Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Spurmngin Lesendur Hver finnst þér aö ætti aö veröa formaður Samfylkingarinnar? Anna Hallgrímsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki hugmynd um það. Ólafur ísaksson sérfræðingur: Össur Skarphéðinsson. Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkr- unarfræðingur: Össur Skarphéð- insson. Bjami Sveinsson nemi: Jóhanna Sigurðardóttir. Eggert Ámi Kristjánsson nemi: Michael Jackson. Vilborg Torfadóttir: Jóhanna Sig- urðardóttir, mér finnst hún æðisleg. Englar alheimsins: Fullur salur farandskugga Atriði úr Englum alheimsins. „Sterk og vel útfærö kvikmynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara,“ segir m.a. í bréfinu. Ragnar skrifar: Ég lét verða af því að sjá hina rómuðu kvikmynd, Engla alheims- ins, um síðustu helgi. Það er langt siðan ég hef séö íslenska kvikmynd í bíói, utan hvað ég sá Ungfrúna góðu og Húsið sem mér fannst mun betri mynd en ég átti von á og hefði ekki viljað missa af. Sannleikurinn er sá að íslenskar kvikmyndir, stuttmyndir, Sunnudagsleikhús og hvaðeina í formi hreyfimynda hafa ekki verið upp á marga fiska að minu mati (sem betur fer endur- speglar það heldur ekki neitt þjóð- armat, ég er þó svo sanngjam að játa það!). Uppistaðan hefur mestan part verið bert fólk og brennivín, slagsmál og pyntingar, litill texti og loðmæltur. Myndin Englar alheimsins brýtur blað í íslenskri kvikmyndagerð (enn að mínu mati). Þetta er mjög heilleg kvikmynd, með meitluðum texta, skörpum skilum, frábærlega tekin, mátulega íþyngjandi og reynir á ímyndunarafl áhorfenda, ef þeir nenna að setja sig inn í hugarheim sjúklinga sem þjást af ofurþunglyndi og allt til sjúklegrar truflunar á and- legri starfsemi sem stundum er nefnd brjálsemi. Þetta er sorgarsaga einstaklings og aðstandenda hans. Inn í myndina fléttast svo saga sjúkrafélaganna, kringumstæður þeirra og hugarburður og viðskipti þeirra við lækna og starfsmenn á geðsjúkrahúsinu Kleppi. Myndin er ein samfelld lýsing hrjáðra persóna sem gefur þó áhorfendum tilefni til að brosa að skrautlegum samtölum sem verða til við þessar aðstæður, ýmist heimspekilegum eða heimskulegum. Undirtóninn er ávallt sjúkur og verður aldrei sannfærandi fyrir áhorfendur, nema í þykjustunni. Og þá kemst áhorfandinn líka sem snöggvast í spor læknisins sem sjúklingurinn Páll átti samræður við og varaði hann (lækninn) við með því að benda honum á að héldu þeir samtali sínu áfram á „þennan veg“ væri stutt í að þeir skiptu um stól. Og það er ekki laust við að undir myndinni Englar alheimsins kunni manni að finnast salurinn fullur af „farandskuggum“ sem bíða einung- is eftir næsta brandara á tjaldinu þegar óspart er hlegið við raust. En Englar alheimsins er mjög sterk og vel útfærð kvikmynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Það er alls óvíst að svona góð íslensk mynd verði sýnd hér alveg á næst- unni. En hver veit? Konur í stjórnmálunum - fáar jafnokar karlanna Ásdls Guðmundsdóttir skrifar: Ég hlustaði á viðtal við þingkonu eina í morgunútvarpi Rásar 2 sl. þriðjudag. Þar var rætt um konur í stjómmálum og ýmislegt sem þeim tengist, m.a. hve þær væru einangr- aðar, t.d. á þingi, innan um alla karl- ana. Þær fyndu sig ekki fyrr en þeim fjölgaði og þær gætu stuðst við svip- aðar kringumstæður og karlarnir. Ég hef ekki nokkra trú á að kyn- systrum mínum ykist þróttur þótt þær kæmust í meirihluta, t.d. á Al- þingi. Það sem veikir konur í stjóm- málum er eigin vanmáttarkennd, rétt eins og gerist um karla. Á Alþingi em hins vegar ekki margar upplits- djarfar konur en þær sem em það hafa í fullu tré við karlkyns þing- menn og eru fyllilega jafnokar þeirra. Ég tek núverandi dómsmála- ráðherra sem dæmi. Einnig Siv Frið- leifsdóttur og Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Hið sama á við í flestum löndum. Konum er hins vegar yfirleitt ekki lagið að beygja sig undir stjórnmála- legan aga á borð við karlmenn. Mar- grét Thatcher hin breska kunni þetta þó og varð því vel ágengt. Indira Gandhi og Madeleine Albright sömu- leiðis. Þær vældu heldur aldrei. Tuö og væl er ekki til framdráttar kon- um. Því ættu konur sem vilja vera í stjómmálum, hér eins og annars staðar, að hætta að vorkenna sér á opinbemm vettvangi. Sameiginlegar sættir manna og náttúru Þorsteinn Hákonarson skrifar: Friður innan sama samfélags byggir á því að menn geti gengið til sátta. Orsakir ófriðar tilheyra samstæðum sátt- um. Raunhæf lausn fyrir allt mannkyn til friðar er að geta bæði gengið til sameig- inlegra sátta og til aðgreindra sátta að vali og uppruna. Forsenda bæði sameiginlegrar sáttar og aðgreindr- ar er að við sjáum fram á tæknileg- ar lausnir til þess að sjá fyrir okkur svo mörgum, án þess að ofbjóða sambýlisnáttúru jarðar. Vistkerfi jarðar á einn óvin, hann fUÍg[j[Rnrg)/& þjónusta allan sólarhringinn Þorsteinn Hákonarson. f \ H r)j~) r-1 snt mynd af §r með bréfum sínum sem frt verða á lesendasíðu „Vistkerfi jarðar á einn óvin, hann er okk- ar eigin vangeta, ósátt og siöleysi vilj- ans,“ segir Þorsteinn m.a. í pistli sínum. - Loftmengun f Malasíu. er okkar eigin vangeta, ósátt og sið- leysi viljans. En hver erum við? Við erum tegund sem lifir af vegna upp- safnaðrar þekkingar. Við sköpum þekkingu og skráum með því að hugsa fyrst og nota litla orku í það áður en við notum mikla orku i framkvæmdir. Við erum teg- und með mikla þekkingu á vistkerfi sitt undir fjölþættri sérhæfingu einstaklinganna. Við erum tegund tvíþættra erfða. Annars vegar erfast gen okkar og hins vegar erfist þekking okkar milli kynslóða. Af leiðir að við meiri þekkingu fækkum við getnuðum en leggjum ofurkapp á líf þeirra sem fæðast sem aftur leiðir til þess að fjöldi okkar staðnar við mjög þekkingarmikla og siðaða menningu. Og það leið- ir til þess að fylgni við nýja sátt og nýtt tæknilegt vald hættir. Við hraðvirk samskipti um allan hnöttinn er vistkerfið orðið sameiginlegt. Að tilheyra hinu lifandi mannkyni veitir rétt til vals, rétt til frelsis og frelsi frá gagnkvæmu tómlæti í hvert annars garð. I reynd setjum við upp netskráningu ein- staklinga mannkyns með þeim for- sendum sem hver vill til greina og viðurkenna. Siðan höldum við í frelsi einstaklinganna með því að skírskota til þessarar staðreyndar. jov Vegalagning um hálendið Snæbjörn hringdi: Það má furðu sæta að ekki skuli hafa verið lögð meiri áhersla en raun ber vitni á að leggja uppbyggðan veg frá þéttbýlinu hér suðvestanlands um hálendið til Austfjarða. Sá vegur er meira en timabær. Ég minnist þess að hafa lesið um forsendur slíkrar vega- lagningar fyrir mörgum árum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hlust- aði á viðtal við Trausta Valsson á Skjá einum nýlega en þar ræddi hann ýms- ar skipulagshugmyndir hér í og út frá Reykjavík. Mig minnir nefnilega að sá sami Trausti Valsson hafi skrifað um þennan mögulega hálendisveg. Það væri fróðlegt ef hann eða aðrir viðruðu þessa hugmynd á ný nú, þegar svo mik- ið er rætt um Fljótsdalsvirkjun og upp- byggingu iðnaðar á Austurlandi. Hlaupari í myrkri Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Grinda- vík, hringdi frá Keflavíkurvegi: Það munaði engu að ég keyrði yfir mann hérna á Keflavíkurveginum i myrkrinu rétt áðan. Ég er að keyra heim til Grindavíkur. Maðurinn hljóp hérna á malbikinu rétt við Straumsvík. Hann var ekki með nein endurskins- merki eða annað til að láta á sér bera. Stundum rása bílar út í kantinn og þá geta orðið slys þegar menn koma út úr myrkrinu eins og þessi. Hvað eru menn að hlaupa á vegi eins og Keflavíkurveg- inum? Og hvemig stendur á að menn nota ekki endurskinsmerki lengur? Stóru fyrirtækin í fallhættu? Halldór HaUdórsson skrifar: Manni sýnist sem nú sé að verða einhver breyting á hjá sumum stóru fyrirtækjanna hér á landi hvað varðar afkomuhorfúr. Það sést nú þegar að sum fyrirtæki era í þann veginn að senda frá sér afkomuviðvaranir og hafa Tryggingamiðstöðin og SÍF bæði varað við verri afkomu hjá sér. Trygg- ingamiðstöðin hefur sérstaklega varað við óhóflegri bjartsýni um afkomu sið- asta árs og það þýðir á mannamáli að fleiri fyrirtæki gætu verið í fallhættu. Ef þetta verður tilhneigingin á næstu vikum, að fyrirtæki sendi frá sér spá um verri afkomu síðasta árs og svo aft- ur um fyrri hluta þessa árs, þarf ekki að spyrja að leikslokum í verðbréfa- bransanum hér. Og á meðan stjómvöld fara sér hægt í að ráðast að rótum við- skiptahallans þá sígur stöðugt á ógæfu- hliðina i efnahagsmálum okkar. Flugmenn fýrstir af staö Ó.S.P. skrifar: Eins og alþjóð er nú kunnugt hafa flugmenn fengið 12% launahækkun og samið um sérstakar innbyrðis breyting- ar á starfsaldurslistum sínum sem við almenningur kunnum nú ekki skil á. En allt í allt fá flugmenn 12% hækkun launa, hvemig sem það fékkst fram. Flugmenn em því fyrstir af stað með því að semja um kauphækkun sér tU handa. Og það sem merkilegt er; verkalýðsfor- ustan hefur eiginlega tjáð sig samþykka þessum fyrstu launahækkunum á nýju ári. Það þýðir að verkalýðsfélögin munu ekki ætla sér minni hlut en flugmenn. Það verða þvi ekki nein 3% sem laun- þegar mega búast við í næstu kjara- samningum, flóram sinnum það, eða meir. Og yrðu þó ekki ofsælir af. Þeir litlu í „limmanum" Guðný hringdi: Rétt nokkur orð um fréttina í DV í dag (þriðjudag) um bamadrykkjuna í limósinu-bUnum. - Er þessi þjóð ekki orðin ein vitleysinganýlenda, ég bara spyr? Móðir eins drengsins segir að henni hafi þótt margt vitlausara en að bömin hefðu slegið saman tU að rúnta í klukkutima í glæsivagni! Og svipað viðhorf kemur fram hjá eiganda glæsi- kerrunnar. Ég er fegin að vera ekki eins innréttuð og þessi móðir og vitna nú tU Biblíunnar þar sem segir: „Ég þakka þér guð íyrir að vera ekki eins og aðrir menn“. En að þessu slepptu er ég svo undrandi á siðleysi og fávita- hætti foreldra hér yfirleitt að það er mitt mat að enginn íslendingur ætti að hafa rétt tU að ala upp barn. Þeir ættu að fá þau hálfvaxin og öguð erlendis frá tU þess að geta kennt foreldrum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.