Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 33 Myndasögur Fréttir ~voff( ^ I1// TlFlfer3 © æiæS*. Atvinnumál í Stykkishólmi Enginn atvinnu- laus frá því á síöasta vori DV, Vesturlandi: Mjög bjart er fram undan í at- vinnumálum í Stykkishólmi, að sögn Einars Karlssonar, formanns Verkalýðsfélags Stykkishólms. Þar hefur enginn verið á atvinnuleysis- skrá síðan í fyrra- vor. „Atvinnuástandið hér í Stykkishólmi hefur verið gott í _. ,, . haust og vetur og Einar Karlsson. -g sé ekki fram | annað en það verði gott áfram. Ég er ekki frá því aö atvinnuástandið sé betra en það hefur verið undan- farin ár. Hörpudiskurinn klárast r um miðjan febrúar og þá tekur bol- fiskurinn viö og þetta er það sem er hvað sveiflukenndast, sjávarútveg- urinn og svo framkvæmdirnar," sagði Einar. Einar segir ástæðuna fyrir því að ástandið er orðið svona gott að menn séu orðnir stöðugir í bolfisk- inum og svo er einnig verið að huga aftur að rækju eins og var. „Við vor- um með rækjuverksmiðju héma og hún fer vonandi í gang þegar líður á veturinn. Ég veit ekki hvort fram- kvæmdir verða eins miklar og í fyrra en þá voru miklar fram- kvæmdir við hitaveituna." -DVÓ Stöövarhreppur: Fyrsta íslenska íþróttahússgólfið Fyrir rúmu ári ákvað sveitar- stjórn Stöðvarhrepps að byggt skyldi íþróttahús. í dag stendur það fullbúið til notkunar og bæt- ir úr brýnni þörf. Gólf hússins, sem er úr hlyni, mun vera fyrsta íslenska íþróttagólfið og kemur frá Parket og gólf f Reykjavík en er framleitt af Aldin á Húsavík. Kristmann Jónsson, fyrsti íþróttakennari Stöðfirðinga, tók fyrstu skóflustunguna fyrir 9 mánuðum. Ákveðið var að láta fara fram svokallað alútboð, en þar er hönnun og bygging hússins frá grunni innifalin. Nokkur tilboð bárust og átti Ævar Ármannsson, húsasmiðameistari á Stöðvar- firði, lægsta tilboðið og var því tekið. Arkitektastofan Arktís teiknaði húsið og Örvar Ár- mannsson hannaði raf- magnsteikningar en Jóhann Pét- ur Jóhanns lagði rafmagnið. Við- ar Jónsson gróf fyrir húsinu. Lars Gunnarsson múraði og Véla- verkstæði KFFB sá um pípulagn- ir. Útboðsgerð og umsjón með byggingu hússins hafði Valgeir Kjartansson frá Hönnun og Ráð- ^ gjöf á Reyðarfirði. Húsið er lím- tréshús frá Flúðum, klætt ylein- ingum og er salur hússins 31 x 17 metrar, eða um 527 fermetrar. Þá er þjónusturými um 110 fermetr- ar og á lofti þjónusturýmis er um 100 fermetra ófrágengið rými, þar sem fyrirhugað er að hafa þrek- sal, ljós og gufu í náinni framtíð. Húsið bætir úr brýnni þörf þar sem inniaðstaða til íþróttaiðkana hefur verið léleg, en kennt hefur verið í Samkomuhúsi Stöðvar- fjarðar þegar veður hefur hamlað útiíþróttaiðkunum. Sveitarstjórn lagði þau rök til grundvallar að þetta myndi gera staðinn byggilegri og einnig blása nýju lífi í íþróttaiðkun í þorpinu. ' Af því tilefni hafa sveitastjóri og oddviti ákveðið að sýna gott for- dæmi og báðir pantað fasta tíma í húsinu og hyggjast minnka um- fang sitt og ummál til muna. -GH '& •H m □ f Nei. eíginlega ekki. Rúna. Hann ^ var í vinnu einu sinni, en hann var J ^rekinn eftir tvo daga! Hann bölvaói svo s.vakalega! c Ertu frá DV? Það hlýtur að vera einhver misskilningur því við báöum ekki um Ijósmyndara. Síðustu dagar! Lane Mörkinni 4 • 108 Rcykjavík Siini: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is Við styðjum við bakið á þár!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.