Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
5
Fréttir
Samherji stærsti eigandinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar:
Frystihúspeningarnir í
íþróttamiðstöðina
DV, Akureyri:
Gengið hefur verið frá kaupum
Samherja hf. á Akureyri á um
30% hlut i Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar. Samherji kaupir um 15%
hlut af Landsbanka íslands og
annan eins hlut af Þórshafnar-
hreppi sem eftir sölima á ekki
nema um 5% í fyrirtækinu.
Hreppurinn seldi fyrir nokkrum
árum 10% hlut í fyrirtækinu til
að fjármagna byggingu íþrótta-
miðstöðvar. Með kaupunum á
bréfunum nú er Samherji hf. orð-
inn stærsti einstaki hluthafinn í
HÞ og með ráðandi hlut þótt ekki
Jóhann A. Jónsson er ánægður.
sé um meirihluta að ræða.
Miðað við gengi bréfa í HÞ fær
Þórshafnarhreppur um 200 millj-
ónir fyrir þann hluta sem hrepp-
urinn selur nú. Henrý Ásgríms-
son oddviti segir að hluti þess fjár
fari í umrædda byggingu íþrótta-
miðstöðvaðar. „Við getum bætt
fjárhag sveitarfélagsins og von-
andi verður eitthvað eftir til að
styrkja atvinnulífið hér í bæn-
um,“ segir Henrý.
Hann segir að aðeins hafi kom-
ið upp á borðið sú hugmynd að
kaupa súkkulaðiverksmiðju frá
Danmörku. „Þetta er sama verk-
smiðjan og aðilar i Hrísey voru að
hugsa um að kaupa en upp úr
þeim þreifingum slitnaði. Við
héldum að okkur höndum meðan
verið var að ræða við Hríseyinga
um þetta mál en það verður nú
skoðað hvort eitthvað getur orðið
Skilorð fyrir árás
á sveitarstjóra
DV, Akureyri:
Nítján ára maður úr Kelduhverfi
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur fyrir líkams-
árás á sveitarstjórann í Öxarfirði og
fyrir ölvun og óspektir á almanna-
færi á Húsavík.
Maðurinn réðst á sveitarstjórann
í október þegar svokölluðum „slát-
urhúsdansleik" á Kópaskeri var að
ljúka þar. Ungi maðurinn réðst á
sveitarstjórann að tilefnislausu og
sló hann með krepptum hnefa í and-
litið þannig að hann féll. Síðan
fylgdi hann árásinni eftir með högg-
um þegar sveitarstjórinn reyndi að
rísa á fætur með þeim afleiðingum
að sveitarstjórinn nefbrotnaði og
hlaut mörg sár í andliti og á höfuð,
kúlu á enni, glóðaraugu beggja
vegna og tognaði á ökkla.
Árásarmaðurinn viðurkenndi
verknaðinn skýlaust og var fyrir
árásina dæmdur í 40 daga fangelsi,
skilyrt til tveggja ára, og tO greiðslu
alls sakarkostnaðar. Þá var hann
um leið dæmdur í 10 þúsund króna
sektargreiðslu vegna ölvunar og
óláta á Húsavík i desember. -gk
úr þessu,“ segir Henrý.
Jóhann A. Jónsson, forstjóri
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, seg-
ir það leggjast vel í sig að fá Sam-
herja inn í fyrirtækið sem stóran
eiganda. „Þeir eru með sterkt bak-
land í.veiðum og vinnslu á upp-
sjávarfiski með Grindavík sem
móðurstöð og Þórshöfn sem er á
hinu homi landsins gæti verið
góður kostur til að skapa ákveðið
jafhvægi. Ég held að það sé gott
fyrir HÞ að fá svona sterkan aðila
inn og verða um leið hluti í sterkri
keðju,“ segir Jóhann.
-gk
Samherji hefur nú haslaö sér vöil á Þórshöfn.
Kattaeigendur
athugið
átak til að fækka
flækingsköttum
Senn hefst átak til að fækka flækingsköttum
í borginni með það að markmiði að draga úr
ónæði sem þeir valda borgarbúum.
Sjö dögum áður en aðgerðir hefjast í hverju
hverfi verður auglýsing um þær birt í
dagblöðum.
Kattaeigendur eru hvattir til að fylgjast með
stöðluðum auglýsingum Hreinsunardeildar
sem hér sést til hliðar og halda köttum sínum
inni meðan aðgerðir í viðkomandi hverfum
standa yfir. Jafnframt eru þeir hvattir til að
hafa ketti sína vel merkta.
Flækingskettir verða fangaðir á skipulegan
hátt eftir hverfum sem hér segir:
1. VESTURBÆR
vestan Aðalstætis - Suðurgötu
2. ME)BÆR
frá Aðalsræti-Suðurgötu að Snorrabraut
3. MIÐBÆR
firá Snorrabraut að Kringlumýrarbraut
4. FOSSVOGUR
frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut
sunnan Miklubrautar
5. AUSTURBÆR
ffá Krmglumýrarbraut að Elliðavogi norðan
Miklubrautar
6. ÁRTÚNSHOLT, ÁRTÚNSHÖFÐI
ÁRBÆRog SELÁS
7. GRAFARVOGUR
8. BREIÐHOLT
9. KJALARNES
Nánari uppýsingar eru veittar í síma 567 9600