Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Fréttir DV heimsækir Þorkel Steinar Ellertsson á Ármótum i Rangárvallahreppi: Ég man tímana tvenna - segir hann og íhugar aö selja jöröina eftir síðustu atburði Það var mikið umleikis þegar DV heimsótti Þorkel Steinar Ellertsson að Ármótum í Rangárvallahreppi síðdegis sl. fostudag. Undanfarna daga hafði verið unnið að því að flokka stóðið sem telur um 200 hross. Hryssur og unghross var búið að setja í tvo stóra hópa, hluti tamningahrossa var kominn á hús, svo og trippi og folöld. Hrossin stóðu í heyrúllum, ýmist á afmörk- uðum svæðum í nágrenni útihús- anna, í gerði og inni í hlöðu. Þeim eru nú gefnar út 25 rúllur annan hvem dag. Eftirlitsmaður kemur reglulega að Ármótum til að fylgjast með að fóðmn sé í lagi. Þegar DV-menn bar að garði var nýlokið við að moka út úr stíum í hesthúsinu. Þar hafði vatn lekið inn um nóttina, að sögn Þorkels Stein- ars, og því þurfti að hreinsa út. Sandur hafði verið settur í stíumar og síðan spænir sem Þorkell kom með úr Reykjavík þá um daginn. Tamningamaðm, Steinn Skúlason, sér um að hirða og temja á Ármót- um i vetur. Hópar í einangrun Það fyrsta sem bar fyrir augu þegar komið var að Ármótum var hópur hrossa sem stóð I heyrúllu í gerði við útihúsin. Þetta voru graðfolar og trippi, að sögn leið- sögumanns, sem haldið er í ein- angrun frá öðrum hrossum. Þau eru hluti stærri hóps sem haldið er í einangrun vegna gruns um salmonellusmit. Sá hópur hafði verið í hagagöngu í hólfl í Linda- bæ í haust. Næst lá leiðin inn í stóra hlöðu. Þar var vænn hrossahópur, eldri hross og eitthvað af folöldum. 1 fjósinu, sem er engin smá- smíði, 80 básar, gaf að líta fjölda nautgripa á öllum aldri. í öðrum helmingi fjóssins voru þeir bundn- ir á bás en í lausagöngu í hinum hlutanum. Deila má um hversu heppilegt það fyrirkomulag er, þar sem steyptur gangur er milli flór- rimlanna, þannig að skítur og bleyta ganga ekki niður. Nautgrip- imir í þeim helmingnum báru líka með sér að hafa skellt sér niður á ganginn til að hvíla lúin bein. Salmonelluvofan hangir nú yfir þessum nautgripum, eins og DV greindi frá um helgina. Fyrstu rannsóknir úr sýnum úr þeim benda til þess að sýking sé í þeim. Endanleg staðfesting á að liggja fyrir nú eftir helgina. Litskrúðugt stóð Enn fleiri nautgripir reyndust vera undir þaki á Ármótum heldur en sá fjöldi sem var í fjósinu. í öðru gripahúsi var slatti af eldri gripum og kálfum í stíum. Næst bar fyrir augu graðhesta og trippi í trippahúsi og loks lá leiðin í hesthúsið. Þorkell Steinar bóndi renndi í hlað í þann mund með sagpokana áðurnefndu. „Nú eru þeir líka farnir að kenna mér um að salmonellan komi héðan frá mér,“ sagði hann þegar hann hafði heilsað DV-mönnum. „Menn virðast vera búnir að gleyma því að hér fylltust allir skurðir af snjó í harðindakaflanum fyrir jól. Þá komu hingað hross frá nágrönnum sem við mðum að reka af okkur hvað eftir annað.“ Tveir stórir hópar hrossa voru í af- Einangrunarhópur í gerðinu við útihúsin. Grunur leikur á að þessi hross geti verið sýkt af saimonellu. DV-myndir GVA Egill Vilhjálmsson ehf. Smiðjuvegi 1 sími 564-5000 4x4, ssk., 5-6 manna, 8 feta pallur. Verð kr. 2.300.000 Dodge Grand Caravan, árg. 1994, Dodge Ram 2500 SLT Laramie Plus, árg. 2000, 4x4, vél 3,8, ek. 77 þús. km, ssk., grænn. rafdr. sæti og rúður. Verð kr. 1.650.000 Dodge Ram 2500 dísil, árg. 1996 4x4, dísil, rafdr. sæti, 4 dyra, CD, ssk., leðurklæddur. Einn með öllu. Verð kr. 4.150.000 Dodge Ram 2500 SLT Laramie, árg. 1998, 4 dyra.ssk., ek. 78 þús. km, rafdr. rúður. Verð kr. 3.150.000. Það er huggun í harminum að geta litið á þessa skildi og peninga, sagði bóndinn á Armótum þegar hann sýndi verðlaunin sem hann fékk fyrir kýr á sínum tíma. Mokað hafði verið út úr hesthúsinu, sem rúmar 34 hross, fyrr um daginn og sandur og spænir settir f stíurnar. Hér ræður Steinn Skúlason ríkjum í vetur. Hluti tamningahrossa var kominn á hús, svo og trippi og folöld. mörkuðum hólfum á árbakkanum út frá útihúsunum, hryssur og gelding- ar. Þorkell Steinar sagðist hafa lagt áherslu á að rækta fágæta liti, ásamt góðum hæflleikum. Þarna gaf að líta jarpvindótt, móvindótt, svartblesótt, jarpblesótt, húfótt og skjótt, svo eitt- hvað sé nefnt. Óneitanlega litskrúð- ugt stóð. Þorkell Steinar sagðist hafa í koll- inum hvernig flest hrossa hans væru ættuð. Svo héldi hann nákvæma skrá yflr ættirnar. Aðspurður um hvort Ármótahrossin væru ekki i íslands- feng kvað hann svo ekki vera. „Ég kæri mig ekkert um að láta Pétur og Pál vita um það sem ég er að gera. Ég vil hafa það út af fyrir mig.“ Hann var hins vegar ekki tilbúinn að svara spumingu um það hvort ekki væri „tóm vitleysa" að vera með 200 hross en sagði: „Ég var aldrei spurður hvort það væri tóm vitleysa að vera með þúsundir kjúklinga eða 200 nautgripi meðan allt gekk vel. En ráðamenn hvöttu á sínum tíma til öflugrar hrossaræktar. Þegar svo harðnar á dalnum fer allt út í veður og vind.“ Hann sagði að sér hefði gengið vel að selja hross í gegnum tíðina. Selst hefðu öll hross sem hefðu verið tam- in. Nokkuð hefði hann selt á innlend- um markaði en langmest til Svíþjóð- ar. Gamalt fær gildi Eftir að hafa skoðað hross og naut- gripi var gengið til bæjar. Þá barst talið að því sem var og þeirri stöðu sem komin er upp á Ármótum eftir að 45 hrossum var lógað og búið sett undir eftirlit, sem þekkt er orðið. Fyrir fáeinum árum rak Þorkell Steinar stórt kúabú með 150-200 grip-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.