Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 13
h v a ö f 10. mars 2000 f Ó 1< U S ★★★★, Hljómsveitin: Ymsir flytjendur Platan: Doob DOOD O'Rama Útgefandi: Normal/12 tónar Lengd: 58:23 mín Safnplata meö 16 lögum úr ind- verskum bíómyndum frá seinni hluta síðustu aldar. Mest af vinsælli popptónlist á Indlandi kemur úr bíó- myndum. Tónlistin er oftast skrýtin blanda af vestrænum tónlistarstíl- um og indverskri tónlist og hér eru bæði ballöður og kraftmikil lög. Ég verð að viðurkenna að indverski tónskalinn og helium-raddir söng- kvennana fara yfirleitt í taugarnar á mér, en hér eru skringilegheitin það mikil að erfitt er aö hrifast ekki með. Diskurinn er fyrir framsækna tónspekinga jafnt og þá sem flnnst skrýtin og fyndin tónlist skemmtileg. Indverjar framleiða fiestar kvikmynd- ir allra þjóða. Þær fara þó sjaldan út fyrir landsteinana. Indverjar eru bíóóðir og jafnvel fátækustu þorp eru með einhvers konar bíó. Restar myndirnar eru íburöarmiklar og sjaldnast undir 150 mfnútum. Bíó- stjörnur verða oft stjórnmálamenn. Þó lögin séu vissulega misskemmti- leg er meirihlutinn frábær sólskins- tónlist sem ætti aö fá þunglamaleg- asta durt til að brosa og tina hausnum í takt. Þetta er frábær kynning á framandi tónlist. Fáðu þér eintak og komdu brosandi út úr skammdeginu. dr. gunni ★★★ Hljómsveitin: AÍf piatan: The Virgin Suicide Útgefandi: Virgin/Skffan Lengd: 40:33 mín. Þetta er fyrsta nýja efnið með frönsku súpergrúppunni Air sfðan hún gaf út „Moon Safari" fyrir þrem- ur árum. Sú þótti ein af þetri þlöt- um ársins 1997. Þetta ertónlist úr kvikmynd Sofiu Coppola „The Virgin Suicides" sem frumsýnd verður f vor. Strákarnir f Air búa til sniðugt og þægilegt rafpoþp. Smelli eins og „Sexy Boy“ og „Kelly Watch the Stars" þekkja flestir, en nýja platan er svolítið dimmari og instrúmental ef frá er talið flauelsmjúkt opnunar- lagið „Playground Love". Þeir Nicolas Godin og Jean-Benott Dunckel-meðlimir Air blása á þá sem segja að „Virgin Suicides" sé ekki alvöru Air þlata af því aö þetta er kvikmyndatónlist. „Sumar af okk- ar uppáhaldsplötum eru með tónlist úr kvikmyndum," segja þeir. Fyrstu viðbrögðin þegar maður heyr- ir plötuna eru mikil vonbrigði, en hún vinnur á viö frekari hlustun. Þeir sækja sem fyrr mikið f popp frá sjöunda og áttunda áratugnum og gera margt ágætlega á plötunni þó að hún sé engin Moon Safari. trausti Júlíusson ★★★★ Hijómsveitin: Laurent Garnier piatan: Unreasonable Behaviour Útgefandi: F Communications/Japis Lengd: 69:09 mín. Þetta er þriðja platan með franska plötusnúönum Laurent Garnier. Þó aö fyrri tvær plöturnar hans hafi ver- ib ágætar má segja að með þessari plötu sé tónlistarmaðurinn Garnier búinn að ná yfirhöndinni yfir plötu- snúðnum Garnier. Þó að þetta sé teknóplata þá má finna á henni mjög ólíka hluti. Þetta er allt frá hægu tempói og djassf stemmningu upp f hart teknó með viökomu f elektró, breakbeat og house. Þetta er því plata sem ætti að höfða til flestra áhugamanna um raftónlist. Unreasonable Behaviour er í raun tvö ólík verk. Geisladiskurinn er sniðinn að heimahlustun, en vfnil- platan meira stiluð inn á dansgólfið. Á vinýlplötunni hafa sum af hægari lögunum verið tekin út og dansvænna efni sett í staðinn. Síðustu vikurnar hefur Slipknot verið vinsælasta þungarokksbandið á íslandi. Þetta er níu manna band þar sem aliir eru með grímur og klæðast göllum. Þeir eru ógnvekjandi og margar kerlingar hafa fengið hland fyrir hjartað og talað um „vond áhrif á æskuna". Dr. Gunni skoðaði Slipknot. Unreasonable Behaviour er mjög vel lukkuð plata. Hún er fjölbreytt og full af tónlistarlegum skfrskotunum f fortíðina og samtfmann. Þetta er Ifka ein af þessum plötum sem luma á einhverju nýju við hverja hlustun. trausti júliusson Gallar, Qf*! níiLJr" og gallhart Borgin Des Moines í Iowaríki er ekki fræg fyrir rokk og ról. Og kannski ekki að furða því Iowaríki er helst þekkt fyrir komrækt og svína- eldi. í Des Moines skemmta menn sér helst með því að fara á strípiklúbba, en gaukamir níu sem mynda Slip- knot kusu að eyða tíma sínum inn í skúr við að slípa saman djöfullegt þungarokk. Fyrsta platan hét þeim uppbyggilega titli „Mate. Feed. Kill. Repeat." og bandið gaf hana sjálft út árið 1996. í fyrra gaf þungamerkið Roadrunner út plötuna „Slipknot" og hjólin hafa rúllað með sívaxandi hraða síðan. Töfrandi smáatriði Þeir kalla sig 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 en heita í réttri röð: Sid Wilson (plötusnúður), Joey Jordison (trommari), Paul Gray (bassi), Chris Fehn (ásláttur), James Root (gítar), Craig Jones (samplari), Shawn Cra- han (ásláttur), Mick Thompson (gít- ar) og Corey Taylor (söngur). Þetta virðast vera hinir vænstu piltar þó tónlist og textar gætu gefið í skin að hér væru bandbrjálaðir drullusokkar á ferðinni. Þeir búa ekki saman í slát- urhúsi heldur eiga konur, börn og lifa indælu lífi í Des Moines. Það er ekki nema í tónlistinni sem þeir fá út- rás fyrir geðveikinni. Slipknot segjast ekki vera í sömu deild og nýþung- arokksbönd eins og Limp Bizkit, heldur leiti þeir til fortíðar, í dauðarokk og pönkbönd eins og Black Flag og Dead Kennedys. Níu manna þungarokksbönd eru sjaldséð, en bassaleikarinn 2 útskýrir það svona: „Við byggðum einfaldlega upp það band sem við hefðum sjálfir viljað heyra og sjá á sviði. Við bætt- um við meðlimum þar til tónlistin hljómaði rétt í eyrum okkar. Ef við hefðum þurft að vera tuttugu manna band væru 20 í bandinu núna. Við gerðum engin plön heldur bættum bara við þar til tónlist hljómaði rétt.“ Stjörnukerfi Ifókus ★ ★•*** Gargandi snilld! ★ Notist í neyð. ★ ★★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun. * * * Góð afþreying. v'skaðlegt. ★ ★Nothæft gegn leiöindum.^®" p 1 ötudómar Allir meðlimirnir þekktust áður en Slipknot varð til og sumir höfðu spil- að saman í öðrum böndum. Það er at- hyglisverð samheldni í gangi innan bandsins: „Síðustu þrjú árin höfum við farið eftir stífu æfingarplani," segir 7. „Allir mæta stundvíslega og við æfum ekki nema að allir séu mættir. Tónlistin okkar er svo háð heildinni að þótt bara einn vantaði, kannski plötusnúðinn, væri útkoman ekki okkar tónlist lengur. Allir verða að vera á staðnum. Jafnvel minnstu smáatriði gera lögin töfrum líkust." And-ímynd verður ímynd Það eru engin sérstök tíðindi að hljómsveitir spili með grímur. Bönd eins og tilraunagrúppan The Res- idents, Kiss og Stuðmenn hafa leik- ið grímuleikinn áður. Slipknot segja lika að tónlistin skipti öllu, ekki grímumar. „Við erum ekki svona til að reyna að fá fólk til að flla okkur,“ segir 1. „Eftir að hafa lítillækkað okkur árum saman í Des Moines fyrir fólki sem gæti ekki verið meira sama um okkur, fórum við í gallana og settum upp grimurnar til að leggja áherslu á að persónur okkar skiptu engu máli. Öllum hafði verið drullusama en grímumar kveiktu áhuga fólks og nú sitjum við uppi með þær.“ 2 tekur við: „Þetta var hugsað sem and-ímynd. Við nenntum ekki að pæla í því hvaða svölu fotum við ættum að ganga í eða hvaða svölu klippingu við ættum að hafa. Tón- listin gekk fyrir. Með göllunum og grímunum minnkaöi áherslan á það að vera „svalar og töff rokkstjöm- ur“. En er ekki bara and-ímyndin orð- in ímynd sveitarinnar? „Jú, það má segja það. En það er bara hægt að glápa á grímu í ákveð- ið langan tíma. Eftir nokkrar mín- útur verða áheyrendur að byrja að pæla í tónlistinni en ekki i því í hverju við erum.“ Grímumar eru í stöðugri þróun, enda segir 7 að þær séu framlenging á persónuleika meðlimanna; „Það verða alltaf breytingar hjá Slipknot. Allir eldast með hverju árinu og þegar þú eldist þá breytistu," segir hann spekingslega og bætir við: „Eftir að hafa lítillækkað okkur árum saman í Des Moines fyrir fóiki sem gæti ekki verið meira sama um okkur, fórum við í gallana og settum upp grímurnar til að leggja áherslu á að persónur okkar skiptu engu máli. Öilum hafði verið drullusama en grímurnar kveiktu áhuga fólks og nú sitjum við uppi með þær.“ „Það getur alveg eins endað á því að við tökum grímumar niður, en það verður ekki nærri því strax.“ Æstar kerlingar Meðlimir geta þakkað Ross Robin- son velgengnina. Ross er vinsæll hljóðkarl, vann t.d. fyrstu plötur Korn og Soulfly, og þegar hann fékk fyrstu Slipknot-plötuna senda ákvað hann að vinna með þessum gaurum, sama hver myndi gera samning við þá. Hann fékk menn frá Roadrunner til að fjölmenna til Des Moines og eft- ir magnaða Slipknot-tónleika í heimabænum var skrifað undir á strípiklúbbi. Bandið hefur spilað um allan heim í kjölfar plötunnar og meðlimirnir eru hæstánægðir með lífið og tilver- una. „Að ferðast og spila okkar tón- list fyrir nýtt og nýtt fólk er alveg geggjað," segir 2. „Ég vil þakka hverj- um einasta krakka sem mætir til að horfa á okkur, án aðdáendanna vær- um við ekkert." Nú er Slipknot í Bretlandi og þar hefur túrinn ekki gengið áfallalaust fyrir sig. í Wolverhampton þurfti að fara með tónleikagest á spítala eftir að hann fékk einn meðlim Slipknot í hausinn, en hann hafði hent sér aftur á bak ofan af 9 metra háum svölum í góðu stuði. Þessi atburður er vitan- lega vatn á myllu argra kerlinga. Öll ímynd Slipknot er ógnvekjandi og með texta eins og þennan úr „Surfacing", er von nema kerlingar verði æstar?: „Fuck it all. Fuck this world. Fuck everything that you stand for. Don’t belong. Don’t exist. Don’t give a shit. Don’t ever judge me“. Leifum 2 að útskýra: „Við tileink- um krökkunum þennan texta, hann er eins konar nýr þjóðsöngur þeirra. Þetta er okkar leið til að segja; ekki hugsa um hvað öðrum finnst. Hafðu bara áhyggjur af sjálfum þér. Ekki taka það inn á þig þótt aðrir dæmi þig eða angri þig. Vertu bara trúr sjálfum þér.“ í september sl. hélt hljómsveitin Blur sýninguna X í tilefni af tíu ára afmæli sveitarinnar. Nú er sýning- in komin á Netið og er hvalreki fyrir alla aðdá- enduma. Slóðin er: www.blurx.co.uk. Blur taka upp nýja plötu á árinu en Damon hefur verið að gera sándtrakkið fyrir 101 Reykjavík með Einari Emi eins og komiö hefur fram. Damon tjáði sig nýlega um rifrildi Oasis-bræðra við Robbie Williams, en Blur og Oasis rifust mikið í fjölmiðlunum á árum áður. „Gallagher- bræðumir eru að endurtaka sama leik- inn, en nú með Robbie en ekki okkur,“ sagði Damon og bætti við: „Þeir hafa greinilega ekki þroskast neitt.“ Oasis beint á toppinn Nýja Oasis-platan fór beint í fyrsta sæti á breska listanum og seldust 200 þúsund eintök fyrstu vikuna. Aðstandendur em ánægðir með söluna þó hún sé ekk- ert í líkingu við það þeg- ar Be Here Now seldi 250 þúsund eintök á einum degi árið 1997. Það er nú heldur ekkert sérstakt því „Hard Day’s Night" með Bítlunum seldist í 1.5 miiijón eintökum á viku árið 1964. Oasis-platan hefur fengið frekar volgar viðtökur gagnrýnenda í Bretlandi en þess heitari í Bandaríkjunum. Hljóm- sveitin er þessa dagana að spila í Japan og þurfti Liam að yfirgefa sviðið nýlega þegar hann missti röddina. Þá tók Noel við og kláraði prógrammiö. Radiohead vakna til lífsins Thom Yorke og hressir félagar hans í Radiohead hafa legið í hýði síðustu tvö árin og unnið að gerð nýrrar plötu. Síð- asta plata, „OK Computer", kom út 1997 og nýrrar plötu hefur verið beðið með miklum spenningi. Nú er bandið að vakna til lifsins á ný og hefur bókað sig á tónleika í London þann 1. júli nk. Það verða fyrstu tónleikar Radi- ohead í Englandi í meira en tvö ár. Strákamir lofuðu því í útvarps- viðtali nýlega að klára nýju plötuna fyrir 1. apríl. Um 30 lög hafa verið tekin upp, m.a. lögin „How To Disappear Completely And Never Be Found" og „Motion Picture Soundtrack", sem bandið lék á tónleikum áður en hún lagðist í hljóðvershýðið. Út- gáfudagur nýju plötunnar hefur ekki ver- ið ákveðinn. Blur sýnir á Netinu 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.