Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 15
Lítið hefur borið á því að tyrkneskur almúgi ætti sér fulltrúa sem ekki er af einni eða annarri ástæðu litinn hornauga hér á iandi og eru Tyrkir helst þekktir á þessum slóðum fyrir að slátra Kúrdum, stela íslenskum börnum og að hafa átt landsliðsmarkvörð í knattspyrnu sem hét Enginn. Mahir Cagir er undantekningin á þessari reglu. Barði Jóhannsson er fjölmiðlarýnir Fókuss. Honum er ekkert heilagt og hann flakkar fimlega á milli stöðva, flettir blöðum án þess að sleikja fingurna og heyrir minnsta hik frá knáu útvarpsfólki. Barði veit hvað hann heyrir og sér. bauðst með frægðarför sinni til Bandaríkjanna til að útbreiða boð- skap sinn um heimsfrið og góðvilja gagnvart mönnum og hafa verið uppi raddir um að Mahir verði gerður frið- arsendiboði Sameinuðu þjóðanna. En það eru nú margar raddir uppi. Jafn- vel hugmyndir um að Nicholas Cage leiki Mahir í Hollywood-mynd. Engu að síður er Mahir kominn aftur til Tyrklands og byrjaður að vinna hjá ferðaskrifstofu. Þar laðar hann ferða- menn til landsins og spókar sig um á stækkaðri heimasíðu. Bandarikja- mennimir sjá um að segja ítarlega frá ferðalögum Mahirs. Kauði er því aðeins farinn að mengast og búinn að tapa einlægninni. Þetta veldur því að fólk er farið að fá leið á honum en hann má eiga það að hann fékk fólk tO að brosa. vildi nýta sér sögu Mahirs í sína þágu. Á þeirra vegum heimsótti hann allar helstu borgir landsins, hundeltur af aðdáendum, sem Mahir annaðhvort kyssti á munninn eða kinnina eftir því af hvoru kyninu viðtakandinn var og auðvitað bauð Mahir þeim öllum í heimsókn á meðan hann skrifaði eig- inhandaráritanir. Vakti hann mikla athygli fjölmiðla hvert sem hann fór og vildu allir ná af honum tali. Kom hann m.a. fram í spjallþáttum Ros- eanne Barr og Jon Stewart. Mahir bauð Stewart auðvitað í heimsókn til Tyrklands og bauð Stewart honum þá um hæl aö koma að heimsækja sig til New Jersey. Boðar frið Mahir notaði þetta ein- staka tækifæri sem honum son Einfaldi almúgamaðurinn Mahir Cagir er 37 ára gamall. Hann hefur áhuga á borðtennis, ljósmyndun og ferðalögum. Mahir sló í gegn fyrir nokkrum misserum þegar heimasíðan hans, „This is my page“, sló í gegn hjá vöfrurum heimsins og það meik náði alla leið inn á síður DV á íslandi. Nú hafa hins vegar borist tíðindi af þess- um venjulega manni sem kenndi í tón- listarskóla, skrifaði tímaritsgreinar og deildi áhugamálum sínum með öðru fólki á heimasíðu sinni, http://mem- bers.xoom.com/primali/mahir. Fór til Bandaríkjanna Barnslega einlæga heimasíðan hans Mahirs hitti svo rækilega í gegn að hann fór að fá skilaboð og símtöl frá fólki um gjörvallan heim sem annað- hvort vildi óska honum til hamingju með heimasíöuna eða þiggja heimboð hans en á síðunni bauð hann hverjum sem vildi í heimsókn. Og áður en Ma- hir hafði tíma til að ná áttum var búið að bjóða honum til Bandaríkjanna á vegum stórs Internetsfyrirtækis sem Sextugar kerlingar í körfubolta Alla sunnudaga skvettir Stöð 2 vikuskammtinum af „Neighbours“ eða Nágrönnum í einni gusu fram- an í áhorfendur. Fyrstu mínútur þess háttar framhaldsþátta hafa yf- irleitt borið mig ofurliði en ég ákvað að reyna að þrauka í gegn- um þennan dagskrárlið enda mun umburðarlyndi vera i tisku nú á dögum. Kannski hafði ég heldur aldrei horft nógu lengi til að kom- ast almennilega inn í söguþráðinn og ekki vil ég vera bendlaður við fordóma. í garð eins vinsælasta þáttar veraldar. Þátturinn stóð í tæpa tvo klukkutima og ég sat sem fastast allan þann tíma og horfði í veikri von um að einhver skemmtun hlyt- ist af. Tveimur tímum af ævi minni eyddi ég í þessa tilraun. Stillimyndin hefði án efa vakið meiri ánægju hjá mér heldur en þetta kjánalega fólk við Ramsey- götu. Það er ótrúlegt að fjöldi fólks kjósi að verja ævi sinni í að fylgj- ast með framhaldsþáttum á borð við þennan. En maður hefur einmitt heyrt í aðdáendum þáttar- ins í gegnum tíðina. Þeir hafa litið á Nágranna sem eins konar uppeld- isstöð fyrir sexí píur og benda á veru Kylie Minogue í þáttunum hér á árum áður. En nú virðist sem „prósakið" sé farið að virka á upp- dópaðan almenning. Það var ekki eitt einasta beib í þessu tveggja tíma úrvalssjói Nágranna. Þama var ein megin- regla kvik- myndagerðar brotin, sem segir: „Því lélegra handrit, því fleiri beibs.“ Hvílík djöflasýra Já, það er eitt sem víst er að ein af aðalpersónunum, hún Madge, var ekki mikið fyrir augað. Sextug og sjúskuð, með vel rifna viskírödd. Bryndís Schram er gleggsta dæmið um konu sem getur auðveldlega verið mjög hugguleg fram eftir aldri. En leikstjórinn þurfti endi- lega að veija sjúskaða belju, sem lít- ur út fyrir að vera útjaskaður heróínfíkill, í hlutverkið. Ekki skánaði það þegar plottið gekk út á hana að keppa í körfubolta með „sextugum vinkonum sínum“. Og þetta átti að vera spennandi. Hvílík djöflasýra! Hver hefur áhuga á að sjá einhverjar gamlar og útjaskaðar kerlingar skakklappast í körfu- bolta? Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengjum að fylgjast með henni á æfmgu með harmónikusveitinni í næsta þætti. Unga fólkið Ekki er imga fólkið í þættinum áhugaverðara. Við fylgjumst með hremmingum 15 ára spilafíkils, stelpu sem heldur upp á afmælið sitt og strák sem fær ekki að hlusta á rokktónlist í friði fyrir föður sínum. Og að sjálfsögðu þurfa þau að vera í fötum sem eru einhver ósmekkleg- asti samtíningur af öllu því ljótasta úr síð-80’s tískunni. Því kom ekki mjög á óvart þegar einn ungu leikar- anna birtist á skjánum með sítt að aftan og permanent í skottinu sem er einhver bjánalegasta hárgreiðsla sem ég hef séð. Það eina sem ég gat gert var að vorkenna þessu unga fólki fyrir að þurfa að byija leikfer- ilinn á jafn metnaðar- og tilgangs- lausu verkefni og Nágrönnum. Það er mér mikil ráðgáta hvað fær menn tU að framleiða svona þætti og enn frekar hvað fær fólk tU að horfa á þvæluna. Þátturinn hefur ekki neitt. Hann er eins og hvert annað drasl. Söguþráðurinn er öm- urlegur, metnaðarlausir leikaramir mismunandi lélegir og búningamir með því ljótara sem fyrirfinnst á jarðkringlunni. Barði Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.