Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 nn Kjördæma- breytingin „Kjördæmabreytingin verður eins konar náðarhögg i fyrir landsbyggðina, , auk þess að búin í , verða til ný vanda- mál á höfuðborgar- svæðinu. Þingmenn landsbyggðarkjör- dæmanna verða settir yfir lendur sem þeir sjá ekki út yfir og fá auk þess fjar- vistarsönnun gagnvart umbjóð- endum sínum.“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. al- þingismaður, i DV. Geymt en ekki gleymt „Þeir líta svo á að málinu sé lokið og sögðust vona að nú feng- ist friöur um þetta. Þetta er hins vegar geymt en ekki gleymt. Það koma kosningar eftir tvö ár og ég er viss um að fólk verður ekki búið að gleyma þessu.“ Krístín S. Kvaran, um ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Garða- bæjar, IDV. Efnahagsvandinn Þegar að kjarasamningum kemur mun efnahags- vandinn birtast okk- ur þannig að mikill þrýstingur verður á gengisfellingu og til hennar verður líka gripið." Gísli S. Einarsson al- þingismaður, í Degi. Menntun i „Umræða um menntun sem landsbyggöaríjandsamlega er ekki til þess fallin að leysa nein vanda- mál. Þá væri best fyrir sveitarfé- lög að hafa kennsluna nógu slæma svo áhugi bamanna á framhalds- j menntun kvikni alls ekki.“ Sigtryggur Magnason, í Stúd- entablaðinu. Góðærið „Þrátt fyrir að góðæri ríki að nafninu til liggur nú fyrir sú staðreynd að þeir rikari em að veröa rikari og þeir fátæku fátækari." Aðalsteinn A. Baldurs- son, form. Verkalýðs- félags Húsavíkur, í Degi. Helstu kallamir og \ kellíngamar „Þótt við viðurkennum að f stjómmálakimnátta hvunndags- ins skipti kannski minna máli í framtíðinni en virðast kann á hverjum tíma, þegar persónuleg- ar erjur og deÚur loga í hverju homi, þá virðist nú samt hægt að ætlast til þess að skólakrakk- ar hafi lágmarksþekkingu á svona helstu köllum og kerlíng- um sem komu við sögu.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2 \ I Breiöabi Akrakot iðareyri Kasthúsatjöm Álftanes Gönguleiðir á Álftanesi Hrakhó 'ólrriar Seilan Brelðabólstaður Skansinn Bessastaðanes SSh '°rð. Svartbakki Skothús % Helguvík Lambhúsatjörn Melhús Rani Reykjavík Fossvogur Kópavogur Kópavogui Arnarnes Skógtjöm Hlíðsnes „ ... ■ Hausastaðlr -V. sttar Arnartiesvogur Hllð Gönguleiðir Þjóðvegir Miðengia ' Presth 'Xfiaroar VÖ|vuleiÖi Dysjar Bali Balaklettar Gálgahraun J Löngubrekkur irðahraun o/1 IÓII Veronica Osterhammer, söngkona og hestakona: Lærði íslensku af gamla fólkinu „Ástæðan fyrir því að ég kom til íslands er að hestar em mitt líf og yndi. Ég hafði alist upp við hesta úti í Þýskalandi og vissi að hér var mik- ið af þeim,“ segir Veronica Oster- hammer, 26 ára þýsk stúlka sem býr með manni sínum, Gunnari Tryggva- syni, á Brimilsvöllum í SnæfeUsbæ en hún kom fyrst til íslands árið 1992. Veronica er frá bænum Bemau sem er á mfili Munchen og Salzburg og er ekki langt frá Austurrísku Ölp- unum. Þetta er 6000 manna bær þar sem hún ólst upp með foreldrum sín- um ásamt tveimur bræðrum. Veron- ica kom fyrst sem au-pair-stúlka og var þá á bænum Miðdal í Kjós.- „Það var fyrir tUvUjun að ég kom tU ís- lands „ segir Veronica. „Ég þekkti konu úti sem var með íslenska hesta og hún útvegaði mér þetta starf í Miðdal." Allir ibúcU- SnæfeUsbæjar þekkja Veronicu mjög vel af söng hennar en hún er messosópransöngkona. Það er hennar helsta áhugamál og íbúarnir eru stoltir af að eiga svona góðan listamann í bæjarfélaginu. „Ég hafði aUtaf áhuga á að syngja og ég byrjaði að syngja í bamakór þegar ég var krakki og söng þá einsöng. Þegar ég var 17 ára fór ég í nokkra tima hjá söngkennara úti í Þýskalandi. Svo þegar ég kom tU íslands fór ég fljót- lega í Tónlistarskólann í Reykjavík. Kennnarinn minn var Sieglinde Kah- mann.“ Veronicu gekk mjög vel í þessu námi þvi að hún fékk 9,3 í einkunn á lokaprófi. Hún hefur víöa komið við í sínum söng hér í SnæfeUsbæ. Veronicu líkar við aUa klassíska tónlist en henni finnst mest gaman að ljóðasöng og að syngja aríur. Veronicu langar tU að læra meira að syngja en það er mikið að gera hjá henni núna. Þau Gunnar eignuðust litla stelpu sem heitir Fanney Osterhammer og hún þarf sinn tíma enda aðeins níu mán- aða. Veronica tcdar íslensku mjög vel. „Ég ákvað að taka málið föstum tök- um er ég kom tU Islands. Þegar ég kom hingað vestur fór ég að vinna á DvalarheimUinu Jaðri í Ólafsvík. Þar fór mér strax mikið fram því að gamla fólkið talaði við mig islensku. Svo talaði það líka svo rólega og þá Maður dagsins lærði ég enn þá betur. Ég var líka að vinna í Laugamesapóteki í Reykja- vík þegar ég var í söngnáminu en ég er lærður lyfjatæknir." Veronica hefur gert talsvert af þvi að þýða efni tengt hesta- mennskunni, af íslensku yfir á þýsku, á myndbönd og einnig margs konar fræðsluefni. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim Veronicu og Gunnari á BrimUsvöUum. Þau eru með talsvert af hestum sem þau eru að rækta og temja. Þá verða þau næsta sumar með hestaferðir, aðal- lega fyrir Þjóðverja, svokaUaðar pakkaferðir, og einnig verða þau með reiðnámskeið fyrir böm. „Ég á mörg áhugamál," segir Ver- onica. „Það er að sjálfsögðu söngur- inn og tónlistin. Þá hef ég gaman af hestum, útivera og skíðum en ég hef ekki mikið verið á skíðum á íslandi. I Þýskalandi fór ég oft á skíði í Ölp- unum. Þá hef ég gaman af garðrækt. Svo má ekki gleyma litlu dótturinni, henni Fanneyju. Ég veit ekki hvenær ég held tón- leika næst en vonandi bráðlega," seg- ir hún aðspurð. Þegar spurt er um hvenær og hvernig hún kynntist Gunnari manni sínum þá brosir Ver- onica. „Hann Gunnar. Hann var nú að temja hesta á næsta bæ þegar ég var i Miðdal fyrsta árið mitt á íslandi. En einn daginn kom hann ríðandi yfir að Miðdal og þá sámnst við fyrst. En hann var ekki á hvítum hesti þá,“ segir Veron- ica að lokum og hlær dátt. -PSJ Misskilningur? Valdníðsla? í dag kl. 14 mun dr. Ninni Hagman halda fyrirlestur á ensku í sal 4 í Háskólabíói. Nefnist hann Misskilning- ur? Valdníðsla? og fjaUar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og í háskól- um. Dr. Ninni Hagman er einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í meðferð mála er varða kynferðislega áreitni. Að hennar tUstuðlan var "4 framkvæmd fyrsta sænska könnunin á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Vín og drykkir 2000 í tengslum við Barþjóna- T keppnina sem fór fram um helgina í Perlunni er vínsýn- ing í dag kl. 16-20. Munu aU- ir stærstu víninnflytjendur landsins kynna þar vöm sína með áherslu á léttvín og fá þeir tU sín fjölda erlendra gesta. Aðalmarkmið sýning- arinnar Vín og Drykkir 2000 er að auka vínþekkingu ai- Samkomur mennings á nýrri öld, ekki síst meðal fagfólks og starfs- fólks í veitinga- og áfengis- geiranum. Kvenfélag Hreyfils Kvenfélag Hreyfils heldur fund í HreyfUshúsinu á morgun kl. 20. Jón Rúnar Ar- ilíusarson bakarameistari kemur í heimsókn. Veitingamaður Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði.. Jónas Ingimundarson leikur tón- myndir Atla Heimis Sveinssonar. Óður steinsins í kvöld kl 20.30 verða óvenjulegir tónleikar í Salnum f Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskránni er Óður steinsins, Myndir, ljóð og tónar. Fyrir aUmörgum árum kom út bók sem hafði að geyma myndir af islenskum steinum eftir Ágúst Jónsson. Á myndunum gefur að líta eins konar „sneiðmyndir" af stein- um - litadýrð og fjölbreytUeg form náttúrunnar. Skáldið Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk orti kvæði fyr- ir áhrif þessara mynda, sem hann kaUaði Óður steinsins. Myndimar em þrjátíu talsins og kvæðið að sama skapi r " “ þrjátíu erindi. TÓlllOlkðr Atli Heimir----------------- Sveinsson tónskáld samdi siðan jafnmörg píanóstykki og er verkið þrefalt eða þríeitt sem flutt verður á mánudagskvöldið. Amar Jónsson leikari les ljóð Kristjáns og Jónas Ingimundarson leikur tónamyndir Afla Heimis um leið og myndir Ágústar Jónssonar era sýndar á stóra sýningartjaldi. Auk þess að flytja ijóð Kristjáns, mun Amar Jónsson lesa úr eftir- mála bókarinnar, sem ritaður er af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum og ber heitið Steinninn leystur úr álögum. I tengslum við tónleikana, mun Náttúrufræðistofa Kópavogs standa fyrir sýningu í anddyri Salarins á völdum steinum úr safni Náttúru- fræðistofú, draugasteinum, berg- kristöllum, japisum o.fl. tegundum. Bridge Er hægt að svína í báðar áttir fyr- ir drottningu með góðum árangri? Charles Goren sýndi fram á að það væri hægt í bók sinni sem kom út fyrir fjölmörgum áratugum. Hann rökstuddi það með þessu spili, norð- ur gjafari og allir á hættu: * K742 - 653 ÁKDG10 * 4 4 6 9742 ♦ 8632 * D865 * ÁG109 * ÁG8 * 94 * G972 Norður Austur Suður Vestur 1 pass 14 pass 2 * pass 2 grönd pass 4 * p/h Vestur tekur fyrsta slaginn á lauf- kóng, fær kail frá félaga sínum og spilar næst hjartakóngnum. Sagn- hafi gefur að sjálfsögðu þann slag og vestur gerir best í því að spila áfram laufi. Sagnhafi tromp- ar í blindum og spilar nú spaða á níuna. Vestur gefur þann slag! því það gagnast honum ekkert að drepa á drottninguna, allavega hnekkir hann ekki 4 spöðum með þeirri leið. Nú gæti óvandaður sagn- hafi misstigið sig en vandaður spil- ari endurtekur nú svíninguna yfir til austurs til að verja sig fyrir einmitt þessari legu. Spaðagosa er spilað að heiman og hleypt yfir til austurs með góðum árangri. Mjög falleg öryggisspilamennska. ísak öm Sigurðsson * D853 4» KD10 75 * ÁK103

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.