Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000
Fréttir
Stuttar fréttir ðv
Krafa á hendur Einari Kárasyni rithöfundi:
Heimtar hlutdeild
í Djöflaeyjunni
- segist eiga söguna og hafa skapaö persónurnar
an hefði aldrei orðið til án mín,“ erindi varðandi kröfu Þórarins Ósk- aðra eins vitleysu. Þetta getur ekki
sagði Þórarinn Óskar. ars þegar DV ræddi við hann í gær- verið satt,“ sagði Einar Kárason.
Einar Kárason rithöfundur kann- kvöldi á heimili hans í Berlín í -EIR
aðist ekki við að hafa fengið nokkuð Þýskalandi: „Ég hef aldrei heyrt
Þórarinn Óskar Þórarinsson meö danska útgáfu af Djöflaeyjunni og mynd af Jósefínu langömmu sinni: - Jósefína
sér um sina. DV-mynd Teitur
VR semur um markaöslaun til fjögurra ára:
Hefur ekki kynnt sér samninginn
- segir Magnús L. um gagnrýni formanns VMSÍ
Þórarinn Óskar Þórarinsson,
þekktur sem Aggi, hefur farið þess á
leit við Einar Kárason rithöfund að
hann láti af hendi hljóðritanir sem
hafa að geyma frásögn hans sem
Einar síðan notaði við samningu
Djöflaeyjunnar.
„Þjóðin er búin að vera að velta
sér upp úr þessari sögu og
skemmta sér yfir henni í heil 15 ár
án þess að ég hafl fengið krónu í
minn hlut. Ég er upphaf þessarar
sögu og skapaði þær persónur sem
öU þjóðin þekkir í dag. Mér finnst
ekki nema eðlUegt að ég fái segul-
bandsspólumar með frásögn minni
enda keypti ég þær sjálfur á sínum
tíma,“ sagði Þórarinn Óskar í gær-
kvöldi. „Ég er hins vegar ekki tU-
búinn tU að tjá mig um það á
hvem hátt ég krefst hlutdeUdar í
þeim ágóða sem Djöflaeyjan hefur
skUað,“ sagði Þórarinn Óskar en
sem kunnugt er hefur bók Einars
Kárasonar, um skyldmenni Agga í
bröggunum í Reykjavík, verið
kvikmynduð og bókin þýdd á fjöl-
mörg tungumál. „Jóseflna sér um
sína var langamma mín vön að
segja og átti þar við að aUir fengju
sitt á endanum. Ætli það eigi ekki
einnig við í þessu dæmi. Djöflaeyj-
Á tvöföldum
hámarkshraða
Ökumaður rauðs sportbíls
stofnaði sjáifum sér og öðrum í
mikla hættu, að sögn lögreglunn-
ar í Hafnarfirði, er hann ók á 180
km hraða eftir Reykjanesbraut-
inni um hálf eitt í gærdag. Há-
markshraði þar er 90 km. Lög-
reglan í Hafnarfirði var við hefð-
bundið eftirlit við Reykjanes-
brautina þegar bUlinn þaut fram
hjá en hún náði ekki bílnum og
því komst ökumaöurinn undan.
íkveikja á
ísafirði
Eldur kom upp í geymsluskúr
við Skutulsfjarðarbraut á Isa-
firði um klukkan sjö í gærmorg-
un. SlökkvUiðið var kaUað út og
náði að slökkva eldinn, sem aðal-
lega logaði í netadræsum, á
skömmum tíma. Reykræsta
þurfti skúrinn sem er í eigu
Netagerðar Vestfjarða. Talið er
að um íkveikju hafi verið að
ræða því ummerki fundust við
annan skúr í nágrenninu sem
bentu tU þess að reynt hefði ver-
ið að kveikja í honum líka. Lög-
reglan á ísafirði er með málið til
rannsóknar og óskar eftir hugs-
anlegum vísbendingum um
grunsamlegar mannaferðir á
svæðinu milli klukkan fjögur og
sjö aðfaranótt sunnudags.
Árekstur á
Hafnarfjarðar-
vegi
Harður árekstur varð á mót-
um Lækjarfits og Hafnarfjarðar-
vegar um kl. 13.50 í gærdag. Báð-
ir bílamir skemmdust mikið og
þurfti að flytja þá á brott með
kranabíl. Betur fór þó en á
horfðist því ökumenn og farþeg-
ar voru fluttir á slysadeild með
einungis minni háttar meiðsli.
„Það er brotiö blað við gerð þessa
samnings um markaðslaun sem er
nýjung hér á landi,“ segir Magnús
L. Sveinsson, formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur sem á
laugardag gekk frá kjarasamning-
um fyrir félagsmenn sína fram til
ársins 2004.
„Lægstu launin hækka á einu ári
úr 67 þúsund krónum upp i 90 þús-
und, eða um 35%. Ég sá aö Björn
Grétar (Sveinsson, fomaður VMSÍ)
gerði stóra athugasemd í sjónvarp-
inu við okkar samning, sem mér
sýnist nú að hann hafi ekkert kynnt
sér, því hann sagði að við værum að
semja um kaupmáttarrýmun. Það
fór ekki fram hjá neinum að Björn
fór sjálfur með kröfu til vinnuveit-
enda fyrir mánuði um að lægsti
taxtinn hækkaði upp í 78 þúsund. Ef
hann telur að við séum aö semja um
kaupmáttarrýmun með því að
hækka lægstu launin um 23 þúsimd
krónur, hvaða orð ætlar hann þá að
hafa yfir það að hækka þau um 11
þúsund eins og hann vildi skrifa
undir?“ spyr Magnús.
Hvati til sparnaðar
VR samdi m.a. um 3,8% almenna
launahækkun og um 50 mínútna
styttingu vinnuviku afgreiðslufólks,
sem svarar þriggja prósenta launa-
hækkun að sögn Magnúsar og um
30 mínútna styttingu hjá skrifstofu-
fólki.
„Við sömdum um það að vinnuveit-
endur greiði 2% í lífeyrissjóð á móti
2% greiðslu félagsmanna. Lifeyririnn
fer þannig í 14% sem er mjög þýðing-
armikið tryggingalega séð en er ekki
sist hvati um spamað sem við þurfum
á að halda þegar menn era að vand-
ræðast við að ná tökum á veröbólg-
unni,“ segir Magnús.
Magnús segir að bil hæstu og
lægstu launa og launabil milli kynja
hafl aukist mikið á síðustu árum en
að markaðslaunakerfinu sé ætlað að
draga úr því. „Markaðslaunin eiga
að taka mið af launaþróun á mark-
aðnum samkvæmt launakönnunum
sem verða gerðar. Vinnuveitendur
eiga að taka mið af þeim og í sam-
tali við launþega en ef það gerist
ekki er gert ráð fyrir að launanefnd
geti gripið þar inn í,“ segir hann.
VR hefur samið sérstaklega við
flugfélagið Atlanta um 100 þúsund
króna lágmarkslaun. -GAR
20-25 flóttamenn
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur lagt
til að tekið
verði á móti 20
til 25 erlendum
flóttamönnum í
sumar. Tillagan
var samþykkt á
fundi ríkis-
stjómarinnar á
fóstudag. Á næs
auglýst eftir sveitarfélagi sem hef-
ur áhuga á því að taka við flótta-
mönnunum. Mbl. greindi frá.
Hætta takmörkun
Landsvirkjun hefur ákveðiö að
hætta takmörkun á afhendingu
afgangsorku til stóriðju. Verð-
þrepshækkun á ótryggðu raf-
magni til almenningsveitna verð-
ur afnumin á sama tíma. Ástæða
þessa er fyrst og fremst góð staða
á vatnsbúskapnum, betri en verið
hefur undanfarin misseri. Dagur
greindi frá.
Fagna kvenráðherrum
Jafnréttisráð samþykkti á
fyrsta fundi sínum á árinu að
fagna þeirri breytingu sem oröið
hefur á hlut kvenna í ríkisstjórn-
inni, þar sem konur eru nú þriðj-
ungur ráðherraliðsins en voru að-
eins tiund í síðustu tveimur ríkis-
stjómum. Dagur greindi frá.
Skýr afstaða
Sigurbjörn Sveinsson, fonnað-
ur Læknafélags íslands, segir að
ekkert í rekstrarleyfi íslenskrar
erfðagreiningar vegna miðlægs
gagnagrunns á heilbrigðissviði,
reglugerð um gagnagiunninn eða
í samkomulagi ráðuneytisins og
íslenskrar erfðagreiningar gefi
tOefni til að Læknafélagið endur-
skoði afstöðu sína til málsins.
RÚV greindi frá.
Gagna leitað
Dómsmálaráðuneytið hefur
beðið fimm
stofnanir um að
leita gagna frá
upphafsdögum
Geirfinnsmáls-
ins. Þessi
beiðni ráðu-
neytisins kem-
ur í kjölfar þess
að Magnús Leó-
poldsson krafðist upplýsinga um
það hvemig hann dróst inn í
Geirfinnsmálið árið 1974. Aðeins
lítill hluti skjala er tengja Magnús
við málið var notaður fyrir dómi
en rúmlega 300 síðna er saknað.
Ríkissaksóknari hafði áður hafn-
að því að leita gagna varðandi
hlut Magnúsar í málinu og telur
Magnús því hlut dómsmálaráðu-
neytis afar mikilvægan. RÚV
greindi frá.
Ráðinn forstjóri
Haukur Ingibergsson, skrif-
stofustjóri i fjármálaráðuneytinu
og fyrrum formaður 2000-nefndar-
innar, hefur verið ráðinn forstjóri
Fasteignamats ríkisins frá og með
1. febrúar og Magnús Ólafsson,
núverandi forstjóri, mun taka við
starfi framkvæmdastjóra Fast-
eignamats ríkisins.
Samræmd stúdentspróf
Samræmd stúdentspróf verða
haldin í fyrsta skipti skólaárið
2003-4 og unnið verður að stefnu-
mótun og gerð framkvæmdaáætl-
unar um að stytta nám á bók-
námsbrautum til stúdentsprófs úr
fjórum árum i þrjú að því er fram
kemur í nýrri verkefnaáætlun
menntamálaráðuneytisins vegna
áranna 1999-2003. Mbl. sagði frá.
Nýjar verklagsreglur
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráð-
herra, segir að
verið sé að
vinna að hug-
myndum um
nýjar verklags-
reglur sem m.a.
varða kaup
starfsmanna
fjármálastofnana á óskráðum
hlutabréfum. Mbl. sagði frá. -hdm
Magnús L. Sveinsson og fulltrúar viðsemjenda Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur gengu frá nýjum kjarasamningi á laugardag.