Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 Þjóðleikhúsið fækkar fötum Nxstkomandi laugardag verður fimmtíu ára afmæli Pjóðleikhússins og upphafi menningarárs í Reykjavík fagnað með skemmtilegum hætti. Leikhúsið ætlar að opna búningageymslur sín- ar og efna til uppboðs fyrir almenning á fimmtíu völd- um búningum. Tilveran heimsótti Þjóðleikhúsið og fékk að skoða nokkra bún- inga sem verða boðnir upp. Bergur Þór fór f frægan búning Bastíans bæjarfó- geta úr Kardimommubænum sem Róbert Arnfinns- son klæddist á árum áöur. DV-mynd Hilmar Þór Allt frá grímu- búningum og upp í forláta safngripi Glæsilegur jakki Kristjáns Jó- hannssonar úr Valdi örlag- anna, búningur Bastíans bæj- arfógeta úr Kardimommubænum, skrautbúningur Diddúar úr Ævmtýri Hoffmanns, prinsessubúningur úr Snædrottningunni, búningar sem þeir Ingvar E. Sig- urðsson og Sigurður Sigurjónsson klæddust sem Ormur og Ranúr i Gauragangi og gellubúningur Selmu Bjömsdóttur úr Meiri gauragangi em meðal þeirra fjölmörgu bún- inga sem almenningi gefst kostur á að eignast í Þjóðleikhúsinu á laug- ardag. „Við ætlum að selja fimmtíu búninga, einn fyr- ir hvert starfsár leikhússins Halldóra Björnsdóttir í einum af mörgum kjólum Júlíu úr uppfærslu Þjóöleikhússins á Rómeó og Júlíu frá árinu 1991. Halldóra sagöi kjólinn hafa mikiö til- finningalegt gildi fyrir sig enda Júlía fyrsta hlutverk hennar á stóra sviöinu. Hún efaðist þó um að hún myndi bjóöa í hann. Halldóru til halds og trausts á myndinni er Bergur Þór Ingólfsson sem var svo vinsamlegur aö bregða sér í hlut- verk Rómeós. Þaö var hins vegar Baltasar Kormák- uppboð. Við svið- setjum uppboðið og bjóðum upp á ýmis leikin atriði auk söng- atriða þar sem leik- arar kynna búningana sem em til sölu hveiju sinni. Lágmarksverð verður í kringum þúsund krónur, aðeins hærra þegar um merkustu búningana er að ræða,“ sagði Bergur Þór Ingólfsson sem hef- ur yfimmsjón með uppákomunni. Búningamir á uppboðmu verða i þremur aðalflokkum. „Þetta er í raun allt frá grímubúningum og upp í for- láta safngripi. Einn flokkurinn hefur að geyma fót sem hafa notagildi í dag. Síðan eru búningar sem myndu best henta á grímuböll og í þriðja flokknum em búningar sem hafa mikið leiksögulegt gildi. Þar er um að ræða klassíska búninga sem em i eðli sinu safngripir og sumir gætu litið á sem góða fjárfestingu," sagði Bergur. Þeir sem em áhuga- samir um leikbún- inga eða hafa einfaldlega gaman að leikhússkemmtun ættu að mæta í Þjóðleikhúsið 2<3fií- laugardag- inn en í raun verður þetta meira í ætt við skemmtun en alvarlegt Forláta jakki sem stórtenórinn Kristján Jóhannsson skartaöi I óperunni Valdi örlaganna áriö 1994. næstkomandi laugar- dag klukkan 14. Uppboðið verður undir styrkri stjóm Amar Áma- sonar leikara og fer fram á stóra sviðinu. -aþ Skrautlegur jakki úr Ævintýrum Hoffmanns frá árinu 1998. Þaö var stór- söngvarinn Garöar Cortes sem klæddist þessari flfk. Verður að virka frá Prinsessubúning- ur sem myndi hæfa vel á grfmu- dansleik eöa bara í góöu partíi. Mar- grét Guömunds- dóttir leikkona skartaöí þessum kjól t leikritinu Prinsessan á bauninni sem var sýnt áriö 1979. Jakki sem Jóhann Siguröar- son klæddist i Söngvaseiöi (Sound of Music). Jakkinn er klassískur heimajakki fyrir hvaöa karlmann sem er. ið völdum búningana með það að markmiði að þeff væm allir augnayndi. Það * «itt að velja úr öllum þeim mikla; ■’' Ja búninga sem leikhúsið á,“ sagði Effii Edda Ámadóttir leikmynda- og búningahöfundur sem hefúr haft veg og vanda af vali búninga og um- gjörð fyrir uppboðið á laugardag. Margir merkisbúningar verða til sölu og að sögn Elínar Eddu hafa sum- ir þeir mikiö sögulegt gildi og em jafn- vel hreinustu listaverk. „Það er mikill listasaumur á mörgum búninganna. Okkur finnst þetta líka gott tækifæri til að sýna fram á að búningahönnun og búningasaumur er listgrein og afar sérhæft fag. Mér finnst það stundum gleymast. Það em engar ýkjur að hér í Þjóðleikhúsinu hafa verið hannaðir og saumaðir búningar sem myndu stand- ast samanburð hvar sem er í heimin- um. Þeir sem búa til búninga verða að búa yfir mikilli reynslu og vera vel að sér í sögunni. Hver leiksýning kallar á nýjan stíl og jafnvel ný vinnubrögð þannig að starfsfólk saumastofunnar er í sífellt að læra nýja hluti. Búninga- Elín Edda ásamt móöur sinni, Eddu Ágústsdóttur sem hefur starfaö á saumastofu Pjóöleikhússins í hartnær þrjátíu ár. Sjálf var Elín Edda aö nokkm leyti alin upp á saumastofunni því auk móöur hennar var amma hennar, Elín Fanný Friöriksdóttir, forstöðumaöur saumastofunn- ar um langt árabil. DV-mynd Hilmar Þór hönnun kallar líka alltaf á mikla sam- vinnu búningahöfúndar og sauma- stofú,“ segir Elín Edda. Leikbúningamir eru almennt mjög vandaðir hérlendis og segir Elín Edda oftast notuð vönduð efni. Áður fyrr hafi menn reynt að blekkja augu áhorfenda með óvandaðri efnum en það sé liðin tíð. „Leikbúning- ar þurfa að vera sterkir og þola mikla notkun því aldrei er hægt að segja fyrirfram hversu oft hver búning- ur verður notað- ur.“ - Hver er galdur- inn við vel heppnaðan leik- búning? „Hann verður að virka frá hári og ofan í skó. Leikaranum þarf að liða vel i búningnum og að sjálfsögðu verður hann að passa inn í heildarmyndina. Það er líka mín skoð- un að því minna sem áhorfandinn tek- ur eftir búningnum því betri er hann,“ segir Elín Edda Ámadóttir. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.