Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 15 Verðkönnun á matvöru: Bónus lægstur en Nóatún hæst - grænmetið mun ódýrara en í sumar Hvað kostar matarkarfan? 1.886 2500 2000 1500 1000 500 3 Krónur 2.031 pg LJS íj Mikið hefur verið rætt um hækk- anir á matvöru að undanfómu og sýnist sitt hverjum um . þessar hækkanir. Hagsýni ákvað að kanna verð á matarkörfu með 14 vörum i sjö stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu, sömu vörum og verðkönnun fór fram á um mitt síðastliðið sumar til að sjá hvaða breytingar hefðu orðið. Verslanimar eru: Bónus, Fjarðar- kaup, Hagkaup, Nettó, Nýkaup, Nóatún og 10-11. Verð var kannað samtimis í öll- um verslununum og nákvæmlega sömu vörar keyptar. Vörurnar sem kannaðar voru eru: 1 kg af rauðri papriku, 1 pakki af Homeblest súkkulaðikexi*, 1/2 lítri af Egils appelsini í flösku, 1 lítri af Brazzi appelsínusafa, 1 lítri af súrmjólk, 567 g Cheerios, 1 kg af tómötum, 1 kg af appelsínum, 1 pakki af Frón mjólkurkexi, 2 kg af Kornax hveiti, einn pakki af Ritzkexi, sveppaostur í öskju (250 g), 1 staukur Pringles kartöfluflögur með salti og Dansukker púðursykur (500 g). Skýrt skal tekið fram að hér er einungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tillit tekið til mismun- andi gæða og þjónustu verslananna. Einnig skal tekið fram að sveppa- osturinn fékkst ekki á tveimur stöð- um og að Egils appelsin i hálfs lítra flöskum fékkst ekki í Bónusi. Því var tekið meðaltalsverð í þessum tilfellum. * Homeblest súkklaðikexið er í örlítið stærri pakkningum i Nettó og Bónusi en annars staðar. Sumargrænmetið dýrt Eins og áður er matarkarfan ódýrust í Bónusi. Þar kostar karfan nú 1886 krónur en kostaði síðastlið- ið sumar 2480 krónur. Næstódýrust reyndist karfan í Nettó þar sem hún kostar 2031 krónu en kostaði siðastliöið sumar 2713 krónur. Þar á eftir koma þrjár verslanir á svipuðu róli. Það eru Fjarðarkaup í Hafnarflrði með körf- una á 2221 krónu en þar kostaði hún síð- astliðið sumar 2805 krónur, 10- 11 með körfuna á 2266 krónur en þar kostaði hún síðastliðið sumar 2855 krónur og Hag- kaup með körf- una á 2299 krónur en sama karfa kostaði þar síðastliðið sumar 2821 krónu. Dýrustu búðimar í könnuninni, Nýkaup og Nóatún, hafa einnig lækkað verð á þessum ákveðnu vör- um síðan í sumar. Nýkaup selur körfuna nú á 2562 krónur en seldi hana síðastliðið sumar á 3134 krón- ur og Nóatún selur körfuna nú á 2580 krónur en seldi hana síðstalið- ið sumar á 3079 krónur. Munurinn á ódýrustu og dýrustu körfunni er þvf tæplega 37%. Mun- urinn hefur aukist talsvert frá því í könnunni siðastliðið sumar er mun- urinn var 26% á Bónusi sem þá var einnig lægstu og Ný- kaupi sem þá var hæst. Athygli vekur að verð matar- körfunnar hef- ur lækkað í öll- um verslunun- um sem tóku þátt í könnun- inni frá því síð- astliðið sumar. Þegar einstakir vöruflokkar eru skoðaðir kemur hins vegar í ljós að ekki er raunhæft að ætla að Qestar vörumar í körfunni hafi lækkað í verslunum þótt þær komi betur út nú heldur en síðastliðið sumar. í fiestum tilfellum er það nefnilega grænmetið í körfunni sem hefur lækkað mikið frá því í sumar en aðrar vörur hafa staðið í stað eða hækkað. Sem dæmi má nefna að rauð paprika kostaði 575 krónur í Bónusi síðastliðið sumar en aðeins 239 krónur nú en aðrar vörur í körf- unni, eins og appelsínur, súrmjólk, appelsínusafi, Egils appelsín, Pring- les snakk, Cheerios og púðursykur, hafa hækkað. Hjá tveimur dýrustu verslununum kostaði paprikan t.d. 698 krónur síðastliðið sumar en kostar nú 459 krónur á báðum stöð- um en aðrar vörur hafa hækkað eða staðið í stað. í raun má segja að skýringin á þessu háa grænmetisverði, sem hef- ur mikil áhrif á matarútgjöld heim- ilisins, sé einföld. Á þessum árstíma er nánast eingöngu innflutt græn- meti á markaðnum en er sumarið nálgast og íslenskt grænmeti kemur á markað eru settir háir tollar á innflutta grænmetið tfl að vemda hina dýru fslensku framleiðslu. Því bera sjálfsagt margir þá von í brjósti að reglum verði breytt svo hægt verði að kaupa grænmeti á skaplegu verði allan ársins hring. -GLM Bónus heldur stöðu sinni sem ódýrasta matvöruverslunin á höfuöborgar- svæðinu en Nóatún er dýrasta verslunin samkvæmt könnun DV. Spamaður í þvottahúsinu Það er af sem áður var er erlend- ir ferðalangar furðuðu sig á óþrifn- aði íslenskrar alþýðu. í dag em ís- lendingar kattþrifnir og þykir sum- um nóg um. Ástæða er til að ætla að íslendingar noti, líkt og margar vestrænar þjóðir, alltof mikið af alls kyns hreinsiefnum og þvottaefnum. í þvottaefnum eru ýmis efni sem eru óæskileg fyrir lífrikið. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að þvottur með of miklu þvottaefni sé sú athöfn sem valdi einna mestum skaða á umhverfinu. Þeir sem hugsa vilja um umhverf- ið ættu því að hafa þá gullnu reglu í huga að best er að nota sem minnst af þvottaefni. Villandi leiðbeiningar Ofnotkun þvottaefha og mýking- arefna er býsna almenn hérlendis enda mæla framleiðendur sumra efna með of drjúgum skammti fyrir hvert kíló af fatnaði. Yfirleitt má reikna með að 10 g af þvottaefni nægi á hvert kíló af þurrum þvotti eða u.þ.b. 40-50 g í fulla þvottavél. Dæmi eru um að framleiðendur mæli með tvöföldu því magni eða meira. íslenskar aðstæður Skömmtun þvottaefnis er oft mið- uð við hart vatn, sérstaklega ef þvottaefnið er erlent. Hart vatn er kalkríkt. Islenska vatnið er hins vegar mjúkt og því er okkur óhætt að nota mun minna þvottaefni en sumir framleiðendur mæla með. Með því að minnka notkun þvotta- efnis leggjum við okkar af mörkum í umhverfisvernd og drögum jafn- framt úr sóun. Umhverfisvæn efni Framleiðsla umhverfisvæns þvottaefnis hefur verið blómleg á undanförnum árum. Þegar metið er hvort þvottaefni verðskuldi um- hverfismerki er m.a. tekið tillit til þess af hvaða tegund yfirborðsvirk sápuefni þess eru. Þau eiga að brotna hratt niður og mega ekki mynda önnur skaðleg efnið við nið- urbrotið. Notkun fosfats á lika að vera takmörkuð, sem og notkun Gullna reglan við þvott er að nota sem minnst af þvottaefni. bleikiefha, ilmefna og litarefna. Ofnæmissjúklingar ættu að gæta vel að því að þau þvottaefni sem þeir nota innhaldi ekki efni sem valdið geta ofnæmiseinkennum, s.s. hvata, ilmefni, ljósvirk bleikefni og litarefni. ast notuð ýmis efni sem eru um- hverfinu óholl, t.d. klór. Neytendur ættu einnig aö skoða hvaða efni eru notuð í hinum mismunandi fata- hreinsunum og hver þeirra valda minnstum skaða á umhverfinu. -GLM (M.a. byggt á Grænu bókinni) Efnalaugar Sum föt má ekki þvo með venju- legum hætti heldur verður að senda þau í efnahreinsun. Þeir sem vilja vera sérstaklega umhverfisvænir ættu að hafa það í huga við val á fatnaði að við efnahreinsun eru oft- Sparn- aðarráð Við íslendingar njótum þess að íslensk orka er að miklu leyti hrein orka. Slíku er því miður ekki að heilsa víða erlendis. Þar er orkan t.d. framleidd með kolum, olíu eða jarðgasi sem veldur mengun. Flestir geta þó dregið eitthvað úr orkunotkuninni, sama hvort þeir búa hérlendis eða erlendis. Matséld er ein orkufrekasta að- gerðin á heimil- unum. Þess vegna er áríð- andi að orka sé spömð við matseld. Kveikið ekki á ofninum fyrr en sett hef- ur verið inn í hann. Þíðið frystar vörur í kæliskáp, þá nýtist kuldinn fiá þeim til orku- spamaðar. Notið eins lítið vatn i pottana og þið komist af með. Hafið Ijósin slökkt í herbergjum þar sem enginn er. Hafið glugga ekki opna nema þess sé þörf. Best er að lofta út með þvf að galopna gluggana í dálítla stund en loka þeim svo aftur áður en kólnar í íbúðinni. Þegar við erum stödd erlendis megum við yfirleitt búast við þvi að talsverð mengandi orka hafi farið í að hita upp vatnið sem við notum. Þess vegna er til dæmis ráðlegt að fara frekar í stutta sturtu en bað. Heitt vatn á alls ekki að renna að óþörfu, t.d. við uppþvott. Æskilegt er að þvottur sé þurrk- aður utandyra sé það hægt. Tauþurrkari gleypir nefnilega mikla orku. Umhverflsvæn á ferðalaginu Mikilvægt að hafa í huga þegar ferðast en Skiljum aldrei eftir rusl á víða- vangi. Förum variega með eld úti í nátt- úrunni. Eldur í gróðurlendi getur valdið óbætanlegu tjóni. Einkum er ástæða til að fara varlega með sígarettur og grillkol. Ökum aldrei utan vega. Skemmdir á gróðri vegna akst- urs utan vega er erfitt að bæta. Fylgjum merktum stígum og gönguleiðum þar sem um slíkt er að ræða. Þegar farið er í ferðalög reynum við að takmarka notkun einnota umbúða og áhalda. -glm (Heimild: Græna bókin) vísir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.