Til forna voru „þorrablót „
matar- og drykkjuveislur þar sem
sungin voru ný og gömul kvæði
og drukkin minni þorra og heið-
inna goða. Nafnið þorri er kunn-
ugt frá 12. öld. Menn eru ekki
vissir um hvað þorri er en það
gæti verið gæluheiti á guðinum
Ása-Þór. Þorri er persónugerður
sem vetrarvættur í sögnum frá
miðöldum. Þar er einnig getið um
þorrablót en þeim ekki lýst. Vetr-
aröldungurinn þorri er algengt
yrkisefni á 17. öld og fram á þá 19,
-HKr. (Heimild: Árni Bjömsson,
Saga daganna)
| ^ .;
hina mestu
vitleysu að ætla að bjóða
upp á slíkan mat á flnu veitinga-
húsi. Hann sagðist hins vegar hafa
lært það að ferðamenn vildu fá að
vita hvað fólkið borðaði á þeim stöð-
um sem þeir væru að heimsækja,
ekkert síður útlendingar en íslend-
ingar. Þetta hefur greinilega reynst
rétt hjá Halldóri og félögum og er-
lendum gestum frnnst það ákveðið
sport að smakka þennan skrýtna
mat, ekki síst hákarl með brenni-
víni.
Nú er svo komið að
uppátæki Hall-
dórs fyrir hart-
nær hálfri öld
er orðið að
drjúgum
þætti í
matar-
menn-
ingu ís-
lendinga og
■■■F í kringum
þetta er rekin
öflug matvælaframleíðsla
sem malar gull. Þykir ýmsum því
meira en tími til kominn að heiðra
Halldór fyrir þessa skemmtilegu
hugdettu.
-HKr.