Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000
Útlönd
Poul Nyrup boð-
ar nýja hugsun
hiá krötunum
Poul Nyrup Rasmussen, forsæt-
isráöherra Danmerkur, ætlar sér
að breyta stjómmálunum og
leggja sig meira eftir hversdags-
vandamálum danskra kjósenda,
sem hann viðurkennir aö jafnað-
armannaflokkur hans hafi van-
rækt.
„Viö ætlum að venja okkur við
að hugsa eftir nýjum brautum.
Þetta snýst ekki lengur um að
segja að nú gerum við eitthvað
fyrir ykkur og að þið eigið bara
að vera þakklát, heldur um að
gera eitthvað með fólkinu. Ann-
ars virkar það jú ekki,“ segir for-
sætisráðherrann í viðtali við
Jyllands-Posten í gær.
Sjálfsagt veitir krötum ekki af,
því fylgiskannanir í tveimur blöð-
um í gær, Berlingske Tidende og
Politiken, sýna að fylgi forsætis-
ráðherrans og flokks hans heldur
áfram að minnka.
Norskur blaða-
maður sver af
sér allar njósnir
Norski blaðamaöurinn Stein
Viksveen vísar á bug að hann hafi
verið njósnari fyrir austur-þýsku
leyniþjónustuna Stasi, eins og
hann hefur verið ákærður fyrir.
Hann útilokar þó ekki að hann
kunni að hafa flækst í eitthvaö
sem hann hafði enga stjórn á.
„Að sjálfsögðu get ég ekki úti-
lokað að ég hafi Qækst í eitthvað.
En hversu vitlaus getur maður
verið?“ sagði Viksveen í samtali
við norska blaðið VG í gær.
Aftenposten sagöi í gær að
norska leyniþjónustan leitaði að
nýjum og haldbetri sönnunum
gegn Viksveen.
VG hefur heimildir fyrir því að
grundvöllurinn undir ákærunni á
hendur Viksveen sé afhending
leyniskjals frá NATO sem var
stimplaö inn í Berlín 1978. Þar
mun vera fjallaö um herstyrk
NATO í Evrópu og vopnabúnað.
Weizman neitar
að segja af sér
Ezer Weizman, forseti ísraels,
sagði í gær að hann heföi alls
ekki í hyggju að segja af sér emb-
ætti vegna fjármálahneykslis sem
hann er Qæktur í. Lögreglan
rannsakar málið sem snýst um fé
sem góðvinur Weizmans gaf hon-
um þegar hann gegndi embættum
þingmanns og ráðherra.
„Ég hef aldrei hörfað í átökum
og ég ætla ekki að gera það
núna,“ sagði hinn 75 ára gamli
forseti og fyrrum orrustuQugmað-
ur í sjónvarpsávarpi til ísraelsku
þjóðarinnar.
Lík herforingja
fannst í Grozní
Lík rússnesks hershöfðingja,
MikhaUs Malofejevs, fannst í
tsjetsjensku höfuðborginni
Grozní i gær. Hershöfðingjans
hafði verið saknað frá í síðustu
viku. Ljóst þykir að hann haQ
fallið í átökum.
Rússar lögðu allt kapp á að
finna hershöfðingjann, enda
höfðu uppreisnarmenn sagst hafa
handtekið hann og yfirheyrt.
Fjármálahneyksli kristilegra demókrata vindur upp á sig:
Mitterrand kost-
aði baráttu Kohls
Frangois heitinn Mitterrand, fyrr-
um Frakklandsforseti, rétti vini sín-
um Helmut Kohl, fyrrum Þýska-
landskanslara, hjálparhönd þegar
hann lét franska rikisolíufélagið
Elf-Aquitaine fjármagna kosninga-
baráttu Kohls árið 1994. Þetta kem-
ur fram í sameiginlegri rannsókn
sem þýska sjónvarpsstöðin ARD og
franska sjónvarpsstöðin France 2
stóðu fyrir.
Talsmaður Kohls vísaði ásökun-
um sjónvarpsstöðvanna þegar í stað
á bug og kaUaði þær „hvatningu til
pólitísks morðs“. í yQrlýsingu sem
Kohl sendi frá sér ítrekaði hann að
þeir Mitterrand hefðu aldrei rætt
um peninga í tengslum við kaup
franska olíufélagsins á olíuhreinsi-
stöðinni Leuna i fyrrum Austur-
Þýskalandi árið 1992. Þá ítrekaði
Kohl að hann hefði aldrei þegið fé
eða heyrt talað um mútugreiðslur.
Að sögn sjónvarpsstöðvanna
tveggja greiddi Elf-olíufélagið 43,6
milljónir evra í umboðslaun í
tengslum við kaupin á oliuhreinsi-
stöðinni. Þar af voru 15,4 evrur látn-
Helmut Kohl þráast enn viö aö segja
hverjir hafi stutt flokk hans meö
ólöglegum peningagjöfum aö and-
viröi hundraöa milljóna króna.
ar renna beint í kosningasjóöi
Kohls samkvæmt beinum fyrirmæl-
um Mitterrands. Ein evra jafngildir
um 73 krónum.
Að sögn heimildarmanns sem
starfaði með Mitterrand var féð
reitt af hendi „fyrir Evrópu", eins
og það var orðað.
Forystumenn Qokks kristilegra
demókrata, Qokks Kohls, hittust á
neyðarfundi í gær til að hlýða á
skýrslu endurskoðenda um leyni-
reikningana sem Kohl stjórnaði og
lagði inn á ólöglegar peningagjafir
til Qokksins.
Kohl vísaði á bug í gær sem
hreinum skáldskap fregnum
margra fjölmiöla um að hann væri
reiðubúinn að greina frá því hverjir
hefðu gefið gjafirnar ólöglegu.
Angela Merkel, aðalritari Qokks
kristilegra, sagði í gær að Qokkur-
inn myndi svipta hulunni af leyni-
reikningunum, með eða án Kohls.
„Ég er bjartsýn á að við munum
komast að hinu sanna í málinu,"
sagði Merkel i viðtali við sjónvarps-
stöðina ZDF.
Þusundír Búlgara komu saman i þorpinu Pernik suöur af höfuðborginni Sofíu í gær til aö dansa í þágu góðrar heilsu
og frjósemi. Fólkiö bar grfmur fyrir andlitinu og klæddist skrautlegum búningum úr dýraskinnum.
íbúar Madríd sýndu reiði sína í verki:
Milljón manns í göngu
gegn hryðjuverkum ETA
Rúmlega ein milljón manna gekk
um miðborg Madrídar, höfuðborgar
Spánar, í gær til að mótmæla nýjum
hryðjuverkum aðskilnaðarsamtaka
Baska, ETA.
José Maria Aznar forsætisráð-
herra, leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar og fyrrum oddvitar ríkis-
stjómarinnar fóru fyrir göngunni í
gær. Tvær bílsprengjur urðu einum
manni að bana í Madríd á Qmmtu-
dag og eru skæruliðar ETA grunað-
ir um verknaðinn.
Árásin á fimmtudag var hin
fyrsta sem ETA hefur staðið fyrir
frá því samtökin aQýstu fjórtán
mánaöa gömlu vopnahléi í desem-
ber síðastliðnum. Þar með voru að
engu orðnar vonir manna um að
endi yrði bundinn á hryðjuverk að-
Mótmælendur hrópa slagorö gegn
ETA, aöskilnaöarhreyfingu Baska á
Spáni, í mjög fjölmennri mótmæla-
göngu sem farin var í Madríd í gær.
skilnaöarsinna.
„Þetta er löng og erfið barátta fyr-
ir okkur öll,“ sagði Aznar forsætis-
ráðherra við fréttamenn. „Við mun-
um líða þjáningar en fara með sigur
af hólmi áður en yfir lýkur.“
Jóhannes Páll páQ tók undir for-
dæmingu á sprengjutilræðunum
þegar hann ræddi við pílagríma á
Péturstorginu í Róm og sagði þau
stein í götu þeirra sem leita að frið-
samlegri lausn.
Mótmælagangan í gær, þar sem
þátttakendur kölluðu liðsmenn ETA
morðingja, var hin stærsta sem far-
in hefur verið gegn aðskilnaðarsam-
tökunum frá árinu 1997. Þá tóku sex
milljónir manna þátt í mótmælum
gegn morði á bæjarfulltrúa í sjálfu
Baskalandi.
Stuttar fréttir i>v
Boðiö afturkallað
Framkvæmdastjóm Evrópu-
sambandsins hefur afturkallað
boð til Muammars KaddaQs Lí-
býuleiðtoga um að heimsækja
höfuðstöðvamar í Brussel. Mjög
skiptar skoðanir voru um heim-
boöið innan ESB.
Gore eykur forskotið
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, jók forskot sitt í gær fyrir
forkosningam-
ar sem verða í
New Hamp-
shire eftir að-
eins átta daga.
Gore fékk
stuðning 50 pró-
senta þeirra
sem ætla að
kjósa DemókrataQokkinn en
helsti keppinautur hans, Bill
Bradley, fékk 38 prósent. Hjá
repúblikönum hafði John McCain
naumt forskot á George W. Bush.
Tuglr drepnir í Alsír
Þrjátíu og tveir harðlínu-
múslímar og 25 hermenn týndu
líQ í sex daga bardögum í vestur-
hluta Alsírs, að því er dagblaðið
E1 Watan greindi frá í gær.
Þyrla hrapaði
Fjórar manneskjur voru Quttar
á sjúkrahús eftir að þyrla hrapaði
við Gjovik í Noregi skömmu eftir
hádegi í gær. Enginn er alvarlega
slasaður, að sögn lögreglunnar.
Bók um flugslys
Bók um það þegar vél Flugfé-
lags íslands fórst á Mýkinesi í
Færeyjum árið 1970 kemur út á 30
ára afinæli slyssins, að sögn fær-
eyska blaðsins Sosialurin. Höf-
undur er Færeyingurinn Grækar-
is Magnussen og hefur hann
rannsakað atburðinn undanfarna
sex mánuði.
Nýr forseti til vinnu
Gustavo Noboa, nýr forseti
Ekvadors, mætti til vinnu í for-
setahöllinni í
gær, daginn eft-
ir að hann
komst til valda.
Herinn, sem
rændi völdum á
laugardag
vegna megnrar
óánægju al-
mennings með efnahagsástandið,
afsalaði völdunum til Noboa sem
var varaforseti í stjórn fyrrum
forseta.
Klárir í slaginn
Breska landvamaráðuneytið
gerði í gær lítið úr fréttum fjöl-
miðla um að her landsins væri
nánast lamaður vegna íjárskorts.
Ráöuneytismenn sögðu herinn
kláran i slaginn með skömmum
fyrirvara.
Skæruliða minnst
Þúsundir norður-írskra lýð-
veldissinna gengu fylktu liði um
Belfast í gær til að minnast
skæruliða IRA sem var hengdur
fyrri nærri sextíu árum fyrir að
drepa lögregluþjón.
Batnandi samskipti
Vladímír Pútín, starfandi for-
seti Rússlands, sagði í sjónvarps-
viðtali í gær að
’nann liti á fyr-
irhugaða heim-
sókn Georges
Robertsons,
framkvæmda-
stjóra NATO, til
Moskvu sem
teikn um aö
samskiptin við bandalagið færu
batnandi. Mjög stirt hefur verið
milli Rússa og NATO frá því
NATO gerði loftárásir á
Júgóslavíu síðastliðið vor. Ro-
bertson er væntanlegur til
Moskvu um miðjan næsta mánuð.
SÞ fundar um Kongó
Forsetar nokkurra Afríkuríkja
sitja fund Öryggisráðs SÞ um
Kongólýðveldið sem haldinn er í
dag, að undirlagi Bandaríkja-
manna, sem þrýsta á frið.