Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Síða 8
Eins og margir vita fara fram kosningar
í Háskólanum næstkomandi miðvikudag.
Þar mætast hinar gamalgrónu fylkingar
Vaka og Röskva en sú síðarnefnda hefur
haft sigur úr býtum undanfarin 9 ár.
Fókus smalaði saman toppunum á
listunum hjá stúdentunum til að leyfa
þeim að fá útrás fyrir hvort öðru í
öðruvísi slag en hinni hefðbundnu
kosningabaráttu, snjókasti.
malefnalegt
1 M I ^0
Það er vika í kosningar í Há-
skólanum þegar átta manna hóp-
ur stendur fyrir framan skólann.
í skjótu bragði virðist ekki vera
mikill munur á þessum krökkum
en þegar nær dregur sést að það
sem skiptir þeim í tvo hópa eru
mismunandi barmmerki, grænt
fyrir Röskvu og hvítt fyrir Vöku.
„Höfum þetta málefnalegt snjó-
kast, ekki skítkast," segir Bene-
dikt Ingi Vökumaður og dregur
hanskana upp yfir hnúana. Liðin
eru kappklædd og reiðubúin að
taka útrás á kosningabaráttunni á
alíslenskan máta.
Gerum áhlaup
Áður en haldið er af stað út á
vígvöll stinga liðin saman nefjum
og ákveða hemaðaráætlun. „Þið
verðið að halda höfði framan af.
Síðan sækjum við fram undir lok-
in, gerum áhlaup og tökum þau
með trompi,“ segir Hulda Bima
og liðsmenn hennar í Vöku hlusta
vandlega á. Þau treysta henni
fullkomlega enda er hér vön
knattspyrnukona af Skaganum á
ferð. í Röskvubúðunum er annað
á döfinni: „Tæknin felst í þvi að
vera óhræddur við að fleygja sér
þegar þið sjáið boltana fljúga í átt-
ina að ykkur,“ les Hlynur Páll
yflr sínu liði. „Treystið mér, ég
hef mikla reynslu úr þessum
bransa af leikvellinum hjá Mela-
skóla.“ Svo er haldið af stað.
Hlynur Páll og Baldvln kepptu um Háskólaráðið í hefðbundnum glímubrögðum
og hinlr stilltu sig ekkl um að taka þátt í slaginum.
tví farar
Albert Ágústsson er dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni.
Hann mætir í stúdíóið kl. 12.15 alla virka daga og kynnir lög
fram til kl. 13. Þá er eins og maðurinn gufi bara upp og ekk-
ert bólar á honum fyrr en kl. 14.03 á Rás tvö en þar kemur
hann og kynnir lög undir nafninu Ólafur Páll Gunnarsson
þar til kl. 16.10. Já, Albert og Óli Palli eru ekki bara tvífarar
vikunnar heldur virðist allt benda til að þeir séu einn og
sami maðurinn. Eða geti í það minnsta verið einn og sami
maðurinn. En séu þeir það ekki þá væri ráð fyrir stöðvamar
að samnýta piltana og spara sér pening.
Albert Agústsson.
Hlynur Páll Pálsson,
skipar 2. sæti listans I
Háskólaráö. Einkunn: 10.
Reynslan af Melaskólavell-
inum kom sér vel.
Hulda Birna Baldursdóttir,
2. sæti Vöku í Stúdentaráð.
Einkunn: 8. Kappsmikil og
gaf strákunum ekkert eftir.
Margrét Vilborg Bjarnadóttir,
skipar 5. sæti listans I Stúd-
entaráö. Einkunn: 4. Lét sig
hverfa þegar hitnaði í kolunum.
Baldvin Þór Bergsson.
1. sæti Vöku í Háskólaráð.
Einkunn: 10. Glimukóngur
þegar i jörðina var komið.
Sara Hlín Hálfdanardóttir,
skipar 2. sæti listans i
Stúdentaráö. Einkunn: 8.
Lét ekki deigan síga.
Benedikt Ingi
Tómasson,
6. sæti Vöku
I Stúdenta-
ráð. Elnkunn:
10. Þrumar
eins og Þór.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson,
skipar 1. sæti listans í
Stúdentaráð. Einkunn: 8.
Byrjaði af kappi en lognaðist
fljótt út af.
Inga Lind Karlsdöttir,
1. sæti Vöku í Stúdentaráð.
Einkunn: 6. Hugurinn var til
staðar en tæknin ekki.
■■ ' ... . -.4
Vaka heldur í hernaöaráætlun sína og ryóst yfir skaflinn með herópi.
Reiðin tekur vöidin
Liðin stilla sér upp beggja
vegna við skafl fyrir framan Há-
skólann. Mjög kalt er í veðri og
erfitt að hnoða snjóbolta, hér eru
það kögglamir sem ráða ríkjum.
Við blasir blóðug barátta er leik-
urinn er flautaður á. Hviss, hvoss,
smakk. Það er augljóst að
drengseðlið ríkir hjá strákunum í
báðum liðum þar sem það fyrsta
sem þeir gera er að þruma i rass-
inn á stelpunum. Þeim bregður
fyrir vikið og eru vægast sagt
hneykslaðar á þeim. Áður en var-
ir tekur reiðin völdin og leikur-
inn æsist. Boltarnir fljúga er
Vaka heldur í hernaðaráætlun
sina og ryðst yfír skaflinn með
herópi. Fljótlega eru kögglamir
búnir og lítið eftir nema kaffær-
ingar. Hlynur Páll og Baldvin
byltast um á jörðinni og berjast
um Háskólaráðið og hinir krakk-
amir henda sér ofan á þá í von
um sigur. Fljótlega era þó allir
komnir með leið á þessarri vit-
leysu og standa upp.
Vaka marði sigur
Bæði liðin hrósa sigri eftir
kappleikinn en þar sem eftir átti
að reikna frammistöðu liðanna
voru úrslitin ekki orðin kunn.
Samhugurinn hjá háskólanemun-
um kemur glöggt í ljós er þeir em
spurðir um muninn á fylkingun-
um. í ljós kemur að þau eru öll
ágætisvinir og bera eingöngu
hagsmuni stúdentanna fyrir
brjósti. Enda var það eina sem
þau vildu koma á framfæri að
hvetja alla stúdenta til að nýta sér
kosningaréttinn sinn næstkom-
andi miðvikudag. Þannig mætti
segja að snjóboltastriðið fyrir
framan Háskólann hafi verið
mjög táknrænt. Tvö lið mætast og
þó að annað merji naumlega sig-
ur, eins og Vaka gerði eftir ein-
kunnagjöf, ganga allir af vellinum
sem jafningjar með það eitt í huga
að gera betur næst.
Drengseðlið leyndi sér ekki þegar strákarnir byrjuðu á því að þruma í rassinn
á stelpunum.
f Ó k U S 18. febrúar 2000
8