Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 23
FTMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 1 27 DV Sviðsljós Drottningar- maður kaupir rosalegan Benz Hinrik prins, eiginmaður Mar- grétar okkar Þórhildar Dana- drottningar, féll bókstaflega í stafi þegar hann fékk auglýsinga- bæklinginn um lúxuskaggann Mercedes Benz 500 S inn um bréfalúguna á höllinni i kóngs- ins Kaupinhöfn. Þennan bil varð hann að eignast og þegar maður er mægður kóngaslektinu, og franskur greifi þar aö auki, leggur maður bara inn pöntim og hefur áhyggj- ur af reikningnum síðar. Kannski. Bíllinn kostaði litlar tuttugu milljónir íslenskra króna, að sögn danskra blaða. Og ekki þarf lykla til að gangsetja. Hinrik er annars þekktur fyrir áhuga sinn á góðum bílum. Næst á undan Benzinum átti hann for- láta Rolls Royce en þar áður hafði hann leitað til heimalands- ins og keypt sér Peugeot. Sharon Stone ekki hrædd við að leika lesbíu Sharon Stone, sú ágæta leikkona, hefur aldrei verið feimin að taka að sér hættuleg hlutverk, ef svo má að orði komast. Þar nægir að nefna hlutverk morðkvendisins ógurlega í Ógnareðli og hlutverk lesbíu í vænt- anlegri kvikmynd kapalstöðvarinn- ar HBO. Þar leikur sjónvarpsleik- konan Ellen DeGeneres ástkonu hennar. Nú herma fréttir að vestan að Sharon íhugi að taka að sér hlut- verk á Broadway þar sem hún hefur ekki leikið áður. Ekki ætlar hún nú að leika í hvaða stykki sem er, held- ur Hjónabandi í Boston eftir hinn víðfræga og virta David Mamet. Leikritið fjallar um tvær lesbiur við aldamótin síðustu. Sharon fundar með leikstjóran- um, Howard Davies, einhvem tíma í vikunni. Sá stjómaði nýlega því góða stykki ísmaðurinn kemur þar sem stórleikarinn Kevin Spacey leikur aðathlutverkið. Prinsarnir samþykkja minnismerki um Díönu Vilhjálmur og Harry styðja áætl- un um að reistur verði gosbrunnur til minningar imi móður þeirra, Díönu prinsessu. Voru prinsamir spurðir álits i tengslum við herferð breska blaðsins The Mirror um að reist verði varanlegt minnismerki um prinsessuna. Fjölskylda Díönu, þar á meðal móðir hennar, Frances Shand Kydd, og bróðir hennar, Spencer jarl, eru einnig hlynnt minnis- merki. Gert er ráð fyrir að minnismerkið verði reist á svokallaðri Díönugöngu- leið, sérstakri gönguleið tileinkaðri prinsessunni, í London sem opnuð verður 1. júlí næstkomandi. Leiðin mun liggja framhjá Kens- ingtonhöll, sem var heimili Díönu í 15 ár, Buckinghamhöll, þar sem hún bjó eftir trúlofun sina, Clar- encehúsi, heimili drottningarmóð- ur þaðan sem hún hélt til brúð- kaups síns, St. Jameshöll, þar sem lik hennar lá í konunglegu kapell- unni, og Spencerhúsi, fyrrverandi heimili fjölskyldu Díönu. í Kensingtongarði á að byggja skemmtisvæði fyrir börn með Pétri Pan og félögum hans. Með því er verið að minnast ástar Díönu á bömum. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Albert prins í hópi gesta á dönskum veitingastað: Fóru án þess að borga fyrir sig Albert prins af Mónakó gekk ásamt fleiri gestum, þar á meðal dönsku tískudrottningunni Isabell Kristensen, út af veitingastað í Kaupmannahöfn án þess að greiða reikninginn. Albert hafði verið ásamt fleirum í Kaupmannahöfn í tilefni árþús- undatískusýningar Isabell. Eftir að hafa snætt kvöldverð á Hotel Phon- ix fór sjö manna hópur, þar á meðal Albert og Isabell, á veitingastaðinn Konrad til þess að fá sér nokkra drykki og kaffi. En þegar reikningurinn kom, upp á sem svarar 80 þúsundum ís- lenskra króna, var hópurinn á leið út um dyrnar. Og þegar þjónn á veitingastaðnum sneri sér að prins- inum til að fá greitt fékk hann Albert Mónakóprins. skammir af skipuleggjanda veisl- unnar. „Vilji maður reka fyrsta flokks veitingastað snýr maður sér ekki aö konunglegu fólki á þennan hátt. Það er ekki góður siður. Maður verður að kveðja og þakka fyrir komuna og sjá svo til að fá greitt á fínlegan hátt þegar fræga fólkið er farið,“ sagði skipuleggjandinn í viðtali við danska blaðið Billedbladet. Eigandi veitingastaðarins veltir því fyrir sér hvers vegna enginn hafi beðið um að fá reikninginn þeg- ar hópurinn var að undirbúa brott- for. „Þegar stórar stjömur eru í bænum er samið um greiðslu fyrir- fram eða sagt hvert eigi að senda reikninginn,“ segir eigandinn, Jac- ob Blom. Hattar breska tískuhönnuðarins Philips Treacys vöktu óskipta athygli þegar þeir voru sýndir í París í vikunni. Þar á meöal var þetta risastóra brönugras sem ofurfyrirsætan Naomi Campbell setti upp. Glæsilegra verður það ekki. 0] Electrolux • Eldavél • Með grilli • Barnalæsing á rofum og hurð • Hraðhitun á bökunarofni • Stór geymsluskúffa Victoriu kryddi boðið mikið fé Victoria Kryddpía Adams, eða Beckham ef menn vilja það frek- ar, hefur fengið tilboö sem venju- legt dauðlegt fólk gæti ekki hafn- að: Tvær milljónir króna á viku, og riflega það, fyrir að leysa af annan stjórnanda morgunþáttar sjónvarpsstöðvarinnar Stöðvar 4 í Bretlandi. Þegar Victoriu var fyrst boðið það sagðist hún ekki geta farið svona snemma á fætur. Forráðamenn stöðvarinnar voru þó ekki á því að gefast upp og þeg- ar þeir urðu vitni að frammistööu Victoriu í hennar eigin þætti á þriðjudagskvöld ítrekuðu þeir til- boðið og sendu með faxi. Stúlkan hefur ekki gefið endanlegt svar. En varla þarf hún peningana. Orðið við kröfu Leos um kynlíf Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio krafðist þess að fleiri' kynlífsatriði yrðu í kvikmyndinni Ströndinni þar sem hann lék aðal- hlutverkið, á móti hinni frönsku Virginie Ledoyen. Og framleiðendiu- myndarinnar urðu við kröfum hans. „í bókinni var þetta bara endalaus forleikur en það gerðist aldrei neitt," segir Leo. Og svoleiðis gengur ekki, sérstaklega ekki þegar maður leikur á móti glæsilegri, ungri konu. á heima Electrolux í Húsasmiðjuimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.