Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Blaðsíða 15
Helgi Þór Harðarson er drengur sem ekki er vanur að láta sér leiðast, Hans nýjasta uppátæki er Fáránlega línan, fáránlegasta símalína landsins. í tengslum við hana er hann að stofna klúbb fyrir fólk sem er til í að gera eitthvað fáránlegt í frítíma sínum. ká n I cinsá Œf'Sfe símalína landins „Fólk er alltaf að tala um að gera eitthvað sniðugt en svo verður ekki neitt úr neinu. Fólk situr bara heima og horfir á vídeó, eða fer í mesta lagi í bíó eða á kaffihús," segir Helgi Þór Harðarson, hugmyndarikur 24 ára drengur sem vill rífa íslendinga upp úr viðjum vanans og fá þá til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Til þess að ná markmiði sínu hefúr hann stofnað „fáránlegu línuna“ sem er í hæsta máta óvenjuleg símalina. Þar er t.d. boðið upp á veðurfréttir á kínversku og einnig vekjaraklukku. „Það eru svo margir sem vakna á morgnana en vantar svona peppingu til að drífa sig á lappir. Það er kalt úti og maður er í skammdegisfýlu og þá getur verið gott að geta hringt í einhvem sem peppar þig upp og segir þér hversu yndisleg manneskja þú ert og af hverju þú ætt- ir að drífa þig á lappir. Nú þegar er hægt að velja um 11 hólf á símalínunni en þegar fram liða stundir verða þau 99 og þá verða t.d. sögur fyrir aldraða i boði og fleira skemmtilegt," segir Helgi sem er bjartsýnn á að þetta upp- átæki eigi eftir að falla í kramið hjá ís- lendingum. I tengslum við símalínuna verður fljótlega opnuð heimasíðan www.far- anlegt.is en þar verður hægt að fylgj- ast með því sem er í boði á símalín- unni og einnig verður hægt að skrá sig í fáránlega klúbbinn. „Fáránlegi klúbburinn á að vera klúbbur fyrir fólk sem er til í að gera eitthvað. Plan- ið er að gera eitthvað öðruvísi og hafa gaman af því, t.d. fara á bingó í Vina- bæ, á samkomu hjá Krossinum, stepp- námskeið eða bara yfirhöfuð að gera eitthvað en ekki bara tala um það,“ segir Helgi sem líkir klúbbnum að nokkra leyti við gömlu ungmennafé- lögin. Sjálfur vinnur Helgi á bananala- ger svona dagsdaglega og það er þar sem hann fær allar þessar fáránlegu hugmyndir sínar. Það er óhætt að segia að hann fari sjálfur svo sannar- lega eftir því markmiði sínu að fá Is- lendinga til þess að gera eitthvað öðru- visi i frítíma sínum því það að dunda við þessa fáránlegu símalínu á kvöldin er jú í hæsta máta óvenjulegt hobbí. Helgi Þór stendur á bak við símalínuna 9085363 sem er fáránlegasta símalína landsins. Það kostar einungis 66 aura á sekúnduna að hringja inn og hlusta á fáránleikann. Láttu sérfræðinginn aðstoð Ólafur Þórisson, verslunarstjóri ADONIS hefur um árabil starfað meó íþróttafólki, næringarfræóingum og vaxtaræktarfólki með góóum árangri. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um næringafræði og hreyfingu. Nýttu þér sérfræðiþekkingu Ólafs og láttu hann ráðleggja þér vió val á fæðubótarefnum kringlunni • sími 588 2988 ADOnic* VGRSLUN HCÐ Ff€ÐUBÓTRRCPNI 4 ■v #• V <D* e-pillan er skaðvaldur. Fyrsta taflan rífur þig upp í tryllings- legar hæðir, gerviveröld gleði og stundarbrjálæðis. Þegar áhrifin dvína, nokkrum klukkustundum síðar er fallið hátt niður í tilgangsleysi og svartsýni. Með tímanum finnur þú fyrir framtaksleysi, vanmáttarkennd, svartsýni og sektarkennd. Geðsveiflurnar sem e-taflan veldur draga þig sífellt neðar, langt niður fyrir það sem eðlilegt er. Þar bíður þín þunglyndi og örvinglan! e-taflan er hættuleg! Landlæknir, Ríkislögreglustjórinn, Jafningjafræðslan, ísland án erturlyfja, Áfengis- og vímuvamaráð, Fólag framhaldsskólanema Viðvarandi * v 10. mars 2000 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.