Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 10
10 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Tilboð - Baðsett Fréttir________________________________________________pv Átta umhverfislistaverk verða sett upp við sjóinn á Akranesi: Kr. 36.900,- stgr. Innifalið í tilboði WC með stút (vegg eða gólt, vönduð, hörð ABS seta og ,p; festingar fylgja. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm. V Sturtuhorn 80 x 80 cm. Hert öryggisgler. 4 mm. Segul- læsing. Ásamt 80 x 80 cm. emeleruðum stál sturtubotni. INNRÉTTINGAR & TÆKI Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 $ SUZUKI -///>------ Lífsbjörgin og listin eiga samleið Verk þeirra verða sett upp við sjávarsíðuna á Akranesi, frá vinstri: Auður Vé- steinsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Guttormur Jónsson, Helena Guttorms- dóttir, Jónína Guðnadóttir, Marlies Wechner, Philippe Ricart og Sigríður Rut Hreinsdóttir. DV-mynd Daníel DV, Akianesi: Menning og listir á Akranesi árið 2000, Sjávarlist, mun tengjast fyrsta vísi að sjávarþorpi á íslandi og skipu- lögðum nytjum sjávar. Á Akranesi hófst skipulögð útgerð á sautjándu öld. Veiðar, vinnsla og sala á sjávar- afurðum hefur verið meginuppistað- an í afkomu íbúa á Akranesi um ald- ir. Ýmsar tækninýjungar í sjávarút- vegi og vinnslu sjávarafurða tengjast Akranesi, s.s. hliðarskrúfan, sildar- dælan, kraftblökkin og karfavinnsla. Því liggur beint við að tengja list- viðburði á Akranesi við náttúruna, sjóinn og sjávarútveg. Slíkt festir í minni ímynd Akraness sem útgerðar- bæjar. Valið hefur verið úr tillögum að útilistaverkum sem setja á upp með fram ströndum Akraness í sam- vinnu við Reykjavík - menningar- borg Evrópu. í dómnefndinni sátu tveir listamenn úr Reykjavík auk starfshóps um Sjávarlist. Við Langa- sand verða sett upp verkin Á floti eft- ir Auði Vésteinsdóttur, Liðinn tími eftir Helenu Guttormsdóttur og As fiski eftir Sigríði Rut Hreinsdóttur. Við Elínarhöfða verða sett upp verk- in Tálbeitan eftir Bjarna Þór Bjarna- son, Sæti eftir Guttorm Jónsson, föð- ur Helenu, og Veiðar eftir Philippe Ricart. Við Leyni verða sett upp verk- in Himnaríki eftir Jónínu Guðnadótt- ur og Veðrafiskar eftir Marlies Wechner. Útilistaverkin verða fyrst og fremst unnin úr steinum úr náttúrunni eða öðrum ódýrum efnum s.s. torfi, reka- viði, grjóti, brotajárni. Við hvert listaverk verður komið fyrir skilti sem segir frá því hvemig listamaður- inn túlkar þemað. Gerðir hafa verið göngustígar milli verkanna víðast hvar og verður þeim framkvæmdum haldið áfram. Með fram ströndinni mun einnig gefa að líta tvo „sögu- stólpa“ þar sem greint er frá gömlu útræði og upphafi verslunar á Akra- nesi. -DVÓ Suzukí Vitara JLX, skr. 09/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1230 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 07/97, ek. 39 þús. km, bsk„ 4 dyra. Verð 1040 þús. Toyota Corolla, skr. 04/98, ek. 8 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1125 þús. VWVentoGL, skr. 07/94, ek. 87 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 940 þús. MMC Lancer st. 4x4, skr. 06/96, ek. 83 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1090 þús. Nissan Vanette, skr. 07/92, ek. 63 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 580 þús. Ford KA, skr. 12/97, ek. 14 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 825 þús. Mazda323F, skr. 06/91, ek. 115 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 440 þús. Toyota Carina E, skr. 01/97, ek. 27 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 1120 þús. Suzuki Jimny, skr. 02/99, ek. 13 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1320 þús. Hyundai coupé, skr. 11/97, ek. 34 þús. km, bsk., 2 dyra. Verð 970 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 11/96, ek. 36 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 830 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 09/98, ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 830 þús. Toyota Corolla, skr. 04/97, ek. 28 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1120 þús. Nissan Almera, skr. 11/98, ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1370 þús. SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sfmi 568 5100 www.suzukibilar.is Náðu forskotl í viðskiptum á Vfsi.is visir.is hrataðu vísifingurinn! Minjagripir á Kristnihátíðarári Á þessu ári minnumst við þess að þúsund ár eru liðin síðan kristin trú var lögfest á Alþingi. Kristnihátíð verður á Þingvöllum dagana I. og 2. júlí en þar verður fjölskyldu- og hátíðardagskrá báða dagana frá morgni til kvölds. Kristnihátíðamefnd leitar eftirtillögum um gerð minjagripa sem tengjast þessum viðburði í sögu þjóðarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að framleiða minjagripi í tilefni hátíðarinnar og vilja t.d. nota merki Kristnihátíðar þurfa að afla leyfis nefndarinnar, greiða leyfisgjald og fá heimild til að selja viðkomandi minjagrip á hátíðinni á Þingvöllum. Kristnihátíðamefnd hyggst ekki standa sjálf að framleiðslu og sölu minjagripa á hátíðinni. Áhugasömum er góðfúslega bent á að snúa sér til Guðnýjar Jónasdóttur hjá Kristnihátíðamefnd, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík, sími 575 2000, bréfasími 575 2042, netfang gudny.jonasdottir@for.stjr.is KRISTMHATÍÐ A RM E F N D Aöalstræti 6, 101 Reykjavík. : 0 0 0 A R A K R I S T N : A I S L A N D I A R í Ð 2 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.