Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Side 13
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000
13
Fréttir
Karlakórnum Heimi boðið á Expo 2000:
Boð sem ekki var
hægt að hafna
- segir formaður hins vinsæla karlakórs
Karlakórinn Heimir.
„Þetta boð er afar mikill heiður fyr-
ir okkur og jafnframt viðurkenning á
þvi sem við höfum verið að gera. Við
ræddum þetta kórfélagamir og kom
saman um að þetta væri boð sem ekki
væri hægt að hafna,“ sagði Þorvaldur
Óskarsson, formaður Karlakórsins
Heimis, i spjalli við DV í gær. Kórn-
um hefur verið boðið að koma fram
fyrir íslands hönd á heimssýningunni
Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi í
sumar.
Það er menntamálaráðuneytið sem
býður kómum og mun hann koma
fram 30. ágúst. Á sýningunni mun
hver þátttökuþjóð hafa einn dag til að
kynna margvíslega menningu og
listastarfsemi í sínu landi og verða
Heimismenn meðal fulltrúa íslands í
þeirri kynningu.
Þorvaldur sagði að starfsemi kórs-
ins væri með hefðbundnu sniði að
öðra leyti. Þrettándakvöld kórsins
heppnaðist vel. Það var haldið fyrir
fullu húsi og var Geir Haarde fjár-
málaráðherra gestur kvöldsins. Kór-
inn fer í árlega söngferð suður 23. til
25. mars, byijar sönginn í Reykholti,
heldur síðan að Laugalandi í Holtum
og syngur loks í Langholtskirkju og á
Hótel íslandi.
-ÖÞ
Borgarbyggð vill fá ADSL-þjónustu sem fyrst:
Góð fjarskipti eins mikilvæg og
vegabætur
DV, Borgarbyggð:
Bæjarráð Borgarbyggðar sam-
þykkti nýlega að óska eftir því við
Landssímann að hann byði upp á
ADSL-þjónustu sem iyrst.
„Borgarbyggð fagnar aliri viðbót í
þjónustu í fjarskipta- og gagnasam-
skiptum og vill að atvinnulíf hér og
ibúar geti haft aðgang að öllu því
helsta sem býðst. Litið er svo á að
góð fjarskipti séu ekki síður mikil-
væg en vegabætur til þess að áhuga-
vert verði íyrir fyrirtæki og fólk að
búa og starfa í sveitarfélaginu," seg-
ir Stefán Kalmansson, bæjarstjóri í
Borgarbyggð. ADSL-þjónusta getur
verið góður kostur fyrir minni fyrir-
tæki í Borgamesi þar sem boðið er
upp á fastlínusamband. -DVÓ
1 MB
Framleiðum brettakanta,
sólskyggni og boddíhluti
vörubíla og van-bíla.
Sérsmíði og viðgerðir.
m cd
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
HYUNDAI ATOS ER EINN SÁ ALLRA
SPARNEYTNASTI
BEINSKIPTUR
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1280
Hyundai Atos er nettur og skemmtileyur bíll, einn sá allra sparneytnasti á markaðnum. Hann er hinn
fullkomni bæjarbíll, þægilegur í akstri og snar í snúningum. Hann er með stórum hurðum og háum
sætum svo útsýnið er óvenjugott. Komdu og prófaðu sparneytinn og þægilegan Hyundai Atos!
HYunoni
meira
aföllu