Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2000, Qupperneq 17
íkar(£)una
10. mars 2000
Sjallinn
Klassískur teppalagBur sta&ur
sem keyrir á alvöruböllum um helg-
ar. Auðvelt er að villast á staðnum
þar sem hann er á svo mörgum
hæðum og hægt er að ganga
hringinn. Aldur og gerð gesta fer
eftir því hvaða hljómsveit er að
spila. Efsta hæðin er opin undir
nafninu Dátinn þegar ekki er ball
og í kjallaranum er rekin nektar-
búlla.
Aðgangseyrir: Yfirleitt 1000 kr. á
böllin.
Stór bjór: 550 kr.
Tvöfaldur vodki í kók: 850 kr.
við Pollinn
Hlýlegur staður með arni og þægilegum leðursóf- Bf
um. Sveitaballastemning á dansgólfinu um helg- si
ar undir lifandi tónlist. Gestir staðarins eru aðal-
lega 35 ára og eldri en þó slæðist yngra fólk inn. ÍS
Aðgangseyrir: 500 krónur eftir miðnætti um BÍ
helgar. pl
Stór bjór: 500 kr.
Tvöfaldur vodki í kók: 850 kr.
Oddvitinn
Staðurinn gengur undir nafninu
„Flugstöðin" vegna stæröar sinnar
og lofthæðar. Það er dálítill hlöðu-
filingur á staðnum sem býður upp
á lifandi tónlist um helgar. Gestir
staðarins eru alþýðufólk á öllum
aldri, mikið af austurlenskum kon-
um og fólki af frystihúsinu.
Aðgangseyrír: Frítt á föstudögum
en 500-1000 kr. eftir miðnætti á
laugardögum.
Stór bjór: 600.
Tvöfaldur vodki í kók: 850.
Café Karólína
Þetta er staðurinn tyrir þá sem
vilja spjalla og hafa það rólegt.
Huggulegur staður sem er
mikið sóttur af listamönnum
og menntaskólanemum. Smá-
réttaseðill.
Aðgangseyrir: Enginn.
Stór bjór: 500 kr.
Tvöfaidur vodki í kók: 840 kr.
Madhouse
Underground club
Staðurinn stendur fuilkomlega undir
nafni. Bæði er hann niðurgrafinn og
kolóð stemning þar inni. Staðurinn er
málaður í hvítu og gráu, lágt til lofts og
þröngt.
Aldurshópur: ungur.
Tónlist: techno, break beat, drum’n
bass o.fl. Reykur og það nóg af honum.
Stór bjór: 500 krónur.
Tvöfaldur vodki í kók: 800 krónur.
Club 13
Þessi staður minnir mest á Astró í útliti: grár og tóm-
ur, með bar, sófahorni, dansgólfi og horni með borð-
um og stólum. Þetta er kúlasti klúbbur Akureyrar sem
er sóttur af ungum krökkum sem fíla snjóbretti og
technotónlist. Eftir klukkan þijú, þegaröðrum stöðum
á Akureyri er lokað, þætist við
alls konar fólk sem er tilþúið
að djamma lengur en það.
Aðgangseyrir: Þegareinhverjar
sérstakar uppákomur eru, ann-
ars fritt.
Stór bjór: 500 kr.
Tvöfaldur vodki í kók: 850 kr.
Kaffi Akureyri
Þetta er sá staður sem er svona mitt á milli
allra staðanna á Akureyri - hlýlegur staður
með þokkalegu dansgólfi og iðar af fjöri.
Dúndrandi diskótek er um helgar þar sem spiF
uð eru ný lög i bland við gamla smelli. Gestir
staðarins eru blandaður hópur fólks á öllum
aldri sem er úti til þess að skemmta sér.
Aðgangseyrir:
500 kr. e. mið-
nætti um helgar.
Stór bjór: 500 kr.
Tvöfaldur vodki í
kók: 870 kr.
Venus
Einn af þremur nektardans-
stöðum Akureyrar. Frekar
búllulegur og stemningslaus,
enda virðist lítið lagt upp úr út-
liti staðarins og eru auglýsingaspjöld ogjólabjöll-
ur aðalskrautið á svartmáluðum veggjunum.
Staðurinn er með tvö svið fyrir súludans, spila-
kassa og flottar stúlkur. Skemmtilega skringileg
sjón að sjá gesti sitja á kollum við sviðið.
Aðgangseyrir: 1000 kr.
Stór bjór: 600 kr.
Tvöfaldur vodki f kók: 900 kr.
Sumar cíljlju
BUXUR
PEYSUR
BOLiR
H.BOLIR
frá 3.500
frá 3.500
frá 1.500
frá 990
gallerisauTján
Laugarvegi, s. 511-1720,
Kringlunni, s. 568-9017