Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 8
 haf Meira pláss fýrir Akur- eyringa Skemmtistaöurinn Við Pollinn á Akur- eyri ætlar heldur betur að færa út kviarnar. í næstu viku mun staður- inn stækka um hvorki meira né minna en helming og er hann þó ekki lítill tyrir. Við bætist koníakstofa og salur þar sem hægt verður að taka á móti hópum í mat. Þar með eykst enn það rými sem heimamenn hafa til þess að sletta úr klaufunum en skemmtistað- ir og barir hafa sprottið upp eins og gorkúlur síðustu árin i bænum. Eiki Hauks á landinu Rauðhærði rokkarinn Eiríkur Hauksson er kominn til landsins og ætlar að skemmta landanum um helgina á Álafoss föt bezt i Mos- fellsbæ. Síðustu árin hefur Eiki búið í Noregi og ekki mikið farið fyrir hon- um. Eirikur hefur þó sýnt og sannað að hann er ekta rokkari og hver man ekki eft- ir lögunum Sekur, Gaggó Vest eða Gull? Eiríkur ætti því auðvita að troða upp á stærri stað en Álafoss föt bezt þegar hann loksins heimsækir klakann þar sem aðdáendur hans hér á landi eru fjölmarg- ir en ekki er víst að þeir nenni allir að bitast um þessi fáu sæti upp í Mosó. Fáum Eika næst i Þjóðleikhússkjallarann! „Mikisuaraaqana inequnaviilunga anaanap aanna ataatap piginnaqaannga...." hljómar yffir Domino’s og rennur saman við tal frá bandarískri sjónvarpsmynd. Það eru aðeíns nokkur ár síðan íslendingar hættu að fara „út að borða“ á Ask og Tomma- borgara og komust upp á lagið með ameríska skyndibitastaði. í Grænlandi eru bara tveir slíkir staðir og þeir eru báðir í Nuuk. Auður Jónsdóttir heimsótti fjóra ameríska skyndibita- Top Shop opnar inter- netcafé Breska verslunarkeðjan Top Shop opnar versl- un I Reykjavík á miövikudaginn kemur. Versl- unin er í Lækjargötunni þar sem skemmtistað- inn Tunglið var áður að finna. Fyrir utan ódýran tískufatnað verður internetkaffihús f verslun- inni. Þetta ætti að gleðja marga en þannig þjónustu hefur sárlega vantað í borgina. Áður hafa verið gerð- ar tilraunir til þess að halda úti rekstri internet- kaffihúsa en ekki gengið nógu vel. Viö vonum að höfuðborgarbúar taki þessari þjónustu fagnandi en aðgangurinn verður ökeypis á Netiö út marsmánuð. Tölvuglaðir geta því mætt galvaskir í verslun- ina strax á fimmtudagsmorgun því opnunin á miðvikudag er bara fýrir fína og fræga fólkið (boðsgesti). Rccbök staði í Reykjavík ásamt Grænlendingunum Orto og Hans og ræddu.um staðina og kvik- myndina Ikingut en Hans er staddur hérlendis í undirbúningsvinnu fyrir aðalhlutverkið. minnir á Nuuk Ég hitti Orto Ignativssen og Hans - Tittus Nakíngs á Hótel Baróni klukkan sjö. Þeir brosa báðir til mín og litli strákurinn, Hans - Tittus, gæti brætt hjartað í hvaða hryðjuverkamanni sem er. Ég reyni að útskýra fyrir þeim á afar bjagaðri dönsku að við ætl- um að borða á fjórum skyndibita- stöðum og það virtist leggjast vel í þá þótt Orto sé mun hrifnari af sterkum asískum mat. Meðan við bíðum eftir leigubílnum segir Orto að hann sé leiðbeinandi Hans sem á að leika stærsta hlut- verkið í kvikmyndinni Ikingut (Vinur á grænlensku) sem ís- lenska kvikmyndasamsteypan framleiðir. Orto er sérstaklega heppilegur leiðbeinandi því hann Hildur Helga Sigurðardóttir. Sveinn M. Eiösson. Það kom mörgum á óvart þegar Þetta helst fór í loftið hjá okurbúll- unni RÚV að skattgreiðendur væru nú farnir að framleiða sjónvarps- þátt imdir stjórn Sveins M. Eiðssonar. En eins og landsmenn vita er Sveinn í uppáhaldi hjá Hrafni Gunnlaugssyni en það er maður sem Rúv-arar elska að hata. Svo kom það loks í ljós að stjórnandinn er ekki Sveinn M. Eiðsson heldur gullfalleg kona að nafni Hildur Helga Sigurðardóttir. Auðvitað eru margir sem vita þetta ekki en nú hefur Fókus leiðrétt þennan leiðinlega misskilning. Stjómandi Þetta helst er ekki Sveinn M. Eiðsson heldur Hildur Helga Sigurðardóttir. er bæði skóla- og leiklistarkenn- ari í Grænlandi og getur því bæði kennt og leikstýrt Hans. Hann lærði leiklist í Danmörku, ferðað- ist í fjögur ár um alla Evrópu og gegnir nú þessum sérkennilega starfa fyrir íslensku kvikmynda- samsteypuna. Taka Subway heim í flugvel Loks kemur leigubíllinn og við setjumst inn og höldum á Subway í Austurstræti. Þar er nokkur bið eftir afgreiðslu sökum anna en Hans litli bíður sallarólegur með- an Orto segir frá skyndibitastaða- menningunni á Grænlandi: „Það er ekki Subwaystaður á Græn- landi en hins vegar em McDon- aldsstaðir í stóru bæjunum. I okk- ar heimabæ, Tasiilaq, er enginn keðjuskyndibitastaður, enda búa aðeins um 1000 manns þar. Hins vegar eru þar grænlenskir ham- borgarastaðir og hamborgararnir em gerðir eftir smekk kokkanna." Þegar röðin kemur að okkur kannast starfsstúlkan við okkur Eg segi þeim að kokkteil- sósan sé séríslenskt fyrirbæri sem hafi haslað sér völl á spænsk- um sólar- ströndum og þeir smakka forvitnir á henni og láta vel af. Þar er svakaörtröð á McDonald’s en við bíöum þolinmóð og innan skamms fá félagarnir að velja sér stjörnumáltíð í boði hússins. og býður þeim að velja sér álegg á 12 tommu Subwaybáta, gosdrykk og köku í eftirmat. Orto og Hans velja báðir kalkúnabát í flnu brauði með osti, grænmeti og majonesi. Síðan setjumst við og Hans er greinilega hrifinn af matnum því hann segist vilja taka Subway heim með sér í flugvél. Á meðan við borðum segir Orto að Kvikmyndasamsteypan hafi beðið um prufur með sjö drengjum. Orto var með 25 leiklistarnemend- ur en valdi Hans af handahófi því hann tilheyrði ekki nemenda- hópnum. Þegar þeir kyngja síð- asta bitanum lítur Hans út um gluggann, bendir á Kabarett og spyr hvort við förum næst þang- að. Orto fræðir hann á að leiðin liggi næst á McDonald’s og þá skælbrosir barnið og segir: „Ég get borðað meira.“ Hlýrra á Grænlandi en Islandi Við röltum yfir á McDonald’s og á leiðinni gefur Orto frá sér kulda- hljóð og stynur: „Það er kaldara hér en á Grænlandi. Loftið er svo rakt.“ Þeir verða lika fegnir þegar við forum inn á Mc’Donalds. Þar er svakaleg örtröð en viö bíðum þolinmóð og innan skamms fá fé- lagarnir að velja sér stjörnumáltíð í boði hússins. Orto velur sér mál- tíð númer 2 og fær stóran ham- borgara, franskar og gos. Hans vel- ur óvart kjúklingamáltíð og horfir vonsviknum augum á hana þar til þvi er reddað og hann fær alveg eins máltíð og leiðbeinandi hans og vinur. Þeir láta vel af matnum. Orto kann þó betur við Subway en Hans er hrifnari af McDonald’s. Við tölum um íslenska skyndibita- menningu og Orto á bágt með að trúa að það séu aðeins örfá ár síð- an amerískir skyndibitastaðir hösluðu sér völl hérlendis. En kannski spretta amerískir skyndi- bitastaðir upp á Grænlandi fyrr en þá grunar og Hans losnar við að ferja Subway heim í flugvél. f Ó k U S 10. mars 2000 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.