Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 15
Fimleikafólk framtíðar
Þeir voru ekki háir í loftinu, þátttakendurnir í námskeiði Fim-
leikaráðs Akureyrar, þegar Tilveran leit inn á æfingu hjá þeim í
Glerárskóla um helgina. Reyndar ætti ég að tala um fimleikastúlk-
u, því aðeins reyndist vera einn drengur í hópi 4 og 5 ára fim-
leikastjama framtíðarinnar sem þarna voru mættar. En áhuginn
var greinilega fyrir hendi, og hver veit nema þama leynist ein-
hverjar „Olgur Korbúdur" eða Nadíur framtíðarinnar íþessari
skemmtilegu íþróttagrein. Á æfingunni fylgdu foreldrar mörgum
bamanna og fylgdust með enda ekki allir orðnir svo veraldarvanir
að þora einir á íþróttaæfingu enn þá...
Smáauglýsingar
Pórir aðstoðar Elínu Margréti, dótt-
ur sfna, við æfingu í hringjum.
DV-mynd gk
Við höfum bæði
gaman af þessu
- segir Þórir Óttarsson
Það er gott fyrir börn á þessum
aldri að fá hreyfingu i staðinn
fyrir að sitja alltaf fyrir fram-
an sjónvarpstækin," sagði
Þórir Óttarsson sem var að aðstoða
og fylgjast með Elínu Margréti, fjög-
urra ára dóttur sinni.
„Þórir segir að mamma stelpunnar
hafi farið með henni fyrst á æfingar.
„Sjálfur er ég oftast á sjónum en ég
reyni að komast með henni þegar ég
er í landi og við höfum bæði mjög
gaman af þessu. Elín litla var áður í
tvo vetur i íþróttaskóla barna þar
sem mikil áhersla er lögð á leiki og
ég held aö þetta hafi ekki gert henni
neitt annað en gott“.
Fleiri í fjölskyldu Þóris viröast
áhugasamir um íþróttir. „Drengur-
inn minn, sem er 6 ára, er alveg á
bólakafi í þessu, æfir bæði knatt-
spymu og körfubolta, þannig að það
er nóg að gera,“ sagði Þórir. -gk
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
r///AA//////#/////
Arnar Björn Pálsson sveiflar sér á
slánni. DV-mynd gk
Ætla í fótboltann
Eini drengurinn sem var á æf-
ingunni fyrir fimm ára böm-
in reiknar ekki með að verða
lengi viðloðandi fimleikana.
„Freydís vinkona min var í fim-
leikum og þess vegna langaði mig
bara til að prófa. Þetta er nokkuö
skemmtilegt, en mér finnst mest
gaman að fara í leiki og eltingar-
leikurinn „Björn frændi" er
skemmtilegastur," segir Arnar
Bjöm. En hvers vegna ætlar hann
að hætta í fimleikunum?
„Ég er 5 ára. Þegar ég verð 6 ára
ætla ég að fara að æfa fótbolta og ég
held aö þá hætti ég í fimleikunum,"
sagði þessi hressi strákur í Liver-
pool-peysunni sinni sem ætlar að
snúa sér að knattspymunni í nán-
ustu framtíð. -gk
Hulda Guómundsdóttir fimleikaþjálfari ræöir viö
nokkra af nemendum sínum. DV-mynd gk
5505000
- segir Kara Guðný Knutsen
Litið á þetta sem stelpuíþrótt
- segir Hulda Guðmundsdóttir þjálfari
ulda Guðmimdsdóttir
fimleikaþjálfari
stjómaði æfingu unga
fimleikafólksins af röggsemi
en Fimleikaráð Akureyrar
hefur gengist fyrir námskeið-
um fyrir 4-5 ára böm nokkur
undanfarin ár.
„Það hefur alltaf verið
mjög góð aðsókn en við erum
með haustnámskeið og síðan
annað eftir áramót og æft er
einu sinni í viku í fjóra mán-
uði í hverju námskeiði," seg-
ir Hulda.
En hvers vegna er ekki
nema einn strákur hér á æf-
ingu fimm ára bamanna?
„Strákarnir hafa alltaf sótt
þessi námskeið mun minna
en stelpumar. Það er frekar
litið á fimleika sem stelpuí-
þrótt, við verðum bara aö
viðurkenna það,“ sagði
Hulda.
-gk
Jóna Birna Óskarsdóttir meö
dóttur sína, Köru Guöný Knut-
sen.
DV-mynd gk
Mér fmnst skemmtilegast
á slánni en þetta er allt
skemmtilegt og ég ætla
að verða fimleikakona
þegar ég verð stór,“ sagði hin
fjögurra ára fimleikadrottning,
Kara Guðný Knutsen, þegar hún
var spurð hvað henni fyndist
skemmtilegast að gera í fimleika-
tímunum.
„Hún bað sjálf um að fá að
fara í þessa tíma en hún er rétt
að byrja núna. Hún er mikið
fyrir hreyfmgu og dans, enda
kraftmikil stelpa," sagði Jóna
Birna Óskarsdóttir, móðir
Köru Guðnýjar, sem fylgdist
vel með dóttur sinni á æf-
ingunni.
Jóna Birna segir að
systkini Köru Guðnýj-
ar stundi íþróttir.
„Þau eru mikið fyrir
hreyfingu og íþrótt-
ir. Ég sé ekki fyrir
mér neina breytingu á því næstu
árin því þetta er það sem hentar
þeim best,“ sagði Jóna Bima.
-gk
Mest gaman
á slánni