Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 9
Kokkteilsósan haslar sér völl Eftir máltlðina á McDonald’s tilkynnir Hans aftur að hann geti borðað meira og það er eins gott því næst liggur leiðin á Kentucky Fried Chicken í Skeif- unni. Þangað er langt að fara svo við hringjum á leigubíl sem stað- næmist fyrir framan Kaffi París og síðan er lagt í hann. Á leið- inni spyr ég félagana hvort þeir hafi séð eitthvað af Reykjavík. Þeir jánka þvi og Orto segir að þeir hafi farið tvisvar um mið- bæinn og séð talsvert svo þeir séu farnir að rata. Að sögn Ortos minnir Reykjavík mikið á Nuuk á Grænlandi og hann kann vel við borgina sem hann álítur ró- lega. Hann minnist á drykkju- vandamál i bæjum á Grænlandi en ég segi honum að íslendingar kljáist líka við það i ríkum mæli og bendi honum á að fara niður í bæ á laugardagsnótt. Það er tekið vel á móti okkur á KFC og fullorðnir fá kaffi meðan við bíðum eftir matnum en Hans fær fjóra dótapakka. Maturinn er íslendingar í snjóhúsum Síðasti áfangastaður er Dom- ino’s-pizza á Grensásvegi og á leið- inni spyr ég Hans hvort hann geti borðað meira. „Bara smá meira,“ segir hann og brosir, þreyttur eft- ir langan dag og langt kvöld. Á Domino’s flöggum við tveimum gjafabréfum og hvort þeirra hljóð- ar upp á tveggja lítra kók, brauð- stangir og fimmtán tommu pitsu með tvenns konar áleggi að eigin vali. Við leysum aðeins annað bréfið út því þeir eru svo saddir en ég segi þeim að eiga hitt tO góða og Orto þakkar kærlega fyr- ir. Því næst bendir hann á að Domino’s á Grensásvegi sé ekta „Take away“-staður og sýnir leik- ræna takta þegar hann gengur að afgreiðsluborðinu og aftur að dyr- unum með ímyndaða vöru. Það er smábið eftir pitsunni og á meðan setjast þeir niður með litla vísna- bók og synga grænlensk bamalög: „Mikisuaraaqana inequnavill- unga anaanap aanna ataatap pig- innaqaannga...“ hljómar yfir stað- inn og rennur saman við tal í bandarískri sjónvarpsmynd. Á Subway velja Hans og Orto báðir kalkúnbát í fínu brauöi með osti, grænmeti og majonesi. vel útilátinn. Hans fær barnabox en Orto fullorðinsskammt og auk þess fá þeir maísstöngla, salat og kokkteilsósu. Ég segi þeim að kokkteilsósan sé séríslenskt fyr- irbæri sem hafi haslað sér vöil á spænskum sólarströndum og þeir smakka forvitnir á henni og láta vel af. „Þetta er mjög heimil- islegur staður og greinilega gott fyrir fjölskyldufólk að koma hingað,“ segir Orto sem er hrifn- astur af KFC. Síðan bætir hann brosandi við: „Það er notalegt og gott að sitja héma og maturinn er góður. Þetta kvöld er ævintýri fyrir Hans.“ Þegar pitsan er tilbúin hætta þeir að syngja og fá sér bita. Þeim þykir pitsan einnig góð en matar- lystin er farin að minnka svo þeir fara með megnið af henni heim í kassa ásamt kókflöskunni og brauðstöngunum. Við göngum út í síðasta leigubílinn og keyrum af- velta niður í bæ. Á leiðinni segir Orto: „Ég fór einu sinni alla leið til Póllands til að leika í sautján sekúndna langri auglýsingu. Pól- verjamir héldu gjaman að Græn- lendingar byggju í snjóhúsum..." Þá grípur leigubílstjórinn fram í fyrir honum og segir: „Það halda nú margir og um okkur Islend- inga líka, skal ég segja þér...“ „Þetta er mjög heimilislegur staður og greinilega gott fyrir fjölskyldufólk að koma hingað," segir Orto sem er hrifnastur af KFC. Vilt þú starfa við eitthvað skemmtilegt í sumar? Fjölbreytt störf í boði - létt og lifandi ÍTR Hver dagur hefur ný og skemmtileg ævintýri upp á að bjóða. Með frábærum samstarfsmönnum lærir þú að takast á við spennandi og stundum erfiðar aðstæður en ert samt hlæjandi allantímann. útilegur - siglingar - íþróttir - klettaklifur - sund - hjólreiðar - sig - kvöldvökur - hellaferðir - ratleikir - gönguferðir Við leiturn að kraftmiklum og jákvæðum starfsmönnum. Áhugasamir hafi samband við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í síma 551-5799 á skrifstofutíma til að fá nánari upplýsingar. Einnig er hægt að kynna sér ýmis störf hjá ÍTR á http://storf.hitthusid.is. Hjá okkur finnur þú starf við þitt hæfi. hress eins og hross. Ert þú í góðu jafnvægi? 10. mars 2000 f ÓkUS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.