Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Qupperneq 10
+ Skólafélög menntaskólanna eru misjafnlega vel rekin af krökkum undir tvítugu. Þetta eru fyrirtæki sem velta allt að 30 milljónum króna á ári og stundum án þess að láta endurskoða bókhaldið hjá sér. Enda hefur skatturínn áhyggjur af þessu, sem og kennararnir í þeim skólum sem eru verst settir hvað rekstur nemendafélaga varðar. Fókus kafaði djúpt í málið og komst að ýmsu skringilegu varðandi rekstur skólafélaga í framhaldsskólum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru þrettán framhaldsskólar og allir reka þeir nemendafélög en að- eins einn þeirra virðist vera með fjármálin sín í hundrað prósent lagi. Það er Verslunar- skóli íslands. Skólar á borð við Flensborg, Borgarholtsskóla, Fjölbraut í Garðabæ og Kvenna- skólann virðast vera með sitt á hreinu en eru samt ekki með endurskoðanda. Hins vegar er um helmingur skólanna með fjármálin sín í miklu ólagi og stjómendur nemendafélaganna gætu átt yfír höfði sér refsingu frá yfirvöldum ef þeir taka sig ekki á og komi íjármálaóreið- unni í lag. Undir eftirliti skólanna Heildarvelta skólafélaga landsins er um 170 milljónir króna á ári. Þessi velta sam- anstendur af félagsgjöldum fé- lagsmanna, skemmtanahaldi og í undantekningartilvikum versl- unarrekstri (það eru yfirleitt lokaársnemar sem reka sjoppur og annað slíkt til að eiga fyrir útskriftarferð). Þessi upphæð ætti auðvitað að vera miklu hærri þar sem stærstur hluti fé- laganna er illa rekinn og sé rekstur þeirra miðaður við Verslunarskóla íslands, sem veltir 30 milljónum og er með 976 nemendur, kemur berlega í ljós að það er best rekni skólinn enda skilaði hann einni milljón níu hundruð sjötíu og sex þús- und krónum í hagnað á síðasta ári. MK er til að mynda 1200 nemenda skóli sem veltir 19 milljónum á ári en var engu að síður í níu hundruð þúsund krónur í mínus í lok vorannar ‘99. En þá var aukin heldur ekk- ert eftirlit haft með reksti félags- ins og því er ekki til neitt bók- hald fyrir veturinn ‘98-’99. Afstaða skólanna sjálfra til nemendafélaganna er sú að þetta sé sjálfstætt félag sem vegna tengsla við skólann sé undir þeirra eftirliti. Það eftirlit fer fram i því að annað hvort fé- lagsmálafulltrúi eða fjármála- stjóri viðkomandi skóla fær uppgjör í hendumar sem jafh- framt er kynnt á fundi með nemendum. Stundum virkar þetta fyrirkomulag en yfirleitt ekki. Skólayfirvöld Menntaskól- ans við Sund hafa til dæmis miklar áhyggjur af rekstri skólafélags MS. Sérstaklega þeg- ar það kom upp í fyrra að skatt- urinn krafðist þess að fá bók- haldið til endurskoðunar. Nú- verandi gjaldkeri, Aldís Páls- dóttir, gat ekki svarað því hvort búið væri að afhenda skattinum bókhaldið. Það var ekki í henn- ar tíð sem þetta kom upp á. Hún tók við félaginu í fimm hundruð þúsimd króna skuld. Misjöfn velta í öllum skólafélögum hafa komið upp hagsmunarárekstrar sem dregið hafa misþungan dilk á eftir sér. Þar erum við bæði að tala . um missætti vegna áherslna i rekstri og hrein og bein fjársvik. Það vill nefnilega stundum til að stjómendur i nemendafélögum ofmetnist líkt og gerðist í MR um árið. En þar komst upp að stjómin hafði far- ið oft út að borða með hefti fé- lagsins og hún var einhvem veginn búin að sannfæra sig um að hún ætti það skilið. Líklega vegna þess að hún vann svo mikið, kauplaust, fyrir vanþakk- láta nemendur. Enda er nokkuð ljóst aö vinnan við að halda úti starfsemi með allt að þrjátíu milljónum króna í veltu er mik- il og erfið. En menn á borð við Áma Þór Vigfússon sjónvarps- stjóra og Kristján Ra, fjármála- stjóra Skjáseins, vita að það er hægt að uppskera. Árni var framkvæmdastjóri Catz-sýning- arinnar sem Versló hélt en Kristján Ra er fyrrum gjaldkeri nemendafélagsins sem kom fé- laginu i bullandi plús eftir að hafa tekið við því á hvínandi kúpunni. Eins og fyrr segir eru skólam- ir misjafnlega vel reknir. Einna verst koma þó iðnskólar út úr rannsókninni. Lítið dæmi um rekstur á hinum 370 nemenda Iðnskóla í Hafnarfirði er að hann veltir einungis einni millj- ón á ári. Þetta er þó lausleg áætlun því það er ekki til bók- hald fyrir síðustu ár og haustönnin hefur enn ekki verið gerð upp. Félagið er ekki með endurskoðanda og er skuldlaust. Vandamálið við rekstur skólafé- lagsins er svipað og Borgar- holtsskóli býr við (600 nemend- ur en aðeins þrjár milljónir í veltu á ári og félagið rekið með hundruð þúsunda króna tapi). Á íslandi þykja iðnskólar ruslakistur sem þeim sem geta ekki lært er hent ofan í, og því er ekki sama bræðrarfélags- stemningin og myndast í öðrum skólafélögum. Til samanburðar má geta þess að í Fjölbrautar- skóla Vesturlands á Akranesi eru 600 nemendur en félagið veltir 8,3 milljónum. Munurinn er sá að hver nemendi veltir 2.702 krónum í Iðnskólanum í Hafnarfirði en 13.800 krónum í Fjölbrautarskóla Vesturlands og séu þessar tölur bornar við þann sem halar mestu inn, Versló, er mimurinn sláandi þar sem hver nemandi veltir 30.737 krónum. Þessi mikli munur vek- ur upp spumingar um hvort allt sé gefið upp í skólum með lága veltu. Skatturinn að rannsaka „Það eru sögur um að gjald- kerar í gegnum tiðina hafi rugl- ast á kortum á einhverju fylliríi,“ segir Ltna Kristjáns- dóttir, gjaldkeri nemendafélags Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar er enginn endurskoðandi en skól- inn reynir að fylgjast með fjár- málum félagsins. Stjórn skólafélags Mennta- skólans í Hamrahlíð vildi ekki gefa upp neinar tölur og bar fyr- ir sig að lög félagsins bönnuðu það. Þau sögðust hins vegar vera með endurskoðanda og skólinn fari yfir kvittanir og annað slíkt. „Skólafélagið var að ég held tekið fyrir hjá skattinum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bergur Benediktsson, formað- ur félagsins, og útskýrði að verslunarrekstur félagsins væri rekinn með sér kennitölu og því virðast hlutimir vera i góðu lagi hjá þeim. Veltan er um 20.000.000 samkvæmt útreikn- ingi Fókuss en skólinn hefur 906 nemendur. Það er samt ekki hægt að full- yrða um það af hverju sum félög hafi svona lága veltu I saman- burði. Annað hvort er félagslífið illa sótt eða að fáir greiði félags- gjöld ellegar að ekki sé allt upp gefið. Freistingamar era í það minnsta allsstaðar og sem dæmi þá hefur yfirstjóm Menntaskól- ans við Sund áhyggjur af krökk- unum sínum. Það félag var tek- ið fyrir hjá skattinum 1 fyrra og núverandi gjaldkeri, Aldís Pálsdóttir, veit ekki til þess að því máli sé lokið. Hún tók við fé- laginu með hálfa milljón i mín- us og ætlar að reyna að borga það niður auk þess sem hún þarf að standa sig gagnvart skattinum. Þá þarf hún víst að borga skemmtikröftunum og öðrum sem þau kaupa þjónustu af meira vegna þess að þeir vilja helst af öllu vinna svart. „Það er verið að athuga þessi mál,“ segir Kristján Gunnar Valdimarsson, skrifstofustjóri hjá Skattstjóranum i Reykjavík. „Þetta er stór rekstur hjá þeim og þó starfsemin sé undanþegin skatti verða þau að gefa allt upp og auk þess er undanþágan ekki algild." Allt að 3ja milljóna tap „Samkvæmt skattalögum eru stjómendur félaga ábyrgir fyrir rekstri félagsins," heldur Krist- ján hjá Skattinum áfram og vitnar í 107. grein skattalaga. „Þessir krakkar gætu sætt refsi- ábyrgð og verið í vondum mál- um.“ Það er því nokkuð ljóst að um alvarlegt mál er að ræða og allt bendir til þess að stjórnendur skólafélaganna séu ekki alveg að gera sér grein fyrir þeirri skuldbindingu sem þau hafa tekið að sér. Svo dæmi sé tekið þá var FB einn af þeim skólum sem fóm undan í flæmingi þeg- ar spurt var út í bókhald og rekstur nemendafélagsins. Gjaldkerinn, Hlynur Hauks- son, vildi ekki tjá sig um málið en samkvæmt áræðanlegum heimOdum tók hann við félag- inu í tveggja milljón króna skuld. Engu að síður er Fjöl- brautarskólinn i Breiðholti einn stærsti framhaldsskóli landsins, með um 1300 nemendur. Rúmur helmingur þeirra greiðir 2100 krónur til skólafélagsins á hverri önn og má rekja tap fé- lagsins núna til þess þegar skylduaðild að nemendafélögum var afnumin. Krakkarnir í stjóm félagsins virðast ekki ná að aðlaga sig breyttu rekstrar- umhverfi og öll fjármálin em í tómri steypu. Enginn veit neitt og því er erfitt að draga ein- hvem einn ákveðinn til ábyrgð- ar. Nemendafélag Fjölbrautar- skólans í Breiðholti veltir yfir tólf milljónum á ári og heimild- armenn innan skólans telja að tapiö stefni í þrjár milljónir. Dregin til ábyrgðar Það er þvi nokkuð ljóst að margt er lúsugt í skólafélögum framhaldsskólanna og um tif- andi tímasprengju að ræða. Skatturinn er að skoða þetta og enn er spuming inn hver sé ábyrgur þegar félag kemur sér í milljóna króna skuld. Það skýt- ur svoldið skökku við að ætla sér að draga þrjá stjómarmenn, sem jafnvel geta verið ólögráða, til ábyrgðar. En sé svo, eins og allt bendir til, ættu þeir sem taka að sér trúnaðarstörf á veg- um skólafélaga að gera sér grein fyrir ábyrgðinni. Þeir gætu bæði verið ábyrgir gagnvart skattinum og jafnvel í ábyrgð fyrir skuldum - þó er það ekki alveg ljóst og lítið um svör varð- andi þá ábyrgð. Engu að siður getur verið mikill hagur fyrir þá sem reka félögin að standa sig því það er ávísun á að fyrirtæk- in úti á vinmunarkaðinum takið við sér og ráði hæfa skólafélags- stjómendur til vinnu. Því mörg skólafélögin eru með veltu á við meðalstór fyrirtæki hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.