Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusflóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 • Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: [SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Trúnaður og traust Gríðarleg breyting hefur orðið á umhverfi ís- lenskra fyrirtækja á undanförnum árum og þar skiptir ekki minnstu að virkur hlutabréfamarkaður hefur fengið að þróast. Verðbréfafyrirtækin hafa ver- ið drifkraftur þessara breytinga en á stundum hefur ekki mikið mátt bera út af til að illa færi. Trúnaður og traust verða seint ofmetin í viðskipt- um og hvergi á það eins vel við og í viðskiptum með hlutabréf. Forráðamenn fyrirtækja, hluthafar og all- ur almenningur verður að geta treyst þeim sem hafa milligöngu um viðskiptin. Heiðarleiki og trúverðug- leiki er og á að vera ein helsta eign hvers verðbréfa- miðlara - heiðarleikinn er honum miklu dýrmætari en nokkrar krónur í vasann af verðbréfabraski. Ákveðin lög og reglur gilda um störf verðbréfa- miðlara en auk þess hafa flest ef ekki öll verðbréfa- fyrirtæki sett eigin reglur fyrir starfsmenn sína að vinna eftir. Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir tortryggni og hagsmunaárekstur - tryggja eins og hægt er heiðarleg vinnubrögð. En í þessu eins og öðru duga reglur skammt. Almennt viðhorf til heið- arleika - óskráðar siðareglur - er að líkindum miklu mikilvægara en skráðar reglur og lög. Kaup nokkurra starfsmanna Búnaðarbankans á hlutabréfum í bankanum eru innan reglna og laga en vekja upp spurningar um hvort farið hafi verið út fyrir hinar óskráðu siðareglur heiðarleikans. Verð- bréfamiðlarar sem taka sjáifir beinan þátt í hruna- dansi hlutabréfamarkaðarins verða að beita sjálfa sig miklu aðhaldi til að kasta ekki rýrð á sjálfa sig og fyrirtæki sitt. íslenskur hlutabréfamarkaður er ungur að árum og má ekki við því að alvarlegar spurningar um heiðarleika helstu aðila markaðarins vakni. Gríðar- leg gerjun er fram undan á Qármálamarkaðinum. Ríkið mun á komandi árum draga sig alfarið út úr rekstri Qármálafyrirtækj a, eftir að hafa haldið þess- um markaði í heljargreipum um áratugaskeið. Líkt og þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins var einkavæddur og nokkur hluti af Búnaðarbanka og Landsbanka var seldur einstaklingum, munu verðbréfafyrirtækin leika lykilhlutverk í undanhaldi ríkisins. Ungt og vel menntað fólk, sem beitir nýjum aðferðum, hefur og mun hafa forystuna í þróun fjár- málamarkaðarins og smám saman verða til óskráðar leikreglur. Það er mikilvægt að forráðamenn verð- bréfafyrirtækjanna hafi í huga að allt sem gert er á komandi mánuðum og misserum er uppskrift að leikreglum framtíðarinnar - reglum sem notaðar verða sem mælistika á siðferði verðbréfamarkaðar- ins. Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um að fjár- málamarkaður fái að þróast í friði fyrir opinberum afskiptum og lögum. Því hefur verið haldið fram hér á þessum stað að svo virðist sem heilladísir vaki yfir íslenskum hlutabréfamarkaði og komi í veg fyrir að afleiðingar mistaka og jafnvel vítaverðra viðskipta- hátta hafi mikil áhrif á tiltrú almennings og fjárfesta á verðbréfum. En heilladísirnar munu einhvern tíma sofna á vaktinni. Óli Björn Kárason Nú fyllir Valgeröur Sverrisdóttir flokk þeirra ráöherra sem Kristinn H. Gunnarsson vill fyrir hvern mun undan- þiggja gagnrýni. Blaut tuska nýja ráðherrans Nýr iðnaðarráð- herra Framsóknar- flokksins, Valgerður Sverrisdóttir, hóf feril sinn um áramótin með því að skella því eins og blautri tusku fram- aní landsmenn, að meirihluti þeirra væri meðmæltur virkjun á Eyjabakkasvæðinu, en þessi meirihluti væri bara svo skelfilega skyni skroppinn að hann hefði látið kröf- una um lögformlegt umhverfismat rugla sig i ríminu. Slíkt mat skipti í reynd engu máli. Virkjað yrði hvað sem hver segði. Valdhrokinn sem þessi yfirlýsing speglar er að sönnu ekki ný bóla í herbúðum stjómarliða, en sárasjaldan hefur hann verið svo grímulaus og bíræfinn. Allar skoð- anakannanir eru virt- ar að vettugi og öfl rök hérlendra og erlendra sérfræðinga höfð að engu. „Vér einir vit- um,“ er viðkvæðið, og þá varðar litlu þó tor- timt sé einstæðum náttúruverðmætum, Kjallarinn Siguröur A. Magnússon rithöfundur arflokksins fyrir fá- dæma lélega frammistöðu, Ingi- björgu Pálmadóttur i sambandi við und- irbúning og af- greiðslu gagna- grunnsfrumvarpsins alræmda og Siv Friðleifsdóttur fyrir lygilega gagnsæja hentistefnu í um- hverfismálum. Það varð til þess að vest- firskur þingmaður, Kristinn H. Gunn- arsson, fyrtist við og tók upp hanskann fyrir þær stöllur og raunar líka Fram- sóknarflokkinn, sem „Nú man ég ekki betur en ég hafi við ýmis tækifæri gagnrýnt marga fleiri fulltrúa stjórnarflokkanna utan þings sem innan, ogþá eink- um karlmenn, en hitt er vissulega nýmæli, sem vestfirski umskipt- ingurinn hefur orðið fyrstur til að orða opinberlega, að valdsmenn af kvenkyni skuli vera undan- þegnir hverskyns gagnrýni.“ sem aldrei verða endurheimt, og óbornar kynslóðir íslendinga látn- ar gjalda þess að skammsýnir gap- ar sitja að völdum við lok tuttug- ustu aldar. Er kvenkynið ósakhæft? Ég hef fyrr í þessum pistlum gagnrýnt tvo ráðherra Framsókn- hann ánetjaðist fyrir síðustu kosn- ingar. Staðhæfði hann að ég væri haldinn kvenfyrirlitningu aukþess sem ljótt væri að ráðast á einstaka þingmenn Framsóknarflokksins og væri til vitnis um meinlega þrasgimi. Nú man ég ekki betur en ég hafi við ýmis tækifæri gagnrýnt marga fleiri fulltrúa stjórnarflokkanna utan þings sem innan, og þá eink- um karlmenn, en hitt er vissulega nýmæli, sem vestfirski umskipt- ingurinn hefur orðið fyrstur til að orða opinberlega, að valdsmenn af kvenkyni skuli vera undanþegnir hverskyns gagnrýni. Hræddur er ég um að þeim Margréti Thatcher, Indíru Gandhí og Goldu Meir hefði þótt það vafasamur heiður aö vera taldar svo aumar eða við- kvæmar að þeim skyldi hlíft við gagnrýni. Satt best að segja finnst mér afstaða þingmannsins fremur bera vott um vanmat á konum, enda mætti með góðum vilja túlka orð hans á þann veg, að konur ættu ekki að hætta sér útí pólitík og átökin sem henni eru samfara. Draumur valdsmanna Nú fyllir Valgerður Sverris- dóttir flokk þeirra ráðherra sem Kristinn H. Gunnarsson vill fyrir hvem mun undan- þiggja gagnrýni. Væri þá ekki ráðlegra til að tryggja fullkom- ið jafnræði kynjanna að koma því inní landslög, að ráðherrar af báðum kynjum skuli vera undanþegnir gagnrýni meðan þeir gegna skyldustörfum? Þá færum við að nálgast það sælu- ástand sem alla valdsmenn dreymir um og alræðismenn af öllum litum hafa komið á heima hjá sér. í leiðinni mætti kannski líka koma því innl landslög, að þjóðar- atkvæði sé fyrirkomulag sem ekki henti íslendingum, þó þeir hafi að vísu samþykkt að stofna lýðveldið með þjóðaratkvæði. Var það eftil- vifl vítið sem vamaði því að síðan yrði til þjóðaratkvæðis? Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Varðstaða gegn Evrópu „Vissulega liggur í senn fyrir og er morgunljóst, að erlendar þjóðir, einkum Evrópuriki, hafa samein- ast um það markmið að komast yfir auðlindir íslend- inga og uppræta tungu landsmanna og einstaka menningu. Þessi vitneskja íslensku þjóðarinnar kall- ar á þrotlausa varðstöðu og mikla varfærni í sam- skiptum við fólk sem er svo ógæfusamt að búa í öðr- um löndum. Gæfa íslendinga felst ekki síst í því að hvergi hefur verið slakað á þessari varðstöðu um leið og skyggnst hefur verið af hófsemd og ábyrgð til erlendra ríkja... Hópur manna á íslandi hefur á síð- ustu árum barist fyrir því að þjóðin renni saman við útlendinga, sem búa suður í álfu undir merkjum Evrópusambandsins svonefnda. Ástæða er til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkum áróðri." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 21. janúar. Okurvextir og ávöxtunarkrafa „Sú var tíðin að fésýslumenn voru dregnir fyrir dómara ef þeir tóku hærri vexti af peningalánum en hans hátign, Seðlabankinn ákvað hverju sinni og máttu þola okurdóma og jafnvel tugthúsvist upp á vatn og brauð. Svo rammt kvað að okurkörlum að þeir gáfu út vamarræður sínar í okurmálum eins og sjálfur Sókrates á bæklingi og fómarlömb þeirra gáfu líka út heilu vikublöðin og samfarirnar við karl- ana sína og hét blaðið að sjálfsögðu Okurkarlar. Væru þessir gömlu okurkarlar lifandi í dag hefðu þeir allir fengið löggildingu í faginu þegar Verðbréfa- þing íslands var stofnað. Og okurvextimir þeirra lifa áfram góðu lífi og heita nú ávöxtunarkrafa." Ásgeir Hannes Eiríksson í Degi 21. janúar. Lág laun meinsemdin „Ég hef ítrekað lagt fram frumvarp til laga um lág- markslaun á Alþingi íslendinga. Það sem frumvarp- ið fjallar um er hugarfarsbreyting fyrst og fremst. Það er nauðsyn að menn geri ráð fyrir því, að lág- markslaun fyrir fulla vinnu nægi til framfærslu ein- staklinga út frá ákveðnum forsendum. Ef laun eru of lág verður samfélagið að borga með framfærslu ein- staklinganna, Þess vegna eru of lág laun meinsemd samfélagsins. Frumvarp það sem hér er um rætt ger- ir ráð fyrir lágmarkslaunum sem nema 112.000 kr. fyrir fulla mánaðar dagvinnu. Þessi tala er mér ekki heilög, en hún rímar vel við neyðarnúmeriö." Gísli S. Einarsson i Mbl. grein 21. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.