Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Page 6
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu og getur kviknað hvar sem er, hvenær sem er og oft á undarlegustu stöðum. Snæfríður Ingadóttir hringdi í nokkra karlmenn til að forvitnast um það ^þeir hittu ástina í sínu lífi. hinum hvar k y n 1 í f Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tilfinningaflækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717. Hélt ég væri hennartýpa V Svali sá Margréti Valdimarsdóttur fyrst á Kaffibrennslunni þar sem hún var aö vinna sem þjónn og fannst hún algjör nagli. Andri Snær og Margrét Sjöfn Torp féllu fyrir hvort ööru í appelsínugulum polla- göllum þegar þau voru aö vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. „Ég sá hana fyrst 4. desember árið 1996. Hún var að vinna sem þjónn á Kafíibrennslunni en við fé- lagamir áttum svo að segja heima á kaffihúsinu á þessu tímabili. Hún var algjör töffari I kakíbuxum og þröngum magabol með lokk í nafl- anum. Þetta var miðvikudagskvöld og við félagamir voram með ein- hver læti og hún ætlaði að henda mér út því hún hélt ég væri ekki kominn með aldur til þess að vera á staðnum. Ég féll strax fyrir henni og fannst hún alveg rosalega flott og algjör nagli. Ég hélt hins vegar að ég væri ekki hennar týpa þannig að ég var ekkert að reyna við hana en gaf henni þó auga þeg- ar ég kom á Kaffibrennsluna. Eftir Pál 1 ó s k a r áramótin kom hún svo upp á FM þar sem hún og vinkona hennar tóku þátt í leik í sambandi við kvikmyndina Bound. Hún var svo hress og frökk og spurði hvort það vantaði ekki fleiri dagskrárgerðar- menn á stöðina og ég var svo hepp- inn að fá að taka hana i þjáifun. Fyrst þá kynntumst við almenni- lega og þá kom f ljós að ég var al- veg hennar týpa og við áttum margt sameiginlegt. Við urðum góðir félagar og síðan leiddi eitt af öðru.“ Sigvaldi Kaldalóns, dagskrárgeröarmaður á FM „Sumariö 1991 voram við bæði aö vinna í garðyrkjudeild Raf- magnsveitu Reykjavíkur við hellu- lögn, garðslátt, trjáklippingar og annað. Þegar ég sá hana fyrst við gömlu rafstöðina í Elliðarárdaln- um þá fannst mér ég hafa séð hana áður og við nánari eftirgrennslan kom upp úr dúmum að viö höfð- um verið í sama ökuskóla árið á undan. Það var þó ekki fyrr en þetta sumar þegar við stóðum bæði í drullu og skít í appelsínu- gulum pollagöllum að ég tók eftir henni. Það var félagi minn Símon sem steig svo fyrsta skrefið fyrir okkur í starfsmannaferð Raf- magnsveitunnar til Laugcirvatns. Við fórum að spjalla og svo kysst- umst við í skógarrjóðri. Þetta var frábært sumar, bæði hvað veðrátt- una og ástarlífið varðar." Andri Snœr Magnason rithöfundur ana fyrst Freyr sá Hólmfríöi Önnu Baldursdóttur fyrst í prófkjöri á Hótel Sögu. Þá var hún í blelkri peysu. Þetta var ein af þessum töfrastund- um í lífinu, ég fékk sting í hjartað um leið og hún gekk inn og þetta var ást við fyrstu sýn. Þegar spila- mennskunni lauk gaf hún sig á tal við mig og síðan þessa köldu janú- amótt höfum við verið saman. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé eitt af betri verkum Sam- fylkingarinnar." Freyr Eyjólfsson í Geirfuglunum „Augu okkar mættust fyrst í prófkjöri Samfylkingarinnar á Hót- el Sögu í janúar fyrir ári. Hún var í bleikri peysu og var að vinna við prófkjörið og ég man að hún var mjög lengi að finna mig í skránni. Á þessum tíma stundaði ég nám í Háskólanum og vann fyrir mér með spilamennsku á krám um helgar. Þetta sama kvöld var ég einmitt að spila á gamla Grand Rokk á Klapparstígnum. Allt í einu sé ég þar sem ég stend á sviðinu að þessi stelpa úr prófkjörinu gengur inn á knæpuna og ég hugsaði strax: „Hvað er stelpa sem þessi að gera á þessari búllu?“ Andstæðurn- ar vora svo miklar, hún svona gull- falleg á þessum knæpulega stað. Af hverju eru Spurning til Dr. Love: HÆ, PÁU ÓSKAR Hvernig veit maCiur aö maöur er hommi? Ertu ekki bara hommi til aö vekja á þér athygli afþví að þú ert svo athyglissjúkur? HR. SEGI PAD EKKI Svar Dr. Love: KÆRI HR. SEGI ÞAÐ EKKI! Máliö er mjög einfalt (eins og þú). Þegar viö verö- um kynþroska og hormónanir taka aö grassera úti um allan skrokk þá byijum viö aö læra inn á okkur sjálf sem kynverur. Þá lærum viö aö fatta hvaö kemur okkur til. Okkur byrjar aö DREYMA! Svona, út meö þaö - viö höfum ÖLL vaknaö upp blaut eft- ir að hafa dreymt einhverja geggjaöa kynlífs- fantasíu sem enginn fær skilið nema viö sjálf. Úff, það er svo pottþétt aö dreyma kynlíf - því í draumalandinu er kynlífið miklu meira .sensual" einhvern veginn. Og ég er ekki bara að tala um drauma sem eiga sér staö aö nóttu til á meðan viö sofum. Öll verkefni sem viö klárum í lífinu byrja á einum draumi. Nú! Mikið hefur veriö skrafað og skeggrætt um það hvort kynhvötin sé lærö eöa meöfædd, áunnin eöa genetísk. Og veistu hvað? Mér er andskotans sama um það. Lærum frekar aö fíla þaö sem við erum. Það sem við verðum á fulloröinsárunum er alveg örugglega samofiö þeim eiginleikum sem við fæðumst með - og uppeldinu. Þaö er t.d. ekkert mál að ALA UPP FJÓLDAMORÐINGJA! Vertu bara nógu andskoti ógeöslegur viö barniö frá vöggu til unglingsáranna og barniö mun svo sannarlega veröa temmilega steikt í hausnum. Við fæðumst aldrei vond, ofbeldishneigð, þröngsýn eöa for- dómafull. Þaö er alltaf LCRÐ hegðun! En áfram meö hommiö. - Hommon-isminn upp- götvast hjá MANNI SJÁLFUM þegar mann fer að dreyma drauma tengda tittlingum á karlmönnum! Aö sama skapi, ef unglingsstrák dreymir Ijóshæröar konur meö stór brjóst allar nætur, þá eru miklar lík- ur á þv! að þaö verði hans helsta TURN-ON á fullorö- insárunum. Það má jú vel vera aö svona smáatriöi (eins og hárlitur, bijósta-, rassa- og tittlingastærö) séu pikkuð upp í uppvextinum. Úr fjölmiölum og bíó- myndum. Who knows? Who cares? EN - KYN- HNEIGÐ MANNS (tvf-, gagn- eöa sam-) ER MEÐ- FÆDD, EKKILÆRÐ! Kynhneigð manns hefur ekkert meö þaö að gera hvort maður fæddist 2 vikum fyrir tímann eða að móðirin hafi lesiö of margar Barfoöru Cartland-bækur með einkasoninn í maganum. Sumir sjá þaö á litlum börnum hvort þau eru gay eða ekki. Þannig aö - þetta er meðfæddur eigin- leiki! Þessi ákveönu börn uppgötva svo kynhneigð sína sjálf, ein og óstudd, alveg nákvæmlega eins og restin af (streit) unglingunum í kringum þau. Hvernig þau upplifa sjálf sig sem kynverur og hvernig þau spila úr þessum eiginleikum er svo aft- ur á móti annað mál. ÞAÐ hefur mikiö aö gera meö uppeldið og félagslegar aðstæöur! Sumir koma ekki út úr skápnum fyrr en þeir eru 35 ára, jafnvel eldri, vegna þrúgandi félagslegra aöstæöna. Þaö er alltaf sorgleg saga aö segja. - Ég vildi ekki lifa lífinu samkvæmt gömlurn gildum sem langamma mín lifði eftir. Ég valdi frekar aö geta litiö til baka og sagt við sjálfan mig: „Hey, ég kom út úr skápn- um þegar ég var unglingur og lifði frábæru full- nægjandi kynlífi á bestu árum ævinnar. Jibbí!" Hr. Segi-Það-Ekki. Ef þú vilt fá ENN einfaldara svar viö spurningu þinni (sem þú þarft nauðsynlega á að halda, því mig grunar aö þú sért enn þá að stafa þig fram úr línu 5), þá skaltu vinsamlegast fara eftir eftirfarandi þumaiputtareglu, sem sker úr um það hvort þú ert hommi eða ekki: 1. Réttu fram hægri höndina og Imyndaöu þér nú að í iófanum standi sá kynþokkafýllsti karlmaður sem þú veist af í heimi hér. (T.d. George Clooney.) Hann er til í aö fara í rúmið meö þér. Núna. Ökeyp- is. 2. Réttu fram vinstri höndina og sjáöu fýrir þér föngulega kvensnift sem er vissu'ega þarna í lófa þér í sömu erindagjörðum. (T.d. Liv Ullman.) 3. ímyndaðu þér aö þessar tvær myndir I lófanum labbi nú I sína áttina hvor. 4. Spurningin er: Hvoru myndir þú fýlgja? 5. Ef þú vilt fýlgja kariinum eftir eru allar líkur á því aö þú sért gay. Ef þú vilt fýlgja báöum eftir þá ertu væntanlega gæddur þeim eftirsóknarverða eigin- leika að vera tvíkynhneigður. Annars ertu streit. Hvaö athyglissýki varðar, þá grunar mig aö enginn viöurkenni samkynhneigð sína til þess eins aö fá at- hygli, I jafn fordómafullu smáborgarasamfélagi og mér fmnst ég búa I. - Hvað persónulega athyglissýki mlna varðar, þá finnst mér athyglissjúkt fólk frábært - en þá veröur þaö líka aö standa undir athyglinni sem þaö heimtar. Ég meðtalinn! Og ég hef alltaf staöið 100% undir allri þeirri athygli sem ég krefst. Annars værir þú ekki að klára aö lesa þetta núna! Hafðu þaö, DR. LOVE 6 f ÓkuS 10. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.