Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Afmæli Jósefína Gísladóttir Jósefina Guörún Glsladóttir kaupmaður, Sunnuholti 2, Isafirði er sextug í dag. Starfsferill Hún er fædd á ísafirði og hefur búið þar alla tíð. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á ísafirði og lauk landsprófi 1956. Jafnframt stundaði hún nám við Tónlistarskóla ísa- fjarðar 1951-56. Að skólanámi loknu dvaldist hún um eins árs skeið við enskunám í Brighton í Englandi. Að námi loknu hóf hún störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma og starfaði þar, lengst af sem varðstjóri til ársins 1977, aö hún hóf störf við verslunarfyrirtæki sitt og eigin- manns sins, Hamraborg. Jósefína hefur tekið virkan átt í félagsmálum ísfirðinga, í Sjálfstæð- isflokknum frá tvitugsaldri, verið þar formaður Sjálfstæðiskvennafé- lags Ísaíjarðar og átt sæti í stjóm Landssambands sjálfstæðiskvenna, í kjördæmisráði um árabil og á framboðslista flokksins í bæjar- stjóm, auk þess hefur hún starfaði í kvenfélaginu Hlíf, i ITC-deildinni Sunnu og stóð að stofnun og var fyrsti formaður Zonta- klúbbsins Fjörgynjar svo og var hún félagi í Styrkt- arsjóði um byggingu tón- listarhúss á ísafirði og formaður þess um skeið. Þá var hún um nokkura ára skeið í stjóm Neyt- endafélags ísafjarðar og nágrennis og i undirbún- ingshópi um könnun á at- vinnumálum kvenna á ísafirði, sem leiddi m.a. af sér stofnun Atvinnu- þróunarfélags Vestijarða. Fjölskylda Jósefína giftist Úlfari S. Ágústs- syni í ísafjarðarkirkju 13.2. 1960 og eiga þau því ijörutíu ára hjúskap- arafmæli nú í febrúar. Foreldrar Úlfars eru Guðmundína Bjamadótt- ir frá Gautshamri í Steingrímsfirði og Guðmundur Guðni Guðmunds- son rithöfundur, fæddur á ísafirði en nú búsettur í Kópavogi. Kjörfaðir Úlfars var Ágúst Jör- undsson sjómaður, fæddur á Flat- eyri en búsettur á ísafirði lengstan hluta ævinnar. Böm þeirra Jósefinu og Úlfars em Gautur Ágúst, f. 2.11. 1961, d. 10.12. 1978; Gísli Elís, f. 4.3. 1969, fram- kvæmdastjóri en kona hans er Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir; Úlfur Þór, f. 3.10. 1974, verslunar- stjóri; Axel Guðni, f. 16.3. 1978, háskólanemi en sambýliskona hans er Thelma Hinriksdóttir. Systkini Jósefínu eru Jóna Gréta, f. 19.5. 1945, smurbrauðsdama, gift William C. Kinsley fast- eignasala og em böm þeirra Mar- grét veitingahúsaeigandi, gift James Baggetta, Melissa, húsmóðir og tryggingasölumaður, gift Dennis Gravelle en þau eiga fjögur böm, Marco tölvunarfræðingur, giftur Jolanda og Melody nemi í foreldra- húsum en þau eru öll búsett í Al- bany í New York i Bandaríkjunum; Þórarinn Þorbergur, f. 9.5. 1947, pí- anóleikari í Reykjavík, en dóttir hans og Bám Arinbjamardóttur er Margrét Palestini, húsmóðir í Kali- fomíu, og böm Þórarins og Magneu Óskarsdóttur húsmóður eru Ingi- björg Rós húsmóðir og Gísli Þór iðnverkamaður en þau búa öll í Keflavík. Foreldrar Jósefinu voru Gísli Elís Einarsson, f. á ísafirði 22.7. 1911, d 26.9. 1967, verslunarmaður hjá Kaupfélagi ísfirðinga, og k.h., Mar- grét Þórarinsdóttir, f. í Þernuvík i Ögursveit 25.6. 1915, d. 29.4. 1988, húsmóðir. Ætt Gísli var sonur Einars Guð- mundssonar, skósmiðs á ísafirði, og k.h., Svanhildar Jónsdóttur. Svan- hildur átti eina dóttur fyrir hjóna- band, en saman áttu þau Einar ell- efu böm. Eitt þeirra er enn lifandi, Þórður Helgi Einarsson f. 11.7. 1908, verslunarmaður, nú búsettur á Hlíf á Isafirði Margrét var dóttir Þórarins Guð- mundssonar, útvegsb. í Ögumesi, og k.h., Sigrúnar Sigurðardóttur, en þau áttu tíu böm og er eitt þeirra á lífi, Hermannía Kristín, f. 24.11. 1926, í Ögumesi. Jósefina býður til afmælishófs á komandi sumri þegar hún og eigin- maður hennar halda sameiginlega upp á sextíu ára afmælið og fjörutíu ára brúðkaupsafmæli. Jósefína Guðrún Gísladóttir. Fréttir Halló Akm’eyri með öðrum formerkjum: Unglingabrennivminu verður hellt niður - hátíöin haldin á okkar forsendum, segir formaöur verkefnisnefndar bæjarins DV, Akureyri: „Tildrög þess að verkefnisnefndin var skipuð voru m.a. þau að margar kvartanir bárust vegna hátíðarinn- ar, aðallega frá íbúum í nágrenni við fjölmennustu tjaldsvæðin. í leikjum, tjaldsvæði verða áfengis- laus og lágmarksaldur inn á þau 16 ár nema í fylgd fullorðinna, svo eitt- hvað sé nefnt. Greinilegt er að höfða á til ann- arra aldurshópa að mestu en gert hefur verið en hátíðin Halló Akur- eyri fékk í upphafi það orð á sig að vera drykkjuhátíð barna og ung- linga. Ástandið fór þó batnandi en ekki nóg eins og sjá má af tillögum verkefnanefndarinnar. Þórarinn B. Jónsson segir að skiljanlega sé ekki hægt að meina unglingum að koma til bæjarins um verslunarmannahelgina. „Það verð- ur hins vegar að gerast á okkar for- sendum. Þá hefur það verið rætt að flytja tjaldsvæðin úr bænum og t.d. upp á golfvöll en það hefur ekki ver- ið ákveðið,“ segir Þórarinn. Verk- efnanefndin telur að gjaldtaka á tjaldsvæðum bæjarins verði að vera í samræmi viö nauðsynleg útgjöld við heilbrigðisþjónustu, löggæslu, hreinlætisaöstöðu og hreinsun. Þá leggur nefndin til að Akureyrarbær leggi fram allt að einni milljón króna umfram framlög fyrri ára gegn sambærilegu framlagi frá „hagsmunaaðilum" til þess að greiða fyrir frekari menningarlegri þátttöku í hátíðinni. -gk Eldsvoði í togara þessum kvörtunum voru m.a. áskor- anir um að leggja hátíðina niður en það er samdóma álit allra sem tóku þátt í starfi verkefnanefndar að halda þessu áfram en hátíðin verð- ur haldin á okkar forsendum. Þannig verður t.d. ekki liðin drykkja bama og unglinga og þeim gerð grein fyrir því áður en þau koma til bæjarins að öllu áfengi þeirra verði undantekningarlaust hellt niður,“ segir Þórarinn B. Jóns- son, formaður verkefnanefndar, um útihátíðina Halló Akureyri sem ný- lega hefur skilað af sér. Breyta á algjörlega ímynd Halló Akureyri og leggur nefndin m.a. til 9 atriði í því sambandi. Mikið verð- ur lagt upp úr fjölskyldusamveru, áhersla verður lögð á hljómsveita- val, gæsla verður margfölduð gagn- vart umferð, tjaldsvæðum og dans- Frá útihátíðinni Halló Akureyri. Nú verða áherslurnar aðrar og spornað gegn unglingadrykkju. Góðar. J' gjafir Barnabili Rafdrifnir 12 V bilar og fjórhjólf yrir 3-10 ára Vatnsbyssa Háþrýstivatnsbyss m/sápuhólfi tll að húsið, bílinn, gang- stéttina. Verð 2.800 í gjafapakkningu. liðna nótt. Skemmdir á skipinu er eru ókunn og er málið í rannsókn ekki taldar mjög miklar. Eldsupptök hjá lögreglu. -GLM Eldur kom upp í togaranum Örvari í gærkveldi og varð skipið að sigla til hafnar og leita aðstoðar slökkviliðs. DV-mynd S Plöstunarvél. Þú getur plastað allt sem þú vilt geyma. Ótrúlegt verð, frá 4.800-12.800. 3 Dalbrekku 22, simi 544 5770. Landhelgisgæslan fékk tilkynn- ingu um kvöldmatarleytið í gær um að eldur hefði komið upp í togaran- um Örvari sem staddur var út af Vestfjörðum en var á leið á veiðar í Flæmska hattinum. Landhelgis- gæslan sendi skip á móti Örvari en togarinn náði inn í Reykjavíkur- höfn áður. Eldurinn kom upp í vélarrúmi aftan við ljósavél. Áhöfnin reyndi fyrst sjálf að slökkva eldinn en þeg- ar það gekk ekki sem skyldi var rýminu þar sem eldurinn kom upp lokað og skipinu siglt til Reykjavík- ur. Þar var slökkvilið til taks og tókst því að slökkva eldinn, sem var töluverður en bundinn við rými bakborðsmegin, um kl. 2.30 síðast- Til hamingju með afmælið 24. janúar 90 ára Laufey Einarsdóttir, Bjarmalandi, Bakkafirði. 85 ára Daníel Eysteinssbn, Borgarbraut 65, Borgamesi. 80 ára Kristinn Guðmundsson, Þvottá, Djúpavogi. 75 ára Guðmundur Sigurjón Finnsson, Þórunnargötu 2, Borgamesi. Jón E. Aspar, Ásvegi 31, Akureyri. Jónatan Ólafsson, Lindasíðu 2, Akureyri. Magnea Hulda Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi lb, Keflavík. 70 ára Eiríkur Brynjólfsson, Hólabergi 38, Reykjavík. Guðrún Stefánsdóttir, Vallarbraut 6, Njarðvík. Gyða Gestsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavík. 60 ára Ester Finnsdóttir, Reynimel 72, Reykjavík. Tómas P. Eyþórsson, Kríuhóli, Akureyri. 50 ára Binh Thanh Hoang, Skipholti 30, Reykjavík. Jóhann Ólafsson, Egilsbraut 26, Þorlákshöfn. Jóna G. Bjarnadóttir, Bjarmalandi 9, Sandgerði. 40 ára Bjöm Hermann Jónsson, Fagrahvammi 2a, Hafnarfirði. Elín Guðrún Gunnarsdóttir, Klöpp, Akureyri. Elisa Ólöf Guðmundsdóttir, Leirutanga 4, Mosfellsbæ. Hrafnhildur Hartmannsdóttir, Öldugötu 42, Hafnarfirði. Jóna Gunnarsdóttir, Seiðakvísl 35, Reykjavík. Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Grænumýri 14, Seltjamarnesi. Matthildur Emudóttir, Hraunbæ 144, Reykjavík. Ólöf Svandís Árnadóttir, Lerkihlíð 3, Sauðárkróki. Róbert Melax, Hlíðarhjalla 27, Kópavogi. Sigurbjörg H. Pétursdóttir, Bakkahlíð 37, Akureyri. Sóley Herborg Skúladóttir, Dalalandi 7, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.