Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 DV menning Töfrar og djöfulskapur PS ... í öllum helstu verkum Dostojevskís hverfist atburðarásin um glæp glæpanna - morð - en mikil einfóldun væri að kalla sögur hans hefð- bundnar spennusögur. Þær eru margræðar og flóknar og ekkert áhlaupaverk að koma þeim i leikrænan búning. Leikgerð Alexeis Borodíns á Djöflunum, sem var frumsýnd i Borgarleikhús- inu síðastliðinn fóstudag, er að mörgu leyti ágætlega heppnuð, en of langur tími fer í að kynna persónurnar til leiksins og því miður tekst sú kynning ekki betur en svo að í fyrri hlutanum fer einbeiting áhorfenda öll í að reyna að finna út tengsl persónanna. Textinn sem er undirbygging að þvi sem síðar gerist fer því að hluta til fyrir ofan garð og neðan sem eðlilega kemur niður á heildarskilningi á verkinu. Leik- gerðir upp úr skáldsögum verða að vera sjálf- stæð listaverk, heild sem ekki krefst neinnar forþekkingar á umfjöllunarefninu. Það verður ekki hjá þvi komist að bera Djöfl- ana saman við uppsetningu Borodíns á eigin leikgerð á Feðrum og sonum sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir tveimur árum. Að mínu mati er sá samanburður Djöflunum að mörgu leyti hagstæður og á það sérstaklega við um leikinn. Hinn ofurtempraði leikstíll sem ein- kenndi Feður og syni er á brott og þótt aðferða- fræði Borodíns sé án efa sú sama er útkoman alit önnur. Alls taka tuttugu leikarar þátt í sýn- ingunni og sitja þeir undantekningalítið vel í hlutverkum sínum. Gildir það jafnt um þá sem eru í burðarhlutverkum og hina sem leika minni rullur og má í því sambandi nefna Theó- dór Júlíusson sem einfaldiega var þjónninn sem hann var að leika. Forsenda þess að Djöflarnir gangi upp sem sviðsverk er sannfærandi túlkun á Nikolaj Stavrogín því hann er í raun upphaf og endir alls sem um er fjallað. Áhorfandinn verður að skynja ótrúlegt aðdráttarafl þessa sjálfumglaða og siðblinda einstaklings sem rústar hvert lífið á fætur öðru án minnsta samviskubits. Baldur Trausti Hreinsson fór vel með þetta vandasama hlutverk og ekki spillir að það er sem sniðið fyr- ir hann útlitslega. Þó vantar herslumuninn á að persónan verði jafntöfrandi og gefið er til kynna. Óumdeild stjarna þessarar sýningar er hins vegar Friðrik Friðriksson í hlutverki Pjotrs Verkhovenskis, forsprakka og hugmynda- Stumrað yfir Lísu Drozdovu. Guðrún Ásmundsdóttir, Guömundur Ingi Þorvaldsson, Marta Nor- dal og Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverkum sínum. DV-mynd E.ÓI. smiðs níhilistahópsins sem hleypir öllu í bál og brand. Pjotr er í senn heiilandi og djöfullegur og túlkun Friðriks er á þann hátt að það er mjög auðvelt að skilja hvers vegna honum tekst að hrífa aðra með sér. Friðrik bókstaflega geislaði af sjálfsöryggi i þessu hlutverki og túikun hans var ótrúlega mögnuð og blæbrigðarfk. Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir Leikmynd Stanislavs Benediktovs er glæsileg en einföld í grunninn. Hvelfd þökin minna á bið- sal lestarstöðvar en salarkynnin breyta um svip eftir því sem er að gerast á sviðinu hverju sinni og umbreytast að lokum í voldugt guðshús þar sem risavaxin Mariumynd visar í trúarlegt inn- tak verksins. Lýsingu er beitt af kunnáttusemi og samspil leikmyndar og lýsingar frábært. Það má til sanns vegar færa að uppsetning Al- exeis Borodíns á Djöflunum sé mikið leikhús. En leikgerðin er ekki gallalaus og tempóið í fyrri hlutanum er allt of hægt. Dansatriði í sið- ari hlutanum er einungis til skrauts og sömu- leiðis var kósakkadans Halldórs Gylfasonar óþarfa klisja. Lokaatriði verksins var vel útfært og áhrifaríkt og kannski helst því að þakka að Djöflarnir sitja í manni löngu eftir að sýningu lýkur. Leikfélag Reykjavtkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhússins: Djöflarnir eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov Hljóð: Baldur Már Arngrímsson Ljós: Lárus Björnsson Danshöfundur: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikgerð og leikstjórn: Alexei Borodín Að myrða yndi sitt... í leikritinu Vér morðingjar veltir Guðmundur Kamban fyrir sér stórum spumingum um ást og traust, sekt og sakleysi. Samskipti persónanna eru marghliða og höfundur gefur engin einhlít svör i leikritinu. Þvert á móti bendir hann í text- anum í margar áttir og leikur sér jafnvel svolít- ið með áhorfandann með því að kasta boltanum á milli persónanna þannig að áður en varir er gerandi orðinn þolandi og öfugt. Samúðin sveifl- ast í samræmi við þetta eins og pendúll frá einni persónu til annarrar og hver og einn verður að túlka atburði verksins á sinn hátt í lokin. Sjálfsagt vekur furðu margra sem ekki þekktu leikritið áður hversu vel það gengur upp á okk- ar tímum, um leið og það er blessunarlega laust við allar nútimaklisjur. Leikritið gerist í New York og það var frumsýnt árið 1920. Þá rétt eins og nú var krafan sú að maður ætti að vera „al- gjör sökksess" og það ekki seinna en strax. Ungu hjónin, Norma og Emest, fara ekki varhuta af lífsgæðakapphlaupinu. Hann er snjall vísinda- maður þó honum gangi ekki sem best að selja uppfinningar sínar, en hún þráir allt það sem peningar fá veitt og þeir eru af skornum skammti. Af þessu skapast spenna á milli hjón- anna og í upphafi leiks era þau farin að hugsa hvort í sína áttina, hann (vísindamaðurinn) markvisst en hún (flðrildið) án þess að gera sér grein fyrir áhættunni. Mæðgurnar dást að glæsilega armbandinu sem Susan hefur fengið aö gjöf. Kristbjörg Kjeld, Linda Ásgeirsdóttir og Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Leiklist Auður Eydal I uppfærslu Þjóðleikhússins er umhverfið stílíserað. Hálfgagnsætt bárapiast í bakgranni skapar tilfinningu fyrir ósýnilegri innilokun, jafnvei rimlabúri, og húsgögn eru gefin til kynna með köntuðum trébálkum. Engir pluss- sófar hér! Búningar era hins vegar glæsilegir, bæði samkvæmiskjólar kvennanna og hugguleg kjólfot karla sem og hversdagslegri klæði. Þetta rímar vel við spartanskan bakgruninn og öll umgjörðin ýtir undir tímaleysi verksins. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri leggur áherslu á persónusköpunina og leikaramir svara vel. Flæðið er jafnt og atburðarásin rennur eins og ofan í trekt. í byrjun era nokkrar persónur kynntar til leiks, en smám saman þynnist hóp- urinn, það þrengir að og hraðinn eykst, uns þau standa eftir ein í lokauppgjörinu, Norma og Emest. Halldóra Bjömsdóttir leikur Normu og hefur hlutverkið í hendi sér frá fyrstu stund meö öll- um þeim ólíkindalátum sem því fylgja. Henni tekst að miðla sakleysislegri léttúð og smálygum þannig að áhorfandinn (rétt eins og eiginmaður- inn) veit ekki alveg hvar hann hefur hana. Valdemar Öm Flygenring leikur Emest og á sterkan leik. Þrátt fyrir svolítið eintóna túlkun tekst honum vel að koma til skila sálarkreppu mannsins. Emest verður þungur, einsýnn og ósveigjanlegur, en það sem helst mætti setja út á túlkunina er að hann hefði mátt vera dálítið óræðari, jafnvel mannlegri í bland. En vægið er gott á milli hans og Normu og leikur hans þegar hann flettir ofan af ósannindum tengdamömmu eftirminnilegur. Kristbjörg Kjeld leikur Lillian móður Normu og ferst það í einu orði sagt meistaralega. Áhrif Lillian era orsök og hreyfiafl atburða. Sennan á milli hennar og Emest skýrir það sem hann vill kalla léttúð og ábyrgðarleysi Normu og lífsstíll yngri systurinnar Susan fyllir líka upp í þá mynd. Linda Ásgeirsdóttir er létt og leikandi í hlutverki hennar og Magnús Ragnarsson gerir persónu vinarins, Francis, býsna áhugaverða. Þór H. Tulinius var ágætur sem Mr. Rattigan, þó að hann kæmi meira við sögu fjarstaddur en inni á sviði. Lengi mætti velta fyrir sér efnistökum Kamb- ans og smáfínessum í verkinu, eins og t.d. leik hans með nöfn persónanna, en til þess gefst ekki tóm hér. Hins vegar gefst leikhúsgestum nú gott tækifæri til þess að kynnast áhugaverðu leikriti sem þrátt fyrir sin 80 ár stendur fyllilega fyrir sínu. Þjóðleikhúsið sýnir á Smíðaverkstæðinu: Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir Tónlist: Sigurður Bjóla Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Ný Jane Austen-mynd Aðdáendur bresku skáldkonunnar Jane Austen geta enn farið að hlakka til því fregnir berast vestan um haf af því að Patricia Rozema (sem til dæmis gerði I’ve Heard the Mermaids Singing) hafi nú frumsýnt kvikmynd sína eftir Mansfield Park. Sú saga þykir einna þyngst og dapurlegust bóka Aust- en, söguhetjan Fanny Price er hálfgerður nið- ursetningur á heimili auðugrar móðursystur sinnar og skortir alveg dirfsku og stærilæti Emmu að ekki sé minnst á ómótstæðilega töfra El- ísabetar Bennett í Hroka og hleypidómum. Patricia Rozema held- ur sig við söguþráðinn í biómyndinni en bætir af hugkvæmni nokkrum dráttum við persónu Fannyjar beint frá höf- undinum sjáifum. Hún lætur sem sé Fanneyju vera að skrifa æskuverk Jane Austen í einrúmi í herbergi sínu á kvöldin, ærslafuila Englands- sögu og aðrar gróteskm', í stað þess að sleikja sár sín eftir þjáningarfulla daga. Þetta og fleira utan bókar hefur- skapraunaö mörgum aðdá- endum Austen - sem geta verið iilvígir í bók- stafstrúarást sinni á verkum hennar - en þeim sem meira meta meinlega hæðni Austen og skarpa sýn hennar á samfélag sitt sjá í kvik- myndinni hressilega og óvænta túlkun á sög- unni. Þar er meira að segja ýjað að pólitík (auð- ur sir Tómasar sem Harold Pinter leikur er byggður á þrælasölu og það grefur undan heim- ilissiðgæðinu) og bældar ástríður era dregnar fram. Á myndinni era Jonny Lee Miller í hlut- verki Edmunds Bertram og Frances O’Connor í aðalhlutverkinu. Bodil-verðlaunin Og meðan við eram í bíómyndunum þá er búið að tilnefha til dönsku Bodil-verðlaunanna. Svo mikið var framleitt af fmum myndum í Danmörku í fyrra að nefiidin neyddist til að tiinefna fimm til verð- launa fyrir bestu mynd í stað þriggja venjulega. Af þeim höfum við aðeins feng- ið að sjá eina, Mifúnes sidste sang, hinar era Den eneste ene - dýrlega fyndin ástarsaga með slaufu - Bomholms stemme, Bleeder og Magnetisorens femte vinter, mögnuö og kitlandi stórmynd sem ger- ist fyrir um 200 árum. En þó að fimm myndir séu tilnefhdar í þess- um flokki sitja þær þijár fyrstnefndu einar að tilnefiiingum til verðlauna fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverkum. Þykir Dönum þetta fína ár skreppa svolítið saman við þessa ein- stefnu. Verðlaunin verða veitt 12. mars. - Den eneste ene með Sidse Babett Knudsen (sjá mynd) er vinsælasta danska kvikmyndin áram eða áratugum saman (áhorfendafjöldi 1999 öðra hvora megin við eina milljón) enda vel skrifuð, leikin og tekin. Hvenær skyldum við fá að sjá hana? Öll leikrit Sjeikspírs I lok febrúar verður Sjeikspir eins og hann leggur sig frum- sýndur í Iðnó. Þetta er „rússí- banaferð á hljóðhraða í gegnum öll 36 leikrit Sjeik- spírs og sonnettumar að auki“ segir í frétt frá leikhúsinu, og hefur verkið verið á fjölunum í London í hátt í tíu ár við miklar vinsældir. „Sýningin er ekki fyrir hjartveika, bakveika, taugaveiklaða og fólk sem tekur sjálft sig of há- tiðlega," segir enn fremur í frétt frá Iðnó sem neitar að taka ábyrgð á afleiðingum sem óstöðvandi hlátur getur haft á heilsufar manna. Nokkuð hefur verið á huldu hverjir aðstand- endur sýningarinnar verða en næsta víst er að María Sigurðardóttir hefúr ekki tíma til að leikstýra verkinu eins og áður var tilkynnt. Menningarsíða hefúr hlerað að leikstjórinn verði Benedikt Erlingsson og stýri Halldóra Geirharðsdóttur, fomvinu sinni úr Ormstungu, Halldóri Gylfasyni og Friðriki Friðrikssyni Pan. mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.