Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Side 14
f Ó k U S 10. mars 2000
Edda Björg Eyjólfsdóttir útskrifaðist úr leiklistarskólanum fyrir
tveimur árum og vakti strax athygli. Hún þykir húmorísk
leikkona og sterk á sviðinu. Þessa dagana má sjá hana leika
í Stjörnum á morgunhimni í Iðnó og auk þess æfir hún hlutverk
fyrir kvikmyndina Ikingut og söngleikinn Kysstu mig Kata í
Borgarleikhúsinu. Auður Jónsdóttir snæddi morgunmat með
Eddu á Prikinu og fræddist nánar um líf hennar og starf.
Óvissan
skemmtileg
„Ég er bara frekar nýút-
skrifuð," segir Edda Björg
þegar hún hefur fengið sér
sæti yfir morgunmat á Prik-
inu. Síðan sýpur hún af café
au lait og bætir við að hún
hafi útskrifast 1998. Eftir að
Edda útskrifaðist hefur bor-
ið mikið á henni og hún hef-
ur sérstaklega vakið athygli
sem upprennandi gaman-
leikkona enda sýnir mann-
eskjan húmorísk tilþrif í
öðru hverju orði og hlær
dátt meðan hún segir frá.
Edda hefur heldur ekki ver-
ið í vandræðum með verk-
efni og hefur leikið i
nokkrum stykkjum i Borg-
arleikhúsinu, Ára-
mótaskaupinu, Stjömum á
Morgunhimni í Iðnó auk
þess sem hún skemmti
landanum með Skara
skrlpó. Hún hefur einnig
komið nálægt kvikmyndum
og þessa dagana er hún í
undirbúningsvinnu fyrir
kvikmyndina Ikingut „Já,
ég er að æfa fyrir þessa
mynd og hef hitt alla leikar-
ana, þar á meðal litla græn-
lenska strákinn sem leikur
aðalhlutverkið. Þetta er fal-
leg og skemmtileg saga og
ég er mjög spennt að leika í
myndinni," segir Edda
brosandi meðan hún smyr
ristaða brauðsneið.
Franskur kærasti
og soðin egg
Edda fær vitanlega hina
klassísku leikaraspumingu:
Hvers vegna fór hún í leik-
list?. Að spumingunni lok-
inni rennur upp fyrir mér
að Vala Matt spurði Ant-
hony Hopkins nákvæmlega
sömu spurningar í sjón-
varpsþætti og hann gaf
vægast sagt lítið fyrir hana.
Það er eins með Eddu sem
svarar spuringunni hratt og
áhugalaust: „Ja, mig lang-
aði bara að verða leikkona.
Ég lék í MH og þar byijaði
ég að öðlast pínu sjálfs-
traust. Mér fannst þetta
spennandi og skemmtilegt,
sá fram á að mig langaði að
vinna við þetta í framtíð-
inni og ákvað að fara i inn-
tökupróf."
Hvaö tók svo viö?
„Ég fór til Lyon strax eft-
ir útskriftina úr MH og
hugsaði um þrjú böm hjá
fólki sem var rosa ríkt. Þau
voru með sundlaug í garð-
inum... eitthvað annað en
maður þekkti,“ segir Edda
og hlær áður en hún heldur
áfram: „Þau voru í skart-
gripabransanum og þama
var ég að sjóða egg og reyna
að tala frönsku."
Tókst þér að læra
frönsku?
„Ég lærði ekki frönsku al-
mennilega fyrr en ég eign-
aðist franskan kærasta. Þá
flutti ég inn til ijölskyld-
unnar sem hann var hjá,
það var svona millistéttar-
fólk - og þá lærði ég að tala
frönsku," klykkir Edda út
með áherslu.
Blikkandi rafmagns-
hjarta
Að Frakklandsfrásögn-
inni lokinni er Edda spurð
út í bamæskuna og hvort
hún sé sveita- eða borgar-
bam. Að hennar sögn er
hún hvort tveggja.
„Ég bjó nefnilega í aust-
urbænum I Kópavogi og lék
mér hjá skítalæknum. Þá
var miklu meira af ósnertu
landi þama í kring. Hestar
á beit við íþróttavöllinn og
sum staðar vom bara vegir
með gamaldags götuljósum,
svona gulum tréstaumm. Á
öðrum stöðum var kannski
malbikað en engar gang-
stéttir," útskýrir Edda og
kimir við minninguna.
En hvenœr varðstu fyrst
skotin í strák?
„Ég varð fyrst skotin í
strák sem hét Viðar og við
vorum bæði i sjö ára bekk.
Á þeim tima gekk ég með
lítinn plasthring sem ég
hafði fengið að gjöf. Stelp-
umar sögðu að hringurinn
væri frá Viðari en það var
ragl. Börkur tannlæknir gaf
mér hann því ég var svo
dugleg."
En áttu kærasta í dag?
Leikkonan brosir íbyggin
og viðurkennir fúslega að
hún sé ástfangin. „Já, hann
heitir Stefán Már Magnús-
son og hann er snillingur."
Og það er enginn plast-
hringur í þetta skiptiö...!
„Jú, reyndar,“ hlær
Edda: „Ég var með plast-
hring úr dótabúðinni Liver-
pool, svona hring með
blikkandi rafmagnshjarta."
Að vita
hvað maður vill
Atvinnuöryggi er ekki
mikið i leikarastéttinni á ís-
landi. Hins vegar hefur bor-
ið mikið á Eddu síðan hún
útskrifaðist úr Leiklistar-
skólanum og svo virðist
sem hún vaði hreinlega í
verkefnum. Er þaö rétt?
„Já og nei. Ég kvarta
ekki. Ég hef fengið tækifæri
til að spreyta mig á mörg-
um spennandi hlutverkum
en það hafa líka komið tím-
ar þar sem maður hafði
ekki hugmynd um hvað
kæmi næst. Þá er bara um
að gera að draga andann
djúpt og vera smá kæru-
laus. Þetta er allt undir
manni sjálfum komið og
kannski einhverjum örlög-
um. Ég held að vandinn
liggi ekki í að maður fái
ekkert að gera heldur frek-
ar hvað maður vildi vera að
gera,“ segir Edda áður en
hún bætir við að óvissan sé
að vissu leyti skemmtileg.
„Hún heldur manni létt á
tánum og fyrir vikið fer
maður sjálfur að búa til
hluti. Við vorum nokkur
sem settum upp barnaleik-
ritið Ævintýrið um Gleym
mér ei og Ljóna kóngsson í
sumar. Þá sömdum við leik-
gerðina sjálf og allt sem við-
kemur uppsetningunni."
Margir leikarar spreyta
sig við skriftir, langar þig
aldrei til aó semja verk
sjálf?
Edda neitar þvi og segir:
„Það era til svo mörg góð
leikrit að ég hef hreinlega
ekki fundið þörflna fyrir
það. Reyndar má skrifa
fleiri íslensk leikrit en ég
læt aðra um það. Minn
draumur er hins vegar sá
að vera í leikhóp þar sem
allir vinna að einni góðri
sögu sem allir ætla að segja.
Það er eitthvað heillandi
við svoleiðis samvinnu og
ég held að það verði góð
leiksýning úr samstíga leik-
hópi þar sem fólk flnnur
lausnimar í sameiningu."
Fyrst vil ég læra
ao leika betur
„Það er skemmtilegast
þegar leikararnir ná vel
saman, stilla sér upp,
teikna upp myndir og brjóta
niður stofuveggina. Ég þoli
nefnilega ekki þegar raun-
veruleikinn er tekinn og
settur á svið. Það er hægt
að taka allt úr umhverfinu
og setja það á svið. Leikarar
geta leikið hvaða sitúasjón
sem er,“ fullyrðir leikkonan
skörulega og tekur fram að
sniðugustu lausnimar felist
yfirleitt í einfaldleikanum
og það er greinilegt að hún
vill sjá meira af hugmynda-
ríkum uppsetningum á
Fróni.
Hvað með leikstjórn, gœt-
uröu hugsað þér að vera
leikstjóri?
„Einhvern tímann gæti
ég hugsað mér það en fyrst
vil ég læra að leika betur,"
svarar Edda sem er orðin of
sein á dansæfingu fyrir
söngleikinn Kysstu mig
Kata og hefur einungis tima
til að svara lokaspuming-
unni: Hvert er uppáhalds-
leikskáldið þitt?
„Tsjekhov hefur alltaf
verið í miklu uppáhaldi hjá
mér og ástæðan er líklega
sú að mér finnst gaman að
grátbroslegum verkum.
Þegar húmorinn felst í al-
gjörri tragík," útskýrif hún
og þýtur í Borgarleikhúsið
að orðunum slepptum.
„Eg lærði
ekki frönsku
almennilega
fyrr en ég
eignaðisf
franskan
kærasta.“
FÓKUSMYND: Teitur